Morgunblaðið - 23.08.1963, Side 11

Morgunblaðið - 23.08.1963, Side 11
Föstudagur 23. ágúst 1963 MORGUNBLADID T1 Hermundur Þórðarson sextugur 1 STRAUMNI lífsins liggja vegir margra manna til ýmissa átta, J>ó alltaf séu undantekningar að <dvalið sé á sama stað um alla «evi. Enn annað er það, sem Bengur jafnara yfir vor mann- anna börn, að tímabilið heldur eífellt áfram, klukkan tifar og elær, tímamót renna upp, við er etaldrað og manna er getið. Það er nú svo að maður áttar eig varla á þvi, hvað aldur eumra sé orðinn, þetta eða ann- «ð einkum þeir sem hafa mettað 4if sitt þeim einingum mann- kosta, er halda sálarlifi sínu hreinu og likamanum léttum og blása í brjóst samborgara sinna, "drenglynda framkomu og varma mannúðar. Þessi orð komu mér í hug þegar éig fékk það staðfest, «ð vinur minn Hermundur Þórð- erson, starfsmaður hjá bæjar- verkfræðing Hafnarfjarðarkaup- etaðar varð sextugur 12. ágúst sl., þegar þess er gætt hve létt- tir hann er á velli. Hann er fæddur 12. ágúst 1903 é Hóli i Staðarsveit á Snæfells- *fcsi, en þar bar bjugigu foreldrar hans, Herdís Jónsdóttir og Þórð- ur Bjarnason. — Hermundur missti móður sína þegar hann var á öðru ári en faðir hans bjó þó áfram með börnum sinum. Þegar Hermundur var 3ja ára gamall, fór hann i fóstur til föð- Ursystur sinnar í Hafnarfirði, Kristínar Bjarnadóttur og manns hennar Sigurðar Magnússonar, f>au sæmdarhjón gengu Her- mundi í foreldra stað, sem hann unni heitt á meðan þeirra naut við. í 57 ár hefur hann gengið um hafnfirzka byggð, sem r eitt fegursta bæjarstæði landsins. Við hinn lygna fjörð hefur lifsskóli Hermundar verið og hann unnið við margvísleg störf, svo sem við þann gula framan af aevinnL á bílaverkstæði i 16 ár og síðustu étta árin á vegum bæjarverkfræð Sngs kaupstaðarins, eins og áður getur. Hvarvetna hefur hann Verið hinn trúverðugi starfs- maður húsbænda sinna, leyst þau Verk sem honum háfa verið falin, prýðilega af hendi. Yfir lítið varstu settur, en yrir •neira mun ég setja þig, þú sam- vizkusami þjónn. Á yngri árum lineigðist hugur hans allmikið eð harmonikuleik, og var hann á sínum tima kunnur harmoniku- leikari og lék á dansleikum um f>ær mundir, sem stóðu ekki skemur en fram yfir dagmál. í>að var ekki minna fjör í unga fólk- inu í þátíð, en nú. f>á stundaði hann tafl um ára raðir. Her- tnundur er maður ávallt síglað- Wr í daglegri umgengni og tamið »ér hóflega geðprýðií sem vinnur menn til samfundar og sam- ræðna um landsins mál og nauð- synjar, sem hann meitlar oft svo lagurlega af orðsins snilld og Viturlegri forspá. A æskuárum Sinum eignaðist hann þá völu gæfunnar að vera bindindismað- «r, er skapar birtu og hamingju i mannlífinu. Hefur hann af Jpeim sökum getað miðlað öðrum «f þekkingu sinni oig reynslu með fögru fordaemi að iðka þá hugsjón, sem reglan er og verð- tir iýrmætur auður öllum mönn- Um til handa. Fyrstu kynni mín Við Hermund voru fyrir 26 árum, en þá var hann meðlimur í stúk- unni Daníelsher í HafnarfirðL 1 þeim félagsskap var hann *em grein á alþjóöastofni góð- templara, sem aldrei þarf að breyta lögbók sinni þó tímarmr breytist og mennirnir með. Var hann mikill félagsmaður sér- lega lipur og hugmyndaríkur á «llt það, sem gaf félagsskapn- •um meira af hinu lífræna og skapaði grósku og fjör í kring- um sig, enda gæddur mikilli mælskusnilld, og flutti frum- samdar ræður. Er hann ágætur stilisti og prýðilegur hagyrðing- ur. Ég sem þessar línur skrifa var þá um tvítugt og hreyfst mjög af andriki hans. Hermundur vann ríkulega að ýmsum nýung- um innan reglunnar, sem var til þess að hún starfaði á víðari grundvelli, og vil ég í því sam- bandi geta þess að hann var einn af þeim hvatamönnum, að stúk- MOMCCÖÖ-úol an Daníelsher tæki inn í starf- semi sína að halda eina skemmt- un á ári. Var þá öllum gamal- mennum kaupstaðarins boðið til fagnaðar. sem hefur verið gert um 30 ára skeið af mikill rausn og sóma. Þannig hugsaði Her- mundur til gamla fólksins þegar hann sjálfur stóð á hátindi jrosk ans á blómaskeiði lífsins. Hann 'hefur átt mikið af góðum sam- fylgdarmönnum í bænum sínum Hafnarfirði, og er hinn mætasti borgari. Hermundur er kvæntur Sól- veigu Sigurjónsdóttur fædda í Hafnarfirði. Hafa þau búið far- sælu og hljóðu hjónabandi í 30 ár og eignast fjóra syni (einn 'þeirra látinn), en þeir sem eftir lifa eru mestu dugnaðarmenn. Að svo mæltu sendi ég Her- mundi mínar beztu hamingju- óskir við sólarupprás afmælis- dagsins og veit að ég mæli fyrir munn margra Hafnfirðinga. Guðmundur Guðmundur Guðgeirsson. VBÍLASALAFhg 15-0-1% Chevrolet ’56 4ra dyra, 6 cyl. sjálfsk. einkabíll, innfl. 1960, glæsilegur. Volkswagen ’61, útb. kr. 70 þús. Volkswagen ’63, útb. kr. 70 þús. Opel Rekord ’59. Hagstætt verð. Stórkostlegt úrval af vöru- bilum — jeppum og fólks- bílum. niFSM 11 Simar 15-0-14 og 19-lh-l Vilhjálmur Gub mundsson frá Skáholti VILHJÁLMUR frá Skáholti var skáld dýrra orða. Ljóð hans eru sönn lýsing á friðlausum manni sem í staðinn fyrir að una glaður við blóm og söng er knúinn áfram af dularfullu afli — út á þann veg sem er varðaður geig og hulinn kolsvörtu myrkri. Hann óttaðist sjálfur dauðann og hugsaði mikið um hann. Hann er eitt af þeim fáu íslenzku skáldum sem bauð þessum kon- ungi lífsins heim í kvæði: „Dauði sæktu mig heim: Ég vil sofna við brjóst þitt í kveld.“ Hann orti einnig stutt íjóð sem heitir Nótt: Ó, Nótt! Mér kær, hve notalegt það er, er niðamyrkrið þétta skýlir mér, því ég á ekkert- enginn vill mig sjá* auðnulaus ég reika til og frá. Þú, svarta nótt ert helgust hjarta minu. Ég halla mér að dökku brjósti þinu. Sorgin er fylginautur Vil- hjálms um heima ljóðsins. „Allt er þetta hjóm“ „Er nokkuð unn- ið við það að vera maður?“ Álíka setningar eru tíðar í bók- um hans, fánýtisboðskapur þeirra er í ætt við bölsýnisóði Steins En þótt Vilhjálmur hafi mótast á erfiðum tímum þá er hann framar öðru skáld innri átaka. Fá ljóða hans eru beint framlag til stéttabaráttu. Það er að vísu keimur af ádeilu í einstaka kvæði, en oftast er það hjartað sem orðið hefur. Og þá má ekki gleyma því að hann var skáid ástarinnar: „Það vex eitt blóm á bak við húsið mitt í björtum reit á milli grárra veggja“ segir hann í ljóðinu Við tvö og b'.ómið. En sem fyrr er treginn í för með honum þegar hann minnist lið- inna ásta. Fuglinn flýgur á brott og hann situr einn eftir með harm sinn: „Og þá var sælt að syndga Og vera til, en svo kom þessi djúpi, myrki hylur." í innsta eðli sinu var Vilhjálm- ur glatt og æðrulaust glæsi- menni sem vakti athygli hvar sem hann fór. Hann gladdist ef hann heyrði fagurlega sungið og það komu tár í augu karlmenn- isins undir lestri snjallra ljóða. Fátt var honum meira ánægju- efni en geðþekk lög vina hans Sigfúsar Halldórssonar og Skúla Halldórssonar sem þeir sömdu við kvæði hans. Vilhjálmur var góður vinur ungra skálda ng bar föðurlega umhyggju fyrir þeim. Hann setti á stofn dálitla verzlun í Mið- ibænum. Þarna var um tima ann- að heimili margra skálda og lista- mnna Og ýmsir góðborgarar gátu ekki stillt sig um að líta þar inn. Það var gott að hlusta á sér- kennilegar orðræður Vilhjálms, og láta hugann reika innan um blóm, bækur og fugla. Beztu stundir sínar held ég að Vilhjálmur hafi átt þegar hann sat einn í herberginu sínu «g orti sér til hugarhægðir. Þá vann hann eins og fleiri skáld sigur á tómleikanum, honum opnuðust ókunnir heimar í ein- verunni með myndum sinum, bókum og minningum. 1 þessu litla inndæla herbergi sem var hluti af honum sjálfum, heyrði ég hann lesa fyrsta kaflann úr óprentaðri skáldsögu sem var byggð á nánum kynnum hans af utangarðsmönnum þjóðfélagsins. Hann las hægt en ákveðið og það var eins og hann leitaði sannleikans á síðunum; Af sömu einlægni og hljóðláta krafti las hann ljóð sín, meðal annars hið eftirminnilega, berorða Ijóð um sig o, Krist. Vilhjálmur lézt í fæðingarbæ sinum Reykjavík 2. ágúst síðast- liðinn 55 ára að aldri. * Jóhann Hjálmarsson. Pravda kvartar um grænmetisskort Moskvu, 19. ágúst — (NTB) PRAVDA, málgagn Sovét- stjórnarinnar kvartar í dag í ritstjórnargrein undan græn- metis- og kartöfluskorti I Moskvu og öðrum stórborg- um í Sovétríkjunum. For- dæmir blaðið sleifarlag, sem ríki á innkaupum og dreif- ingu þessara vara. Bendir blaðið á, að 12. ágúst hafi vantað tæp 100 tonn til þess að grænmetis- og kartöflu- flutningur til Leningrad og Moskvu væri samkvæmt áætlun stjórnarinnar. Pravda gagnrýnir harðlega hve dreifingu þessara matvælateg- unda sé ábótavant og hve kar- töflur og grænmeti, sem neyt- endur fái, sé í lágum gæðaflokki. Kennir blaðið þetta ónógu eftir- liti. Bendir blaðið á, að lestir, sem flytja vörurnar til borganna, hafi allt of langa viðdvöl á ýms- um járnbrautarstöðvum og þær séu affermdar með mannafli í stað þess að nota vélar. Einnig segir blaðið, að birgðastöðvar, sem reisa hafi átt í Kazakstan og Uzbekistan í vetur, séu enn ekki til nema á teikningum. Félagslíi Farfuglar — Ferðafólk Um helgina í Landmanna- laugar. Skrifstofan opin í kvöld xrá 8.30—10. Sími 15937. — Rýmingarsala — Alvir svcfnsófar seljast með 1500,- kr. afslætti frá kr. 1950,- sófinn. Ullar- áklæði — Pluss — Nylon. Sófaverkstæðið Grettisg. 69. Sími 2067« lil sölu Ijósmyndavörur vegna sérstakra aðstæðna með al annars: Solar 6x9 cm stækkari og Speed Graphic ljósmyndavél o. fl. á sann- gjörnu verði. Uppl. í sima 11321. PREINiTARAR Viljum ráða vélsetjara nJ þegar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.