Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 1
24 slður 50 árgangur 163. tbl — Föstudagur 16. ágúst 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Youlou lagði upp laupana - her stjórisar nú KqngólýðveSdi Skýrt hefur verið frá járn- brautarráninu mikla í Bret- landi á dögunum. Á þessum bóndabæ höfðust ræningjarn- I ir við, fyrst eftir að ránið var framið. 100.000 sterlingspund hafa þegar fundizt og fjórar manneskjur hafa verið hand- teknar. Lögreglan telur sig 4 vera langt komin með að upp- t lýsa allt málið. Mesta hvol- veioi a suióiinu í gær 1 GÆR voru 11 búrhvalir á leið til lands til hvalstöðvar- innar í Hvalfirði. Er þetta mesta sólarhringsveiði, sem stöðinni hefir borizt það sem af er sumrinu. Hvalur 8 kom í gærkvöldi til stöðvarinnar með 2 búrhvali, en Hvalir 5., 6. og 7. voru á leið til lands með sína 3 hvalina hver. Alls hafa þá verið lagðir að velli 322 hvalir á sumrinu. Búrhvalirnir veiðast djúpt út af Vestfjöröum allt að is- rönd. Brazzaville, 16. ágúst — AP — NTB: — Fulbert Youlou, forseti Kongó- lýðveldisins (fyrrum Franska Kongó), sagði af sér í dag. Jafn- framt tilkynnti forsetinn, að her landsins myndi fara með öll völd þar til ný stjórn hefði verið sevt á laggimar. Það hefur vakið athygli, að for setinn skuli hafa sagt af sér, að- eins sólarhring eftir, að hann lofaði að mynda nýja rikisstjórn „réttsýnna“ manna. Þá hafði forsetinn einnig fallið llla horfir nú l málefnum Alsír orðrómur um, að stjórn Ben Bella sé að gliðna í sundur — torsœtisráðherr ann hallast œ meir að einrœði Algeirsborg, 15. ágúst. — AP — NTB — MIKILLAR ólgu gætir nú í Alsír. Nánustu fylgismenn Ben Bella birtu í dag harð- orða árás á Ferrhat Abbas, fyrrum forseta þings lands- ins. Hann hefur nú sagt af sér því embætti, en mun þó, að eigin sögn, sitja áfram á þingi. Óstaðfestar fregnir í dag herma, að mikil óvissa riki um framtíð ráðuneytis Ben Bella. Fylgir það fréttunum, að ýmsir ráðherra hans hafi hótað að segja af sér, verði ekki snögg breyting á stjórn- arháttum. (Sjá nánar bls. 12). Greinilegt er, að órói sá, sem gætt hefur síðustu tvo daga, á ekki hvað sízt rót sína að rekja til ákvörðunar Abbas. í yfirlýs- ingu þeirri, sem að ofan er vikið, og fjallar um hlut Abbas, segir, að hann sé svikari — „raunveru lega ekkert annað en argasti kapitalisti". Sjálfur hefur Abbas látið birta alllanga skýrslu um stjórnarhætti Ben Bella, og er þar farið hörð- um orðum um forsætisráðherr- ann. Abbas var einn nánasti stuðningsmaður Ben Bella, er Framh. á bls. 23 I frá þeirri yfirlýsingu sinni, að hann hyggðis'i gera þing landsins valdalaust, og taka upp eins- flokkakerfi. (Sjá nánar um Youlou á bls. 23) í dag var þriggja ára afmæli Kongólýðveldisins. Strax í birt- ingu tók fólk að safnast saman við forsetahöllina, og munu um 10.000 manns hafa verið þar sam an komin er flest var. Krafðist fólkið þess, aö Youlou segoi af sér. Herlögregla varði forsetahöll- ina, en 3000 manna franskt vara lið var til reiðu, skyldi koma til alvarlegra átaka. Strax, er Youlou hafði lesið lausnaryfirlýsingu sína af svöl- um hallarinnar, dreifðist mann- fjöldinn. Til átaka kom í lýðveldinu sL þriðjudag, er forsetinn lét hand taka nokkra verkalýðsleiðtoga. Voru þeir leystir úr haldi, en fangelsisbygging höfuðborgarinn ar brennd til grunna. Frá þeim tíma hafa fáir verið á ferli 1 Brazzaville, og vinna nær legið niðri. Það var fyrst í dag, hátíð ardaginn, að fólk fjölmennti á götum úti, og þá einkum til að krefjast þess, að Youlou segði af sér. Tilkynnt var strax, er Youlou hafði haldið tölu sína, að her landsins myndi taka við stjórn opinberra mála, unz tekizt hefði að mynda nýja stjórn. Ásaka Krúsjeff um alvar- leg samnmgsrof Moskvu, Vínarborg, Peking, . enn í dag hvort á annað, og 15. ágúst AP NTB véku í orðsendingum sínum SOVÉTRÍKIN og Kína deildu | að því, sem margir telja Olíubirgðir hafa lengi verið geymdar í Hvalfirði Tíminn gengur lengra en kommúnistar í blekkingum um aðstöðu NATO EINS og Morgunblaðið skýrði frá í gær, standa nú yfir samn ingar við Atlantshafsbanda- lagið um heimild því til handa til að byggja 25—28 olíugeyma í Hvalfirði og nauð synleg hafnarmannvirki í því sambandi. Er hér um að ræða að byggja nýja geyma í stað þeirra, sem nú eru orðnir gamlir og úr sér gengnir. — „Þjóðviljinn“ segir auðvitað í gær, að hér sé um enn eina landssölu að ræða — og kipp- ir sér enginn upp við það, en hitt er furðulegra, að mál- gagn Framsóknarflokksins blæs fregn þessa upp og segir að verið sé að semja um flota- og kafbátastöð í Hvalfirði. Meginatriði málsins eru þessi: í Hvalfirði hefur lengi verið birgðastöð, þar sem geymdar eru varabirgðir af olíu og benzíni. Þar eru nú 37 olíu- og benzín- geymar, sem byggðir voru á styrjaldarárunum og hafa sumir þeirra verið endurnýjaðir að nokkru leyti, en aðrir ekki. Þegar Bandaríkjamenn fóru héðan í styrjaldarlokin eignaðist ríkisstjórnin olíustöðina í Hval- firði og síðan keypti Olíufélagið hf. stöðina. Það notaði hana fyrst til eigin afnota, en síðan leigði fé lagið Bandaríkjamönnum geym- ana í Hvalfirði fyrir mikið fé. Síðan hefur olíufélag Framsókn- armanna haft mikinn hagnað af þessari leigu, og er ekki ólíklegt að þangað megi rekja bægsla- ganginn, sem gripið hefur um sig meðal Framsóknarmanna. Það sem nú er verið áð semja um, er ekki annað en það að byggja megi nýja olíugeyma til þess að anna geymslu þeirra varabirgða af olíu, sem talið er nauðsynlegt að hafa hér á landi, en jafnframt er um það rætt, að leyfa smíði á bryggju og gerð legufæra í samræmi við þarfir stöðvarinnar. Legufæri yrðu þó geymd á landi og ekki notuð nema samkvæmt sérstökum heim ildum íslenzkra stjórnarvalda, ef nauðsyn væri talin krefja. Ef af samningum verður, þá verða hinir nýju olíugeymar not- aðir á nákvæmlega sama hátt og eldri geymarnir, þ.e.a.s. að olía verður geymd í þeim í nokkur ár, en síðan ef til vill skipt um hana, en hinsvegar verður ekki um það að ræða að afgreiða þar nein skip, hvorki verzlunarskip, herskip né kafbáta! Um mál þetta er nánar rætt í ritstjórnargreinum blaðsins í dag. kjarna ágreiningsatriðanna: kj arnorku vopn. í yfirlýsingu stjórnarinnar í Peking, sem fréttastofan „Nýja-Kína“ hefur birt, segir, að 1959 hafi sovézkir ráða- menn svikið áður gert sam- komulag, og neitað að veita kínverskum vísindamönnum upplýsingar um kjarnorku- sprengjur, og smíði þeirra. Samkomulag það, sem vik- ið er að í kínversku orðsend- ingunni, er sagt gert 1957. Ei því haldið fram, að heimsókn Krúsjeffs til Bandaríkjanna 1959 hafi valdið því, að „sov- ézki leiðtoginn“ hafi gengið á bak orða sinna. Ráðamenn í Albaníu lýstu þvi yfir í dag, að þeir væru alger- lega mótfallnir samkomulaginu um takmarkað bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn. Telja þeir samkomulagið ekki í anda V ars j árbandalagsins. Moskvublaðið „Pravda“ skýrii frá því í dag, hvaða skoðanir sovézkir leiðtogar hafi á þessu máli. Er ekki annað að sjá, en blaðið hafi séð fyrir yfirlýsingu kínversku fréttastofunnar. Greir argerð „Pravda“ er að nokkn. leyti endurprentun á skýrslu. sem kommúnisk friðarnefnd ! Vínarborg hefur áður látið birta I skrifum Moskvublaðsins ) dag segir, að kínverskir leiðtog- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.