Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 24
Fjðgurra ára teipa beið bana í siysi Rlljóp í veg fyrir bíl á iUýrargötu ÞAD sviplega slys varð í gær á Mýrargötu í Reykjavík að fjög- urra ára gömul telpa varð fyrir bíl og lézt skömmu eftir að hún var komin í sjúkrahús. Nafn telp- unnar var ekki gefið upp í gær. Nánari atvik voru þau að lít- illi Wartburg-bifreið A-þýzkri var ekið eftir götunni. Segir bíl- stjórinn sig hafa veitt telpunni at hýgli, þar sem hún var á gang- stéttinni, en það næsta sem hann viti er að hann hafi heyrt skell er barniö lenti á hægra fram- horni bílsins. Hafi það hlaupið beint út á götuna, og staðfesta sjónarvottorð þennan framburð bílstjórans. Telpan var þegar flutt í slysavarðstofuna og síðan í sjúkrahús, þar sem hún lézt skömmu síðar af meiðslum sín- um. Þetta er fimmta banaslysið í umferðinni í Reykjavík frá ára- mótum, og eru þá ekki talin með 2 banaslys í Kópavogi og eitt í Hafnarfirði. FISKIFÉLAG íslands gaf í gær út eftirfarandi skýrslu um síld- veiðarnar norðanlands og austan: Veður var rysjótt í vikunni og áttu skip oft erfitt með að at- hafna sig við veiðarnar. Aðal- veiðisvæðið var við Kolbeinsey og út af Sléttu. Vikuaflinn var aðeins 72,710 mál og tunnur, en var I sömu viku í fyrra 361,581 mál og tunna. Heildaraflinn í vikulokinn var 508,704 mál og tunnur, en í lok sömu viku í fyrra 851,563 mál og tunnur. Vikuaflinn var að mestu salt- aður og nam söltunin í vikulok- in 170,626 uppsöltuðum tunnum, en var 144,538 tunnur í sömu viku í fyrra. Vitað var um 214 skip, sem fengið höfðu einhvern afla í viku lokin og af þeim höfðu 190 skip aflað 500 mál og tunnur eða meira. Skrá yfir þau skip birtist á blaðsíðu 6. FriÖrik keppir um 130þús. kr. verðlaan Á nú biðskák v/ð Benkö t G Æ R var 13. umferð tefld á skákmótinu í Los Angeles í stað þeirrar 11. Var þetta gert vegna þess að Keres og Reshevsky eru báðir veikir, en þeir áttu að leika saman í 13. umferðinni. Þrjár skákir voru því tefldar. Petrosjan, sem nú gengur und- ir nafninu „kyrkislangan" á skák mótinu vegn^ þess hvernig hann ræðst að andstæðingum sínum, samdi um jafntefli við Najdorf eftir 33 leiki. Petrosjan hafði heldur betra tafl en nú sem oft áður á mótinu þáði hann jafn- tefli í stað þess að tefla áfram skákir, sem hann á heldur betri stöðu í. Panno og Gligoric sömdu einn- ig um jafntefli eftir 37 leiki. Friðrik mætti Benkö og fór skákin í bið eftir 42 leiki. AP- fréttastofan nefnir ekkert um stöðuna. Staðan er því þannig: Keres og Friðrik 6% og biðskák hvor Petrósjan 6Vz Gilgoric og Najdorf 5t& Reshevsky 4í4 og biðskák Panno 4 Benkö 3 Sigurvegari í mótinu hlýtur 3000 dala verðlaun, að sögn AP. Má ætla að 2. maður hljóti 2500 dali og 3. maður 2000 dali o. s. frv. auk annarra verðlauna. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðísmanna á Hellu ÍIÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu verður faaldið að Hellu, laugardaginn 27. júlí nk. kl. 8,30 síðdegis. Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri, og Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli, flytja ræður. WwT' Leikararnir Árni Tryggva- I | ^ son og Klemens Jónsson $W j-,t skemmta. Ennfremur syngur ÍÍ *■* p'.fÉ Guðm. Guðjónsson, óperu- 'm ÉL / söngvari, með undirleik W£t^['MÍS’ ^úla Halldórssonar, píanó- 11 1 wk Danslcikur verður um Steinþór kvöldið- Ragnar Biskupinn yfir íslandi tekur fyrstu skóflustunguna að væntanlegum lýðháskóla í Skálholti. Hjá honum standa forseti íslands og Hörður Bjarnason, húsameistari, höfundur Skálholtskirkju. Að baki þeim Skálholtskórinn og lúðurþeytarar og i baksýn sést Skálhoitsstaður með hinni nýju Skálholtskirkju. Ljósm. Ól. K. M. Lýðháskólínn á ásnum vestur af Skálholtsstað: Biskup tók fyrstu skóflustunguna ÍNiorðmenn gefa 1,2 miilf. kr. til byggingarinnar VÉR viljum fara til og byggja, sögðu ísraelsmenn forðum, og þeir styrktu hendur sínar til hins góða verksins. Þannig hóf herra Sigurbjörn Einarsson, biskup ræðu sína, er hann tók fyrstu skóflustunguna að fyrir- hugaðri lýðháskólabyggingu á hæð einni handan Kvarnarlækj- Sr. Harald Hope ar vestur af Skálholtskirkju síð- degis á sunnudag. — Vér stönd- um hér á stað sem lítt eða ekki ber merki um mannvirkjagerð fyrri kynslóða, sagði biskup enn fremur. En hér hefur legið um eða í næstu grennd þjóðleið, ein megin brautin til og frá Skál- holti. Hér á ásnum þar sem stafn dómkirkjunnar blasti við og þök hennar gnæfðu yfir biskupsgarð og skóla hefur margur nýsveinn, sem hugðist hefja nám í Skálholti með ótta- blandinni lotningu hugsað til sinna næstu ára, og hér hefur margur að lokinni skólagöngu og að fenginni vígslu rennt auga um öxl um leið og hann hvarf Kartöilugros féll í Skorrudol AKRANESI, 22. júlí. — Bændur í Skorradal voru sl. laugardag búnir að hirða í hlöðu einn þriðja af fyrri slægju. Þar hefur rignt flesta daga vikunnar eitt- hvað og tafið þurrkinn. Er það vinningur vegna háarsprettunn- ar, þó minni sé hann vegna þess, hve tíð er köld. Aðfaranótt laug- ardags gerði frost í dalnum, svo að kartöflugras féll. til starfs með veganesti frá Skál- holtsstað. Vér nemum hér staðar að áliðnum degi til þess að stað- festa með oss áform um, að hér ætlum vér að hefja morgunverk, í dögun nýrrar aldar í Skálholti. Vér táknum það með því að marka svörði'nn hér. Skammt Framhald á bls 3 Vetrorveðui ú síldarmiðunum SÍLDARLEITIN á Raufarhöfn tjáði blaðinu í gærkvöldi að þar hefði verið vetrarveður, norðan stormur og mikill sjór, um helgina. Hefur veðrið ekki verið jafn slæmt á síldarver- tíð um árabil. Enginn bátur gat athafnað sig við veiðar, sem von var og lágu um 50 skip inni á Raufarhöfn í gær, 20 á Þórshöfn og nokkur í vari við Svínalækjartanga og suður á fjörðum. HÉRAÐSMÚT Sjálfstæðismanna á Flateyri IIÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-ísafjarðarsýslu verður haldið á Flateyri, laugardaginn 27. júlí kl. 8,30 síðd Jóhann Hafstein, banka- stjóri, og Sigurður Bjarnason, alþingismaður, flytja ræður. Til skemmtunar verður ein- söngur og tvísöngur. Flytjend ur verða óperusöngvararnir Kristinn Hallsson og Sigur- veig Hjaltested; undirleik annast Ólafur Vignir Alberts- son. — Ennfremur skemmtir Brynjólfur Jóhannesson, leik- » ari. Dansleikur verður um kvöldið. Jóhann Sigurður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.