Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 22
22 MORCUISTJLAÐIÐ Þriðjucíagur 23. júlí 1963 Neðsta liðið í 1. íslandsmeistara — og öð/oð/sf vonarneista um cð falla ekki ÞAÐ var hvassviðri eins og venjulega á Njarðvíkurvellinum þegar Fram og ÍBK mættust þar á sunnudaginn. Vindurinn var af norðri og hafði mikil áhrif á leik inn. Keflvíkingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og hlutu 11 hornspyrnur gegn Fram, en í síð ari hálfleik snéru Framarar þessu við og hlutu 9 homspymur gegn ÍBK. Gefur þetta nokkra hugmynd um gang leiksins þar sem vindurinn var sterkasti aðil- inn. Keflvíkingar hófu strax mikla sókn undan vindinum og fljót- lega varð Geir að bjarga í horn. Vörn Fram var ákveðin og Kefl- Staðon í I deild STAÐAN í I. deild fslands- mótsins er nú þessi: Akranes 9 5 1 3 22:16 11 K.R. 7 4 12 13:11 9 Fram 8 4 1 3 9:12 9 Akureyri 8 2 2 4 16:18 6 Valur 5 2 1 2 10:18 5 Keflavík 7 2 0 5 11:15 4 víkingar urðu að láta sér nægja skot af löngu færi, sem Geir átti fremur auðvelt með. Á 10 mín- útu leiksins skölluðu þeir saman Hólmbert Friðjónsson og Hrann- ar Haraldsson með þeim afleið- ingum að Hrannar varð að yfir- gefa völlinn, en varamaður kom í hans stað. Björn Helgason, sem leikið hafði sem innherji tók stöðu Hrannars. Veikti þetta að sjálfsögðu sóknarlínu Fram. Geir varði gott skot Jóns Jó- hannssonar á 18. mín. og annað skot Magnúsar Torfasonar skömmu síðar. Á 20. mín. gaf Högni knött fram fyrir miðju til Jóns Jóhannssonar, sem þegar tók á rás, lék laglega á Halldór miðvörð og skoraði örugglega framhjá Geir markverði. Tveim mínútum síðar eru Kefl víkingar I sókn, Jón stekkur upp til að skalla fyrir framan mark Fram, en er hrundið svo að hann veltur inn í markið. Dómarinn flautaði og Högni Gunnlaugsson skoraði auðveldlega úr víta- spyrnunni. Keflvíkingar héldu áfram að pressa, en Geir ýmist varði vel Skafti setti drengja- met í 100 m. hlaupi UNGLINGAMEISTARAMÓT fs- lands í frjálsum íþróttum var haldið á Akureyri um helgina Árangur var góður í ýmsum greinum og t. d. setti Skafti Þor- grímsson drengjamet í 100 m hlaupi. 10.9. Keppni var víða hörð og skemmtileg og mótið i heild tókst hið bezta. Ú R S L I T 100 m hlaup: Skafti Þorgríms- son ÍR 10.9. Jafnað ísl. drengja- met sem Einar Gislason setti i undanrásum. 2. Einar Gíslason KR 11.1. 3. Ólafur Guðmundsson KR 11.2. 1500 m hlaup: Halldór Guð- björnsson KR 4.08.5. 2. Páll Páls- son KR 4.56.4. Sem gestur keppti Kristleifur Guðbjörnsson og hljóp á 4.05.6 og Agnar Levý KR 4.06.5. 110 m grindahlaup: Þorvaldur Benediktsson HSS 16.3. 2. Kjart- an Guðjónsson KR 16.6. 3. Reynir Hjartarson Þór 18.4. 400 m hlaup: Skafti Þorgríms- son ÍR 51.9. 2. Ólafur Guðmunds- son KR 54.2. 3. Ingimundur Ingi- mundarson HSS 56.1. Kúluvarp: Kjartan Guðjónsson KR 13.25. 2. Ari Stefánsson HSS 12.51. 3. Guðm. Guðmundsson KR 12.12. Spjótkast: Kjartan Guðjónsson KR 55.65. 2. Oddur Sigurðsson KA 48.70. 3. Ingi Árnason KA 46.18. Hástökk: Halldór Jónasson ÍR 1.75. 2. Sig. Ingólfsson Á 1.75. 3. Ingim. Ingimundarson HSS 1.65. Sem gestur keppti Jón Þ. Framh. á bls. 23. eúa heppnin var með Fram eins og þegar knötturinn straukst við markstöng eftir skot Rúnars eða Karl brenndi af fyrir opnu marki. Á síðustu mínútu leiksins náði Fram einu hættulegu sókninni í hálfleiknum, en flauta dómarans stöðvaði hana. Siðari hálfleikur var að mestu endurtekning á þeim fyrri, nema hvað nú var Keflavík í vörn og að sókn Fram var talsvert hættu legri heldur en sókn Keflavíkur í fyrri hálfleik. Það var fyrst og fremst Kjartan Sigtryggsson Framhald á bls. 15 Birgir skorar hjá Sigurði KR. Markvörðurinn átti í meiri erfiðleikum með buxurnar en boltann Sngurður Johnny átti í sífelldu bagsi við buxurnar. ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik utanhúss, hófst s.l. laugar- dag í Hafnarfirði og fóru þá fram 2 leikir og urðu úrslit þessi: Mfl. kvenna F.H. — Þróttur 15:4 Mfl. karla F.H. — K.R. 42:21 Mótið hélt áfram á sunnurlag og fóru þá einnig fram 2 leikir og urðu úrslit þessi: Mlf. kvenna Vík — Breiðab. 15:9 Mfl. karla K.R. — Víkingur 13:9 Ármann hafði tilkynnt lið til keppni í meistaraflokki karla, en á síðustu stundu drógu þeir þátt- tökutilkynninguna til baka. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8 og keppa þá í Mfl. karla Víkingur og Í.R. og í Mfl. kvenna F.H. og Víkingur. Þessir fyrstu leikir mótsins báru það með sér að ekki liggur mikil æfing að baki hjá liðunum, og hinir nýsigldu Víkingar sem kepptu víða í Tékkóslóvakíu, og Þýzkalandi urðu að láta sér lynda ósigur móti óæfðu KR-liði. Leikur FH og KR vakti mesta kátínu. Guðjóni markverði var vísað af leikvelli og í staðinn kom áður vinsæil söngvari Sig* urður Johnny. Hann varði vel í fyrstu en svo slitnaði teygja í buxum hans og þrátt fyrir það varði hann af hörku þótt bux- urnar féllu og hann stæði nak- inn frammi fyrir áhorfendum, sem hlóu mjög af þessaíi slysni. Löwe með 52,38 í GÆRKVÖLDI efndi ÍR inn- anfélagsmóts í kringlukasti. Þor- steinn Löwe sigraði með yfir- burðum kastaði 52,38, sem er bezti árangur íslendinga í ár. Öll köst Þorsteins voru yfir 50 m nema eitt. Annar var Jón Þ. Ólafsson, kastaði 41,25. Þess skal getið að skilyrði voru mjög hagstæð þar sem sterk ur vindur var. Akranes vann veröskuld- aðan sigur á Akureyri 3-7 AKURNESINGAR léku við Akur eyringa í 1. deild íslandsmótsins á Akureyri á sunnudag. Akranes vann lcikinn 3 mörk gegn 1 og var sigur þeirra verðskuldaður. Heimamenn náðu illa saman, not Brummal stökk 2,28 í hástökki 5 stig skildu Bandaríkjamenn og Rússa i keppni karla BANDARÍKJAMENN og Rúss ar háðu landskeppni í frjáls- um íþróttum karla og kvenna í Moskvu um helgina. Á mót- inu setti Brummel Sovétr. heimsmet í hástökki, stökk 2.28 metra. Eldra metið átti hann sjálfur, sem var 2.27. Afrek Brummels er langbezta afrek mótsins og stórglæsilegt. í karlagreinum sigruðu Bandaríkin, hlutu 119 stig gegn 114 stigum Rússa. I kvennagreinum höfðu Rússar yfirburði sem fyrr, unnu með 75 stigum gegn 28. Rússar komu víða mjög á óvart með getu sinni í karla- greinum. Tugþrautin var æsispenn- andi keppni þessara stórþjóða. Rússar unnu þar tvöfaldan sigur Kuznetsov sigraði með 7666 stig annar varð Ovsej enko með 7631 og 3. varð Pauly Bandaríkjunum með 7535. 1 þessum hópi eru 4 af fremstu tugþrautarmönnum heims og sézt að Valbjörn Þorláksson liggur ekki langt að baki þeirra, skortir 5—600 stig eða 50—60 stig á grein að meðaltali. Ætti Valbjörn vel að ná yfir 7000 stig á þessu si| nri. uðu illa kantana og leikur þeirra tætingslegur, yfirleitt þó nokkr- ir góðir kaflar sæust. Leikurinn var auglýstur kl. 4 síðd. og hópaðist fólk þá út á völlinn, margt langt að kom- ið m. a. frá Dalvík. Þá var leik frestað til kl. 8 og eigi hófst leikurinn fyrr en kl. 8.45. Staf aði þetta af því að dómarar og línuverðir voru voru ekki komnir frá Reykjavík og ekk- ert var flogið árdegis. Lögðu þeir af stað með bíl kl. 2 síðd. Slíkt- sem þetta er að sjálf- sögðu hneisa og verður að fyr- irbyggja. k Hættuleg færi í upphafi virtust Akureyring- ar ætla að taka frumkyæði í leiknum. En Skagamenn breyttu fljótt vörn í sókn og á 7. mín. lá nærri að þeir skoruðu eftir vel uppbyggða sókn og samleik, en Sævar Jónatansson bakvörður bjargaði á línu. Nú færðist fjör í leikinn og á 10. mín. eiga Akureyringar hættu lega sókn en Helgi Dan fær var- ið í horn. Aftur á 16. mín. eiga Akureyr- ingar hættulega sókn og Guðni gefur háa sendingu yfir vörn ÍA en varnarmaður stöðvar þetta hættulega tækifæri með höndun- um. Aukaspyrna er dæmd og áminning gefin og Skúli Ág. spyrnir laglega að marki en rétt yfir slá. k Forysta Akraness Á 22. mín. ná Akurnesingar for ystu. Þórður Þórðarson komst inn fyrir vörn og skoraði auð- veldlega eftir góðan samleik Skagamanna og slæm varnarmis tök hjá ÍBA. Tveim mín. síðar skora Akur- nesingar aftur. Tómas Runólfs- son fær knöttinn upp úr horn- spyrnu og skoraði mjög laglega. Á 29. mín. ná Akureyringar hættulegri sókn eftir hornspyrnu. Var mjög sótt að marki Akraness og leikið í vítateignum en Helga Dan tókst að grípa inn í leikinn. Mikið var um hornspyrnur ekki sízt í síðari hálfleik. Mjög gott tækifæri áttu Akur- nesingar er Þórður, Ríkharður og Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.