Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 1
24 siðun
50 árgangur
163. tbl. — Þriðjudagur 23. júlí 1963
Prentsmiðia Morgunblaðsins
mím^mmmmymmmmmmmfmm^: mmWmm
'&*W&l<ÁtK&Í/>
Vígsluathöin i hKainuitóKiiKju; Biskupinn, herra Sigurbjörn Einaiaauu, fyrir altari. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
I
íslenzkrar
Hátíðleg vígsluathöfn Skálholtskirkju
MARGIR höfðu orð á því í Skálholti á sunnudag, þegar
hin fagra Skálholtskirkja var vígð, að forfeður okkar mundu
hafa talið það til jarðteikna, þegar létti til og myndaðist
eins og bjartur geislabaugur á himni yfir staðnum. Gerð-
ist þetta í þann mund, er prósessía presta og biskupa gekk
í kirkju. Þótti gestum það tilkomumikil og eftirminni-
leg sjón að sjá kirkjuna baðaða sólskini, en biskupa klædda
nýjum höklum og fagurlega skreyttum, og um 80
hempuklædda presta í skrúðgöngu. Fréttamaður Morg-
unblaðsins hitti einn þessara presta úti á Skálholtstúni
skömmu eftir vígsluna og sagði hann þá: „Það var ógleym-
aríleg og tignarleg sjón að sjá hvernig stafaði á turn
kirkjunnar, áður en vígslan hófst. Það var eins og grár
og þuiagbúinn himinninn væri að reyna að brosa ¦— og
svo allt í einu rofaði til og sól skein í heiði. Þetta lofar
góðu fyrir Skálholtskirkju".
Um morguninn voru gestir heldur svartsýnir á veður-
far þennan merka hátíðisdag. Slagveðursrigning hafði verið
um nóttina og vegir allir blautir af regni og ©venjuþykkar
regnslæður huldu næsta nágrenni, Hekla sást ekki fyrr
en síðar um daginn og þá eins og mótaði í hana, en ein-
hvern veginn skirrtist hún við að taka þátt í hátíðahöld-
unum. Hafði einhver á orði, að það mundi styðja þá
kenndngu fyrri tíða manna, að ekki væri allt hreint sem
byggi undir fögru og tignarlegu yfirborði hennar.
í þakkarræðu biskups, sem hann flutti í lok vígslunnar
komst hann m.a. þannig að orði, að sú ákvörðun að gefa
þjóðkirkjunni Skálholtsstað eigi sér eina hliðstæðu í sög-
unni. „Einn göfugasti og vitrasti höfðingi sem lshnil hefur
átt", sagði hann, „Gissur biskup ísleifsson, gaf þennan
stað, Skálholtsland, föðurleifð sína, með öllum gögnum
og gæðum heilagri Péturskirkju í Skálholti, sem hann
hafði sjálfur gjöra látið. Fyrir þá gifturíku stórmennsku
er hans minnzt um allan aldur. Og sá eini atburður í sögu
Skálhplts er sambærilegur við það sem vér vorum að lifa
nú. Það er mikið og veglegt hlutskipti að skila aftur heim
gjöf Gissurar og þess mun verða minmzt á ókomnum árum,
og öldum og mikilvægi þessa viðburðar mun í meðvitund
manna vaxa að gildi eftir því sem frá líður".
Síðan bætti Sigurbjörn i Skálholti væri bezt gert
biskup því við, að það sem I mundi aldrei þykja ofgert, og
að sú höfðingslund sem fram
hefði komið í þeirri ráðstöf-
un að gefa kirkjunni staðinn
væri vísbending um þann hug
alþjóðar, sem fylgt hefði
Skálholti f ram til okkar daga.
Sá góðvilji og sá drengskap-
ur, sem væri bakhjarl þeirr-
ar ákvörðunar mundi skila
sér aftur með rikulegum vöxt
um, sagði biskup ennfrem-
ur. „Allt sem lyftir Skál-
holti í raun, lyftir þjóðinhi".
Þá má þess einnig geta hér,
að síðar um daginn stakk
Framh. á bls. 11
Þingið felldi van
brezku stjór
Wilson sakar Macmillan um aðgerdar-
leysi varðandi húsaleiguokur
London, 22. júlí — NTB
HAROLD Wilson, leiðtogi
brezka Verkamannaflokksins,
lagði í dag fram vantrausts-
tillögu á stjórn Macmillans í
Neðri málstofu brezka þings-
ins. Byggist vantraustið á
upplýsingum, sem fram hafa
traust á
i gœr
komið í málaferlum gegn dr.
Stephen Ward, um hneykslan
lega verzlun með íbúðir í
London og húsaleiguokur.
I málaferlunum gegn dr. Ward
kom fram að einn af elskhugum
Christine Keeler hafi verið auð-
kýfingurinn Peter Rachman, sem
Framh. á bls. 23.