Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 17
1 Föstudagur 23. ágúst 1963 MORGUNBLAÐIÐ 17 Haraldur BjÖrnsson frá ísafirði-minning F. 4/8 1926. — D. 31/7 1963. MIG setti hljóðan, er ég frétti andlát vinar míns Haraldar Björnssonar frá ísafirði, Hadda, eins og hann var ávallt kallaður í vinahópi. Hann var í ferðalagi ásamt móður sinni er hann skyndilega veiktist, af þeim sjúkdómi er leiddi hann til bana á skömmum tíma. Hann var sendur til sér- fræðinga erlendis, en mannleg hönd fékk ekki við ráðið. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 31/7 1963. Haraldur var fæddur á ísa- firði 4. ágúst 1926, yngstur fjög- urra systkina, sonur Jónínu l>ór- hallsdóttur og Björns H. Jóns- sonar, skólastjóra, barnaskóla Isafjarðar. Björn dó fyrir rúmu ári síðan, og það má því segja að stutt sé milli stórra högga hjá frú Jónínu, þar sem hún má nú sjá á bak yngsta barni sínu, hon- um sem var henni svo mikill styrkur. Það munu vera um 30 ár síð- an við Haddi kynntumst og er mér ljúft að minnast þeirrar vináttu, sem aldrei féll skuggi á, enda Haddi slíkur gæðadreng ur, grandvar og prúður að til fyrirmyndar var. Það lýsir kannske einna best hans innra manni, hve börnum þótti vænt um hann. Allstaðar þar sem Haddi kom var fagnaðarfundur. Ég minnist glampans, sem skein í augum þeirra, er hann talaði við þau og ég veit að bræðra- börnin eiga eftir að minnast frænda síns, enda var Hadda ein mesta gleði að dvelja meðal þeirra. , Haddi hafði snemma mikinn áhuga á ljósmyndagerð og leit- aði hann sér fróðleiks um hana hér og erlendis og hafði próf úr amerískum bréfaskóla. Mest var það frístundavinna, hann stundaði lengst af almenna iðnverkavinnu. Síðustu árin vann hann hjá Kassagerð Keykjavíkur. Ég votta móður hans og syst- kinum dýpstu samúð og bið þess að sá er öllu stjórnar, styrki þau í þeirri miklu sorg. Guðmundur L. Þ Guðmundsson Kveðja frá frændsystkinum Vor kæri frændi, sárt við sökn- um nú er svona fljótt að burtu kvaddur varstú. Því okkar til var umhyggja þín trú og ástúð nær sem faðir til vor barstu, hver návist þín oss gagn og gleði skóp sem gerði alla tilveruna bjarta — og þó hvað mest sá yngsti í okkar hóp fann yl um sál frá þínu góða hjarta. Og nú við jarðar-lífs þíns loka- þátt, er leggur út á hina duldu móðu, þú hjartans beztu þakkir okkar átt. Á æðri sviðum launist verkin góðu þar handan sál þín haslar nýjan völl um himnaföður ómælis slóðir. Svo þá í hérvist ævi vor er öll þar óskum sjá þig kæri föður- bróðir. J. H. — Hljómplöfur Framh. af bls. 15 með safamiklum tón. Hljóm- sveitarstjórn Szell er stór- kostleg. Vert er að vekja sér- staka athygli á fyrsta óbóista hljómsveitarinnar, sem leikur af einstakri snilld. Hljóðritun er frábær. Númer: LPM 18755 (M), SLPM 138755 (s). Fyrir nokkrum vikum var vikið að upptöku frá Colum- bia á Konsert fyrir cello, fiðlu og píanó í C-dúr op. 56 eftir Beethoven. Verk þetta er eitt þeirra, sem sjaldan gefst kost- ur að heyra í hljómleikasal. Konsertihn er samt þeim fá- gætu kostum gæddur, að hann er því fegurri sem oftar er á hann hlýtt og er ekki hægt að brýna nógsamlega fyrir tón- listarunnendum að kynna sér þetta heillandi verk. Það er fáanlegt í upptöku frá Deutsche Grammophon, þar sem einleikarar eru: Fournier á cello, Schneiderhan á fiðlu og Geza Anda á píanó. Út- varpshljómsveit Berlínar leik- ur undir stjórn hms nýlátna hljómsveitarstjóra Ferenc Fricsay. Einleikshljóðfærin þrjú koma hér mjög vel fram og hljóma eðlilega. Hljóðritun er að öllu leyti miklu betur af hendi leyst en hin eldri upp- taka frá Columbia. Þó er það hægt út á að setja, að hlutföll eru einleikurum heldur um of í vil. Hljómur er (jpinn og lif- andi og oft og tíðum er eins og um hreina stofutónlist sé að ræða (hlutföll milli einleikara og hljómsveitar valda þar miklu). Þó að valinn maður sé í hverju sæti er það samt hinn yndisfagri leikur Pierre Fournier, sem hrífur hlustand ann hvað mest hreint og beint fyrir hans gegnsýrða „músik- alitet“, fagra tón og göfugu fraseringar. Þetta er án efa sú upptaka á „Þrefalda konsert" Beethovens, sem verður að mæla með. Númer: LPEM 19236 (m), SLPEM 136236 (s). Báðar þessar upptökur með Fournier hafa fengið verðlaun in „Grand Prix du Disque“. Á síðastliðnu ári voru gefn- ar út á vegum ameríska Col- umbia fjöldinn allur af hljóm- plötum í tilefni þess að Igor Stravinsky varð áttræður. í flestum tilf ellum st j órnar hann verkunum sjálfur. Þess- ar plötur urðu skömmu síðar fáanlegar á enskum markaði á CBS merki. Hér verður aðeins ein þeirra gerð að umtalsefni, þótt hún kæmi fyrst út á ár- inu 1961, en það er upptakan á „Le Sacre du Úrintemps". Stravinsky stjórnar hér Col- umbia sinfóníuhljómsveitinni. Á þessari plötu er enn frem- ur nokkur inngangsorð töluð af höfundi. Segir hann þar á sinni bjöguðu ensku nokkuð frá tildragandanum að tón- smíðinni, frumflutningi o. s. frv. Er það eitt út af fyrir sig til þess að gefa plötunni auk- ið gildi. „Le Sacre“ er óþarft að kynna, en eins og kunnugt Frampartur Þorsk afjarðarþorsksins. Fyrsti þorskurinn veið- ist í Þorskafirði MORGUNBLAÐINU barst á þriðjudag sérstæð sending frá J. M. Eggertssyni, skógræktar manni. Það var þorskur einn undarlegur, og sögðu sumir, að hann hlyti að vera stein- bítur í aðra ætt, en aðrir, að hann væri af keiluættum. Þorskinum fylgdi svohljóð- andi bréf: „Skógræktarstöðinni í Þorskafjarðarþingi, 20. ágúst 1963. Morgunblaðið Reykjavík. í gærkvöldi, þegar byrjað var að skyggja, fór ég að vitja um netgarm, er éig hafði lagt fyrir silung í uppþorn- aða kvísl af Músará, sem rennur niður í botn Þorska- fjarðar við hinn forna þing- stað. Lagði ég netið á þurru landi uppi undir grasi, með því stórstreymt var til að vitja þess aftur þegar félli út, sem ég og gerði. Er það siður hér að veiða silung þannig ef veiðivon er ein- hver, sem helzt er í stór- strauma. Nú í sumar hefur verið ördeyða — engin veiði. Þegar ég vitjaði um netið var fallið undan því alveg. Var það þar í einni þvælu og í því tveir smásilungar dauðir og rétt hjá netinu allstór þorskur dauður, sem auðsjá- anlega hafði verið ánetjaður, en losnað í fjörbrotunum þegar var að falla undan net- inu. (Netið var mjög smárið- |ð og hafði hann ánetjast á tönnunum og þvælt netinu þannig um sig eins og iðu- lega kemur fyrir þegar stærri fiskar veiðast í smáriðin net). Þessi þorskur virðist nýgeng- inn úr hafdjúpinu, því ný- dauður var hann drifhvítur, feitur og fallegur — nema hausinn, sem er stórlega van- skapaður. Ég leyfi mér að senda Morg unblaðinu fiskinn til sann- indamerkis og athugunar nú í dag með Vestfjarðarútunni, og bið blaðið góðfúslega að framvísa honum til fiskifræð inga til frekari rannsókna. Enda þótt fjörðurinn heiti Þorskafjörður, hefur aldrei svo nokkur lifandi maður viti, orðið vart við þorsk í þessum firði — ekki svo mikið sem varaseiði. Er þetta því furðu legra þar sem sjávarfalla gæt ir svo stórlega í firðinum og þurrar leirur fulla 5 km út um fjöru frá því sem fisk- urinn veiddist. Ég var farinn að hugga mig við að vísa Páls Ólafssonar skálds gæti átt við „Þorska- fjörðinn" og þá landkrabba, mig s«m aðra, er þar þrauka: „Það er ekki þorsk að fá í þessum firði, þurru landi eru þeir á og einskis virði“. Ég hugsa mér, að þorskur- inn hafi hugsað sér — ef okk- ur leyfist á annað borð að hugsa nokkuð — þá hugsa ég mér að þorskurinn hafi hugs- að sér, að sporðrenna þessum silungssílum er fylgdu hon- um í dauðann — líkt og ég sjálfur og aðrir sælkerar láta sér sæma ef þeir eiga kost á lostsætum pönnukökum og farizt síðan allir á einu bretti mér til ununar og ágætis, því þetta er sú -eina veiði, sem mér hefur hlotnazt í langan tíma, enda þótt ég hafi tvö net önnur í takinu miklu betri. — Svona förum við sjálfir mannskepnurnar á end anum inn í annan heim. Með beztu kveðju til Morg- unblaðsins og lesenda þess. J. M. Eggertsson, skógræktarmaður". Morgunblaðið sendi þorsk- ókindina til Fiskideildar At- vinnudeildar. Eftir að hafa skoðað skepnuna, sagði Jón Jónsson fiskifræðingur, að hér væri um vanskapaðan þorsk að ræða; misvöxtur í höfuðbeinum. Ekki kvað Jón slíka vanskapnaði vera neitt tiltakanlega sjaldgæfa. er olli það algeru uppþoti meðal áheyrenda, þegar það var frumflutt árið 1913, svo furðulegt sem það má virðast nú í dag, þar sem þetta er ein- hver verðugasti ballet sem samin hefur verið. Stravinsky telur verkið samt til sinfón- iskra verka fremur en ballett- tónlistar. Flutningur Stravin- sky á þessu verki sínu er svo verulega frábrugðinn því, sem maður er vanur frá hendi virtuosa-hljómsveitarstjóra að það mun mörgum opinberun að heyra þéssa upptöku. Rytm iskt kontrol hans er miklu fastara en venujlegt er og hin ýmsu smáatriði í hljómsveit- arútsetningu koma svo ótrú- lega betur í gegn en áður hef- ur heyrzt. Girnist einhver þetta verk í sitt plötusafn, er þetta upptakan, sem hann á að velja. Hljóðritun er ekki eins góð og við þekkjum hana bezta frá Decca og Deutsche Grammophon sem trúlega standa öðrum framar í upp- tökutækni, en hún verður engu að síður að úrskurðast mjög nálægt fyrsta flokki. Númer eru: BRG 72055 (m), SBRG 72054 (s). — Kornið Framh. ai bls. 13 aukinn er 6—7 hestar fyrir á- burðinn eftir hverja kú, ef hann er breiddur á tún ■— meiri ef hann er settur 1 flög. Og í öðru lagi er það gefinn hlutur, að í búfjáráburðinur* hljóta að vera ýms snefilefni, sem grösunum eru nauðsynleg en ekki eru í venjulegum verzlunaráburði. Það er því Höfuðnauðsyn fyrir bændur, að búa þannig í haginn, að búfjáráburðurinn komi jörð- inni að Jullum notum. Næsta dag vaknar Klemenz snemma, en sól þessa heiða júlí dags er samt kominn hátt á loft yfir Eyjafjallajökli þegar við er pm komnir niður á akrana til að líta á vöxt kornsins. Þar eru 80 tilraunareitir í einni dagsláttu, en á annað hundrað reitir eru úti á Geitasandi. Vexti og þroska er mislangt komið í reitunum. Klemenz segir mér á því öll deili en fæst af því verður rakið í þessari grein, nema þær'iáorðu skýringar, sem fylgja þessum myndum. Það er undarleg tilfinning, sem grípur mann, þegar maður stendur inni í miðjum kornakrin um og sér bylgjur kornstanga móðunnar hníga og rísa allt í kringum sig. Lengst á veg er Flöja-byggið og Dönnes-byggið komið, enda hefur Dönnes um 40 ára reynslu hér á Sámsstöð- um. Það er full-skriðið og það þroskast á næstu 6—8 vikum. Viðkvæmasti tíminn fyrir korn ið er því kringum mánaðamótin ágúst—sept. Þá er mest áríðándi að tíðin sé góð — veður kyrrt og hagstætt. Eldur í íbúð UM kl. 7 á miðvikudagsmorgun heyrði fólk við Bugðulæk neyð- aróp í manni. f ljós kom, að mað- ur kallaði á hjálp út um glugga á annarri hæð í húsi einu, en reyk lagði út. Maðurinn korast út um dyr af eigin rammleik, en er slökkviliðið kom á staðinn, var eldur í legubekk í herbergi mannsins. Annar legubekkur var brunninn til ösku. Slökkvi- liðinu tókst fljótlega að slökkva, en nokkrar skemmdir urðu á herberginu. — Talið er, að kviknað hafi í ut frá vindlingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.