Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 23. júlf 1963 MORCVNBLAÐIÐ 13 Kirkj ug estir meðan vígsla for frarn. Fremst sitja forsetaujó uin, að baki þeim prestar, þá ráðherrar, biskupsfrú, og sendiherr ar erlendra ríkja. Ljósm. Ól. K. M. Skálholt er meira en minn- ingin, hærra en sagan Vigsluræða biskups Sigurbjörns Einarssonar í JESAJA spádómsbók, 52. kap., segir svó: Hefjið gleðisöng, hróp- ið fagnaðaróp allar í einu, þér eyðirústir, því að Drottinn hugg- ar lýð sinn, leysir Jerúsalem. Og Haggai spámaður segir í 2. kap.: Ég mun fylla hús þetta dýrð, segir Drottinn allsherjar. Mitt er silfrið og mitt er gullið. Hin síðari dýrð þessa musteris mun meira verða en hin fyrri var, segir Drottinn allsherjar, og ég mli veita heill á þessum stað. Eyðirústir skulu hefja gleði- eöngva og hrópa fagnaðaróp, því Drottinn reisir hið fallna og leys- ir úr álögum, segir spámaður- jnn, og það, sem hann boðar, er að rætast hér og nú. Á helg- ustum grunni vors lands, sem éður var eyddur að kalla um Binn, er risið musteri, lofgjörð í sjálfu sér, þar sem það lyftir ásýnd sinni yfir staðinn og í dag er hafinn upp lofsöngur í þessu húsi, sem bermálar «» n allt ís- land. Skálholt fagnar, Skálholt skín að nýju. Að vísu hefur þetta helga nafn aldrei misst Ijóma sinn. Hús gátu hrunið, ger- semar glatast, ákvæði gleymzt, allt horfið staðnum, sem auga sér, en það var meira eftir en allt, sem héðan hvarf. Skálholt var auðugra í auðn og örbirgð en hver staður annar á landi hér. Þú komst hér fyrr og gekkst um eyðirústir, þú stóðst á Forna- stöðli, í Kirkjukinn, við Þorláks- búð, og blæjan grænna stráa sviptist frá, þögnin fór að tala. Tóftin, sigin í jörð, steinninn úr gámalli hleðslu, það voru rammar rúnir í þessum sprek- um, sem flV u upp á gleymsk- unnar hyl. Þú skynjaðir harm- inn í þessu hljóða máli, treg- ann, sársaukann, sem var í ætt við stefið um Islands óhamingju. En meira bjó í máli rústanna því Skálholt er stærra en staðurinn, minningin meiri en afdrif hans. Skálholt sögunnar er ekki bund ið stað né stund það var og er alls staðar, um allt Island, í hverj um íslenzkum barmi. Hvar sem epor voru rakin um farna vegu kynslóðanna var skammt til Skálholts, hvenær, sem um var litast, bar þennan hátind við himin, Skálholtsstað. Hann varð ekki díilinn, gat ekki hrunið, aldrei gleymst Og meira enn er Skálholt, stærra en sagan. í sögu Þorláks biskups helga segir frá því, að prestur einn fyrir norðan kom út á skírdagskvöld og sá sýn, hann sá Skálholt, Skálholtskirkju, og ljós mikið fyrir kirkjunni, svo að trautt mátti sjá kirkjuna fyrir ljósinu. Sú tign, sem var, er stöfuð geisl- um, sem ekkert jarðneskt getur tendrað, og auðnin, sem á eftir kom, er sveipuð slini, sem ekkert jarðneskt getur slökkt. Á fjós- palli hér á staðnum voru út- lögð á vort móðurmál þau orð, sem helgust eru á hverri tungu, og þótt hér yrði hljótt og myrkt, voru þau orð Ijósið á vegum þúsundanna, vígðu hvert altari og hverja sál á landi hér. Þegar öll ytri vegsemd þessa staðar var fallin „allt eins og blómstrið eina“, flutti sálmurinn, sem hér var sunginn fyrst yfir látins mold um, sigurorð lífsins við hverja gröf á íslandi kynslóð eftir kyn- slóð. Þegar litla, snauða kirkjan, hin síðasta hér, riðaði gisin og fúin á grunni sínum, geymdi hún undir gólfi letur á steini, ritninguna, sem Jón Vídalín lét klappa á legstein sinn: „Guðs heilaga orð stendur stöðugt eilíf- lega. Grasið visnar, blómin fölna, svo hverfur heimsins prýði, en Guðs heilaga orð stendur stöðugt eilíflega". Og meðan grösin spruttu og féllu á eyðirústum Skálholtsstaðar var bókin hans í hverju húsi á íslandi og orð hans á vörum almúgans, greypt í hjarta þjóðarinnar. Skálholt er meira en minningin, hærra en samgan. Þar var höfuðstaður þjóðar, sem nálega var fallin sjálf, og þá eyddist'hann, en Ijós- ið fyrir kirkjunni gat ekki horf- ið sýnum meðan nokkurt ís- lenzkt auga var heilt. Vér sáum hingað marga nótt og ljósið bað um líf, nýja kveiki, nýjan vita handa sér, handa þjóðinni, á helg um, föllnum höfuðstað. Og stund- in er komin, Skálholt er að sigra. Hefjið gleðisöng, hrópið fagnað- aróp allar í einu, þér eyðirústir. Heilög Péturskirkja í Skálholti er endurreist, vegsamleg álitum, og mun framvegis lofa sinn meist ara og alla, sem að henni hafa 11 mnið og hana sæmt með ágæt- um gjöfum. Ekki metumst vér við aðra um vegsemd mann- legra verka. Hér voru fyrr meiri kirkjur og meira búnar en þessi er, þótt í sjálfri þessari byggingu og meðal nýrra muna hér séu fágætir dýrgripir. Án alls saman- burðar er óhætt að segja, að vor kynslóð hefur hækkað sína veg- semd, lífs og liðin, með þessu verki. Svo taka aðrar kynslóð- ir við. Skálholt horfir í aldir fram. Og enn er það ljósið fyrir kirkjunni, sem er auður þessa staðar. Ég mujn fylla hús þetta dýrð, segir Drottinn. Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var. Vér þiggjum þetta fyrirheit í auð- mjúkri tilbeiðslu. Og allar eyði- rústir á Skálholtsstað taka undir, allt, sem andleg móðir allra vígðra húsa á Islandi hefur af sér fætt tekur undir. Vér erum gæfu menn að hafa mátt hefja það verk hér, sem ókomnar aldir munu fram halda. Og Drottinn, sem fyrirheitið gefur hann er sá, sem alltaf ætlar oss meira en vér sjáum fyrir, alltaf á meira að gefa en vér höfutn þegið eða kunnum að vona. Hin síðari dýrð þjóðarhelgidómsins mun meiri verða en hin fyrri var. í þessu morgunskini stendur Skálholt í dag. Og vér lútum helgri for- tíð og blessum heilaga framtíð, sem Drottinn gefur. Og heilög heit skuku goldin í Drottins nafni. Vér heitum því Gissuri, að hér skuli í lifandi vitund lands- ins barna verða helgur höfuð- staður Guðs kristni á íslandi. Vér heitum því Þorláki, að hér skuli bent á hugsjón helgaðs lífs. Vér heitum því Brynjólfi, að hér skuli krossinn tilbeðinn og bænin vaka. Vér heitum því Framhald á bls. 14 Kristnisagan hefir kaiiað á framkvæmdir Skálholtsávarp forseta Islands, Ásgeirs Asgeirssonar Herra biskup, góðir íslendingar og gestir! TUTTUGASTA öldin er hin nýja landnámsöld íslands. Á fáum ára- tugum hefir þjóðin reist fleiri, veglegri og varanlegri byggingar en dæmi finnast til frá upphafi íslands byggðar, bæði í sveit og bæ. En í þessari þróun dróst kirkjan aftur úr allt of víða. Timburkirkjurnar, sem leystu torfkirkjurnar af hólmi, voru að vísu margar laglegar, en þær hrörnuðu fljótt. Örfáar kirkjur voru úr varanlegu efni, og þær hafa orðið þjóðinni kærar. Mis- ræmið milli mannabústaða * og guðshúsa óx og varð áhyggjuefni. En hvergi var þó niðurlægingin meir áberandi en á hinum forn- helga stað, Skálholti, þar sem móðurkirkja og höfuðkirkja ís- lands hafði fyrrum staðið, enda rúmlega hálf önnur öld síðan fjárkláði, móðuharindi og önnur áföll höfðu kippt fótunum, fjár- hagslega, undan stólnum. Sú raunasaga verður hér ekki nánar rakin. Við batnandi hag hafa breyt- ingar orðið í þessu efni. Veglegar kirkjur hafa risið og eru enn að rísa víðsvegar um land, úr varan- legu efni, sem standast mun tím- ans tönn um ókomnar aldir. Það er gleðiefni hve almenningur hef- ir sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi um kirkjubygging, og ekki síð- ur hitt, hve samtaka fólk er al- mennt um þessi mál, þó hér sé á stundum fleira gert að ágreinings efni en nauðsyn ber til. Kirkjan er einingarafl með þjóð vorri. Án kirkju vilja menn ekki vera, kirkju sem setur svip sinn á byggðarlagið, kirkju, þar sem safnast er saman á gleði- og al- vörustundum lífsins til tilbeiðslu og sálubótar. Svo er fyrir þakkandi, að Skál- holt hefir ekki orðið útundan. Kristnisagan hefir kallað á fram- kvæmdir. Að vísu getum vér ekki byggt upp hvern sögustað. En Skálholt er í kirkjusögunni sam- bærilegt við Þingvelli í stjórn- málasögunni, og þannig í sveit sett, að staðurinn getur jafnt þjónað nútíð og framtíð sem fop^ tíðinni. Staðurinn er miðsveitis milli heiða og jökla, fjails og fjöru, í breiðasta héraði landsins, sem á mikla og örugga framtíð fyrir höndum. Til Skálholts ligg- ur greið kirkjugata. En viðfangs- efnið var ofviða öðrum en þjóð- inni í heild. Ríkisstjórnir, Alþingi og allur almenningur, með til- styrk einstakra manna og frænd- þjóða vorra á Norðurlöndum, hafa lagzt á eitt um að gera þá veglegu kirkju, sem biskup lands ins hefir nú vígt fyrir stundu. Vér erum hér saman komin til að fagna miklum atburði, jafnvel tímamótum í sögu íslenzkrar þjóðkirkju. Skálholtskirkja var og verður dómkirkja. Minna nafn hæfir henni ekki. Hún er nú veglegasta kirkja á voru landi svo sem áður var. Kirkjusmíðin hefir tekizt með ágætum. irkjaa er fögur og tignarleg, og á þó eftir að íklæð- ast fullum skrúða. Hún minnir á dómkirkju Brynjólfs biskups. Hún helgast af mikilli sögu. Hún er heilagur völlur, sami grunnur og allar eldri Skálholtskirkjur hafa staðið á. Hér reika svipir margra hinna ágætustu manna fortíðarinnar. Kirkjan er ný- byggð og nývígð, og þó finnst mér, á þessari stundu, hún vera aldagömul. Hin ósýnilega Skál- holtskirkja hefir alltaf fyrirfund- izt, og stígur nú fram í allri sinni tign, þegar þokunni léttir. Móðu- harindum Skálholtsstaðar er af- létt, slitinn öriagaþráður knýttur á ný og endurvígður. Vér hugs- um nú ekki síður með fögnuði til þeirrar sögu, sem er framundan en hinnar, sem er liðin og skráð. Ég tók áðan nokkuð djúpt í ár- inni um tímamót í íslenzkri kirkjusögu. En þá átti ég við, að þessi hátíð er tvíþætt. Annars- vegar kirkjuvígsla og fyrsta skóflustunga að nýjum Skálholts- skóla, og hinsvegar afhending Skálholtsstaðar með meðgjöf í hendur þjóðkirkjunni, sem fram fer innan stundar. Þróunin er skýr. Þjóðkirkjan fær vaxandi sjálfsstjórn, og hefir nú þegar meira sjálfstæði gagnvart ríkis- valdinu en átt hefir sér stað frá siðaskiptum. Þessi þróun ' er bæði æskileg og áhættulaus. Þjóðkirkjan er enginn keppinaut ur hins veraldlega valds. Hennar starf er að efla trú, bæta siði og styrkja íslenzka þjóðmenning. Eins og kirkjan hefir nú verið vígð, á hún aftur að vígja oss til manndóms og þegnskapar, hjálpa oss til að rata veginn, nálgast sannleikann, og . era tilhlýðilega lotningu fyrir lífinu og tilverunn- ar hinztu rökum. Vér árnum öll, einhuga, þjóð- kirkju íslands og Skálholtsstað gæfu og gengis í Guðs nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.