Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 12
12 MOO*"»"»'40/Ð Fö'studagur 23. ágúst 1963 tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Kitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. • tltbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að&lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakio. FELAGSLEGT ÖRYGGI Á NORÐURLÖNDUM fjm allan hinn frjálsa heim V eru þjóðir Norðurland- anna frægar fyrir það að hafa komið á hjá sér félagslegu ör- yggi í ríkari mæli en tíðkast annars staðar í heiminum. Þessi staðreynd hefir orðið þess valdandi, að mikill hluti heimsins lítur upp til hinna litlu norrænu þjóða og telur þjóðfélög þeirra til fyr- irmyndar. Þetta er ástæða til þess að rifja upp nú, þegar nokkrir félagsmálaráðherrar halda fund með sér hér á íslandi. Á þessum fundi eru rædd ýmis atriði tryggingarmála, svo sem trygging tekna ein- staklinga, meðan á veikindum stendur, hvenær borgarár öðlist rétt til ellilífeyris, nám- skeið til verkþjálfunar og vandamál varðandi heimilis- aðstoð og íbúðarmál aldraðs fólks. íslendingar fagna því að hinir norrænu félagsmálaráð- herrar skuli að þessu sinni halda fund sinn á íslandi. Við höfum síðustu árin stigið stærri skref en nokkru sinni áður til eflingar lýðhjálp og almannatryggingum í landi okkar. En það er ekki nóg að setja löggjöf um fullkomnar og víð tækar almannatryggingar. Mestu máli skiptir að hínn efnahagslegi gruridvöllur þjóðfélagsins, sem á að rísa undir tryggingunum, sé traustur og öruggur. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn, sem átt hafa ríkan þátt í efl- ingu tryggingakerfisins hér á landi, jafnan lagt mikla á- herzlu á það að bjargræðis- vegir þjóðarinnar yrðu að vera reknar á heilbrigðum grundvelli til þess að hinn fjárhagslegi grundvöllur fé- lagslegs öryggis væri tryggð- ur. Þetta verður jafnan að hafa í huga, þegar unnið er að auknu félagslegu öryggi. Hyrningarsteinn þess hlýtur á öllum tímum að vera blóm- legt athafnalíf, mikil fram- leiðsla. og jafnvægi í efna- hagslífinu. Atvinnuvegir, sem reknir eru með halla, verð- bólguástand og jafnvægis- leysi í peningamálum, hlýtur að grafa undan hinu félags- lega öryggi. Slíkt ástand bitnar ekki að- eins á þeim, sem við fram- leiðslu og bjargræðisvegina vinna, heldur á þjóðinni allri. Norræn samvinna hefur fengið miklu áorkað á sviði félagsmála. Hinar norrænu þjóðir hafa tekið höndum saman um að- tryggja borg- urum hver annarar gagn- kvæm bótaréttindi til ómet- anlegs hagræðis og öryggis fyrir fólkið. Þessi norræna samvinna mun halda áfram og verða víðtækari og nytsam ari með hverju árinu sem líð- ur. Norræni félagsmálaráð- herrafundurinn, sem haldinn hefur verið hér á íslandi und- anfarna daga mun vafalaust stíga ný skref, sem munu eiga sinn þátt í eflingu félagslegs öryggis á Norðurlöndum í framtíðinni. UNDARLEGUR HRÁSKINNA- LEIKUR l^ramsóknarflokkurinn leik- ur undarlegan hráskinna- leik í afstöðu sinni til Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins. Hann "hefur tekið þátt í að samþykkja aðild íslands að varnarbandalagi lýðræðis- þjóðanna og ber fulla ábyrgð á varnarliði bandalagsins, sem dvelur hér á landi. Þrátt fyrir þetta hefur Framsókn- arflokkurinn látið kommún- ista tæla sig til þess að sam- þykkja tillögu á Alþingi, þar sem því var lýst yfir, að varn- arliðið skyldi rekið burtu og ísland gert varnarlaust. Þeg- ar Framsóknarflokkurinn hafði myndað hina svoköll- uðu vinstri stjórn var þetta fyrirheit að vísu svikið og síðan samið um áframhald- andi dvöl varnarliðsins á ís- landi um ótiltekinn tíma. Síðan þetta gerðist hefur málgagn Framsóknarflokks- ins, Tíminn, oft og einatt haft uppi árásir á þá stefnu í utan- ríkis- og varnarmálum, sem Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í að móta með öðr- um lýðræðisflokkum lands- ins. Hver er tilgangur Fram- sóknarmanna með slíkum hráskinnaleik? Um hann þarf ekki að fara í neinar grafgötur. Fram- sóknarmenn eru stöðugt á hlaupum eftir atkvæðum þjóðvarnarmanna og þeirra kommúnista, sem orðnir eru þreyttir á Moskvudekri „Sam einingarflokks alþýðu" og „Alþýðubandalagsins." Það þarf að slá ryki í augu þessa fólks og láta það halda að í raun og veru sé Framsókn- arflokkurinn andvígur NATO og varnarsamvinnu íslend- inga í óryggismálum. ^ÍjL,r^^ UTAN (IR HEIMI Er hvalveiðiævin- týri Noregs lokið ? í FYRRA fékk Anders Jahre, aðaleigandi hvalveiðafélaigsins „Kosmos" leyfi til að selja eitt móðurskip félagsins til Japan. Og núna í sumar sótti annar hvalakóngur í Sandefjord, Thor Dahl, um leyfi stjórnarinnar til þess að selja móðurskipið „Thors hövdi" — líka til Japan. Ríkis- stjórnin neitaði um leyfið >g rökstuddi neitun sína með því, að horfur væru nú betri er. áður á söluverði fyrir hvalafurðir, Og að líkur yrðu til þess, að hval- stofninum yrði ekki misþyrmt á komandi árum. með þvi að sam- komulag veiðiþjóðanna hefði náðst um að veiða ekki nema 10.000 „bláhvalseiningar" í ár, í stað þess að 15.000 voru leyfðar í fyrra. (En þá veiddust ekki nema 11.000, og er það, samfara lágu verði á hvalslýsi, ástæða til þess að norsku hvalafélögin hafa tapað á útgerðinni síðastliðna vertíð, og vilja því fremur gera út tankskip en hvalveiðaleið- angra). Þegar bezt gekk að rányrkja hvalastofninn í Suðurhöfum gerðu Norðmenii út nær helm- ing alls hvalaflotans og Bretar nær annað eins (en á mörgum þeirra voru skipshafnir og skytt- ur aðallega Norðmenn, því að þeir voru tvímælalaust beztu hvalfangarar í heimi). Græddu þá norsku bvalafélögin of fjár, einmitt á þefm árum sem aðrar atvinnugreinar áttu erfitt upp- dráttar. Þrátt fyrir erfiðleika síðustu ára eru hlutabréf norsku hvalveiðifélaganna skráð hærra en nokkur önnur. Það voru framtakssamir Norð menn, sem með hvalskutul Svens Föyn að vopni gerðust forustu- menn í hvalveiðum þessarar ald- ar. Skömmu fyrir 1980 hófu sem gátu unnið úr hvalnum um þeir veiðar frá móðurskipum, — 7. landsþlng Framh. af bls. 6 lögum. Sjálfsforræði þeirra og sjálfstæði væri hvarvetna ófrá- víkjanlegur þáttur í lýðræðis- legu þjóðfélagi. Hyrningarsteinn sjálfstæðis sveitarfélaganna væri sjálfsforræði þeirra í fjármálum, og til þess hlytu þau að njóta aðstoðar ríkLsvaldsins. Vegna þess, hve hið fjárhags- lega sjálfstæði væri sveitarfélög- Öll er þessi framkoma leið- toga Framsóknarflokksins og málgagns hans hin auðvirði- legasta. Óhætt er að fullyrða, að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Framsóknarflokks- ins sé fylgjandi varnarmála- samvinnu íslendinga við hin- ar vestrænu lýðræðisþjóðir. Engu að síður heldur Tím- inn hráskinnaleik sínum á- fram, nú síðast í sambandi við auknar birgðageymslur Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði. Þar kemur að vísu einnig til greina ótti Tímans við að eitt af dótturfyrirtækj- um SÍS missi spón úr aski sínum. Nú er það þverrandi olíugróði SÍS, sem á sinn þátt í því að gera stefnu Framsóknarflokksins í örygg ismálum ennþá óábyrgari og heimskulegri en áður! borð, og urðu þannig óháðir stöðvumi á landi, þó enn séu nokkrar reknar, svo sem í Suð- ur-Georgíueyjum. Kn smámsam- an fóru aðrar þjóðir að ásælast hvalinn, m. a. Hollendingar og Þjóðverjar, en eftir síðari styrj- öldina hafa það einkum 'verið Japanar, sem hafa aukið þessa útgerð, svo að undanfarin ár hefur stofninn gengið svo saman, að ekki verður um nein uppgrip að ræða, heldur blasir við ger- eyðing stofnsins. Thor Dahl í Sandefjord, reynd asti hvalútgerðarmaður Noregs segir, að ekki veiti af að miða veiðileyfin við 4.000 eða minna Ihvaleiningar, ef stofninn eigi a3 rétta við. Hann segir að bezt sé a4ð láta Suðuríshafshvalinn al- iveg í friði um sinn, og te.lur að Norðmenn megi ekki hugsa til þess að gera sér atvinnu úr iveiðunum. En samt ætlar hann að „gera út á hval" á komandi vetri. ÞaS verða fjögur móðurskip, sem veiða í vetur, þar af tvö frá hon um og eitt frá „Kosmos". Hafa Norðmenn þannig rétt til að veiða samtals 2.800 blá'hvalsein- ingar eða rúman fjórðung aÆ þvl sem leyft er. En norsku útgerð,- arfélögin telja mikla tvísýnu á, að svo mikið aflist. Og veiði undir 500 einingum á móður- skip gefur tap. Nema hjá Jap- önum, því að þeir hafa ódýrari vinnukraft. George Bidault, fyrrv. forsætisráðherra Frakklands og frú hiUiist í Rio d« Janeiro eftir fimmtán mánaffa aðskilnað, og heilsast innilega, eins og sézt á meðfylgjandi mynd. Bidault hefur dvalizt í Brazilíu síðan í apríl, eins og kunnugt er af fréttum, en hún skrapp þangað um miðjan ágúst. Bidault segir þó, að koma frúarinnar til Brazilíu þýð'i ekki, að hann hafi ákveðið að setjast þar að fyrir fullt og allt, en neitar að gefa nokkrar frekari upplýsingar um framtíðaráform sín. unum mikilsvert, væri ekki ó- eðlilegt, að þau mál hefðu helzt verið rædd á landsþingum sam- bandsins, hvernig fjárhagslegu öryggi þeirra væri bezt borgið. Þær kæmu til tvö meginatriði: tekjustofnamálin og lánamálin. Um hið fyrra væri það. að segja, að æ fleiri fjárfrekum skyldum hefði verið hlaðið á sveitarfélögin, án þess að þau hefðu aðra tekjustofna en út- svörin. Úr þessu hefði að nokkru verið bætt með lögum um tekju- stofna útsvara 1060 og 1962. Þá hefði í fyrsta lagi verið komið á samræmingu útsvara um land al'lt og í öðru lagi komið á fleiri tekju stofnum. Minnti ráðherrann í því sambandi á söluskatt, tolla, að- stöðugjald, fasteignagjöld og landsútsvar. Hitt meginatriðið væri lána- málin Því miður hefði lítið á- unnizt í þeim málum, en spor hefði það verið í rétta átt, þegar lögin um bjargráðasjóð voru sett fyrir tveimur árum. Hér væri eitt höfuðverkefni Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, því að sjálfsforræði einstakra sveitar félaga væri ekki að öllu tryggt, fyrr en þessum málum hefði ver- ið komið á öruggan grundvöli. Engin lónastofnun væri hér til, sem hefði því sérstaka hlutverki að gegna að leysa úr lánavanda- málum sveitarfélaga, nema þá helzt bjargráðasjóður. Hér væru lánastofnanir, sem styddu ein- staka atvinnuvegi, en engin þeirra teldi sig þurfa að leysa vanda sveitarfélaga framar öðru. Sveitarfélög þyrftu á tvenn* konar lánum að halda: rekstrar- lánum og f járfestingarlánum. Hin fyrri væru ekki í góðu lagi; um þau skorti bæði skipulag, sam- ræmi og öryggi. Lán til fjárfest- ingar, stofnlán, væru öllum sveit ar- og bæjarfélögum mjög nauð- synleg, ef þau ættu að geta sinnt brýnustu þörfum fólksins. Sem dæmi mætti nefna lán til gatna- og ræsagerðar, hafnarfram kvæmda, skóla- og sjúkrahús- bygginga, barnavallagerðar, barnaheimilasmíða, vatnsveitna o.s.frv. Á síðustu fulltrúaráðstefnu eða fulltrúaráðsþingi Sanxbands ís- lenzkra sveitarfélaga var rætt um þann möguleika að stofna sér stakan sveitarfélagsbanka. Gunnar Thoroddsen taidi hugs anlegt, að núverandj lánastofn- anir gætu leyst vanda sveitarfé- laganna, hvað snerti rekstrarlán, þótt hann hefði litla trú á því, en hvað stofnlán varðaði, þá væri enginn vafi á því, að til þess þyrfti sérstaka lánastofnun. Til greina kæmi að stofna sveitarfélagabanka, sem veitti bæði rekstrar- og stofnlán. Hugs anlegt væri og að koma nýrri lánastofnun á fót, sem einhverj- um hinna núverandi banka yrði falin á hendur. Við síðarnefnda fyrirkomulagið sparaðist stofn- kostnaður nýs banka og einihver rekstrarkostnaður. Hvað sem því liði, væri óhjá- kvæmilegt að afla mikils fjár handa ¦sveitarfélógunum á næstu Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.