Morgunblaðið - 23.08.1963, Side 10

Morgunblaðið - 23.08.1963, Side 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 23. ágúst 1963 í»ESSA fallegu mynd tók Sig urgeir Jónasson í Vestmanna- eyjahöfn helgidag einn í góðu veðri í sumar. Bjarni Helga- son, verkstjóri, stóð þar á ytri hafnargarðinum með stöngina sína og var að sefa sig að kasta, því þó hvorki veiðist lax né silungur í Eyjum, þá bregða Vestmannaeyingar sér í laxveiðiárnar uppi á landi í sumarleyfinu. Annars dró Bjarni fiskinn gráðugt, enda kastar hann langt, og fékk faiegan smáufsa. í baksýn sjást Bjarnarey og Yztiklettur og úti í höfninni eru danskir sjómenn á báti að draga sandkola í matinn. Myndarleg félagsheimili hafa á undanförnum árum ris- 'ið upp í sveitum og þorpum landsins. Á Hvammstanga er nú að risa af grunm félags- heimili. Eiga landsmenn vafa laust eftir að heyra auglýst- ar í útvarpinu samkomur þar í framtíðinni. Og hér er eitt af veiðihús- unum, Tjarnarbrekka hjá Lækjarmóti við Víðidalsá, þar sem laxveiðimenn hafa látið fara vel um sig í veiðiferðum í sumar. Þar ér rúm fyrir 20 ■■ . ' /. f Jónatan Guðjónsson ber út verzlun Ara Björnssonár, Morgunblaðið á Egilsstöðum. frétamanns og afgreiðslustjóra Hér stendur hann fyrir utan Morgunblaðsins á staðnum. Einn af fréttamönnum blaðs ins tók þær myndir sem hér fara á eftir á ferðalagi um landið fyrir skömu. Hér að ofan er mynd frá höfninni á Norðfirði. Er þar verið að reka niður stálþil til að gera bátahöfn, en hún verð- ur áfangi í stærri framtíðar- höfn í Norðfirði. Hefur verið unnið miki^ við höfnina í 'sumar. Á flestum býlum, þar sem fjölbýli er, eru jhfnmörg íbúð arhús og ábúendur. Þarna, á Hrafnabjörgum i Jökulsár- hlíð, er stórt og myndarlegt íbúðarhús í byggingu, sem tveir bændur eru að reisa og ætla að búa sinn á hvorri hæð inni. Þeir heita Guðmundur Björnsson og Ragnar Jónas- son. Það er tilbreyting að sjá svona íbúðarbyggingu í sveit. Á Hrafnabjörgum er annars fjórbýli og er nú búið í þrem- ur eldri íbúðarhúsum. Þetta er mikil jörð og búið að gera mikið fyrir hana. í sumar var borað með góð um árangri eftir heitu vatni í Námaskarði, en heitt vatn er mjög mikilvægt þar, með tilliti til hugsanlegrar kísil- gúrvinnslu úr Mývatni. Þessi mynd er úr Námaskarði. utan af landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.