Morgunblaðið - 23.08.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.08.1963, Qupperneq 3
Föstudagur 23. ágúst 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 ALLIR, sem fengizt hata við laxveiði, kannast við fiðring þann, sem fer um veiðimann- inn, þegar kippt er í línuna og stöngin svignar. Óvanir ganga stundum berserksgang við slík tækifæri, en komast síðan að því, að á önglinum er slýflóki eða hann fastur í botni. Reyndir veiðimenn þekkja þó lax frá slýi. Ef kippt er vasklega í línuna, en laxinn losnar aftur af, vita þeir gerla að hann var yfir 30 Kristinn Sveinsson og félagar með veiði úr Stóru-Þverá. Frá vinsíri: Ólafur Jónsson, Kristinn og Jörgen Hansen. (Ljósm. G. M. Björnsson). pund. Missi þeir hins vegar ekki laxana, eru þeir yfirleitt miklu minni. Reynslan er því sú að það telst til undantekn- inga, að laxar yfir 30 pund náist á þurrt land. Englendingar eru sú þjóð, sem mest og bezt orð hefur á sér fyrir laxveiði. Ef marka má orð þeirra, skal lax veidd- ur á flugu, en ekki á maðk eða spón. íslendingar veiða mest á maðk, en fínast þykir þó alltaf að fá lax á flugu. Spónn er talsvert notaður. Jakob Hafstein, er sá veiði- maður, sem fengið hefur lang stærsta lax, er sögur fara af á flugu hér á landi. Var það í Höfðahyl í Laxá í Þingeyjar sýslu 10. júlí 1942. Vóg hann 36% pund. Jakob lýsti veið- inni í næsta tölublaði Veiði- mannsins og fer hluti hennar hér á eftir: Höfðahylur er einn af feg- urstu veiðistöðunum í Laxá, og gefur vanalega væna veiði. — Hann er straumþungur en vatnsborðið slétt sem spegill. Austur undir Höfðanum glittir í grængolandi djúpið, en hraunbrúnirnar skaga langt austur í ána. Það þarf að vaða nokkuð langt út til að geta náð köstunum, sem þó þurfa að vera vel löng. Jooh Scott nr. 1 er á fær- inu mínu, og nú byrja ég að kasta, nokkuð fyrir ofan þann stað, þar sem ég veit, að lax- inn vanalega liggur. Eftir andartak hleypur lax á eftir flugunni, en missir hana. Ég held áfram og færi mig neð- ar. Nú veit ég, að tækifærið fer að nálgast. Skammt fyrir neðan mig stekkur stór og fallegur lax. Ég er nú búinn að lengja það á línunni, að flugan flýg- ur austur yfir álinn að berg- inu í Höfðanum. Ég gef flugunni dágóðan tíma til að sökkva, en dreg hana svo fremur hægt að mér. Allt í einu sé ég boða koma á vatnsborðið, þeir smá aukast, verða gríðar miklir, og laxinn tekur fluguna, ákveðið og með miklum þunga, en fremur hægt. Hann tekur á sig sveiflu, sporð- blaðkan kemur nærri upp úr og síðan stingur hann sér nið- ur í grængolandi dýpið. Mér er þegar ljóst, að um stórlax er að ræða. Laxinn syndir hægt upp hylinn og liggur ekki þungt í. Ég færi mig smátt og smátt nær landi og hugsa nú um það eitt, að hafa sem bezta aðstöðu, þegar sú stóra stund kemur, að laxinn „fer á sprett“. — Ofan við mig er mikil og fremur lygn breiða, neðsti hlutinn af Höfðabreiðunni, en meðan við Höfðahylinn belj- * ar Laxá áfram í fossandi strengjum milli ótal hólma. Ég veit, að berist leikurinn þangað, er honum þegar í stað lokið. En laxinn heldur áfram upp ána, upp úr hylnum og fram á breiðuna, án þess að gera sér nokkrar glettur. Nú þykir mér mitt ráð vænkast. Ennþá hefur lónbúinn leg- ið djúpt í strengnum, og um það bil 40 yardar úti af hjól- inu. Þegar hann er kominn nokkuð fram á breiðuna og vatnið þar orðið lygnara, finn ég fljótt, að hanrf^tekur að ókyrrast. Hann fer að taka hina snöggu hliðarkippi, svo að ég held, að annað hvort muni stánda tæpt í honum, eða öllu heldur á beim. Loksins kemur spretturinn — öll yfirlínan — 100 yardar — úti, og laxinn rennir sér upp úr vatninu. Nú sé ég hve geysistór hann er, og veit, að ég hef aldrei fyrr sett í svo stóran fisk. Heimir stendur hjá mér og hrópar: „Minnst 30 pund“. Þessi einkennilega kennd milli kvíða og gleði gerir nú vart við sig, því að nú er ég þess fullviss, að von min um 30 punda lax getur rætzt, ef lánið er með mér. Ég lít á úrið mitt — klukk- an er 10,20 — og leikurinn er nú búinn að standa í 50 mín- útur. * Enn er ekkert lát að finna. Laxinn heldur áfram að stryka um breiðuna og rennir sér eins og hnísa upp úr I annað sinn. Svo stingur hann sér í djúpið og liggur þar hreyfingarlaus, drykklanga stund. Ég veð fram á breið- una, eins og ég get og stytti á línunni. Kristinn er nú kominn til mín, og sér hvað um er að vera. Mér finnst hann jafn fullur áhuga og ég: að leikn- um ljúki með mínum sigri. Nú er liðin 1 klukkustund og 10 mínútur frá því að laxinn tók, og þá kemur fyrir það eina í þessum leik, sem óhapp getur talizt, og sem ég hafði óttazt. 1 Laxinn fer af stað. Hann syndir fremur hægt í áttina til mín, upp úr djúpstrengn- um og inn á sandeyrina næst bakkanum. Hann fer sér hægt og nú eru ekki úti nema 8—10 yardar af línunni. Ég sé hann í nokkurra metra fjarlægð frá mér og get nú glöggt greint hvílíkur feikna fiskur þetta er. Hann er með gapandi gin- ið og loftbólurnar springa í vatnsborðinu yfir honum. — En þegar hann kennir grunns ins stingur hann sér aftur út í álinn og festist þá línan í hraunbrúninni. Mér verður að orði við Heimi: „Sýnd veiði — en ekki gefin“. Aftur veð ég eins langt fram í ána og ég framast get og reyni með lagi að losa lín- una. En allt kemur fyrir ekki. Heimir hleypur þá af stað frain að Knútsstöðum til að sækja bát þangað, ef ske kynni, að þá tækist að losa um lykkjuna, sem á línuna hefur komið. Þetta tekur um hálfa klukkustund, og ég veií, að nú er undir láninu einu komið, hvernig takast muni. Ég bíð hinn rólegasti, en reyni samt að losa. Þarna stend ég góða stund, sem mér fannst reyndar heil eilífð. En viti menn. Allt í einu er allt laust. Laxinn hefur sjálfur hjólpað til að losa sig. Hann kemur aftur upp á grunnið, og nú finn ég að minn tími er kominn til að ráða þessum leik. Kristinn er að landa laxi á Höfðabreiðunni skemmt ofan við mig, og ég kalla á hann mér til hjálpar. Ég ræð nú algerlega leikn- um, en brátt verð ég þess var, að svo mikill er laxinn fyrir sér, að ég muni ekki komast með hann upp að bakkanum, enda er nú Kristinn kominn og tekur um stirtlustæðið á laxinum þar sem hann liggur nokkra metra frá landi, en segir þá um leið og hann kem ur rogandi með hann í land: „Hvaða djöfulsins stirtlu- stæði er á kvikindinu' — og það var satt. Það fór nokkurn veginn saman, að ég nóði laxinum og Heimir kom með bátinn, og var ég þá búinn að hafa hann á önglinum í 111 mínútur. Enga vog höfðum við, en eftir tæpa klukkustund kom Sæmundur með „libsarann“. Laxinum var brugðið á vog- ina og fór þar saman þyngd og það, sem „libsarinn“ tók, 1 eða 40 lbs. Þettá er þá sanmlekiurinn um „stóra laxinn“, sem í sumra munnum er orðinn 40 pund eða jafnvel miklu meira. Veiðimenn sjá af frásögn- inni, að margur minni lax hef ur verið erfiðari á öngli en þessi. Minn stærsti veiðimanns- draumur hafði ræzt. Stærsti lax á spón. í júní 1946 fékk Kristinn Sveinsson 38 % punda lax á spón í Hvítá við Iðu. Er hann sennilega stærsti lax, sem dreginn hefur verið á stöng á íslandi. Segir hann svo fra veiðinni: Ég tók stöng mína og labb- aði út á Ásinn, sem við köll- um réttu nafni Netás, sem er gamalt heiti á staðnum. Áin var bakkafull og skoluð, eins og ég sagði áðan. Ég fór ekki í stígvél. Konan stóð við hlið mér, eins og vera ber. Ég kasta tvisvar út spæninum og ekkert skeður, en í þriðja kasti segi ég við konuna: „Nú fór í verra. Ég er fastur í botni, og þá er nú þe«si veiði- tilraunin búin“. En um leið og ég er að sleppa orðinu, finn ég hreyfingu og upp úr vatninu stekkur tröllslegt fer líki. „Guð hjálpi mér, hvíiíkt ferlíki", segi ég, en er annars ekki vanur að nota slíkar upp hrópanir við veiðar. Á þeirri stundu kom mér ekki til hug- Jakob Hafein meo' stærsta flugulaxinn. ar að ég mundi ná þessum laxi. En svo varð viðureignin ekkert söguleg. Það er næst- um ótrúlegt, hvað hún var viðburðalítil og stutt. Laxinn var kominn á land 20 mínút- um eftir að ég fór út úr hús- inu. En skýringin er sú, að önglarnir voru fastir í báðum skoltum og lokuðu munni hans. Konan fór í vöðlur, óð út og renndi höndunum undir laxinn, tók hann upp á arma sína í bókstaflegri merkingu og bar hann þannig á land. Lavinn var með lús og hef- ur líklega verið -þreyttur af göngu. Hann var veginn eftir hálfan annan sólarhring og var þá 38% pund. Lengd 115 cm. og ummál 70 cm. Ég hringdi til kunningja míns í sveitinni, bauð honum að sækja laxinn áður en við hjón in færum heim og bað hann að hafa með sér reizlu til þess að vigta hann. Ég vildi fá ör- Framh. á bls. 23 STAKSTEINáK Stækkum möskvann í fréttaauka í útvarpinu ný- lega var rætt við hinn kunna forvígismann í ísl. útgerð Elías Þorsteinsson, form. Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna. Þar kom fram tvennt, sem Var sér- staklega athyglisvert. í fyrsta lagi það, að illmögulegt er nú að selja kola og í öðru lagi að svo mikið af smáfiski kemur í dragnótina að það borgar sig tæp lega að vinna hann. Þetta bendir til þess að tími sé til þess kom- inn að íhuga hvort hér er ekki of langt gengið á þessu sviði, þessi veiði sé e. t. v. engum til gagns eða gróða eins og er, og til stór- skaða fyrir framtíðina. Þetta sé rányrkja sem hvorki borgar sig fyrir nútíð né farmtíð. Ræktunarbúskapur í öllum löndum þar sem land- búnaður er rekinn á menningar- legan hátt, er hann stundaður undir kjörorðinu: RÆKTUNAR- BÚSKAPUR, græðum landið, látum tvö strá vaxá þar sem áður var eitt. Þarf ekki sami hugsunarháttur að ríkja hjá þeim sem málum ráða á sviði sjávarútvegsins og við hann vinna? Það þarf að hafa það hug fast að það dregur enginn meira en Drottinn gefur og því aðeins eru viðskipti mannsins við nátt- úruna hagkvæm fyrir báða aðila, að maðurinn ræki skyldur sínar við hana svo sem samvizkan býður honum, og hann finnur að honum ber gagnvart framtiðinni. Að hanga saman — að starfa saman Einu sinni var ráðherra, sem átti bæði sæti í vinstri stjórn- inni og núverandi stjórn, spurð- ur að því hver væri aðalmunur- inn á þessum tveimur stjórnum. Eftir nokkra umhugsun svar- aði ráðherrann: Ég held að aðalmunurinn sé þessi: í vinstri stjórninni var HANGH) saman. Nú er STARF- AÐ saman. Enda þótt þetta sé ekki margorð lýsing á stjórnar- starfi, segir hún þó meira en löng ræða. Hin ógæfusamlegu vinnubrögð vinstri stjórnarinnar leyndu sér heldur ekki í stjórn- arfarinu. Stjórnin þorði aldrei að takast á við nokkurn vanda. Hún gat aldrei gengið hreint til nokkurs verks, hún lét allt, sem hægt var reka á reiðanum. Þess vegna liðaðist stjórnarskútan að lokum sundur eins og skipsflak í brimgaröi þegar skipstjúranum hefur verið bjargað í land ásamt skipshöfninni. Með valdatöku núv. stjórnar hausíið 1959 urðu mikil og giftu- rik þáttaskil í isl. stjórnmálum. Þá var skipt um verklag og vinnubrögð. Allir sem að stjórninni hafa staðið, hafa unn- ið að því heilshugar að hefja þjóðina úr því ófremdarástandi, sem vesaldómur vinstrimennsk- unnar hafði skapað. — Og mikið hefur áunnizt. En hitt er þó ekki siður mikils vert, að í kosning- unum bar þjóðin gæfu til að veita síjórninni tækifæri til i starfa áfram næstu 4 ár. — Eftir reynslunni s.l. 4 ár þarf ekki að 1 efa að þ»ð tækifæri verður vel notað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.