Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 6
6 MORfíVHBLABIB Sunnudagur 21. júlí 1963. unnsjúkdómarann- sóknir hér a vegum Háskóla íslands og háskólans I Alabama Rannsökuð verða holgóma börn og dhrif hveravatns á tennurnar TJNDANFARIN tvö ár hafa verið gerðar hér víðtækar rannsóknir á munnsjúkdóm- um á vegum Háskóla íslands og Háskólans í Alabama, Bandaríkjunum. Fyrir öi j'a. forgöngu dr. J. F. Volker, yf- irmanns allrar lækna- og tannlaeknameniitunar við Há- skólann í Alabama, fékkst fjárstyrkur til rannsóknanna frá bandarísku heilbrigðis- málastofnuninni (National Institude of Health). Dr. Volker hefur lengi haft áhuga á íslandi og íslending- um, og talið að rannsóknir sem þessar væri tilvalið að gera hér á landi. Ástæður fyrir því eru margar, m.a. „hreinræktun“ þjóðarinnar, hinar nákvæmu manntals- og heilbrigðisskýrslur, sem hér er að finna, og svo menning- ar- og menntaþroski þjóðarinn ar, sem gerir allar rannsókn- ir, er byggjast að miklu leyti á upplýsingum frá fólkinu sjálfu, miklu auðveldari við- fangs. Rannsóknir hefjast Fyrsta styrkveitingin til rannsóknanna fékkst árið 1961 og var þá hafizt handa strax um vorið. Pá]mi Möller sem undanfarin þrjú ár hef- ur starfað sem prófessor við Tannlæknadeild Háskólans í Alabama, dvaldi hér sumarið 1961 og rannsakaði þá ástand- á tönnum barna á aldrinum 2-7 ára. Voru börn á ní a stöð- um á landinu rannsökuð og nákvæmar skýrslur gerðar varðandi hvert barn. Vorið 1962 varði Pálmi ritgerð, sem byggðist á þessum rannsókn- um, við Háskólann í Alabama og voru honum þá veitt ,,Mast er og Science" gráða við sama skóla. í febrúar í ár birtist grein um niðurstöður Pálma í norræna tannlæknatímarit- inu „Acta Ódontologica Scandi navica". Arið 1962 dvöldu hjónin Ruby og dr. John B. Dunbar hér, en þau eru mörg I í ís- lendingum af góðu kunn. Unnu þau hjónin að umfangs- miklum rannsóknum á munn- sjúkdómum í íslendingum á öllum aldri. Dr. Dunbar hef- Mr svo undanfarið unnið úr niðurstöðum rannsóknanna og í maí s.l. var honum veitt doktorsgráða í „Public Healt“ við Tulane-háskólann í Louisi ana. Fjallaði doktorsritgerð Pálmi Möller prófessor hans um rannsóknir hér. Enn er mjög mikið viðfangs efni óunnið áður en fullnaðar- skýrslur verða fyrir hendi um munnsjúkadóma hér á landi Mjög góð samvinna hefur verið við lækna- og tannlækna sumar deildir Háskóla Islands um framkvæmdir rannsóknahna. Prófessorarnir Jón Sigtryggs- son, Jón Steffensen og Júlíus Sigurjónsson eiga sæti í nefnd sem Háskólarektor Árni Snæv ar skipaði til að fylgjast með rannsóknunum. Holgóma börn Nú dvelja hér í sumar tann- læknarnir. Pálmi Möller pró- fessor og Bib Hufstuttler, sem er við framhaldsnám í Epi- demiologi við Háskólann í Ala bama. Munu þeir halda rann sóknunum áfram. Pálmi Möll- er mun í.sumar safna gögnum um börn, sem fædd eru með klofna vör eða klofinn góm (holgóma). Reynt verður að ná sem nákvæmastri tölu yf- ir fjölda þeirra barna, sem fæðst hafa með þessum munn galla síðastliðin 5-10 ár og fá sem ítarlegastar upplýsingar hjá foreldrum þeirra. Sérstak- lega verður reynt að fá ná- kvæmar upplýsingar um hvort nokkrir ættingjar barnanna, lifandi eða látnir, hafa eða höfðu sama eða svipaðan munngalla, því rannsóknir í Danmörku og víðar benda til þess að um ættgengan galla sé að ræða. Til þess raunverulegur sam anburður fáist, verður einn- ■ig að leita til foreldra heil- brigðra barna, sem fæddust á sama tíma og holgóma börn, og fá sams konar upplýsingar hjá þeim. Rannsóknir sem þessar byggjast að miklu leyti á velvild foreldranna, að þeir láti í té sem nákvæmastar upplýsingar þegar til þeirra verður leitað. „Það er von okkar,“ sagði Pálmi Möller, „að þessar rannsóknir verði til þess að auka þekkingu okk ar á orsökum þessa munn- galla.“ Hveravatn og tannskemmdir Dr. Huffstuttler mun aðal- lega fást við rannsóknir á tönnum fólks, sem neytt hef- ur hveravatns að mestu eða öllu leyti til drykkjar. Hann hefur þegar skoðað fjölda fólks í Mosfellssveit, og mun á næstunni ferðast um Bisk- upstungur og Borgarfjörð í sömu erindum. Ætlunin er Halle, 16. júlí. LOKASPRETTURINN er nú senn að hefjast á skákmótinu í Halle. Eftir 12 umferðir er staða efstu manna þessi: 1.—2. Larsen og Portisch 8%, 3. Rebatsch 8, 4,-—5. Ingi R. og Ivkov 7 Vz, 6.—7. Uhl- mann og Malick 7. Segja má að allir sjö hafi mögu leika á þrem fyrstu sætunum, þó telja verði að Larsen og Portisch hafi bezta möguleikana. í skák sinni gegn Donner, varð Larsen það á að leika hrók í upp- nám og mátti gefast upp með það sama. Stórmeistararnir Ivkov, Uhlmann og reyndar Rebatsch, hafa átt í erfiðleikum með marga af yngri kynslóðinni, og í 12. um- ferð „pakkaði“ Kavalek Austur- Þjóðverjanum saman eins og eft- irfarandi skák sýnir. Skipulag mótsins er yfirleytt nokkuð gott, en töluvert skortir á að menn fái nægilega matar- peninga, og um þau mál ríkir hin mesta óánægja, því fæstir eru reiðubúnir að skipta „hörðum" gjaldeyri á jafn’ lélegum „kúrs“ og hér er, t.d. 1 DM á móti 1 austur-þýzku! Blöðin skrifa frem Reykvíkingur skrifar: + Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð „Ég er einn þeirra mörgu Reykvíkinga, sem undanfarin ár hefi horft á hina vonlitlu baráttu eins af söfnuðum Reykjavíkur við að byggja hina risavöxnu þjóðkirkju til minn- ingar um listaskáldið Hallgrím Pétursson. Mér virðist- svo augljóst mál, að slíkt stórvirki sé ofviða af söfnuðum höfuðborgarinnar, að ég hafi lengi átt von á raun- hæfum tillögum fra Alþingi ís- lendinga um fjárframlög til þess að þessi stórhuga draumur Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara mætti rætast og verða þjóð vorri til sóma um ókomin ár — og aldir. Ef haft er í huga, að enn er notast við hina eldgömlu dóm- kirkju Reykjavíkur sem höfuð- kirkju landsins, sem mun hafa verið byggð fyrir danskt fé? þá sýnist ekki of mikils mælzt þótt Alþingi veitti á fjárlögum næstu ára segjum 2—3 milljón- ir króna árlega þar til þetta veglega guðshús verður full- gert. Ég sé ekki að með þessu sé skapað neitt fordæmi, sem á- stæða sé til að óttast, og ekki get ég trúað neinum öðrum söfnuði til að líta slíkt öfund- arauga, heldur býzt ég við, að allir sanngjarnir, kristnir fslend ingar muni fagna því að Hall- grimssöfnuður fái þá aðstoð, sem með þarf til þess að bar- áttu hans megi sem fyrst ljúka með fullum sigri. Um leið og ég fagna þeirri frétt, sem blöðin hafa nú skýrt frá, um að verið sé að rétta Hallgrímssöfnuði hjálparhönd við kirkjubygginguna, þá vil ég hér með koma á framfæri þessari tillögu minni, að Al- þingi íslendinga veiti hiklaust þá fjárhagsaðstoð sem með þarf, gjarna með ríflegra fram lagi, en ég hefi nefnt hér að framan. Reykvíkingur.“ ^ Gömlu göturnar gleymast „Ég sem gamall Austurbæ- ingur, hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvermg á því standi, að ekki er enn þrátt fyrir háan aldur yið- i ------ J V. í ríoro að gera samanburð á tannheil brigði þessa fólks og íbúa annarra svæða á íslandi. „Til þessa höfum við notið afbragðs samvinnu og hjálp- semi Landlæknis, Borgarlækn is og yfirlækna og starfsfólks á Barnadeild Landspítalans, Fæðingardeildinni og Fæðing- arheimili Reykjavíkurborgar“ sagði Pálmi Möller að lok- um. „Er það von okkar að þessi samvinna megi halda á- fram við foreldra barna þeirra sem rannsökuð verða, og annarra, sem til verður leit- að“. ur lítið um mótið, en þegar það kemur fyrir, þá hefja þau Uhl- mann og Malich til skýjanna. Hitinn er slæmur vágestur fyr- ir mig. Þegar faríð er á milli skákstaðar og hótels, tolla fötin við líkamann og baðmöguleikar eru af hræðilega skornum skamti. Ég stefni að því að fá 3% vinn- ing úr síðustu umferðunum, en það ætti að gefa mér ágætt sæti. Ingi R. 12. umferð Hvítt: Uhlmann. Svart: Kaválck Kónginversk-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 g6 4. Rc3 Bg7 5. e4 d6 6. f4 Einkennandi fyrir Uhlmann. 6. — 0-0 7. Rf3 e6 8. Be2 exd5 9. cxd5 b5! 10. e5 dxe5 11. fxe5 Rg4 12. Rxb5 Rxe5 13. 0-0 Rbd7! 14. a4 Ef 14. Bf4 þá Db6! sbr. Nei—• Doda, Leningrad 1961. 14. — a6 15. Rd6 Betra 15. Rc3. 15. — Hb8 16. Rxc8 Dxc8 17. Rxe5 Bxe5 18. Dd3 Hb4! 19. Dxa6? Db8 20. h3 c4! 21. Bg4 Framh. á bls. 23. sómasamlega gangstétt við þess ar götur. Skal ég nefna nokkr- ar þeirra: Klapparstigur ofan Laugavegs eystri gangsétt Óð- insgata, Þórsgata, Freyjugata. Þetta læt ég duga. En svo má um leið minna á ómalbikaða götuspottann við Skólavörðu- torgið, upp við styttu Leifs heppna. Eðlilegt er að verkfræð ingur borgarinnar láti borgar- yfirvöldum í té stórhuga verk- áætlun um gatnagerðina, í út- hverfunum, en þá má ekki gleyma þessum gómlu götum með sínum holóttu og leiðinlegu gangstígum. En meðal annarra orða, því í ósköpunum malbikum við ekki þessar gangstéttir, í stað þess að vera að helluieggja sem hlýtur að taka lengri tíma og vera miklu kostnaðarsamara. Úti í' löndum eru gangstéttir malbikaðar. Hellulagnmgm eins og hún er unmn með handverk- færum og með höndum, minn- ir á gömlu Reykjavik og á því miklu fremur heima i byggða- safninu að Árbæ, en hér niðri í borgmm.“ BOSCH Höfum varahluti í flestar tegundir Busch BOSCII startara Og dynamóa. Kaupfélag Eyf., Akureyri. Veladeild BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.