Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 23
Sunnudagur 21. júlí 1963. MORGUNBLADIÐ 23 Á símstöðinni á hátíðarsvæðinu i Skálholti: Baldvin Jóhannesson, Valdimar Einarsson, stöðvar- stjóri, Guðmundur Pálsson og Birgir Sigurjónsson Ræða Krúsjeffs vekur mikla athygli á Vesturlöndum New York 20. júlí (AP) Ræðan, sem Krúsjeff for- sætisráðherra Sovétríkjanna hélt í Kreml í gær, hefur vak ið mikla athygli á Vesturlönd um og í morgun hermdu fregn ir, að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna létu nú fara fram nákvæma athugun á til- lögunum, sem forsætisráðherr ann bar fram í ræðunni. Blöð í Bandaríkjunum ræða ummæli Krúsjeffs í ritstjórnar- greinum í dag og hér á eftir fara glefstur úr greinum tveggja stórblaðanna. New York Times segir m.a.: „Ræða Krúsjeffs forsætisráð- herra, er jákvætt framlag í þágu bætts ástands í heimsmálunum. Ef samningamenn Sovétríkjanna sem taka þátt í yfirstandandi viðræðum austurs og vesturs og þeim viðræðum, sem framund- an eru, byggja afstöðu sína á Pósthús í Skálholti PÓSTHÚS verður starfrækt í skálholti í dag. Þar verða m.a. seld Skálholtsfrímerki frá 1956 og Skálholtsfélagið selur umslög e ýmsum gerðum til þess að líma frimerkin á og fá þau etimpluð. Sérstakur hátíðar- stimpill verður notaður. I>ar að auki mun Skálholts- félagið sjá um sölu á merkjum hátíðarinnar. sömu grundvallaratriðum og for- sætisráðherrann í ræðu sinni, virðist óhætt að vona að draga muni mikið úr ólgunni í heims- málunum.“ Um ræðuna segir New York Herald Tribune m.a. „Allt bend ir til þess að Krúsjeff mi| i nú gera sér að góðu hvaða tegund griðarsáttmála sem er, þó að hann telji griðarsáttmála þann, er fólst í undirritun stoifnskrár Sameinuðu þjóðanna, ekki full- nægjandi. Hann telur takmarkað tilraunabann þess virði, að unn- ið sé að samkomulagi um það og slíkt samkomulag getur leitt til víðtækari samninga um al- þjóðlega afvopnun“. 30 býli fengu rafmagn frá Rjúkandavirkjun i gær Hellnum, 20. júlí. Á FIMMTUDAGINN var straum hleypt á háspennulínuna frá Rjúkandavirkjun við Ólafsvík suður yfir Kambsskarð um Útvarpað frá Skálholti RÍKISÚTVARPIÐ útvarpar beint frá Skálholti vígsluathöfninni í Skálholtsdómkirkju í dag. — Hefst útvarpið strax á eftir veðurfregnum upp úr kl. 10 með lúðraþyt og klukknahringingu. í kvöldútvarpinu verða fréttir og fréttaauki frá hátíðinni og endur varpað ýmsu úr athöfninni. Útvarpið sjálft hefur einnig tvennar dagskrár í sambandi við vígsluna. Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður talaði í gær- kvöldi um fornar minjar á Skál- holtsstað hinum nýja. Á sunnu- dagskvöldið flytur Vilhjálmur Þ. Gíslason úivarpsstjóri erindi um byggingar og búskap í Skálholti. Skozka unglingaliðið gegn Reykjavíkurúrvali f KVÖLD fer fram síðasti leikur skozka unglingaliðsins Drumchap el, sem hér hefur dvalizt að und- anförnu. LDeika þeir á Laugar- dalsvelli kl. 8.30 gegn Reykjavík- urúrvali 2. flokks. Lið Reykjavíkur er þannig: Gylfi Hjálmarsson (Val), Þorlák- ur Hermannsson (Val), Ársæll Kjartansson (KR), Þórður Jóns- son (KR), Þorgeir Guðmundsson (KR), Friðjón Guðmundsson (Val), Helgi Númason (Fram), Hinrik Eiinarsson (Fram), Guð- jón Sveinsson (Fram), Theodór Guðmundsson (KR) og Hörður Markan (KR), Drumchapel rekur 4 lið á aldr- inum 15—18 ára. Af leikmönn- um þess, sem hér eru, er einn 18 ára, tíu 17 ára og þrír 16 ára. Eru þeir því yfirleitt yngri en leik- menn 2. flokks hér, en þeir eru vanir að leika í keppni með eldri leikmönnum. Elztu 2 liðin leika í sömu keppni og vann hið eldra skozka deildarbikarinn, skozka bikarinn og skozku deildina fyr- ir lið yngri en 18 ára sl. vor. Lið- ið fyrir 16 ára og yngri vann deildakeppnina og bikarkeppn- ina fyrir slík lið sl. vor. Heim halda skozku drengirnir á mánudagsmorgun. Breiðavíkurhrepp og vesturhluta Staðarsveitar. Þrjátíu bíli fá rafmagn nú þegar frá þessari nýju línu, auk þess 2 kirkjur, félagsheimili, hótel og verzlun. Er þessa dagana verið að tengja inn í húsin. Byrjað var á háspennulögn þessari fyrir tæpu ári og unnið við hana í allan vetur og var verkinu lokið snemma í apríl. Almennt er fagnað þessum langþráðu lífs- þægindum og merkum áfanga náð í byggðarlaginu. — KK. Háskólafyrir- lestur á sænsku PRÓFESSOR Ture Johannisson frá háskólanum í Gautaborg flyt- ur fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskóla fslands á morgun (mánudag) kl. 17.30. Fyrirlestur- inn nefnir hann „Nágra utveckl- ingstendenser i nutida svenska“. Prófessor Johannisson hefur ferðazt um ísland undanfarnar vikur með hóp stúdenta frá há- skólanum í Gautaborg. Fyrirlest- urinn flytur hann í boði Háskóla íslands. Syndið 200 metranci Ingí Ingimundarson málflutningur — lögfræöistörf héraðsdómslögmaður Tjarnargötu 30. — Simi 24753. við mjólkur- fræðinga í gærmorgun VERKFALLI mjólkurverkfræð- inga var aflýst í gærmorgun, eft ir að samkomulag náðist um 7% % kauphækkun og nokkra hækk un eftir 10 og 15 ára starf. Aðalfundur Presta félags íslands á Hólum 27. ágúst AÐALFUNDUR Prestafélags fs- lands verður haldinn þriðjudag- inn 27. ágúst að Hólum í Hjalta- dal, en ekki í þessum mánuði eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Fundurinn hefst um kl. 9 f. h. Þá flytur prófastur staðar- ins, séra Björn Björnsson morg- unbænir. Um kjaramál og stéttarmálefni verða þeir málshefjendur formað ur og ritari félagsins, séra Jakob Jónsson og séra Jón Þorvarðsson. Séra Gunnar Árnason, ritstjóri Kirkjuritsins, mun skýra frá þingi lútherska heimssambands ins, sem þá verður nýafstaðið í Finnlandi. Fundurinn stendur að eins þennan eina dag. — Skák Framih. af bls. 6. Ef 21. Dc6 þá 21. — Da7f og Rb8. Ef 21. Be3 — He8. Eða 21. d6, Bd4f og Hc8. 21. — Rc5 22. Dc6 Re4 23. Ha3 Hb3 24. Hxb3 axb3 25. Hel Bd4f 26. Be3 Dg3 27. Dcl? Betra 27. Bxd4!, Dxelf 28. Kh2, Dg3f 29. Khl! og heldur jafn- tefli. Ef 29. Kgl?, h5! 30. Bf3, Rd2 og vinnur. 27. — Bxb2 28. Dbl Be5 29. Kfl Be3 30. He2 Dxe3! 31. Hxc3 Ef 31. Dxe4, Dxé4. 32. Hxe4, b2 og viimur. 31. — Rd2+ 32. Ke2 Rxbl gefið. Samningafundur hófst hjá sátta semjara kl. 4 á föstudag og stóð til að ganga tvö aðfaranótt laug ardags, en þá slitnaði upp úr samningaviðræðum. Þær l.ófust þó aftur síðar um nóttina og náð ist loks samkomulag um fyrir- greind atriði á fimmta tímanum um morguninn. Samningarnir gilda til 15. október nk. Vegna hins yfirvofandí verk- falls urðu töluverð brögð að því að húsmæður viðuðu að sér mjólkurbirgðum, en þrátt fyrir það mun ekki koma til mjólkur skorts að því er Steián Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar sagði Morgunblaðinu 1 gær. flðeins fimm skip með síld f GÆR nokkru eftir hádegið spurðist blaðið fyrir um veiði síldarflotans. Aðeins fimm skip höfðu tilkynnt um veiði frá þvi kl. 8 á föstudags- morgni til jafnlengdar á laug- ardegi. Tilkynntu þau veiði sína til Se>yðisfjarðar þar sem þau fengu aflann fyrir austan land. f gær var ágætis veður þar eystra og í gærkvöldi áttu ( báðar síldarleitarvélarnar að fljúga, önnur fyrir Norður- landi, en hin fyrir austan. Þau fimm skip, sem afla fengu voru: Árni Magnússon 300 mál, Framnes 500 mál, Stígandi Ólafsfirði 300 mál og Jón Garðar fékk síldina 7 saltaðar voru í gær á Seyðis- firði. ón Garðar fékk síldina 7 sjómílur NA af Kögri í einu kasti. VALVER Simi 15692 Ódýr strauborð íslenzk kr. 365,- og kr. 445,- Dönsk kr. 410,- og kr. 510,- Sendum heim og í póstkröfu. Hjartanlega þakka ég þeim er sendu mér gjafir, blóm, skeyti, Ijóð og línur á afmæli mínu 2. júlí sl. — Einkum þakka ég börnum, tengdabörnum og barna- börnum fyrir gjafir og ánægjulegt ferðalag. — Guð blessi ykkur ölL Sigríður Gestsdóttir, Ártúni 8. — Selfossi. Utför LILJU MARTEINSDÓTTUR Freyjugötu 11, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 1,30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Böm, tengdabörn og barnabörn. n IVieistarafélag Húsasmiða heldur almennan félagsfund þriðjudaginn 23. júlí kl. 8,30 e.h. í Iðnskólanum (gengið inn frá Skóla- vörðuholti). FUNDAREFNI: Samningarnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.