Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1963, Blaðsíða 22
V7. MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. ágúst 1963 Kæran ræður eða nýtt mót er nauðsyn OvenjuBega jöfn keppni í riðii í 2. deiid KNATTSPTRNULH) Þróttar og ísfirðingar kepptu í gær síðasta leik í öðrum riðli 2. deildarkeppn innar í knattspyrnu. Þróttur vann leikinn með 4 mörkum gegn 1. Þau úrslit gera það að verkum að Hafnfirðingar, Siglfirðingar og Þróttur eru jöfn að stigum og verða sennilega að leika auka leiki um það hvert liðanna mæt ir Breiðabliki úr Kópavogi um sætið sem losnar í 1. deild. K Æ R A Við sögðum „sennilega“ hér að ofan en með því skal þó ekki lagður dómur á kæru, sem liggur óútkljáð um leik Þróttar og Siglfirðinga nyrðra, sem endaði 20 manna landslið valið SAMKVÆMT reglum Al- þjóðaknattspymusambands- ins ber að velja 20 knatt- spyrnumenn 14 dögum fyrir hvera leik, sem fram fer í undankeppni Olympíuleik- anna. Landsiiðsnefnd K.S.f. hefir valið eftirtalda menn til þátt töku vegna landsleiks við Eng land 7. september. ' Helgi Daníeisson í A, Heimir Guðjónsson K.R., Einar Helga , son ÍBA, Árni Njálsson Val, Bjarai Felixson KR, Garðar' ; Árnason KR, Jón Stefánsson ÍBA, Hörður Felixson KR, Björn Helgason Fram, Sveinn 1 Jónsson KR, Axel Axelsson, Þrótti, Gunnar Feiixson KR, ' Ellert Schram KR, Sigurþór Jakobsson KR, Skúli Hákon- arson ÍA, Skúli Ágústsson ÍBA Ríkharður Jónsson ÍA, Högni Gunnlaugsson ÍBK, Berg- ' sveinn Alfonsson Val, Kári Árnason ÍBA. með 4:2 fyrir Siglfirðinga. Þrótt ur kærði þann leik á þeim for- sendum að einn leikmanna Sigl firðinga hefði verið of ungur til að leika í meistaraflokki. Kæran er nú fyrir dómstólum. Verði hún tekin gild og Þrótti dæmdur sigur hafa Þróttarar unnið riðil inn og mæta Breiðabliki um úr- slitasætið. Verði svo ekki eru 3 félög jöfn, sem fyrr segir og verða að keppa um það aftur hvert mæta eigi Breiðabliki. Keppnin í riðlum annarrar deildar hefur verið mjög ójöfn. Breiðablik er komið í úrslit í sínum riðli eftir aðeins einn leik unninn. Hina leikina gáfu mót- herjarnir og drógu sig til baka úr keppninni. Leikurinn í gærkvöldi í hinum riðlinum hefur keppn in verið ákaflega jöfn og hórð milli Þróttar, Siglufjarðar og Hafnarfjarðar. Leikurinn í gærkvöldi milli Þróttar og ísfirðinga var ekki mikill að vöxtum knattspyrnu- lega séð. Þróttur átt sigurinn vel skilið þar sem þeir sóttu meir og áttu yfirleitt betri leik en lítið var um góða knattspyrnu. Keflvíkingar fara utan 1 knattspyrnuför Knattspyrnumenn Keflavikur eru um næstu helgi á förum til Danmerkur þar sem þeir munu leika 3 leiki. Móttökurnar ytra annast vinabær Keflavíkur, Hjörring og þar leika Keflvík- ingarnir 2 leiki, við Hjörring IF og nágrannalið bæjarins. Bæði þau lið eru í 3. deildinni dönsku. Lokaleikur Keflvíkinga í för- inni verður við Söborg Bold- klub sem er í útjaðri Kaupmanna hafnar. Það lið er í 1. deildinni á Sjálandi, án efa sterkasti mót- herjinn en Keflvíkingar vilja gjarna reyna sig við þá þó sig- urvonir séu litlar. Nýiega er lokið miðsumarsmóti 3. flokks B í knatt spymu. Sigurvegari varð Knattspyraufélagið Fram. Piitamir úr Fram sigruðu einnig í Reykjavíkurmó tinu með miklum yfirburðum — Á myndinni eru, talið frá vinstri, aftari röð: Gísli Jónsson, Baldur S verrisson, Halldór Sigurðsson, Sigurður Kristjáns- son, Agnar Sigurðsson, og þjálfarinn Skúli Nielsen. Fremri röð: Pétur Böðvarsson, Grétar Egilsson, Ragnar Gunnarsson, Sigmundur Sigurðsson, Brag i Jónsson og Steingrímur Færseth. íslandsmet sett í fi mmtarþraut — og metajöfnun i 80 m. gr.hlaupi Ensko knattspyrnnn FYRSTA umferð ensku deildar- keppninnar fer fram laugardag- inn 24. ágúst nk. Eru félögin því að leggja síðustu hönd á undir- búninginn, sem staðið hefur yfir síðan í júlíbyrjun. I Skotlandi hefst keppnistíma- bilið á bikarkeppni deildaliðanna Og fór fyrsta umferð fram sl. laugardag og urðu úrslit þessi: Airdrie—Dunfermline 0-1 Arbroath—Dumbarton 1-1 Ayr—Morton 0-1 Celtic—Rangers 0-3 Cowdenbeath—Albion 2-3 Dundee U.—Aberdeen 1-1 E. Stirling—Queens Park. 2-0 Hamilton—St. Johnstone 2-3 Hearts—Falkirk 6-2 Montrose—Berwiok 3-0 Partick Th.—Motherwell 0-2 Queen of South— Kilmarnock 1-4 Raith—East Fiff 1-1 Stenhousmuir—Forfar 2-2 Stirling A.—Alloa 3-3 St. Mirren—Hisernian 1-1 Stranraer—Clyde 0-2 Third Lanark—Dundee 1-2 í gærkvöldi setti Sigrún Sig- urðardóttir, ÍR, nýtt íslandsmet i fimmtarþraut kvenna. Náði hún 3308 stigum. Gamla metið átti Guðlaug Kristinsdóttir, og var það 3034. Önnur varð Sigrún Sæmunds- dóttir, HSÞ, 3138 (einnig yfir gamla metinu). 3. Jytte Mostrup, ÍR, 2596, og 4. Linda Ríkharðs- dóttir, ÍR, 2280. í 80 m grindahlaupi þrautar- innar jafnaði Sigrún Sigurðar- dóttir íslandsmetið, 13.3. í lang» stökki stökk hún 5.15, kúluvarp 6.83, hástökk 1.35 og 200 m 28.1 sek. Keppt var og í fimmtarþraut karla, sem frestað var — og kært — kvöldið áður. Valbjörn Þorláksson, KR, sigraði, hlaut 2760 stig, 2. Ól. Guðmundsson, KR, 2680 stig, sem er bæði drengja- og unglingamet. 3. Björg vin Hólm, ÍR, 2465. 4. Ólafur Unnsteinsson, ÍR, 2415. I.S.Í. vill fá marga á I eiðtoganámskeið Framkvæmdastjórn ÍSf ákvað á s.l. vetri að efna til námskeiðs í ýmsum íþróttagreinum fyrir leiðbeinendur. Fyrirhugað hafði verið að námskeið þetta yrði haldið að Laugarvatni í sumar en vegna ýmissa erfiðleika reynd ist það ekki hægt. Var því horfið að því ráði að halda námskeiðið hér í Reykja- vík 24. ágúst til 1. sept. í félags- England gegn „heims!iði“ HINN 23. október n.k. fer fram é Wembley-leikvanginum í Lond on leikur í tilefni af 100 ára af- mæli enska knattspyrnusam- bandsins. Keppa þá enska lands- liðið og úrvalslið frá öðrum þjóðum innan Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins. Knattspyrnusambandi íslands hefir borizt bréf, þar sem til- kynnt er, að hægt sé að fá miða keypta á þennan leik, ef til- kynnt er um það fyrir 25. ágúst n.k. Þeir sem hafa hug á þessu eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Knattspyrnusambands íslands fyrir 25. ágúst n.k. Enskir leikmenn þágu mútur og hagræddu úrslitum leika Tveir leikmenn enska liðs- ins Bristol Rovers voru ný- lega dæmdir í um það bil 6500 (ísl. kr.) sekt fyrir að hafa þegið mútur á sl. vori fyrir að koma til leiðar ákveðnum úr- slitum í knattspyrnukappleik. Þriðji maðurinn, fyrirliði Mansfield Town, hlaut sömu sekt, en það vax hann sem kom til hinna og bauð þeim múturnar fyrir að láta úrslit leiksins -verða á fyrirfram á- kveðmn hátt. Leiknum lykt- aði með jafntefli, 2 :2. Markvörður Bristol sagði í réttarhöldunum, að fyrirliði Mansfieid hefði boðið sér um 25 þús. ísl. kr. fyrir að láta leikinn enda með sigri Mans- field. Markvörðurinn var beð- inn um að útvega sér aðstoðar mann við þetta verk og sneri hann sér til miðherjans, Keith Williams, sem krafðist um 30 þús. kr. fyrir að verða við beiðninni. Hann fekk greiddar 6000 kr. fyrirfram, og hitt átti að greiðast, er tap Bristol væri orðin staðreynd. Eftir leikinn þorði hann ekki að rukka það, sem á vantaði, þar sem illa hafði farið. Mark- vörður Bristol viðurkenndi hins vegar, að hann hefði af ásettu ráði látið Mansfield skora tvívegis. Báðir leikmennirnir voru skömmu eftir leikmn settir í bann hjá félagi sínu og málið sent ti'l dóms. heimili KR. Námskeiðið sem á að vera í frjálsum íþróttum og knattspyrnu á að vera bæði bók- legt og verklegt og próf í lok hvers námskeiðs. Kennsluna ann ast Benedikt Jakobsson í frjáls- um íþróttum og Karl Guðmunds- Frestur til að tilkynna þátt. töku hefur nú verið framlengd- ur um nokkra daga og er til 20. ágúst. Tilkynningar ber að senda til skrifstofu ÍSÍ. Skortur leiðbeinenda hefur mjög háð íþróttastarfi bæði í bæjum og sveitum og þetta nám- skeið gæti ef vel tækist orðið til að bæta nokkuð þar um. Eru því allir sem óhuga hafa á störfum þessum hvattir til a3 nota sér þessa tilsögn og mæta til námskeiðsins. Mættu og fé- lags- eða sambandsstjórnir at- huga möguleika á að senda efni- lega menn eða konur til nám- skeiðsins. Dregið í happ- drætti IBK í GÆR var dregið í skyndihapp- drætti íþróttasambands Kefla- víkur. Vinningurinn, flugferð frá 'Reykjavík — Kaupmannahöfn — Reykjavík kom upp á miða nr. 211. Vinningsins má vitja til stjórnar L B. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.