Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. Seúst 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 Ljósmyndari Mbl. var fyrir skömmu á ferð í Grafarnesi við Grundarfjörð. Varð hon- um litið til sjávar og sá þá hvar mannlaus árabátur stefndi út fjörðinn. Ljósmynd arinn, sem er allra manna for- vitnastur, hraðaði sér þegar í • stað niður á bryggju og er harin nálgaðist, sá hann að fimm lítil höfuð stóðu upp fyrir borðstokk bátsins og árar voru í sjó. Á bryggjusporðinum hafði fjöldi fólks safnazt saman, einkum konur og börn. ■ Ut vil ek -— Guð minn góður, það verður að bjarga þeim, sagði ein kvennanna, sem ljósmynd- arinn af skarpskyggni sinni þóttist vita að ætti einhverra hagsmuna að gæta, vegna bátsfarmsins, enda kom á dag- inn, að hún er móðir eins af fimm strákum á aldrinum 5— 6 ára, sem tekið höfðu ó- frjálsri hendi bátkænu og héldu rakleitt til hafs. Sýnt þótti að drengirnir hygðust leita á nærlæg fiski- mið, draga í soðið og koma síðan heim færandi hendi, en þar sem enginn skortur er á nýmeti í Gcundarfirði og ekki þótti fullsannað að neinn bát- verja hefði fullgild skipstjórn arréttindi, var báti ýtt frá skor, og Guðmundur Kristj- ánsson hélt við hálfan annan mann á eftir víkingunum. Foreldrar fimmmenninganna stóðu á bryggju og báðust fyrir hvað mest þeir máttu. Eltingarleikurinn var mjög ójafn, þótt flóttamenn væru helmingi fleiri, þar sem Guð- mundur hafði vél í báti sín- um. Er eftirleitarmenn höfðu náð lögbrjótunum, festu þeir kænuna aftan í véibátinn með keðju, sneru síðan við og stefndu til lands. Kom nú annað hljóð í strokk áhorfenda. Steinhættu foreldrar að biðjast • fynr og máttu fimmmenningarnir nú biðja fyrir sér. Fuku af bryggj unni mörg orð og stór. Var ekkert þeirra guðsorð. Litlu sjómennirnir urðu þeim mun óvíkingslegri, sem nær dró foreldrum. Eigandi bátskænunnar heldur heim með son sinn, Hvaða örlög skyldu bíða hans þar? Nú líður að skuldaskilunum, enda eru litlu víkingarnir heldur óróir á svip. Sonur bátseigand- ans heidur í þann, sem i stafni situr, sér til trausts og halds. Er báturinn lagðist að bryggju, greip hver maður sitt afkvæmi upp úr honum. Ljósmyndarinn, sem hefur arnfrána sjón (les Morgun- blaðið gleraugnalaust og fylg- ist með öllum fréttum), las greinileg reiðimerki úr mikil- úðlegum svip Grundfirðinga, er þeir drógu smávaxna sæ- garpana á braut. Einnig heyrði hann flengingar nefndar og gefur heyrn hans sjóninni í engu eftir. Telja má víst, að strákarnir þykist enga frægðarför hafa farið og lítið gull sótt í greip- ar Ægis. Munu þeir sennilega láta af sjómennsku um hríð og bíða síns vitjunartíma, en meira þarf sjálfsagt til að drepa að fullu í þeim útþrána. I Viðgerð á Þorsteini þorskabít að Ijúka ÍSLENZKI togarinn Þorsteinn þorskabítur, 491 lest að stærð, sem legið hefur á Tynefljóti í 2 Zi ár, mun brátt aftur fara á sjó, eftir að gagngerð viðgerð á hon um hefur farið fram hjá Tyne Dock Engineering Co. I South Shields, segir í frétt í brezka blaðinu Fishing News. Þar segir ennfremur að togar inn hafi komið til Bretlands í jan úarmánuði 1961, en verið fast settur í maímánuði 1961. Snemma á þessu ári hafi íslenzka ríkis- stjórnin gripið inn í, þar eð verð gildi togarans hafi farið minnk- andi, og hafi hún nú látið fara fram gagngerða viðgerð á hon- um. Hafi fyrirtækið tekið úr honum hina 950 hestafla Mirrless vél, sem sett hafi verið í hann þegar skipið vár byggt hjá Brooke Marine Ltd í Lowestoft árið 1949 og sett í hann jafnstóra nýja Deutz-vél. Margar af hjálparvélum hafi einnig verið endurnýjaðar og almennar endur bætur gerðar. Hafi Erlingur Þor kelsson, vélfræðingur haft eftir- lit með verkinu fyrir íslenzku ríkisstjórnina. Eigi reynsluferð að fara fram um þetta leyti og geti togarinn svo baldið til Is- lands. Akranesskátar Akranesi, 15. ág . Á laugardaginn 10. ágúst fóru utan til Engíands 10 skatax héð- an úr bæ í boði brezkra skáta, er dvöldust hér í fyrrasumar að af- stöðnu landsmóti skáta á Þing- völlum. Aðalbækistöð þeirra verður í Leichester, og þaðan heimsækja þeir ýmsa merka staði í landinu. Hver mínúta er skipu- lögð. Koma þeir aftur 7. septem- ber. Faxarstjórar eru Svavar Sig- urðsson og Kjartan Tr. Siguxðs- son. — Oddur. STAKSTEIIUAR Þýðing Atlantshafs- bandalagsins Þegar fslendingar ákváðu þátt- töku í varnarbandalagi lýðræðis- þjóðanna, Atlantshafsbandalag- inu, árið 1949, voru skoðanir’ hér á landi allmjög skiptar. Komm- únistar voru að sjálfsögðu á móti þessu bandalagi — og eru enn þann dag í dag — og er það af augljósum ástæðum. Þeir vilja, að kommúnískri kúgun verði komið á hér á landi eins og í öll- um þjóðlöndum öðrum, og auð- vitað gerðu þeir sér grein fyrir því, að traustar varnir lýðræðis- þjóðanna mundu standa í _ vegi fyrir þessum áformum. Ýmsir aðrir voru á móti Atlantshafs- bandalaginu og færðu fyrir því mismunandi röksemdir. Þar var um að ræða menn, sem í sjálfu sér viðurkenndu, að nauðsynlegt væri, að lýðræðisþjóðirnar verð- ust ofbeldinu í austri, en vildu hinsvegar ekki, að íslendingar legðu neitt á sig í því efni, held- ur væru einungis þiggjendur. Sumir voru jafnvel svo barnaleg- ir að halda því fram, að ísland mundi ekki dragast inn í hern- aðarátök, ef til styrjaldar drægi, enda þótt landið hefði verið her- setið í heimsstyrjöldinni síðari og engum dottið í hug að virða hlutleysisyfirlýsingar. Samkomulagið í Moskvu En hverjar sem skoðanir manna kunna að hafa verið á Atlantshafsbandalaginu og vörn- um vestrænna lýðræðisþjóða fyrrum, þá verður ekki um það deilt í dag, að Atlantshafsbanda- lagið og varnir þess hafa megnað að koma í veg fyrir styrjaldar- átök og útþenslustefnu kommún- ismans. Gleggst var þessi árang- ur undirstrikaður nú fyrir skemmstu, þegar Rússar loks féll ust á, að samningur yrði gerður um bann við kjarnorkusprengju- tilraunum. Ráðamenn í Kreml skilja það nú, að lýðræðisþjóð- irnar munu aldrei láta þá verða yfirsterkari í vopnabúnaði, held- ur munu þær tryggja frelsi sitt og öryggi með því að vera ætíð hinn sterkasti hernaðaraðili. Þess vegna var Rússum líka Ijóst, að tilgangslaust var að leggja hinar síauknu byrðar af vígbú’’ á þegna Ráðstjórnarríkjan ; sliga efnahagslíf þeirra. Atlantshafsbandalagsins þannig beinlínis orðið til þe nú horfir nokkuð friðvæn' en áður og rússneskir ráðan i eru fúsari til samningaviðra i en menn höfðu til skamms tírna þorað að vona. Dómur reynslunnar Reynslan hefur þannig dæmt um það, að þeir menn höfðu rétt fyrir sér hér á landi og meðal annarra lýðræðisþjóða, sem vildu leggja sitt af mörkum til að treysta varnirnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir ofbeldisárás og kommúníska kúgun. Cm það verður ekki lengur deilt. Þá vakn ar spurningin um það, hvort nú eigi að sofna á verðinum. Þeirri spurningu ætti raunar líka að vera auðsvarað. Úr því að varn- irnar hafa fram að þessu getað afstýrt styrjöld og orkað því, að ógnvaldarnir hafa loks fengizt til samningaviðræðna, þá verður líka að gera ráð fyrir, að traustar varnir séu áfram liklegastar til þess að Ieiða til frekari samn- inga. Hitt er annað mál, að ef svo færi, að hægt yrði að semja við valdamenn kommúnistaríkjanna um afvopnun stig af stigi væri það sjálfsagt, og þá og þá fyrst mega lýðræðisþjóðirnar draga úr vörnum sinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.