Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 23. ágúst 1963 William, Drummond; M'ARTRÖÐ 77 Hún reikaði yfir að legubekkn um. Nú grét hún stjórnlaust og með ekka, og þegar hún reyndi að stöðva grátinn, fóru kippir um hana/ — Þetta er móðursýkis kast, hugsaði hún með sjálfri sér, — ekkert annað en móður- sýki, kelli mín. En það baetti ekki úr, þó að hún vissi af því. En þá datt henni í hug, að með því að hlusta ekki á þessa seyrnu rödd, hefði hún ef tíl vill misst af einhverju. Hann gæti hafa ver ið að segja henni, að nú væri stundin komin. Hann gæti verið að koma upp stigann á þessu augnabliki, Hún varð að komast burt héðan, og það tafarálaust. En ef hann væri núna að koma upp stigann. Hún greip símann og hringdi í númerið hjá Tony. „Ennfremur", las Tony ungfrú Andrews fyrir, „ennfremur tel ég það bráðnauðsynlegt, að kall aður sé saman aukafundur í stjórninni, tafarlaust — af ástæð um, sem ég mun gera grein fyrir á fundinum". Kúlupenni ungfrú Andrews þaut yfir blaðið, rétt eins og hún væri að hraðrita. Þegar hún leit upp, hringdi suðarinn á innan- hússímanum, og Tony opnaði lín una með óþolinmóðiegri hreyf- ingu. — Hvað er það? ;— Frú Newton í númer tvö. Hún segir, að það sé áríðandi. Newton andvarpaði og ungfrú Andrews leit á hann með samúð arsvip. Hann greip síma númer tvö — Eg sagði þér það, Kit, að þetta væri vondur dagur hjá mér . . . Ungfrú Andrews heyrði að konan tók þarna fram í, þótt hún gæti ékki greint orðin, en röddin var æðisgengin, og það var líkast því sem hún heíði fengið taugaáfall eða eitthvað þess háttar, sem var hlægilegt, þar sem það var maðurinn henn- ar, sem hefði átt að fá taugaáfall í sambandi við allt þetta uppi- stand kring um hann Elliot gamla ... — Hvað? sagði hr. Newton. — Hvenær? Og svo þessi ameríska rödd — hvernig gat nokkur maður þolað þetta nefhljóð, gat ungfrú Andr- ews ekki skilið, en röddin hélt áfram og veslings herra Newton varð að standa og hlusta á hana með þennan mikilvæga f und hangandi yfir höfði sér ... — Eg skal koma eins og skot, Kisa, sagði hann. Ungfrú Andrews fannst nú, að með alla þessa pen inga gæti frú Newton haft af fyr ir sér þar sem hún hafði ekki annað að gera, en „satan finnur verk fyrir hendur iðjuleysingj- ans" . . . — Jæja, gott og vel, komdu þá bara hingað, ef þú villt, Kisa En farðu varlega. Taktu bil. Og svo lagði veslings maður- inn frá sér símann, með mesta raunasvip, sem hægt var að hugsa sér, og það sýndi bezt, að ekki eru peningarnir fyrir öllu, það er ekki hægt að kaupa ham ingju fyrir þá. Og svo sagði hann: — Eg held, að við látum þetta nægja, ungfrú Andrews. Eitt eintak handa hverjum og eitt í skjalasafnið. Trúnaðar- skjalasafnið, skiljið þér. — Já, hr. Newton, svaraði ungfrú Andrews og það fór um hana dálítill ylur, við hugsunina um, hve vel hann treysti henni, og henni einni af öllum, sem þarna unnu — og hún ætti það skilið. Hún róaðist ofurlitið við að tala við Tony, og svo fór hún upp í svefnherbergið til að greiða sér. Hendurnar skulfu ofmikið til þess að hún gæti mál að á sér varirnar, en þær gætu gengið eins og þær voru. Hún setti upp hattinn frá Dior — það var auðvelt — greip veskið sitt og hljóp niður stigann. En um leið og hún lagði af stað, tók síminn að hringja. Hljómurinn fór gegn um höfuð ið á henni, og kvaldi hana. Hún greip höndum fyrir eyrun. — Hættu! Hættu! En þá datt henni í hug, að þetta gæti verið Bea. Jæja, ef svo væri, gat hún hringt í Claridge úr skrifstofunni og út- skýrt málið fyrir henni. Hún tók hendurnar frá eyrunum. Síminn var þagnaður, rétt eins og sá, sem í símanum var hefði heyrt hugsanir hennar. Hún sá bréfið til Noru á borðinu og gekk til að taka það, en fór í sveig kring um símann, rétt eins og hann væri einhver óvinur, sem mundi ráðast á hana. — Vertu ekki með þessa vitleysu, stelpa! sagði hún, og í sama tón, sem Bea hafði notað við hana, þegar hún var krakki. Samt sem áður hálfhljóp hún til dyranna, til þess að komast út úr íbúðinni, áður en þessi bann setta hringing hæfist aftur. En þegar hún opnaði, hrökk hún til baka og æpti. Þarna í dyrunum stóð ókunnugur maður og lyfti hendi eins og hann ætlaði að fara að þrýsta á bjöllu hnappinn. Hann var hár og grannur, í þunnum yfirfrakka og með flókahatt, vel búinn maður, sem enginn hefði tekið eftir sér staklega, ef ekki andlitið á hon- um hefði verið eins og það var. Það var eitthvað óeðlilega ljós- rautt, og gljáði eins og ör — þetta var alls ekki andlit á venju legum manni, eins og guð hafði skapað það, heldur eins og handaverk fákunnandi læknis. Nefið var ólíkt því, sem gerðist á mönnum, og varirnar saumað ar og með óeðlilegum blettum á. Áður en Kit gat skellt hurð- inni í, gekk maðurinn inn í gang inn. Kitt þaut inn í setustofuna. — Frú Newton! heyrði hún manninn kalla. — Frú Newton! Hún hafði lokað og læst glugga hurðinni út á svalirnar. Hún reif þær upp aftur og komst und an út á svalirnar, þar sem hún ætti að vera örugg með torgið opið fyrir framan sig. Nema ef maðurinn hrinti henni, hver gat þá vitað nema hún hefði framið sjálfsmorð? — Bryan! æpti hún. — Bryan! Bryan var enn uppi í húsgrind inni, á annarri hæð. — Hann leit við. — Hvað er að? — Upp hingað. Fljótur í guðs bænum! Bryan kom þjótandi eins fljótt og hann gat, og þegar hún leit við aftur, var hinn maðurinn horfinn. Kit hélt sér dauðahaldi í svalagrindina. Henni var óhætt. Hann gæti ekki hrifsað hana lausa, þar sem allir sáu til. — Hvað er að, Kit? spurði Bryan. — Það var maður, sagði Kit, um leið og hún hjálpaði honum upp á svalirnar. — Hann kom inn í íbúðina. Kannski hefur hann orðið hræddur. Bryan þaut fram hjá henni, gegn um stofuna og forstofuna og fram á ganginn. Kit elti hann. — Hann hlýtur að hafa orðið hræddur og sloppið burt, sagði Kit, og fylgdi honum út á sval- irnar. Bryan hallaði sér yfir grindverkið. — Harry! æpti hann. — Kom nokkur þarna út, rétt í þessu? — Engin sála. — Hafðu auga með honum. Og eins þú, Bill. — Hvernig lítur hann út? Bryan sneri sér að Kit. Hvern ig leit hann út? — I þunnum yfirfrakka, með gráan hatt, sagði Kit. — Og and litið eins og opið sár. — Með ör á andlitinu. Brennd ur, eða eitthvað þess háttar. Bryan kom aftur. — Eg ætla að gá uppi í svefnherberginu. Þú skalt gá í eldhúsinu og baðinu. Hann hljóp upp. Kit gáði í eld- húsinu og fatageymslunni. Engin sála þar. — Gott, sagði Bryan. — Lok- aðu þig inni. Opnaðu ekki nema ég kalli. Ef við erum heppin, getum við króað hann inni. — Þakka þér fyrir, Bryan. En farðu varlega. í guðs bænum, farðu varlega! Bryan hljóp út. Læstu þessum dyrum, sagði hann. Svo horfði hann á vísinn á lyftunni. Hún var niðri á neðstu hæð. Svo hljóp hann niður og leitaði á öil um stigapöllum. Þar var engann mann að sjá, hvorki með ör í andliti eða án KOSPER Er það hingað, sem við áttum að flytja nokkra veggi. þeirra, nema hvað Harry var við útidyrnar, Bill við bakdyrnar, og húsvörðurinn við kjallaratröpp- urnar. Heldur ekki var neinn í felum í lyftunni. Þeir ræddu möguleika á því fyrir manninn að hafa sloppið burt — yfir þökin eða niður brunastigann. Húsvörðurinn neitaði öllum slíkum möguleik- um. — Ekki getur hann hafa orðið uppnuminn, sagði Bryan. — Það gæti hann vel, ef hann hefði komið af himnum ofan, sagði Harry. Bryan hristi höfuðið. Þann möguleika vildi hann ekki viður kenna. Bill greip fram í. — Eg ætti kannski að fara upp og segja henni það? Á kaupi? Það væri ekki nema velkomið. Bryan bandaði hendi við þeim. — Snáfið þið að ykkar verki, báðir tveir, sagði hann. En þeg ar hann gekk að lyftunni, fór hann að hugsa sig um. Kit New ton var bersýnilega í mikilli hættu, en hvort það kom innan eða utan að, gat hann ekki ráðið við sig. 13. kafli. ¦— Eg held þú ættir að hringja til mannsins þíns, sagði Bryan, þegar hann sagði henni fra hvarfi mannsins. — Það er að segja, ef þú ert viss um, að hann hafi eitthvað illt í huga. — Eg er búin að reyna það, sagði Kit. — Hann bíður eftir mér í skrifstofunni smni. Og hann fer sjálfsagt að undrast um mig. En ég gæti ekki hringt aftur. Eg hef fengið þessar and styggilegu upphringingar, þar sem mér er hótað bana. Og dóna legt tal um, hvað hann ætli að gera við mig á undan og eftir. Eg gæti ekki snert við símanum. — Það gætirðu vel, þegar ég er á staðnum, sagði Bryan. — Eg skal hringja í númerið og svo talar þú. Er þetta ekki mál fyrir Scotland Yard, undir öllum kring umstæðum? KALLI KUREKI -*• r»,*- ~%" Teiknari; FRED HARMAN I COULD FOR&IVEYOuT\ eVCEPTFOEONETHlM&í* ¦' \DU DECEIVED M6jf YOU SENT M£ MR.RYDER'S PHOTO AWD SAID IT WAS VOU r—-—'---------------------------------------:-------------"vj MABEL, MA'AM, I LOOKED 110 TH MIRROR. AW'I KWEW YOU'D NEVER. HAVE ME.» I SEMT RED'S PICTURE HOPII0' IT'D LUR.E ! YOU OUT HEEE, AM'YOU'D FORSIVE ME WHEM YOU SAW WHA.T A HEART OF y . - S-OLD I &OT! I------------—-----------. — Ég get fyrirgefið þér allt nema að þú skyldir blekkja mig. Þú send ir mér myndina af Kalla og sagðir að hún væri af þér. — Snúðu þig nú út úr þessu. — Jæja, þú gerðir nákvæmlega það sama. Þú sendir mér mynd af fallegri ungri stelpu. — Það var mynd af mér. Það er kannski nokkuð langt síðan hún var tekin, en hún er alla vega af mér. Þú losnar ekki með því . . . ö . . . ég meina . . . þetta bætir ekkJ fyr- ir það sem þú hefur gert — Mabel, ég leit í spegil og sá að þú mundir aldrei vilja mig. Ég sendi myndina í þeirri von að hún mundi lokka þig hingað og að þú íyrirgæfir mér þegar þn sæir hvað ég ex góðhjartaður. Kit gaf honum númerið í skrif- stofunni. — Við höfum þegar talað við Byrnes lögreglustjóra, sagði hún, meðan hann var að ná í númerið. — Hann heldur, að ég sé að skálda þetta upp. Þa3 halda víst allir, og jafnvel Bea frænka. En það geta þau ekki lengur, finnst þér. — Ekki eftir þessa hringingu. Ákafinn í rödd hennar var svo mikill, að hann spurði hana, hvort hann ætti ekki að tala við manninn hennar fyrir hana. — Vildirðu það? spurði hún með ákafa. — Tony er svo önnum kafmn og svo áhyggjufullur. Hann trúir mér heldur ekki leng ur. Hún var svo einmana og yfir ^efin, að Bryan vorkenndi henni. Og þó, hugsaðí hann, ef margir halda, að einhver sé . . . hvað? . . . geðveikur . . . eða sjái cfsjóri ir . . . þá er venjan sú, að það sé rétt álitið. — Eg tala fynr frú Newton, sagði hann, þegar hann fékk sambandið. — Eg þarf að tala við hr. Newton. Hann lagði höndina yfir trektina. — Þau. eru ekki viss um, að hann sé til viðtals, sagði hann við Kit. næstu viku. Tónleikar. (Björgvin GuS- ífltltvarpiö Föstudagur 23. áfrA"*. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá 13:00 „Víð vinnuna" 15:00 Síðdegisútvarp. 18.30 Harmonikulög. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20:00 Efst á baugl ¦ mundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Chaconna fyrir strev(gjasveit eft- ir Johann Pachelbel.. Kammer- hljómsveitin í Miinchen leik- ur. Hans Stadlmair stjórnar. 20.40 Erindi: Ferð um Sognsæ (Ing- ólfur Kristjánsson rithöfundur). 21.05 Tilbrigði og fúga eftir Brahms, um stef eftir Hándel, op. 24, Leon Fleisher leikur á píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Herfjötur" eftir Dagmar Edquist; VII (Guð- jón Guðjónsson þýðir og flytur). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelley Roose; IV. (Halldóra Gunnarsdóttir þýðir og les). 22.30 Menn og músík: VIII. þátturi Schubert (Olafur Bagnar Grim« son). 23:35 Dagskrárlok. Laugardagur 24. ágúst 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Öskalög sjúklinga (Kristf- Anna Þórarinsdóttir). 14.30 Úr umferðinni. 14.40 Laugardagslögin — Fréttir. 16.30 Veðurfregnir. — Fjör í kringura fóninn: Úlfar Sveinbjörnsoa kynnir nýjustu dans- og dægur« lögin. 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyrai Frú Svanfríður Hjartardóttir velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar í léttum tón. ljB.55 Tilk. — 19.20 Veðurfiegnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Hljómpiöturabb um tvo ágæta ítalska söngvara; Matthia Batt- istini og Tito Schipa (Guðmund. ur Jónsson). 20.50 Leikrit: „Mánudagur tii mæOu'* eftir Alexander Ostrovsky. Þýö« andi: Bjarni Benediktsson Ír4 Hofteigi. Leikstjóri: Baldvú. Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnii. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.