Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUISBLAOIB Sunnudagur 21. júlí 1963. Lýöfrjáls afstaða almennings í Danmörku leysti handritadeiluna lippbygging Skálholts votfur íslenzkrar endurreisnar Samtal við Jörgen Bukdahl rithöfund Jörgen Bukdahl á herbergi sínu að Hótel Sögu HINN kunni danski rithöf- undur Jörgen Bukdahl kom hingað til lands s.l. fimmtu- dagskvöld. Hann er öllum ís- lendingum að góðu kunnur fyrir drengilegan og mikils- verðan stuðning við hinn ís- lenzka málstað í handritamál- inu. Um öll Norðurlönd er hann einnig virtur sem mik- ilhæfur rithöfundur og ein- arður og sjálfstæður hók- menntagagnrýnandi. Morgunblaðið bauð Jörgen Bukdahl að koma til íslands og vera viðstaddur vígslu hinnar nýju dómkirkju í Skál holti. En hann hefur eins og margir Danir haft mikinn á- huga á endurreisn Skálholts- staðar. Þegar Mbl. hitti Jörgen Bukdal að máli og bauð hann velkominn til íslands fórust honum m.a. orð á þessa leið: — Ég var orðinn úrkula vonar um að fá að sjá þetta land oftar. En svo kom þetta boð um að koma á Skálhotshátíðina, og yð- ur er óhætt að trúa því, að það gladdi mig mjög. Og enn flaug ég yfir hafið — yfir Hjaltland og Færeyjar — þessa gömlu leið úr austri til landsins lengst í norðri, en þó svo nálægt menningarlega séð, með uppsprettur víðsæis og innsæis. Enn einu sinni sá ég landið blána framundan, ég sá Vatnajökul, grænar grundir, silf urlitar ár á leið til hafs. Og enn minntist ég Jóns Hallssonar og hinna mörgu nafnlausu rímna- skálda, sem héldu uppi menningu íslands á hinum myrku öldum — tóku við þar sem Eddu, sögun- um og Lilju sleppti, héldu velli þegar þjóðin átti um sárast að binda, og fram að þeim tíma er aftur tók að birta með Jóni Sig- urðssyni og ísland losaði sig við einokun og danska yfirstjórn — endurfæddist eins og Skálholts- kirkja nú, í sama mund og hand- ritin koma heim eftir hina löngu útlegð — koma heim, þar sem þau voru rituð . . . — Þér eruð vissir um að svo verði? — Ég get ekki trúað öðru. Að vísu vinna andstæðingar þessa máls á bak við tjöldin, en sá mikli meirihluti, sem var með afhendingu handritanna getur trauðlega dregist mjög saman Hitt er satt, að almenningshugui er hvikull . . . 20 ÁRA BARÁTTA — Þér hafið nú um 20 ára skeið barizt fyrir afhendingu handritanna. Eruð þér ánægður með horfurnar nú? — Nei, ekki algjörlega, ég á við það að ég vildi að íslendmg- ar fengi öll handritin, og ég álít, að það hefði mátt takazt. En við skulum ekki tala um það. Hitt er mikilvægara að merkustu hand- ritin koma heim. Rúmlega 2/3 hlutar af öllu Árnasafni koma heirn, og þar á meðal eru allir mestu dýrgripir skinnbókanna: Edda, Flateyjarbók, Morkin- skinna, Hauksbók — handrit sem Brynjólfur biskup gaf Friðrik konungi III. Gaf? — ójá, það var eftir drottinsorði, og þá var drottinsorðið dýrara heldur en það er nú. Mest er um vert að íslendingar sjálfir eru ánægðir með árangurinn, því að rannsókn fornritanna, miðaldarita og jafn vel nýrri rita verður hér eftir að fara fram í Reykjavík. Þar gátu engin skipti komið til greina. Eg var á móti því og íslendingar hefðu' sjálfir aldrei getað fallizt á að skipta arfi sínum . . . Vf SIND AMENNIRNIR Á MÓTI — Hvað segið þér svo um handritadeiluna? — Hún var löng og oft hörð. Kalla mátti að allir danskir vís- indamenn væru á móti afhend- ingu, ýmist af lögfræðilegum á- stæðum, eða af því að þeir sjá eftir safninu, en engar mótbárur þeirra voru frambærilegar að mínum dómi. Og þegar íslending ar endurheimta nú handritin, þá eiga þeir það að þakka lýðháskól unum og nokkrum skörungum sem skilja þýðingu lýðfrjálsrar samvinnu Norðurlandaþjóða . . . — Norðurlandaþjóða? — Já, frá voru sjónarmiði var þetta aðalatriðið. Handritamálið er aðeins einn þáttur í sameigin legri norrænni baráttu fyrir því að bæta fyrir fornan yfirgang herraþjóðanna, Svía og Dana, gagnvart hinum svonefndu hjá- lendum, Færeyjum, Islandi, Nor egi og Finnlandi. Það hófst með hinni þjóðlegu vakningu um 1840. Ég ætla aðeins að nefna nöfn þeirra Hammershaimb, Jóns Sigurðssonar, Ivar Aasens og Snellmans, því að með þeim hófst andleg vakning og sjálf- stæðisbarátta Færeyja, íslands og Noregs. Og áhuginn á þessum málefnum er kjarninn í hinni þjóðlegu vakningu Grundtvigs og lýðháskólanna, ekki sízt lýðhá- skólans í Askov. íslenzkir menntamenn fóru til Kaupmannahafnar, þar var há- skólinn og þar var Garðsstyrkur- inn. En aðrir fóru til Askov. Á þeim árum, sem skólinn þar hef ir starfað, hafa mörg hundruð manna sótt þangað nám, þar á meðal t.d. Gunnar Gunnarsson En auk íslendinga voru þar einn ig margir Norðmenn og Finnar og þó nokkrir Svíar. Hið norræna sjónarmið var orsökin til þess, að skólinn studdi ísland í sjálfstæð isbaráttunni og Færeyinga í menningarbaráttu þeirra gegn danska veldinu, Norðmenn í mái stríði sínu og Finna í baráttu þeirra. (Simun af Skarði, stofn- andi færeyska lýðskólans, hafðt verið nemandi í Askov, enn fremur stofnandi Laugarvatns skóla). Askovskólinn er faðir lýð skólanna í Finnlandi og að nokkru leyti lýðskólanna í Nor- egi. Afstaða skólans til handrita- máls Islendinga var því augljós. Og árið 1946 gerðist C. P. O. Christiangen, sem þá var sögu- kennari skólans, forvígismaður að áskorun til ríkisstjórnar og rík isþings um að afhenda íslending um öll þau íslenzk handrit, sem til voru í Danmörk. Þetta studdu kennarar skólans og J. Th. Arn- fred, sem þá var skólastjóri. Þessi áskorun varð upphafið að norrænni baráttu fyrir lausn handritamálsins. Seinna gaf skól- inn út rit um handritamálið og var það aukablað af „Dansk Ud- syn“, sem er tímarit skólans, og sáu um útgáfuna Knud Hansen núverandi skólastjóri, Richard Andersen, Andreas Nielsen og Holger Kjær. Um Holger Kjær má segja það, að hann var ís- lendingum handgengnastur af kennurum skólans. Hann hefir ferðazt um landið til að afla efn is í bók sína um heimakennslu, og þar hefir hann gert íslenzku „kvöldvökurnar" frægar. Þá gaf Askovlýðháskólinn út bókina: „Island-Danmark og haandskrift sagen“. (í hana rituðu forseti ís lands, Jón Krabbe, Bjarni Gísla- son, Einar Ól. Sveinsson, Sigurð ur Einarsson, Jörgen Bukdahl og Haugstrup-Jensen). Þessi bók var send öllum þingmönnum, en meðal alþýðu vakti hún mikinn áhuga á því að handritunum væri skilað. Af lýðháskólakenn- urum má enn nefna Poul Eng- berg og Haugstrup-Jensen. \ HVAÐ GERÐU ÍSLENDINGAR? — En hvað gerðu þá íslending ar í Danmörku? — Þeir þögðu, allir nema einn, Bjarni Gíslason, og hann hefir orðið einn af forvígismönnum handritamálsins. Eg hefi fyrr sagt hér á íslandi en endurtek það nú: Síðan Jón Sigurðsson leið, hefir ísland ekki átt jafn góðan málsvara í Danmörku. Hann kom til Danmerkur fyrir svo sem mannsaldri og hefir orð ið þar mikilvirkur rithöfundur, og alltaf haft heill og heiður ís- lands að sjónarmiði, og má þar einkum nefna hið mikla rit hans „De gyldne tavl“, og eru barna lýsingarnar þar mjög hugljúfar Hann hefir gefið út tvær ljóða- bækur og íslenzka bókmennta- sögu, sem þykir ágæt. Þá hefir hann gefið út ritgerðasafnið „Rejser blandt frænder". Bók hans „Island under besættelsen“ sýndi Dönum fram á hvers vegna það var íslendingum nauðsynlegt að segja upp sambandslögunum og skilja við Dani. Þessi bók mild aði mjög geð þeirra, sem sárnað hafði við íslendinga út af þessu. En þegar handritamálið hófst fyrir alvöru, lagði hann allt ann- að á hilluna til þess að geta gefið sig óskiptan við því. Hann ritaði rnargar greinar og hélt óteljandi fyrirlestra um málið. En merkust var þó bók hans „De islandske haandskrifter", sem kom út 1954, og var kjarnyrt og rökfast svar við danska nefndarálitinu 1951. Svo að segja aleinn varð hann að draga að sér efnivið bók arinnar. Hann fletti ofan af hiut- drægni nefndarálitsins, þar sem það þagði um brautryðjendastarf íslenzkra fræðimanna um rann- sókn Árnasafns. Hann sýndi fram á, að án hjálpar þeirra hefði Dön um ekkert orðið ágengt, því að til að byrja með voru það varla aðrir Danir en Rask og Kaalund, sem gátu lesið handritin. En hon um datt þó ekki í hug að gera lít ið úr hlut Dana á grundvelli ís- lenzkra rannsókna. Hann bendir á nokkrar villur í nefndarálitinu en ræðst aðallega á hlutdrægnma með því að þegja um staðreyndir. Nendarálitið átti að vera leiðbein ing til Dana um hvernig þeir skyldu snúast við handritamál- inu, en andinn í því er sá, að það hafi eingöngu verið Danir, sem unnið hefðu að rannsókn safnsins. En Bjarni benti á, að þeir hefðu alltaf notið aðstoðar íslendinga við það, þekkingar þeirra og skilnings. Þessi merka bók Bjarna olli gjörbreytingu á handritamálinu, aðallega meðal almennings. Og enginn hefir síðan þorað að bera fyrir sig nefndarálitið í stríðinu um handritin. LÝÐFRJÁLS AFSTAÐA ALMENNINGS Á seinasta skeiði handritadeil unnar kom svo bók hans „Dan- markHsland. Historisk mellem værende og haandskriftsagen’* 1961. Þar rekur hann á fræðileg an hátt sambandssöguna, og gef ur góða lýsingu á Árna Magnús- syni. Nú hafði sambandssaga ís- lands og Danmerkur verið snið gengin í sögu Danmerkur og þess vegna kom bók þessi í góðar þarfir og er hin fróðlegasta. Báðar þessar bækur sýna ótvl rætt hina brennandi ættjarðar ást Bjarna, en þær sýna einnig al gjöra óhlutdrægni, enda er hann vinur Danmerkur og Norður- landa yfirleitt. Eg hefi nú um 20 ára skeið ver ið nærstaddur í baráttunni um íslenzku handritin, og í stuttu máli get ég fullyrt þetta: Hand- ritamálið hefði ekki verið leyst, ef ekki hefði komið til hinn lýð frjálsa afstaða almennings í Dan mörk (með Jörgen Jörgensen fræðslumálaráðherra í -broddi fylkingar), áskorun lýðháskól- ans, Askov-bókin og sérstaklega þrotlaust starf Bjarna Gíslason ar. Frá mínu sjónarmiði er það sögulegur stórviðburður og vott ur um lýðræðislegt hugarfar danskrar alþýðu, að takast skyidi að knésetja hina samemuðu vís- indamenn (sem í rauninni vissu sáralítið um kjarna málsins) og bera þetta norræna mál fram til sigurs í þjóðþingi Dana. Og þá má ekki gleyma að minnast á heilladrjúgt starf Bent A. Koch ritstjóra, sem á seinustu stund beitti áhrifum sínum við ráð- herra og þjóðþingsmenn, og gerði blað sitt, „Kristeligt Dagblad“ að einasta forvígisblaði í Kaup- mannahöfn fyrir réttlátum mál- stað íslendinga. ÍSLENZK ENDURREISN — En hvað segið þér svo um Skálholt? — Já, nú er Skálholt efst á dagskrá, en það er náskylt hand- ritamálinu. Hvort tveggja er vott ur íslenzkrar endurreisnar. Eg þarf ekki að lýsa þýðingu Skál- holts um 700—800 ár, meðan það var menningarmiðstöð íslands og bar hæst af hinum merku stöð- um: Haukadal, Odda, Reykholti og Bessastöðum. Menningarsetur með dómkirkju, skóla, bókasafn og stjórnsama biskupa. Um hálfr ar aldar skeið hefir frægð Skál holts lifað í endurminningu þjóð- arinnar. Það er því stórmerkur atburður er dómkirkjan rís þar nú aftur úr rústum, og síðar skóli sem ég vona að verði lýðháskóli í norrænum skilningi, opinn öll- um íslendingum. Staðurinn, menningargrundvöllurinn mun ekki láta sig án vitnisburðar i fræðslunni um það hvernig nýi tíminn á að byggja á grundvelli fornrar menningar. Þá er sem Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.