Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 21. júlí 1963. 1UORCVNBL 4 ÐIÐ 13 Alexander Jóhannesson 75 ára FYRIR þann, sem heimsótt hafði dr. Alexander Jóhannesson í sumarbústað hans á Þingvöllum á 50 ára afmæli hans, var það skemmtileg tilviljun að rekast á hann réttum 25 árum síðar uppi í Almannagjá, þar sem hann var að halda upp á 75 ára afmæli sitt. Þessi 25 ár hafa verið atburða- rík, bæði í sögu íslenzku þjóðar- innar og lífi dr. Alexanders. Hann var einn þeirra, sem af heilustum hug sótti eftir fullu sjálfstæði íslands. Endurreisn lýðveldisins og staða þess á meðal annarra frjálsra lýðræðis- ríkja hafa því notið eindregins atbeina hans. Sjálfur hefur hann verið síður en svo athafnalaus. Fyrir aldarfjórðungi hafði hann forystu um að koma upp háskóla- byggingunni á Meluum. Því verki var lokið 1940 og er sú bygging engum einum manni meira að þakka en dr. Alexander. Um þær mundir sagði einn af stjórnmálamönnum þjóðarinnar, að háskólahúsið væri svo við vöxt, að það mundi ekki verða fullskipað fyrr en að nokkrum öldum liðnum. Framsýni þess manns var ekki mikil, því að þeg ar fyrir nokkrum árum var húsið orðið of lítið. Séð heim að Skálholti. Ljósm. Mbl Sv. Þ. tók mynd þessa sl. föstudag. ^ -^-■-»- REYKJAVÍKURBRÉF Mesti f ram- kvæmdamaðurinn Dr. Alexander átti raunar þátt í því að gera húsið of lítið fyrr en flesta varði, því að hann hefur beitt sér fyrir, að í háskólanum yrði tekin upp kennsla í sem flestum greinum, er að haldi mega koma. Hann vill gera há- skólann að sönnum þjóðskóla, svipað og Jón Sigurðsson frændi hans skrifaði á sínum tíma um í Nýjum félagsritum. Dr. Alexand- er telur og ekki nóg, að stúdentar eigi innanlands kost á víðtækri vísindalegri fræðslu, heldur hef- ur hann og lagt ríka áherzlu á að búa þeim viðhlítandi starfs- skilyrði, svo sem með byggingu stúdentagarða, leikfimishúss o. fl. Ekki fer á milli mála, að dr. Alex ander var mesti framkvæmda- maður þeirra, sem samtímis hon- um voru kennarar við Háskóla íslands. Merkur vísinda- maður En dr. Alexander er einnig frjór og athafnamikill vísinda- maður. Hin etymologiska orða- bók hans er talin stórvirki af þeim, sem skyn á bera. Kenning- ar hans um uppruna tungumála hafa vakið athygli meðal vísinda- manna víðsvegar um heim. Eðlilegt er, að um jafn mikinn athafnamann og dr. Alexander, sem hefur einnig sett fram nýst- árlegar vísindakenningar, hafi stundum staðið styrr. Svo hefur stundum verið, bæði innan há- skólans og utan. Stendur um stóra menn stormur úr hverri átt. Dr. Alexander hefur aldrei lát- lð slíkt á sig fá, heldur farið sínu fram til að koma hugðarefnum sínum í framkvæmd. Hann er einn þeirra núlifandi manna, sem þjóðm á tvímælalaust mest að þakka, enda mun orðsf>r .hans verða lengi uppi. Laugardagur 20. júlí ■ Skálholtskirkja vígð Nú um þessa helgi mun Skál- holtskirkja verða vígð. Til þess að svo mætti verða hafa margir lagt hönd að verki. Hér skal ekki dómur á það lagður, hverjum ber þar mest að þakka. Núverandi biskup, herra Sig- urbjörn Einarsson, er einn af upphafsmönnum endurreisnar Skálholtsstaðar. Prófessor Magn- ús Már Lárusson hefur haft for- ystu um framkvæmdir af óþreyt- andi elju og notið við það mikils- verðrar aðstoðar Guðjóns Arn- grímssonar. Ábyrgðin á sjálfri kirkjubygg- ingunni, teikningu hennar og út- liti, hvílir þó að sjálfsögðu á húsa meistara ríkisms, Herði Bjarna- syni. Munu margir mæla, að hans frábæra smekkvísi hafi aldrei notið sín betur en í þessari nýju kirkjubyggingu. Þar lofar verkið meistaraiin. r Astæða til hátíðahalds Vegna kirkjuvígslunnar hefur verið efnt til mikillar hátíðar í Skálholti. Engu skalum þaðspáð, hvernig til tekst um hátíðahöld- in. Það verður ekki sízt mjög undir veðri komið. Ef eitthvað tekst miður en skyldi, má gera ráð fyrir, að þær raddir heyrist, að ástæðulaust hafi verið að efna til alls þessa umstangs út af einni kirkjuvígslu. En þótt kirkjan sjálf sé hið prýðilegasta hús, er hér meira í efni. Fiestum þótti þjóðarskömm að niðurlægingu Skálholts. Með endurreisn staðarins vilja þeir því þvo af sér smánarblett. Eng- inn staður er tengdari kristni- haldi á íslandi og íslenzkri kirkju en Skálholt. Oft er talað um minnkandi trúaráhuga og af- skiptaleysi um kirkjunnar mál- efni. Það er þó ekki einungis vegna betri efnahags þjóðarinn- ar nú en áður, að ráðizt hefur verið í að endurreisa dómkirkju í Skálholti. í því lýsir sér endur- vakin virðing fyrir starfi þjóð- kirkjunnar og viðurkenning á framlagi hennar til velfarnaðar einstaklinga og þjóðarheildar fyrr og síðar. Á kristilegt hugar- far reynir að vísu mest í daglegri breytni og allir verða að játa, að þá skorti sjálfa mjög á í þeim efnum. En það er einnig vitni hugarfarsins, að þeir gleðjast yf- ir vaxandi veg kirkjunnar og vilja taka þátt í hátíð af því til- efni. Kirkjan íslenzk þjóðmenning • Því er stundum haldið fram, að íslenzk þjóðmenning sé heið- in að uppruna og það sé hin heiðna arfleifð, sem gefi henni sérstakt gildi. Forn kveðskapur og hin elztu íslenzku lög sanna, að hér á landi var merkileg menning áður en kristni var lög- tekin. Á móti hinu verður ekki mælt, að skráning þessara gömlu heimilua er verk kristinna manna. Svo er og um samning þeirra bókmennta, sem við enn erum stoltastir af. Hin gamla ís- lenzka menning var mótuð og efld af kristnum mönnum, og þeir varðveittu hana svo, að við teljum hana enn nær þúsund ár- um eftir kristnitökuna grundvöll þjóðlífs okkar. Kirkjunnar menn hafa vissu- lega eins og aðrir oft villzt af réttri leið. En á atbeina þeirra hefði lítið orðið úr íslenzkri menningu og þar með endurreisn íslenzku þjóðarinnar og sjálf- stæðs, íslenzks lýðveldis. Er þá ótalið það, sem mest er um vert: Sú sáluhjálp, sem óteljandi ein- staklingar hafa sótt til kristninn- ar á umliðnum öldum, og trúar- ljóð, sem við getum ekki síður verið stoltir af en íslendinga sög- unum: Sólarljóð, Lilja Eysteins, Passíusálmar Hallgríms og ýmis kvæði Matthíasar Jochumssonar, svo einungis sé talið það, sem hæst ber. Kristin áhrif víðsvegar að Áhrifa Ólafs Tryggvasonar gætti mjög, þegar kristni var lög- tekin á Alþingi árið 1000. Harla er þó ólíklegt, að kristnitakan hafi orðið með svo friðsamlegum hætti og sagt er, nema kristni hafi þá verið mun almennari en sagnir herma. Hvað sem um það er, sýnir kristnisagan, hversu því fer fjarri, að ísland hafi verið einangrað í upphafi. Öruggar heimildir eru fyrir, að allmargir landnámsmanna hafi verið kristn ir og sennilega hafa miklu fleiri verið það en sögur fara af. Flest- ir eða allir komu þeir vestan um haf, þ.e. frá írlandi eða Bret- landseyjum norðanverðum. Þá tók t.d. Egill Skallagrímsson, fyrsta stórskáld íslendinga, ein- hver hinn rammnorrænasti mað- ur í hugsun, prímsigningu, er hann dvaldi með Bretum og varð þar með hálfkristinn. Annar hinna fy.rstu kristni- goða hérlendis var Friðrik bisk- up, maður þýzkur að þjóðerni. Svo var og Þangbrandur prestur, er Ólafur Tryggvason sendi hing- að til kristniboðs. Enn siðar voru hér enskir biskupar og er kunn- astur þeirra Hróðólfur í Bæ, sem fyrstur er talinn hafa efnt til skólahalds hér á landi. Eiiiangnmin ætíð til ills Fyrstu Skálholtsbiskuparnir, fs leifur og Gissur, sóttu báðir skóla suður í Þýzkalandi. Allir kann- ast við dvöl Sæmundar fróða í Svartackóla, Sorbonne í París. Þá hefur frú dr. Selma Jónsdótt- ir skrifað skemmtilega og stór- fróðlega bók um áhrif kirkjulist- ar í Miðjarðarhafslöndum á tré- skurð, sem varðveitzt hefur fram á þennan dag. íslendingar eiga uppruna og mótun menningar sinnar því að þakka, að forfeður okkar ein- angruðust ekki. Einangrunin hef- ur ætíð verið íslendingum til ills. Hún hafði á niðurlægingatíman- um nær gengið af þjóðinni dauðri. íbúðabyggingar og efnahags- jafnvægi Á norrænu byggingarráðstefn- unni, sem haldin var hér á dög- unum, voru gefnar eftirtektar- verðar upplýsingar um íbúða- byggingar og lán út á þær á hin- um Norðurlöndunum. Af þess- um skýrslum má ýmislegt læra. Þá verður að hafa í huga, að í okkar landi er ógert svo margt, sem sinna þarf samtímis, en hin- ir hafa lokið fyrir löngu, að ekki er við því að búast, að við getum ætíð keppt við þá í öllu. Utn í- búðabyggingar veldur mestu, að þar sem jafnvægi ríkir í efna- hagsmálum er miklu auðveldara að veita rífleg lán til bygging- anna en þar sem ójafnvæði ræður eða er stöðugt yfirvofandi. Frá því að Framsóknarmenn náðu hér völdum 1927 og allt þangað til Sjálfstæðismenn beittu sér við stjórnarmyndunina 1953 fyrir umbótum í þessum efnum, var ekkert almennt lána- kerfi til íbúðabygginga starf- rækt. Á vinstri stjórnar árunum fór það aftur mjög úr skorðum. Síðan hefur aftur verið unnið að því að koma lánamálunum í skap legt horf. Möguleikinn til þess, að það megi takast til frambúðar og bæta um eftir þörfum, er að lang- mestu leyti háður því, að hér haldist jafnvægi í efnahagsmál- um. Þeir, sem gegn því beita sér, vinna þess vegna, annað hvort vísvitandi eða án þess að vita hvað þeir eru að gera gegn eðli- legri, æskilegri íbúðabyggingu og heilbrigðum lánum til þeirra. Aldrei ótvíræðari traustsy f irlýsing Enginn íslenzk ríkisstjórn hef- ur nokkru sinni hlotið ótvíræðari traustsyfirlýsingu kjósenda, en núverandi stjórn við þingkosn- ingarnar 9. júní sl. Stjórnin hafði fylgt ákveðinni stefnu heilt kjör- tímabil og unnið stórvirki sem stjórnarandstæðingar deildu hart á. Af hálfu beggja stjórnarflokka var ótvírætt lýst yfir því, að þeir mundu halda áfram samvinnu Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.