Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1963, Blaðsíða 24
vunun BRAGÐAST BEZT 162. tbl. — Sunnudagur 21. júlí 1963 tvöfaltV „ EINANGRUNARGLER ZOára reynsla hérlendis EGGERT KRISTJANSSON «CO HF ÞESSI mynd er at predikunarstóli Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem var í Brynjólfskirkju á sínum tíma. Honum hefur nú verið komið fyrir í hinni nýju dómkirkju í Skálholti. Þar sem stöpull predik unarstólsins er glataður er hann nú látinn standa á stálvæng, sem festur er hægra megin í kórdyrum. Úr þessum predikunarstól hafa þeir meðal annars flutt ræður sinar Brynjólfur biskup Sveins- son og Jón biskup Vídalín, sem var frægur fyrirorðkyngi sína og mælsku. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). SKÁLHOLT alhliða menningarmiðstöð ocj aflvaki í kristnilífi þjóðarinnar ÁlYktun Kirkjuráðs um Skálholt Á FUNDI sínum 19. júlí 1963 samþykkti Kirkjuráð einróma á- lyktun þá, sem hér fer á éftir: „Kirkjuráð lítur svo á, að fram tíð hinnar íslenzku þjóðkirkju sé nátengd viðreisn þeirri, sem nú er hafin í Skálholti og telur því að haga beri einstökum fram- kvaemdum með tilliti til heildar skipulags staðarins og þess mark miðs, að hann verði alhliða menn ingarmiðstöð og aflvaki í kristni lífi þjóðarinnar. Telur Kirkjuráð, að frumskil- yrði þess, að því markmiði verði náð sé, að í Skálholti verði kirkju leg miðstöð í sem fyllstum mæli og hafi kirkjan þar svo góða starfsaðstöðu, er framast má Bjart veður á SkálhoSts- hátíð Morgunblaðið sneri sér í gær til Veðurstofunnar og spurðist fyrir um veðrið á • Suðurlandi með tilliti til Skál- holtshátíðarinnar. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar má gera ráð fyrir björtu veðri á hátíðinni. Spáin hljóðaði svo: „Fyrir sunnan land er lægð sem hreyfist NA og Veður- stofan gerir ráð fyrir því að regnsvæðið fari norður yfir austanvert landið í nótt og vindur gangi aftur til norð- lægrar áttar á morgun. Veðrið, sem fyrir að verði gert er ráð fyrir austan Fjall á morgun er „austan kaldi og rigning í nótt en léttir fyrri hluta dags með norðaustan kalda.“ Fyrstn telexsending Irn Skólholti Fréttaskeyti til Morgun- blaðsins frá Skálhoiti í gær: FRÉTTAMENN Morgunblaðs ins á vígsluhátíðinni í Skál- holti senda kveðjur með tel- extækjum þeim, sem Lands- síminn hefur komið upp til fréttaþjónustu í tilefni há- tíðarinnar. Kveðjurnar fara með fyrstu tilraunasendingum með tækinu. Blaðamenn Morgunblaðs- ins Skálholti. Dr, Bjarni Guðna- son prófessor HINN 20. júlí 1963 skipaði forseti íslands að tillögu menntamála- ráðherra dr. Bjarna Guðnason prófessor í bókmenntum í heim- spekideild Háskóla íslands frá 1. ágúst 1963 að telja. Forseti íslands og biskup si. ndtt gistu í SKÁLHÖLTI, þörláksmessu á sumri (laugardag). KYRRÐ hvíldi aftur yfir Skál- holtsstað í morgun, iðnaðarmenn höfðu allir lokið störfum og far- ið um nóttina, kirkjan er tand- urhrein og lokuð, í grafhýsinu undir henni hvílir Páll biskup í steinkistu sinni, gamli predik- unarstóllinn úr Brynjólfskirkju teygir sig úr k0rm.ua fram í kirkjuna og mild birta berst inn um hina fögru skrautglugga. Fín gerð, dökkrauð möl liggur á hlaði og niður heimreiðma eins og fiosteppi, staupasteinn hvílir á hlaðinu á grasflöt, sem búið er að taka girðinguna frá, allt er tilbúíð undir lokaæfinguna, sem ( heíst kl. 2 síðdegis í dag. Veður er hið fegursta, hiti og blæja- logn og Vörðufell speglast í Hvít- á. Einasta hljóðið sem heyrist er píp, sem öðru hvort* berst úr kirkjunni, þar eð hinn danski orgelstillingarmaður er enn að betrumbæta orgelið. „Úr þvi þetta er dönsk gjöf viljum við hafa gjöfina sem fullkomnasta“, segir hann. Inni í embættisbústaðnum er venð að koma íyrir husgognum, en þar mun forseti íslands og frú hans, biskupinn yfir Islandi og fleiri fyrirmenn að gista í nótt. Guðrún Sveinsdóttir er þar á þönum og veitir öllum kaffi eins og hún hefur gert und- anfarnar vikur. Á flötinni suð-aust«r frá kirkj unni eru kvenfélagskonur úr sveitinni komnar og farnar að koma fyrir veitingum. Vegamála stjóri og verkfræðingar hans, sem komu hér við í gærkvöldi til eft- irlits sögðu, að í dag yrðu vegir í næsta nágrenni rykbundnir. Blaðamenn Morgunblaðsins í Skálholti símuðu rétt áður en blaðið fór í prentun: Upp úr kl. 1.30 fór prúðbúið fólk að streyma í hlað í Skál- holti, kórfólkið utan úr sveiuin- um, söngmenn, dr. Páll ísólfs- son og dr. Róbert A. Ottósson, útvarpsmenn til að reyna há- talarakerfið. Er nú -~án síðasta æfing og heyrist lúðraþytur og klukkna- hringing út yfir sveitina. verða,' og hafi á að skipa sem fullkomnustu starfsliði og for- ustu. Leggur því Kirkjuráð til 1. að komið verði upp lýðhá- skóla, er starfi í anda hinnar norrænu lýðháskólahreyfingar jafnframt því, að hann þjálfi starfslið handa kirkjunni (safn aðarstarfsmenn ýmiss konar og þá einkum leiðbeinendur fyrir æskulýðinn). í sambandi við skólann fari fram námskeiðastarfsemi og mót, sem haldin kunna að verða fyrir innlenda og erlenda þátttakend- ur. 2. að komið verði upp mennta skóla, er nái einnig yfir miðskóla stigið. Skólinn stefni að því með kennslu sinni og uppeldisáhrif um, að nemendur mótist þar af kristilegri lífsskoðun og verði að öðru jöfnu hæfari til guðfræði- náms. 3. að koma upp prestaskóla (pastoralseminarum) fyrir guð- fræðinga, er ætla sér að ganga í þjónustu kirkjunnar. Fái þeir þar undirbúning, er nauðsynleg ur verður að teljast í nútíma- þjóðfélagi til þess að geta leyst af höndum það trúboðs- og sál- gæzlustarf, er þjóðin í heild og einstaklingar hennar þarfnast. 4. - að koma upp sumarbúðum fyrir börn og unglinga, sem jafn framt yrði æfingaskóli fyrir æskulýðsleiðtoga. Æskilegt væri að tengja þetta sumarbúðastarf búrekstri á staðnum eftir því sem tiltækilegt þætti. 5. að koma upp aðstöðu og samastað fyrir þá, sem verja vilja ævikvöldi sínu, tómstundum og leyfum til þess að njóta staðar- ins sér til líkamlegrar og andlegr ar hressingar og uppbyggingar. Verði mönnum búin aðstaða til fræðiiðkana m.a. með vönduðu bókasafni. 6. að nágrannaprestar staðar- ins geti jafnframt orðið starfs- menn fyrrgreindra stofnana eftir því sem við verður komið til þess að starfskraftar kirkjunnar nýt- ist sem bezt og verði sem mestir og fjölbreyttastir á staðnum, til þess að fullnægja þörfum hans, nágrennis haiis og kirkjunnar í heild. 7. að endurreistur verði bisk- upsstóll í Skálholti með þeim hætti, sem við nána athugun þyk ír henta bezt með tilliti til alls- herjarskipulags og aðstöðu kirkjunnar". Sakarupp- gjöf vegna Skálholts í TILEFNI af vígslu hinn- ar nýju Skálholtsdómkirkju hinn 21. júlí 1963 hefir for- seti íslands í dag að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra veitt allmörgum brotamönn- um skilorðsbundna náðun af eftirstöðvum refsivistardóma. (Frá dóms- og kirkju- málaráðuney tinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.