Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 21. júlí 1963. tltgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. SKALHOLT Ckálholt í Biskupstungum, hið forna biskupssetur, þar sem höfðingjar íslenzkrar kirkju sátu í 840 ár er risið úr öskustó vanrækslu og niðurlægingar. Gervöll hin íslenzka þjóð fngnar vígslu hinrvar nýju dómkirkju í Skálholti. Sá at- burður cr einn hinna merkustu í íslenzkri kirkjusögu síðari alda. Gissur biskup ísleifsson gaf ættaróðal feðra sinna, Skál- holt, til biskupsseturs. Kvað hann svo á „að þar skyldi ávalt biskupsstóll vera meðan ísland er byggt og kristni má haldast“. En þegar fátækt og ófrelsi svarf sem fastast að Jslendingum í lok 18. aldar, hrekst biskupinn burtu úr Skál- holti. Hin glæsilega dómkirkja Brynjólfs biskups Sveins- sonar stendur enn, en svo einstætt er umkomuleysi þjóðar- innar og sinnuleysi á þessum tíma að Brynjólfskirkja er að lokum rifin og viðir hennar seldir á uppboði. Gripir kirkj- unnar ýmist eyðileggjast eða dreyfast í ýmsar áttir. Þá er svo komið að hið forna biskupssetur er aðeins orðið skuggi af sjálfu sér. í 150 ár er Skálholt í öskustó niðurlægingar- innar. Þanrig lék fátækt og ófrelsi þann stað, sem í 840 ár var andlegt höfuðból íslenzku þjóðarinnar. En í dag er ekki tími til þess að rekja harmatölur yfir liðnum tima. íslenzka þjóðin hlýtur fyrst og fremst að fagna því að nýtt Skálholt er risið, fagna því að spor hinna dapur- legu tíma hafa verið afmáð. Hið endurreista Skálholt er tákn nýs tíma, andlegrar og efnahagslegrar viðreisnar hins íslenzka þjóðfélags. Þegar baráttan fyrir endurreisn Skálholts var hafin átti hún strax ríkan hljómgrunn í hugum íslendinga. Hið forna biskupssetur skipaði þrátt fyrir allt veglegan sess í minn- Ingu þjóðarinnar. Af nafni þess og hinna merku kirkjuhöfð- ingja, sem þar sátu stafaði Ijóma, sem aldrei fölnaði. Þess- vegna glaðvaknaði þjóðin svo að segja strax og merki endur- reis^arinnar var hafið. Skálholt varð að rísa — og í dag stendur hið fori.a liöfuðból kirkju og kristni á íslandi nýtt og fagurt í hjaría Suðurlands. Nafn Skálholts hefur lifað á hinum breiðu vængjum sögunnar, og við vígslu hinnar uýju dómkirkju mun andi hinna gömlu biskupa og kirkju- höfðingje sveima yfir þessum svipmikla og fagra stað. Að baki liggur barátta kynslóðanna, afrek mikilla andans tnanna, fræðimanna og kirkjuleiðtoga. En einnig hrörn|in og afturför, vanræksla og niðurlæging. Mestu máli skiptir þó það, sem fram undan á að vera. Nýr vegur Skálnoltsstaðar, þróttmikið og markvisst starf í þágu kristinnar kirkju á íslandi, gróandi menningarlíf og andlegur þroski. A þessari stundu er það einlægust von allra íslendinga að hið endurreista Skálholt megi reynast verð- Ugur arftaki þess höfuðbóls, sem bar hæst í sögu íslenzkrar kristni og menningar. Það er ekki nóg að hafa húsað Skál- holtsstað að nýju, það þarf að hagnýta har«i í þágu kirkju og kristindóms, þannig að andlegt líf þjóðarinnar muni á ókomn um öldum sækja þangað styrk og þroska. Morgunblaðið oskar þjóðkirkju íslands til hamingju með hið nýja Skálholt og þjóðinni allri blessunar og farsældar á merkiíegum tnnamótum. MIKIL ólag ríkir nú í Suð- ur-Vietnam vegna stefnu stjórnar landsins í trúmálum. Búddatrúarmenn í Iandinu, sem eru um 12 milljónir krefj ast jafnréttis við kaþólska menn, sem eru aðeins 1,5 milljón. Stjórn Ngo Dinh Di- em forseta hefur lítið viljað gera til þess að mæta kröf- um Búddatrúarmanna. For- Nguyen Tuong Tam, framdi sjálfsmorð stjórninni til viðvör- u>nar Bandaríkjamenn áhyggjufullir vegna ólgunnar í innanríkismálum Suður-Vietnam setinn er kaþólskur og einnig bróðir hans Ngo Dinh Nhu, sem telur Búddatrúarmenn út sendara kommúnista. Búddatrúarmenn hafa grip- ið til margs konar aðgerða til þess að vekja athygli á kröf- um sínum og fyrir rúmum mánuði vakti það undrun og skelfingu um allan heim, er Búddamunkurinn Thich Qu- ang Duc, lét brenna sig lif- andi á almannafæri í Saigon. Nú hafa fleiri munkar hótað að gera slíkt hið sama verði ekk-i gengið að kröfi) n þeirra. Það eru ekki Búddamunk- ar einir, sem mótmæla starfs- aðferðum stjórnar Suður-Viet nam með því að svipta sig lífi. Fyrir nokkrum dögum sendi stjórnmálamaðurinn og rithöfundurinn, Nguyen Tu- ong Tam, syni sína út til þess að kaupa vínflösku. Síðan sátu feðgarnir nokkra stund og drukku vínið á heimili sínu I Saigon. Þá sagði fað- irinn „Synir mínir, ég er mjög hamingjusamur, því að innan skamms dey ég.“ Skyndilega féll hann á gólfið og var ör- endur. í glasi hans fannst mikið magn af eitri. Tam var 58 ára. Hann barð- ist við Frakka 1 styrjöldinni um Indókína og var einlægur byltingarsinni. Eftir að sjálf- stæði fékkst 1954, varð Tam sifellt óánægðari með stjórn Ngos Dinh Diem. — Fyrir rúmum hálfum mánuði sakaði stjórnin hann um að hafa tekið þátt í samsæri gegn henni 1960. Tam réð sér bana tveimur dögum áður en réttar höldin yfir honum og 34 öðr- um, sem bornir voru sömu sökum, áttu að hefjast. í bréfi, sem Tam ritaði áð- U,r en hann framdi sjálfsmorð ið sagði hann m.a. „Handtök- ur og réttarhöld yfir öllum þjóðernissinnum, sem mótfall ir eru stjórninni, er glæpur, sem rekur þjóðina í arma kommúnista. Ég er mótfall- •inn þessum glæp og svipti mig lífi til viðvörunar mönnunum sem fótumtroða frelsi okkar“. Stjórn Ngo Dinh Diem brá skjótt við til þess að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir vegna dauða Tam og á fyrsta degi réttarhaldanna var hann sýknaður. Hins vegar voru Bandaríkin sökuð um að hafa staðið að samsærinu 1960. Þeim ásök'inum var harðlega mótmælt af hálfu Bandaríkja- stjórnar. Mennirnir 34, sem bornir voru sömu sökum og Tam, voru allir dæmdir til fangelsisvistar um fimm til átta ára skeið. Aðeins 20 þeirra mættu við réttarhöldin. Hinum hafði tekizt að flýja og voru þeir dæmdir in abs- entia. Stjórninni tókst ekki að koma í veg fyrir mótmælaað- gerðir vegna sjálfsmorðs Tam og ólgan í Saigon jókst. Eins og kunnugt er, hefur her stjórnar Suður-Vietnam átt í langvarandi bardögum við skæruliða kommúnista, Viet Cong. Bandaríkin veita stjórninni mikla aðstoð í bar- áttunni, sem verið hefur mjög þófkennd og árangurslítii þar til síðustu vikurnar. Bandaríkjamenn eru nú ó- rólegir vegna trúarbragðaó- eirðanna í Suður-Vietnam og óttast að þær muni koma í veg fyrir áframhaldandi ár- angur í baráttunni við Viet Cong. Þó stjórnar Ngo Dinh Di- em sé óvinsæl í landinu telja Bandaríkjamenn ekki fært að veita öðrum manni stuðning við að steypa honum af stóli, því að þeir óttast að slíkt myndi hafa í för með sér borg arastyrjöld í landinu og bæta aðstöðu Viet Cong. Hins veg- ar er hætta á að til borgara- styrjaldar kunni að koma vegna trúarbragðamisréttis- ins. Sendiherra Bandaríkj- anna í Saigon, Frederick Nolt ing, hefur gagnrýnt Ngo Dinh Diem forseta fyrir að verða ekki við kröfum Búddatrúar- manna. Sendiherrann sagði í ræðm fyrir skömmu: „Banda- ríkjamenn eru þeirrar skoð- unar, að hvarvetna skuli ríkja trúarbragðajafnrétti. Það væri hryggilegt, ef sigrar þeir, sem unnizt hafa í baráttunni við Viet Cong yrðu að engu vegna sundrungar borgara Suður- Vietnam, sem þrá allir frelsi til handa sér og landi sínu“. Frederik Nolting mun láta af störfum í Saigon í haust og við embætti sendiherrans tek ur Henry Cabot Lodge. Róttækar aðgerðir til að stöðva gullflótta frá USA Washington, 18. júlí — AP KENNEDY Bandaríkjafor- seti tilkynnti í dag að gripið yrði til frekari ráðstafana til að koma í veg fyrir gull- strauminn út úr landinu. — Hafa gullbirgðir landsins minnkað á undanförnum ár- um úr 22 þúsund milljónum dollara í 15,7 þús. millj. Verður nú í fyrsta skipti notuð heimild Bandaríkjanna til að taka fé úr Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum (IMF). Tekin verður þaðan upphæð í erlendum gjald- eyri, sem nemur 500 milljón dollurum. Auk þess verður lagð- ur sérstakur skattur á sölu er- lendra skuldabréfa í Bandaríkj- unum. Fé það, sem tekið verður hjá IMF, verður notað til að inn- leysa dollara í bönkum erlendis, sem annars gætu verið notaðir til gullkaupa í Bandaríkjunum. — Fleiri ráðstafanir hafa verið gerð ar til að draga úr útflutningi gulls, og hafa til dæmis banka- vextir verið hækkaðir um %% til að draga úr fjárfestingum er- lendis. Er álitið að aðgerðir þess- ar geti sparað Bandaríkjunum um 2 þúsund milljónir dollara á næstu 18 manuðum. BARIZT I LAOS Vientiane, 18. júlí (NTB): Stjórnin í Laos skýrðl frá því í dag að tekizt hafi að hrinda árás kommúnistahers Pathet Lao á Krukkusléttu í morgun eftir þriggja stunda bardaga. RÚSSUM FJÖLGAR Moskvu, 18. júlí (NTB): íhúum Sovétríkjanna fjöigaðl um 1,7 milljón á fyrri helm- ing þessa árs. Er íbúatalan nú um 225 milljónir. TRUFLANIR Á FLUG- UMFERÐ París, 18. júlí (NTB): Miklar truflanir urðu á ölln flugi í Frakklandi í dag vegna verkfalls starfsmanna flug- turnanna og veðurfræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.