Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ VBstudagur 23. ágúst 1363 Ásbjörn Úlafsson stórkaupm&ður — Sextugur SUMUM mönnum tekst að verða smiðir örlaga sinna þann- ig, að saga verður af. Þegar þeir eru komnir á efri ár, er nafn þeirra búið að fá sterkan hljóm, gefur hugmynd um ákveðinn persónuleika með sínu sérstaka marki, er orðið að tákni. Margir vildu svo lifað hafa og náð þess- ari stöðu í yitund samferðamann- anna — en tekst ekki. Það er oftast af því að þeir eru aðeins fjölritað eintak af meðallagi þess vits og þess vilja og þeirr- ar skapandi ímyndunar, sem okk ur almennt hlotnast. Af hinum er oftast nær aðeins til eitt ein- tak í sinni kynslóð. Asbjörn Ólafsson stórkaup- maður, sem nú er sextug- Af heilum hug þakka ég öllum skyldum, tengdum og vandalausum, er færðu mér gjafir og blóm og sendu mér heillaskeyti á afmælisdaginn 8. ágúst og svo öll hlýju handtökin og vinahótin sem stöðugt mæta mér. Allt þetta er tákn þess góða. — Guð blessi ykkur öll. Sigríður SigurSardóttir, Akranesi. Hjartanlega þakka ég börnum mínum, vinum og ætt- ingjum, sem heiðruðu mig og glöddu á 90 ára afmæli mínu með gjöfum og skeytum. Sérstaklega þakka ég þá hugulsemi og rausn að bjóða mér í ferðalag til Veiði- vatna. Það verða mér ógleymanlegar stundir, sem ég átti þar á gömlum, kærum slóðum í glöðum vinahópi. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Jón Þorsteinsson, Holtsmúl; Kærar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd og virðingu á sjötugs afmæli mínu. Lifið heil. Sigurlás ÞorleifsSon, Reynisstað, Vestmannaeyjum. Beztu þakkir fyrir góðar gjafir og kveðjur á sextugs- afmæli mínu 16. þ.m. Þorgerður Vilhjálmsdóttir, Múla, Vestmannaeyjum. flfið Litla dóttir okkar KRISTBtÍN andaðist 19. þ. m. — Jarðarförin hefur farið fram. Kolbrún Kristjánsdóttir, Valdimar Ásgeirsson, Karlagötu 6. m Móðir okkar AMALÍA RÖGNVALDSDÓTTIR frá Uppsölum verður jarðsett frá ísafjarðarkirkju laugardaginu 24. ágúst og hefst athöfnin með húskveðju frá heimili dótt- ur hennar að Túngötu 5, kl. 11 f.h. F. h. okkar systkinanna og annarra vandamanna. Hrefna Samúelsd. Tynes. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför ÞORVARÐAR H. GUDJÓNSSONAR Brekkustíg 5. Halldóra Guðjónsdóttir, og börn. Innilegar þakkir færum við öllum okkar sveitung- um — ættingjum og vinum, nær og f jær, er sýndu okkur samúð og margvíslega hjálp og aðstoð, við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar ÍVARS KR. JASONARSONAR Vorsabæjarhól, sem lézí í Landakotsspítala 30. júlí sL Guð blessi ykkur ölL Guðmunda Jónsdóttir og börn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR ÓLAFSSONAR frá Mjóanesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. ur í dag, er einn þess- ara sráafáu einstaklinga. Það er í sjálfu sér enginn við- burður að Asbjörn verði sextug- ur, og einhverntíma verður hann allur. En maðurinn Ásbjörn Ólafs son er sjálfur viðburður og hef- ur eiginlega alltaf verið það allt frá því, er hann fór að spíg- spora stuttstígur, hnellinn og kvikur á götunni fyrir framan æskuheimili sitt á Grettisgötu 26, og til þess er hann situr nú sem örn í hreiðri sínu í kastalanum á Grettisgötu 2. Það er ekki larngur spölur þar á milli, enda hefur Ásbjörn gert marga útúrdúra og langa um lönd og höf á þeirri leið. En ferðasnið Ásbjarnar hefur alltaf verið með sama hætti. Það fór alltaf eitthvað að snúast og hreyf ast og gerast, þar sem hann fór. Hann sneri strákaþvögunni á Grettisgötunni í kringum sig eins og skopparakringlu, þegar hann var dálítill patti, og það var mikið um kæti, ærsl og uppá- finningar og ekki lögð guðs- blessun yfir þær allar af eldri kynslóðinni. Gömluim og ráðsett- um borguruim, sem áttu leiki sína með þessari sveit, vöknar enn um augu af hrifningu, er þeir minnast þessara daga. Þeir voru óviðjafnanlegir og ekki sízt, Ásbjörn, foringinn. Var hann svona skemmtilegur? spurði ég einu sinni harðdug- legan alvörumann, sem verið hafði í hirð Ásbjarnar 10 ára gam all. Vertu blessaður! Ég er nú hræJdur um það! Þú getur ekki ímyndað þér, hvað honum gat dottið í hug — og hvað hann þorði að gera. Og sveik aldrei. Aðdáunin leyndi sér ekki og varminn í röddinni sagði til um hugarþelið. Hér má bæta við sérkennandi drætti í persónugerð Ásbjarnar Ólafssonar. Öllum sem orðið hafa félagar eða góðkunningjar As- bjarnar Ólafssonar þykir vænt um hann þaðan af. Það er kallað að hafa mannheill. Ásbjörn hefur átt marga vini, og valið þá mjög að eigin vild — en engum týnt í leiðinni. • Asbjörn Ólafsson stórkaupmað- ur í Reykjavík er fæddur í Kefla vík 23. ágúst 1903. Foreldrar hans voru Ólafur Asbjörnsson, þá verz" anarmaður í Keflavík og kona hans Vigdís Ketilsdóttir út- vegsbónda í Kotvogi í Höfnum, K iilssonar, er mikill var rausn- armaður og atorku og þeir feðg- ar í Kotvogi, Ketill Jónsson, faðir hans. Ólafur Asbjörnsson, er síð- ai gerðist kaupmaður í Reykja- vík var sonur Asbjörns útvegs- bónda og hreppstjóra í Innri Njarðvík, Ólafssonar útvegs- bonda í Innri Njarðvík og verzlun arstjóra í Keflavík. Asbjörn eldri var bróðir Egils, föður Svein- bjarnar skálds og rektors. Eru þetta þjóðkunnar og ríkar stórbændaættir hvorttveggja, athafnamenn og umsvifa og mjög í fararbroddi á sinni tið. Kotvogsmenn einkennd- ust af rausn og höfðings- skap, en i Njarðvikingum kem- ur og fram skáldskapargáfa, orð snilli og skapandi hæfileikar. As- björn Ólafsson hefur í ríkum mæli erft þessa eiginleika for- feðra sinna. Það er meira að segja ekki allskostar auðvek ð skilja hann, nema vita nokkur deili á þessum ættmönnum hans og ðriögum þeirra. Þessi stór- bændaaðall suður með sjó var mikið manndómsfólk hvar sem það tók hendi til, stórbrotið í gerð og engan veginn undanþeg- ið breyzkleika sinnar samtíðar, en bar þá með reisn og karl- mennsku, án þess að láta sér fat- ast um að skila lífsverki sínu fullu. Ásbirni Ólafssyni er eins farið. Mér finnst reyndar að í persónu hans séu flestir drættir stærri og dýpra markaðir, þeirra sem einkenndu feður hans. En vera má að það stafi af þvi, að ég sé hann í minni samtíð en þá í fjarlægð. Og þó — ég er ekki viss um það. • Ólafur Ásbjörnsson, kaupmað ur, var mikill sæmdarmaður og heimili þeirra frú Vígdisar og hans jafnan mikilsvirt. En þeg ar á leið tók efnahag hans mjög að halla, sakir margvíslegra ó- happa og viðskiptaerfiðleika. Og þegar Ásbjörn Ólafsson var orðinn vaxinn maður, ætla ég að faðir hans hafi verið orð- inn alveg eignalaus. Ásbjörn hafði engan hug haft á lang- skólagöngu og nám hans orðið nokkuð slitrótt. Og Reykjavík var þá hvorki rúmgóður stað- ur né gestrisinn fyrir unga menn sem höfðu stórt í huga en ekk- ert í höndunum. Hér var því ekki margra kosta völ, og sízt þeirra, sem hæfðu skaplyndi og fyrirætlunum Asbjarnar Ólafs- sonar. Hann brá því á það ráð að hverfa af landi brott, fór fyrst til Noregs og síðan til Vesturheims, allslaus með öllu og reynslulaus. En það skyldi enginn ætla, að hann hafi ver- ið fararefnalaus. Hann hafði með sér stálþrek sinna kynsmanna, sína hvössu greind, sín glöggu augu, sitt ódrepandi lífsfjör og þennan dularfulla hörkuneista sálarinnar, sem heitir vilji og einn kann að segja hið skapandi orð: Verði! Ég veit ekki gjörla hvar né hversu víða vegir As- bjarnar lágu á þessum útivist- arárum, en ég veit að þeir voru ekki blómum stráðir. Einstöku sinnum bregður fyrir hjá As- birni kátbroslegum og grátbros- legum frásögum af baráttu þess ara ára, lituðum af karlmann- legri gamansemi og hnittnum snjallyrðum. Annars er það hátt ur Ásbjarnar, að vera málreif- ur og orðglaður, en draga tjald- ið frá því einu, er honum sjálf- um sýnist. En þessi útivistarár urðu há- skóli Ásbjarnar og viðskipta- skóli. Hann var allt of glöggur til þess að skynja ekki fimi og verksnilli Vestmanna í við- skiptamálum, harðfylgna atorku þeirra í framkvæmd og djarf- mannlegt áræði þeirra. Þessir hlutir voru honum vel að skapi, þó að ýmsir aðrir hlutir í þjóð- lífi Vestmanna og persónulegum háttum yrðu honum næsta ógeð felldir og vektu nánast hjá hon- um bros eða fyrirlitningu. En mér er ekki grunlaust um, að andspænis stórum athafnasvið- um og svigrúmi mikilla tæki- færa, sem þarna blöstu við aug um, hafi Asbirni orðið það endan lega ljóst, hvern fjársjóð hann átti í skapandi ímyndun sinni, tengigáfu og skipulagshæfileika. Sú uppgötvun hefði trúlega vaf- izt lengur fyrir honum í litlu Reykjavík þeirra ára. Eitt er víst, að þegar Asbjörn Ólafsson kemur heim 1930, þá er hann fulmótaður maður, brynjaður, fullfær og ótrúlega slyngur. Reynsla útivistaráranna, fjöl- breytileg og stundum bitur og sár, hefur brýnt ættarstálið í viljanum, en ekkert bugað, hvorki lífsþrek, glaðværð né nærri drengjalega gleði yfir líf- inu og tilverunni. Ég er hand- viss um, að áður en Asbjörn fór af landi, hafði hann dreymt um það að verða auðugur mað- ur og umsvifamikill, sníða sér stakkinn stóran og alfarið með eigin sniði. Asbjörn Ólafsson var nógu hygginn til þess að bera ekki þá drauma í tal, enda hefði þá vísast verið hlegið um alla Reykjavík ofan frá Skóla- vörðu vestur í Ananaust. En það glitraði stundum á þá í g]að- værum kunningjahópi yfir skáL Og þegar Ásbjörn kom heim 1930 var draumurinn orðin alvara — harðbeitt alvara. • Eftir heimkomu sína gerðist Asbjörn Ólafsson fyrst sölumað ur og verzlunarmaður hjá Smjörlíkisgerðinni Svanur, og vann því fyrirtæki þangað til fram á ár 1933. Þá stofnaði hann Heildverzlun Asbjarnar Ólafs- sonar og hefur rekið hana síð- an. Og þá fór að koma líf í tuskurnar og draumurinn um auðsæld og umsvif fór að ræt- ast. Framan af stóð það fyrir- tæki Asbjörns nokkuð fyrir þrii um að hann varð að búa við þröng og óhentug húsakynni. Það tók líka sinn tíma að afla sér nauðsynlegs fjármagns og trausts og velja sér trúa, dug- andi og hentuga samstarfsmenn, ala þá upp að sínum hætti, skapa þeim áhuga, starfsgleði, kenna þeim að bera ábyrgð. En þetta gekk. Það gekk svo ótrúlega vel, að sumum þótti nóg um. Og sumir létu sig ekki muna um nokkrar velmeintar hrak- spár um, að brátt mundi allt fara á, hausinn. En það fór ekki á hausinn. Fyrirtækið stóð og dafnaði, óx úr smárri byrj- un í stórfyrirtæki. Árið 1941 keypti AsbjSrn hús eignina Grettisgötu 2, umbyggði hana og endurbætti og rekur þar fyrirtæki sitt siðan. Nú voru ekki þrengslin til fyrir- stöðu og sást það brátt á. Öllu var smekklega og mjög hagan- lega fyrirkomið, þjónusta lip- ur og nákvæm, afgreiðslur skjót ar, áreiðanleiki óhagganlegt boð orð. Og viðskiptamennirnir streymdu að. Góðvilji og fyrir- greiðsla varð hið ósýnilega lög mál daglegra starfa. Og fyrir- tækið blómgvaðist. Það er á hvers manns vitorði að Heild- verzlun Asbjarnar Ólafssonar er nú orðin eitt traustasta og stærsta viðskiptafyrirtæki sinnar tegundar í landinu. Og það er heldur ekkert leyndar- mál að eigandinn, Asbjörn Ólafs son, sem skapaði þetta fyrir- tæki með tvær hendur tómar, er orðinn stórauðugur maður. Æskudraumurinn um auð og umsvif hefur fyrir iöngu ræzt. En hann hefur aðeins ræzt af því, að Ásbjörn gaf þessu fyr- irtæki frábæra hæfileika sína óskipta, tendraði þrotlaust yfir því þann dularfulla hörkuneista sálarinnar, sem heitir vilji og einn kann að mæla sköpunar- orðið: Verði! Ég spurði Asbjörn einu sinni eftir að hann var orðinn fjáður maður, hvort hann hefði aldrei gerzt hluthafi í öðrum fyrirtækj um. Svarið var stutt og laggott: Nei, ég hef aldrei viljað koma nálægt neinu, sem ég get ekki ráðið aleinn. Svarið var Asbirni líkt og ákaflega satt. • Forn speki og ný reynsla kenna það, að margur verður api af aurum. Ekki hefur það sannast á Ásbirni Ólafssyni, en er jafnsatt fyrir því. Asbjörn var að minnsta kosti eins mennskur, hispurslaus og hégómalaus þegar hann fór að telja eigur sínar 1 milljónum, eins og áður á meðan hann taldi þær í tíköllum. Hann veit allra manna bezt hvers virði peningar eru og er mann fjöl- kunnugastur um það, hvernig þeirra skal afla, en hann hefur aldrei kunnað að beygja lund sína fyrir jafnvel svo göfugum Drottni, sem gull er, — og mátt- ugum. Hann þekkir þessvegna manna bezt allan tónastigann um það hvernig losna megi við pen- inga og er leikinn í því að spila á hann upp og ofan. Hann getux verið eyðslukló, fádæma rausn- armaður, stórgjöfull hjálpari ein staklinga og góðra málefna, allt eftir því, hvað honum finnst við eiga í hvert sinn, og óbrigðull í raun að brjóstgæðum og trygg- . Framh. á bls. 23 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.