Morgunblaðið - 23.08.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.08.1963, Qupperneq 6
6 Mf*n'm"*lQLAÐIÐ Föstudagur 23. ágúst 1963 Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, flytur ávarp sitt. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). 7. landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga: Fjárhagslegt öryggi tryggir sjálf stæði sveitarfélaganna, segir fjármálaráðherra, Cunnar Thoroddsen IMýrrar lánastofnunar þörf er enginn kostur að rekja hana hér, þannig að gagni komi. Nið- urlagsorð formanns hljóðuðu svo: „í*egar litið er yfir þetta síð- asta kjörtímabil í sögu sambands- ins, er það engum efa bundið, að á því hefur sa'mbandið unnið sína stærstu sigra og fest sig í sessi svo að ekki verður um það deilt framar, að það á fulian rétt á sér og hefur þegar unnið sveitarfélögum landsins ómetan- legt gagn. Nefna má aðeins lög- in um hlutdeild sveitarfélaganna í söluskattinum, sem á s.l. ári gaf sveitarsjóðunum yfir 90 mill- jónir króna í tekjur, sveitarstjórn eru einnig vaxtarmerki og víkka sjóndeildarhring islenzkra sveit- arStjórnarmanna. Tímarit sambandsins má nú teljast komið á sæmilega ör- öruggan fjárhagsgrundvöll og þyrfti endilega að stækka til þess að geta sinnt hlutverki sínu enn betur. Gatnagerðarmálum kaupstaða og kauptúna hefur tekizt að beina inn á brautir, sem ætla má að þeim séu færar,, þó þar sé enn eftir að útvega fé — bæði lánsfé og fastar tekjur — til að standa undir_stórframkvæmdum á því sviði. En þar að verður unnið áfram. Augljóst er það, 7. LANDSÞING Sambands ísl. sveitarfélaga hófst í gær. Þingið er haldið á Hótel Sögu og stendur til laugardags. Þingið hófst á ellefta tíman- um í gærmorgun með því að for- maður sambandsins, Jónas Guð- mundsson, setti það og bauð gesti velkomna. Hann minntist látinna fulltrúa sambandsins, þeirra Er- lings Friðjónssonar á Akureyri, Eiríks Jónssonar í Vorsabæ og fvars Jasonarsonar á Vorsabæjar hóli. Vottuðu þingfulltrúar þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Formaður gat þess, að þetta væri fjölmennasta landisþing sambandsins. Sætu það 170 full trúar, 42 úr kaupstöðum og 128 úr hreppsfélögum. ★ í»á Lutti Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ávarp. Sagði hann samtökin hafa áunnið sér þann sess í þjóðfélaginu, að hvorki yrði fram hjá þeim gengið né án þeirra verið. Samstarf sveitar félaganna hefði styrkt. þau og gerj þau hæfari til að leysa úr vandamálum sínum, sameigin- legum og öðrum. Stuðla ætti að því, að fólkið 1 'fflmi. H§§ 't. * Jónas Guðmundsson, þingforseti og formaður Sambands ísl. sveit- arfélaga, í ræðustóli. sjálft á hverjum stað réði fram úr eigin málum. Borgarstjóri minnti á það, að árið 1940 hefði innan við helmingur landsmanna búið í kaupstöðum, en nú um 70%. Aðstæður hefðu því breytzt, en sér virtist samtökin hafa samlagað sig þeim. ★ Eftir að ný sveitarfélög, 58 talsins, höfðu verið tekin í sam- bandið, var gengið til kosninga í trúnaðarstöður á þinginu. For- seti þingsins var kosinn Jónas Guðmundsson, formaður sam bandsins, varaforseti frú Auður Auðuns, og ritarar Páll Björg- vinsson, Hvolhreppi, og Jóhann Hermannsson, Húsavík ★ Þegar kosið hafði verið í nefnd ir, flutti formaður skýrslu stjórn ar um starfsemi sambandsins fyrir árin 1959—1962. Var sú skýrsla mjög ýtarleg, svo að þess Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, flytur ávarp vinstri frú Auður Auðuns, varaforseti þingsins. sitt. Til arlöggjöfina nýju, ný sveitar- stjórnarkosningalög, lögreglu- mannalögin, lögin um tekju- stofna sveitarfélaganna o.m.fl., sem hér að framan er nefnt. Hið vaxandi samstarf okkar við sveit arstjórnarsamtök annarra þjóða og alþjóðastofnanir á þessu sviði Frá borði erlendra gesta á þinginu. að þeir, sem borið hafa hitann og þungann af þessu starfi sið- ustu fjögur ár, geti með góðri samvizku skilað af sér í hendur þeirra, sem við munu taka. Samband íslenzkra sveitarfé- laga er nú senn tuttugu ára gam- alt og framundan eru mörg og mikil verkefni, sem bíða þess. Við, gömlu sveitarstjórnarmenn- irnir, sem nú erum að kveðja og hverfa af sviðinu smátt og smátt, getum huggað okkur við að hafa með verki okkar í sambandinu langt okkar lið að góðu og þörfu málefni.1 Ávarp fjármálaráðherra. Þá flutti fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, ávarp. í upp hafi máls síns minnti hann á, að samkvæmt stjórnarskránni væri rétti sveitarfélaga skipað með Framh. á bls. 12 ^ Akureyri „Kæri Velvakandi. Mig langar til að senda þér nokkrar línur í von um að þær fái rúm í dálkum þínum við tækifæri. Fyrir nokkru dvaldist ég nokkra daga á Akureyri. Það er gaman að koma til þessa hreinlega og hlýja bæjar, sem hefir að nokkru á sér svip stór- borgarinnar. Það er enginn móðuharðindabragur í þeirri sveit! En ég ætla ekki að skrífa um bæinn, aðeins minnast ör- lítið á tjaldstæðið þar. Það var snjöll hugmynd hjá Akureyringum að gefa ferða- mönnum kost á að reisa tjöld sín þarna í miðjum bænum.' Staðurinn getur ekki verið á- kjósanlegri rétt við sundlaug- ina, þar sem ökuþreyttir menn geta skolað af sér ferðarykið. ♦ Létt af nauð Þetta tjaldstæði hefir líka létt mikilli nauð af Akureyring um. Þeir höfðu ekki orðið stund legan frið allt sumarið fyrir ættingjum, jafnt náskyldum sem fjarskyldum, vinum og þeirra vinum, sem knúðu dyra og báðu um að fá að „liggja inni‘ eina nótt. Ja, þær urðu nú oft tvær, eða þrjár, því að það var ævo margt að sjá og þægi- legt að hafa öruggan, fastan næt urstað. Það var hreinlega níðzt á gestrisni margra Akureyr- inga. En nú geta alflr tjaldað, búið þar, og heimsótt síðan kunningjana kvöldstund eða svo. ♦ Ónæði um nætur Eitt er þó að þessu tjald- stæði, slæmur galli, sem ég veit til, að fælir marga frá því. Lang þreyttir ferðalangar, oft með smábörn, hafa enga tryggingu fyrir því að fá svefnfrið. Þær nætur, sem ég dvaldist þarna, byrjuðu ósköpin um og upp úr miðnætti og héldust óslitið til kl. 4—5 um morguninn. Drukkn ir öskurapar óðu þarna um, eða höfðu uppi gleði i tjöldum sín- um. Verst var þó, þegar börnin vöknuðu skjálfandi af hræðslu við þennan djöfulgang. (Tekið skal fram að Akureyringar sjáif ir átti hér ekki hlut að mali, heldur tjaldgestir). + Gæzlumaður Nú er það tillaga mín, að gæzlumaður verði hafður á tjaldstæðinu yfir nóttina. Að sjálfsögðu gætu menn sótt lög- regluna, en enginn sími er við hendina og langur vegur á lög- reglustöðina. Skaðinn er líka skeður þá. Kostnaðinn við gæzlustörfin mætti greiða með lágu gjaldi, sem greitt yrði fyr ir hvert tjaldstæði. Ef þessu heldur áfram, kem- ur mér ekki á óvart, þótt fleiri og fleiri Akureyringar fái upphringingu á næstu árum: — „Heyrðu, kæri vinur, ég kem með fjölskylduna til Akureyr- ar annað kvöld. Get ég ekki fengið að liggja inni hjá þér, maður fær engan svefnfrið á þessu annars ágæta tjaldstæði ykkar“, — Ferðalangur",

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.