Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 15 BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HLJOMPLOTU E R L E N D tónlistartímarit greina frá því núna í ágúst- mánuði, að Kennedy Banda- ríkjaforseta hafi verið færð sem viðhafnargjöf í hinni op- inberu heimsókn hans til Vest ur-Þýzkalands í sumar heild- arútgáfa Deutsche Grammop- hon á sinfóníum Beethovens í flutningi Philharmóníuhljóm- sveitar Berlínár undir stjórn Herbert von Karajan. Eitt þessara tímarita varpar fram þeirri spurningu, hvaða hljóð- ritun Kennedy Bandaríkjafor- seti gæti valið, og þá væntan- lega á verkum landa sinna, ef sá dagur rynni upp, er hann vildi gjalda líku líkt. Við þeirri spurningu gefur tíma- ritið ekkert svar, en þar sem um brezkt tímarit er að ræða, er helzt að skilja, að Bretar mundu ekki verða í neinum verulegum vanda staddir, þar sem þeir gætu fært viðkom- andi þjóðhöfðingja að gjöf hið margumrædda „War Requi- em" Brittens! En þetta eru nú aðeins vangaveltur, sem þó getur verið skemmtilegt um- hugsunarefni. Það sem felst á bak við þessa frétt, er reynd ar bæði margt og mikið, og skal hér aðeins fátt eitt talið. í fyrsta lagi eru það tónsmíð- arnar sjálfar, en sinfóníur Beethovens eiga enga hlið- stæðu í tónlistarsögunni. f öðru lagi er hér um að ræða varanlegan minnisvarða um hina nafntoguðu hljómsveit, Philharmóníuhljómsveitina í Berlín, sem haft hefur sem aðalhljómsveitarstjóra þá frá- bærustu listamenn á sínu sviði, sem um getur þ.e.a.s. Hans von Búlow, Arthur Nikisch og Wilhelm Furt- wangler. í þriðja lagi er þess- ari upptöku stjórnað af þeim hljómsveitarstjóra, sem tók við, er Furtwangler lézt, Her- bert von Karajan, og er að margra dómi hljómsveitar- stjóri no. 1 í heiminum í dag, þó að slíkar staðhæfingar geti orkað tvímælis. Hér er því sannarlega um að ræða „docu- mentum humanum". í fjórða lagi er þetta eins glöggur vott- ur og verða má, hversu stór- vægilegu og víðtæku hlut- verki hljómplatan sem slík gegnir nú orðið. Það er ekki aetlunin að skrifa ítarlega um þessar hljóð ritanir í þetta sinn, en vænt- anlega verður um þær fjallað á næstunni. Það skal aðeins sagt nú, að sem heildarútgáfa á sinfóníum Beethovens er þessi tvímælalaust hin bezta, sem völ er á, og miklir Beet- hoven-dirigentar eru ekki. á hverju strái eins og sakir standa. Vonandi er, að Ríkis- útvarp íslands stuðli að því, að íslenzkum tónlistarunnend- um gefizt kostur á að heyra sem mest af þessari heildarút- gáfu. Að vísu mun Gunnar Guðmundsson hafa flutt fyrir nokkrum mánuðum lokaþátt 9. sinfóníunnar í þætti sínum, „Hljómplötusafnið". „Pierre Fournier syngur betur en nokkuð, sem syng- ur". Þannig tileinkaði franska skáldkonan Colette hinum stórbrotna celloleikara Pierre Fournier verk sitt „La Nais- sance du Jour". Pierre Fournier er fæddur árið 1906 í París. Þegar hann var níu ára, veiktist hann af lömunarveiki, og má segja, að það hafi verið lán í óláni, því Þriðja árásin í röi — segir Kúbustjórn Havana, 20. ágúst. NTB—Reuter. 9 STJÓRNIN á Kúbu birti enn í dag yfirlýsingu um vopnaða árás á Kúbu — þriðja daginn í röö'. Segir þar, að nokkrir and- byltingarmenn hafi í gærkveldi siglt á land í tveim smábátum við Santa Lucia á norðurströnd Kúbu og reynt að sprengja verksmiðjubyggingu eina í loft upp. Jafhframi segir að her- menn Kúbu-stjórnar hafi neytt árásarseggina til flótta og hafi þeir siglt burt á öðrum bátn- um í áttina að móðurskipi er þeirra hafi beðið undan strónd- inni,' en hinn báturinn hafi verið skilinn eftir. Að sögn stjórnarnnar mistókst tilraun þessi utan hvað nokkrir olíugeymar löskuðust. Ekki urðu slys á mönnum. .í yfirlýsingunni er Bandaríkja stjórn sögð ábyrg fyrir árásum þessum og staðhæft að þær sanni að í Washington séu uppi ráða- gerðir um nýja innrás á Kúbu. Hljóti Kúbustjórn að sjá sig til- neydda til þess að grípa til rót- tækra aðgerða ef ekki verði sam þykkt áætlun sú í fimm liðum, er stjórn Fideis Castro lagði fram í vor tU' lausnar Kúbudeil- unni. Var þar m. a^ gert ráð fyr- ir, að Bandaríkjastjórn léti af allri notkun Guantanamo-flota- stöðvarinnar og setti tryggingu fyrir því, að árás yrði ekki gerð á Kúbu frá Bandaríkjunum. Loks segir í yfirlýsingunni í dag, að Bandaríkjastjórn telji sig geta notað núverandi ástand í alþjóðamálum til þess að eyði- leggja kúbönsku byltinguna, en í þeim efnum vanmeti Banda- ríkjamenn möguleika og hæfi- leika Kúbumanna til sjálfsvarn- ar. ——é i »mnmf\iursam Pierre Fournier að upp úr því og vegna þess hóf hann tónlistarferil sinn með þeim árangri, að hann er einhver bezti cellóleikari, sem uppi er. Sumir segja arftaki sjálfs Casals. Á stríðsárunum var hann skipaður kennari við Tónlistarháskólann í París, en lét af því starfi 1949 sakir mik illa anna vegna tónléikahalda víða um lönd. Hann hefur leikið mikið með mönnum eins og Backhaus, Schnabel, Lipatti, Gieseking, Kempff o. fl. Sömuleiðis hefur hann kom ið fram sem einleikari með flestum frægustu hljómsveit- um heims undir stjórn hinna ýmsu hljómsveitarstjóra, eða eins og hann sjálfur segir: „Ég hef leikið með þeim öllum allt frá Furtwangler til Roberto Benzi". Hljóðritanir með Fournier eru bæði margar og margvís- legar og miklar að gæðum. Tileinkunn Colette er ekki út í bláinn, því að fáir cellistar hafa eins fagran og fágaðan tón og Fournier. Tónn hans er/ að vísu ekki ýkjasterkur, en hann stendur fyrir sínu og vel það. Nýlega kom út á Archiv- merki Deutsche Grammophon allar sex einleikssvítur (eða sónötur) Bachs fyrir celló leiknar af Fournier. Þessi verk þóttu lengi lítt spilandi vegna tæknilegra erfiðleika og enn í dag mun margur hugsa til þess með hinum mesta hryll- ingi að þurfa að sitja undir því að hlusta á þau, en svít- urnar taka yfirleitt hátt í hájf tíma í flutningi hver. Upptök- ur þær, sem hér um ræðir eiga því eflaust eftir að opna augu margra fyrir hinni miklu auð- legð, sem þessar tónsmíðar búa yfir. Til marks um það hve erfiðar þær hafa þótt, voru þær nefndar „Etudes" þ.e. æfingar, í fyrstu tveim út- gáfum, og m.a.s. árið 1864, þeg ar þær voru gefnar út á veg- um Bach Gesellschaft, voru þær með píanóundirleik til þess að gera þær lystilegri. Það var ekki fyrr en nú á seinni tímum, að Casals vann það merka brautryðjandastarf að sópa rykinu af þessum meistarasmíðum Bachs og svo er komið meðal cellóleikara, að þeir keppast nú hver um annan þveran að leika það, sem áður var talið óspilandi (6. svítan var t.d. skrifuð fyr- ir hljóðfæri með fimm strengj um). Hlutur Casals í sögu cellósins er reyndar kapítuli út af fyrir sig. Svíturnar eru til í upptöku með Casals, en hún er gömul og stendur langt að baki hinni nýju upptöku Fournier hvað hljóðritunar- tækni várðar. Sömuleiðis er leikur Fournier að ýmsu leyti beinlínis betri en Casals. Flutningur Fournier er frá- bært sambland klassískrar heiðríkju, formfestu, rytma- tilfinningar og tónfegurðar. Ef þessi flutningur getur ekki sannfært hlustandann um hina ótæmandi fegurð og dá- semd þessara verka, þá má hann lengi leita. Hljóðritun er slík að hljóðfærið virðist bók- staflega vera komið inn í stofu til manns. Númer eru: APM 14186-8 (m), SAPM 198186-8 (s). Cellokonsert Dvoraks er að margra dómi bezta verk höf- unar og bezti cellokonsert, sem til er, én slík verk eru reyndar ekki ýkjamörg. Hann er til í mjög hrífandi upptöku með Fournier, þar sem Phil- harmóníuhljómsveit Berlínar leikur með undir stjórn Georg Szell. Hérlendis hefur þetta verk náð miklum vinsældum og þekkja það eflaust margir í flutningi Rostropovitch. Þeim hinum sömu skal ein- dregið ráðlagt að kynna sér Fournier-upptökuna, sem er auk þess að vera tæknilega betur hljóðrituð að mörgu leyti betur flutt. Fournier leik ur af miklum ástríðuþunga og k , Framh. á bls. 17 ¦W*W¥»>^W»IM»»^»I»M%«»^»»^«WI 000W^^0t0^m I Fleiri menn 2 ganga í ARROW-skyrtum en í nokkurri annari skyrtu-tegund í heiminum. +ARROW>SKYRTUR eru heimsfrægar fyrir úrvalsefni, 4 gott snið og vandaðan frágang. ARROW-verksmiðjurnar voru fyrstar til að búa til skyrtur með föstum flibba. ARROW-verksmiðjurnar voru fyrstar til að búa til skyrtur með mismun- andi ermalengdum við hverja flibba-stærð. ARROW-skyrtur endast árum saman. ÚTSÖLUSTAÐIR: Verzlun Egill Jacobsen, Herrabúðin, Verzl. Geysir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.