Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 14
14 MORCUNRLAÐIÐ Fostuflamir 16. ágúst 1963 Hjartans þakkir til allra, er glöddu mig með heim- sóknum, skeytum og gjöíum á sjötugsaímælinu. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg Jónsdóttir, Skaftárdal. Alúðarþakkir færi ég hér með öllum þeim fjölda, sem auðsýndu mér sérstaka vináttu og heiður með höfðing- legum gjöfum, blómum og heillaóskaskeytum á áttræðis afmæli mínu. — Lifið öll heil. Jóh. Jósefsson. Ég þakka hjartanlega vinum mínum og kunningjum, sem heiðruðu mig og glöddu á 75 ára afmælinu 21. júlí síðastliðinn. Olafur Helgason, Eyrarbakka. Hjartans þakklæti votta ég öllum þeim, er færðu mér gjafir, heillaskeyti, og heimsóttu mig á 70 ára afmæli mínu 25. júlí — Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Gunnarsson, Hvammstanga. Stúlka óskast s t r a x . Hressingarskálinii GUÐRCN sigurðardóttir frá Búðardal, andaðist 1. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Ragnheiður Guðrún Hjaltalín, Ingibjörg Magnúsdóttir. Bróðir okkar GUNNAR STEFÁNSSON skipstjóri, andaðist að heimili sínu Fjölnisvegi 4 30. júlí. Jarðar- förin fór fram 7. ágúst. Þökkum auðsýnda samúð. Systkinin. ÞORSTEINN BJARNASON Hurðarbaki, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 17. ágúst kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarni Þorsteinsson. Frú STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR JÓNSSON sem andaðist í Rikisspítalanum í Kaupmannahöfn mánudaginn 12. þ. m. verður jarðsett í Garnisons kirkju garði laugardaginn 17. þ. m. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á fyrir- hugaðan minningarsjóð Steinunnar og Þórðar, til styrkt- gr veikum börnum. Gjöfum í sjóðinn er veitt móttaka í Morgunblaðinu. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, MARGRÍMUR GÍSLASON fyrrv. lögregluþjónn, sem lézt í Landsspítalanum 8. þ. m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 17. ágúst kl. 10.30 f.h. Áthöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Guðlaug Guðmundsdóttir, Guðrún Margrímsdóttir, Haraldur Þ. Jóhannesson. Innilegustu þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför HARALDAR INGVARSSONAR Laufey Guðmundsdóttir. Jóna Haraldsdóttir, Gunnar Geirsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Haraldur Gunnarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa GUÐJÓNS INGVARS JÓNSSONAR Jóna Guðjónsdóttir, Karl G. Pálsson, Bjarni Guðjónsson, Sigrún Stefánsdóttir, og barnabörn. ímsir leikir voru vinsæl skemmtun. — Þórsmörk Framh. af bls. 13 allir lögðu sig fram um aðstoð Ug fyrirgreiðslu alla. Sunnudagurinn rann upp hlýr og lognvæ'r. Liðið var að hádegi, þegar almennt færðist lif í fólk- ið í Húsadal. En unga fólkið tók brátt gleði sína að nýju og safnaðist það nú aftur saman í grundinni góðu. Dagskráin hófst með fánahyllingu. Savannatríóið lék og söng ættjarðarlög, flutt var stutt ávarp og síðan var stór fáni dreginn að húni við brekku brúnina af ungu fólki, en síðan sungið ísland ögrum skorið. Þessi stund var hátíðleg og unga fólkið tók einlægan þátt í henni, enda fór svo, að hún varð upphaf mjög ánægjulegs dags. Að vísu sást ölvun ennþá, en hún var hverfandi miðað við kvöldið áð- ur og framkoma unga fólksins var yfirleitt mjög góð þennan dag og þátttaka mikil í því, sem fram fór. Eftir hádegi var efnt th þriggja gönguferða úr Húsa- dal, én Ferðafélag íslands og Far fuglar skipulögðu einnig ferðir um Mörkina úr Langadal og Slyppugili. Hinir, sem eftir urðu, undu vel hag sínum við styttri kynnisferðir og komu sér nú vel tæki þau, sem Rikisútvarpið lán aði, því að um hátalarana barst fjörug tónlist um allan dalinn. Síðdegis var efnt til fjölþættra leikja og stjórnaði þeim Guð- mundur Magnússon, fararstjóri hjá Úlfari Jacobsen, en hann naut og ágætrar aðstoðar félaga sinna. Guðmundi fórst þetta verk mjög vel úr hendi og varð af leikjum þessum hin bezta skemmtun. Um kvöldið var enn safnast saman til söngs og dans. Lék Savannatríóið sem fyrr við ágætar undirtektir. Undir mið- nætti var öllum að óvörum skot- ið flugeldum af hæðunum um- hverfis^ dalinn og var það fögur sjón. Úlfar Jacobsen kom nú á pallinn og söng og lék á gitar við góðar undirtektir og greini- legar vinsældir. Hjá varðeldi Litla Ferðaklúbbsins ríkti og mikil gleði og fjör. Þetta kvöld var beinlínis ánægjulegt að sjá fjör og gleði unga fólksins, enda tók það vel undir þakkarávarp Jóns Pálssonar í lok skem.mtunar innar. Hér ríkti eðlilegt æsku- fjör hjá langflestum og þess vildi ég óska, að æskufólkið gerði samanburð á þessum kvöldum og hagaði næstu dvöl sinni um verzl unarhelgi í samræmi við það. Ég tók marga tali þetta kvöld og greinilega varð ég þess var, að skemmtun af þessu tæi var unga íólkinu að skapL Þeir, sem ollu aerslum og ónæði höfðu ekki sam úð fjöldans og líklega er það einmitt sterkasta vopmð, ef unga fólkið sjálft tekur af skarið um æskilega framkomu jafnaldra sinna. Hafi þeir kærar þakkir, sem þátt áttu í gleði þessa dags. Á mánudaginn lauk svo þess- ari dvöl hjá flestum. Menn bjuggust til heimferðar. Heim- ferðin gekk giftusamlega og hver á svo sína minningu um þessa verzlunarhelgi í Þórsmörk. Á hógværan hátt bað Guðmundur Magnússon unga fólkið að ganga vel frá tjaldstæðum sinum og virtust mér tilmæli hans fá góðar undirtektir. LOKAORÐ. f heild má segja, að Þórsmerk- urdvölin að þessu sinni hafi farið friðsamlega fram, þótt skugga bæri á eins og vikið hefur verið að. Slys urðu fá og iítt alvarleg, þótt margir leituðu til læknisins með minniháttar meiðslL Ung stúlka meiddi sig á fæti og ung- ur piltur einnig og voru þau flutt burtu til aðgerðar. Óspektir eða áflog voru engin alvarleg eða almenn. Lögreglan fjarlægði ýmist alveg eða um stundarsakir þá, sem slíku ollu og var það hin heppiilegasta aðferð og á lögreglu sveitin, sem þarna var, miklar þakkir skilið fyrir ákveðna en lipra varðgæzlu og átti hún vissu lega sinn þátt í því, að svo vel fór um samkomu þessa. Það kom greinlega í ljós, að hinar sam- eiginlegu undirbúningsaðgerðir og framkvæmdir hinna einstöku aðila báru jákvæðan og tilætlað- an árangur. Verður af því ráðið, að hér eftir má ekki efna til slíkra ferðalaga án nauðsynlegs undirbúnings og ákveðins skipu- lags. Stjórnlaus dvöl ungs fólks bíður hættum heim. Hér má þó enn um bæta og vil ég að lok- um nefna nokkur atriði til um- hugsunar í framtíðinni: 1. Koma verður f veg fyrir stjórnlaust flan fólks um erfiða vegi og banna með öllu för kraftlítilla bíla yfir hættulegar ár. 2. Bæta verður af hálfu hins opinbera öryggisaðstæður á fjarlægum og einangruðum stöðum eins og t.d. Þórs- mörk. Það var hrein mildi, að engin stórslys uxðu á Þórs mörk, því að engar aðstæður voru þar til að veita skjóta sjúkrhjálp, ef á hefði reynt. 3. Æskilegt er, að fólk safnað- ist ekki svo á einn stað eins og nú var. Þá er það athug- unarefnL hvort ekki eigi sér staklega að efna til dvalar fyrir unglinga innan sextán ára aldurs, því að þeir eiga vart samleið með hinum eldri. 4. Skemmtiatriði, leikir og varðeldar eru sjálfsagðir hlutir, þegar ungt fólk safn- ast saman á helgum sem nú. En auka þarf þátttöku unga fólksins sjálfs og er það verk efni hinna ýmsu klúbba og félaga. íþróttaféiög og ung- mennafélögin hafa hér mik- ið verkefni að vinna við hlið ferðastofnana, skáta og ann- arra æskulýðsfélaga. 5. Foreldrar verða að fylgjast náið með ferðum barna sinna og sjá svo til, að þau fari ekki lítt eða illa búin að nesti og öðrum útbúnaði í þessi ferðalög. 6. Allir og þá ekki sízt unga fólkið sjálft verður nú að taka höndum saman um út- rýmingu áfengisins úr þess- um ferðum. Vínið er mein og bölvaldurinn mesti og flest eða öll slys verða rakin til þess. Hér hvílir þung ábyrgð á herðurn hinna eldri, að ferðalög þeirra verði ekki hin sjálfsagða fyrirmynd um neyzlu áfengis og hirðuleys- is í allri umgengni. Hér þarf mikið átak, því að þessi þátt ur í menningu okkar er 1 hættu, ef svo fer fram, sem nú er alilt of algeng. Ég hef reynt í grein þessari að rita rétt og hlutlaust frá Þórs- merkurdvöl æskunnar um verzl- unarhelgina. Tel ég sanngjarnt, að fólk viti helztu atnði þessa máls, því að margir vilja vita, hvað þessum máluim iíður. Ég færi að lokum öllum þakkir fyrrr ágæta samvinnu um undirbún- ing og framkvæmd í samibandi við ferð þessa og vonandi verður það, sem vel fór öllum hvatning til frekari aðgerða og athafna, svo að æskufólk megi jaínan hafa sanna og eðlilega gleði af ferðum sínum um okkar íagra land. Bragl Friðriksson. Sendiráð Bandaríkjanna vill selja Opel Record ’60 í því ásigkomulagi sem hann er eftir veltu. Til sýnis í Vökuportinu. Uppl. í sendiráðinu alla virka daga miili kl. 9 og 6. Trésmlðir eða uppsláttarflokkur óskast i mjög gott verk. Upplýsingar í síma 22679.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.