Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 22
29 MÖRGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. ágúst 1963 Ure sem hér lék fór fyrir YAN Ure hét ungur skozkur miðvörður, sem hér lék fyrir tveimur árum með skozka at- vinnumannaliðinu Dundee. í gær var þessi ungi maður keyptur af Arsenal í Lundún- um fyrir 8.1 millj. ísl. kr. ¦k Skjótur frami Ure hefur leikið 8 sinnum í landsliði Skota og kom alvar- lega til greina í heimslið knatt- spyrnumanna gegn Englandi 23. okt. n.k. Billy Wright, sem fyrrum var fyrirliði enska landsliðsins er nú framkvæmdastjóri Arsenal. Hann sá um samningana og ofan á þá upphæð, sem áður er nefnd hef- ur hann skujdbundið Arsenal til að leika leik við Dundee á heima- velli Dundee í nóvemberlok. * Vertíð „Knattspyrnumannavertíðin stendur nú sem hæst. Samninga verður að endurnýja við knatt- spyrnumennina á þessum tíma. Samningur Ure var laus við Dundee og hann óskaði ekki að hann yrði endurnýjaður. MMkMMMM* 1 af hverj um 6 haf a synt nú SENN fer að líða að lokum Norrænu sundkeppninnar, en keppninni lýkur hinn 15.' 1 september. Þátttaka í stærstu ' kaupstöðunum er nokkuðí' góð og er þátttaka í Reykja vík orðin álíka og var í sund, keppninni 1957. Eins og verið hefur í undanfðrnum keppn, um keppa Reykjavík, Akur- eyri og Hafnarfjörður inn-' byrðis ©g er þátttakan á þess | nm stöðum nú orðin: Akureyri 1684 18% (2094) Hafnarfj. 1270 17% (1445) Reykjavík 9790 13% (12778) Sala sundmerkisins hefur gengið vel og ættu þátttak- endur ekki að draga að kaupa merkið, því að upplag þess er takmarkað. Hagnaður af 'sölu merkisins rennur til styrktar Sundsambands ís- lands og eru það nær einu tekjumöguleikar sambands- 1 Frami Ure hefur verið mjög skjótur og góður. Aðrir sem skipt hafa um fé- lag eru m.a. Derek Kevan, sem áður var landsliðsmaður. Hann er farinn frá Chelsea til Manch. City. Hann var seldur fyrir um 4.3 millj. ísl. kr. **0/m&u0*MiAm0**0'*mj»0* Konur í keppni ÍÞRÓTTIR kvenna eru alls staðar í meiri metum en á íslandi, þó aldrei hafi þær verið í sömu hávegum hér og nú í sumar. Kvennalið í hand knattleik hafa náð langt á Norðurlandamótum — og það er sterkur mælikvarði — en stúlkur hafa alltof lítið reynt sig með verulegri al- vöru að baki í öðru en sundi og á skíðum. íþróttir eru jafnt fyrir konur sem karla, unga sem gamla. Að vísu er það mats- atriði hvers manns í hvaða greinum frjálsílþrótta konur eiga að keppa, t.d. þykir sumum að 800 m hlaup sé konum um megn og eins sé t.d. sleggjukast eða stangar- stökk fyrir konur enda ó- venjulegt. En frjálsiþróttakeppni kvenna hefur aldrei verið eins lífleg hér eins og í sum- ar. Hér eru þrjár myndir sem Sveinn Þormóðsson Ijós- myndari Mbl. krækti { í keppni kvennanna. Efst er mynd frá íslandsmótinu í fimmtarþraut. Það er keppn- iní 200 m hlaupinu Og er Sig- ríður Sigurðardóttir ÍR að slíta snúruna. Hún er þarna langfyrst og setti reyndar glæsilegt íslandsmet í þraut- inni, þó þetta sé í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein. Er ekki að efa að hún getur bætt árangur sinn mjög svo fjölhæf sem hún er. Á 2. dálka myndinni eru þrjár af sænsku stúlkunum sem hér kepptu. Hlaupastíll þeirra var óneitanlega glæsi- legur og sýndi vel hvernig þjálfa má líkamann til auk- innar fegurðar í hreyfingum og framkomu. Hlaupastíll þeirra sænsku er misjafn. Sú fremsta hleypur sýnilega að- allega fyrir fegurð í stil. Sú sem aftast fer skeytir slíku engu, en hleypur afslöppuð. Hún sigraði með yfirburðum. A minnstu myndinni er Elísabet Brand ÍR, sem setti nýtt íslandsmet í spjótkasti 33.28 m. (Gamla metið Guðl. Kristinsd. 32.69 m.). Hún náði þeim árangri þótt Sveinn ljósmyndari hafi hér Norræn ráð- stefno um knott- spyrnu hér NORRÆN knattspyrnuráðstefna verður haldin að Hótel Sögu 23. og 24. ágúst n.k. Eftirtaldir er- Handknattleiksnieiin frá Akureyri til Færeyja Syndið 200 metiana 16 akureyrskir handknattleiks- menn undir fararstjórn Jóns Samúelssonar héldu fhigleiðis til Færeyja hinn 6. ágúst sl. og k—m aftur heim hinn 9. ágúst. Þeir ferðuðust báðar ieiðir með áætlunarflugvél Flugrfélags is- lands og róma mjög alla fyrir- greiðslu og þjónustu Flusfélags- in.s í sambandi við förina. Þetta var í fyrsta sinn, að beinar flug- ferðir eru farnar milli Akureyr- ar og Færeyja. Héðan fóru piltar úr 1. ffl. og 3. fl. og kepptu á 3 stöðum, alls 6 leiki. A þriðjudag var keppt vjð íþróttafélagið í Sandavági. 1. íl. gerði jafntefli, 15:15, og er þetta í fyrsta sinn, sem útlent félag tapar ekki fyrir þessu liði. 3. fl. þurfti að keppa við 2. fl. Færeyinga og tapaoi 7:4. 1 Þórshöfn var keppt á mið- vikudag. 1. fl. Akureyringa við Færeyjameistarana Kyndil og tapaði 10:4. A fimmtudag var keppt í Vest- mannahöfn, 1. fl. gegn 1. fl. (Ak- ureyringar töpuðu 16-10) og 3. ffl. Akureyringa keppti nú í eina skiptið við jafnaldra sína og sigr atl 10:9. Það skal tekið fram, að Fær- eyingar dæma handknattleik öðruvísi en hér tíðkast og túlkun er ekki hin sama á ýmsum regl- um. Kom það Akureyringuim nokkuð á óvart, sérstaklega í fyrstu leikjunum, en ekki oiai það neinni sundurþykkju. Akureyringarnir eru sammála um það, að förin hafi verið hin ánægjulegasta þrátt fyrir ósigr- ana og viðtökur allar í Færeyjum framúrskarandi. Þurftu þeir engu til að kosta, meðan þeir stóðu við, og allt gert, sem hugs- anlegt var af heimamanna hálfu til að skemmta gestunum. Veðrið var að vísu ekki gott. rigndi eitt- hvað flesta dagan og stunduim mikið. Þess má geta, að Færeyingar eru harðskeyttir handknattlelks- menn, t. d. sóttu hvorki ísfirð- ingar né Haukar i Hafnarfirði neitt gull í greipar þeim, þegar þessi félög heimsóttu þá. berlega afhjúpuð að stil hennar er í mörgu ábótavant. Hún t.d. spyrnir við eftir at- rennu í stað þess að nota hraðann til að auka kastið. En öll byrjun er erfið. Þátt taka kvenna í frjálsum íþrótt um hér hefur aldrei verið „af raunverulegri alvöru" í nógu langan tíma til að ávöxt Ur komi í ljós. En þeirra sem reyndu er ekki sökin. ^:''.":.-... :¦'.'.'' lendir fulltrúar munu sækja ráð- stefnuna. Danmörk: Ebbe Schwarts, Leo Dannin, Erik Hyldstrup. Finnland: Osmo P. Karttunen, John Gustafsson. Noregur: Jörgen Jahre, Odd Evensen, Nic. Johansen. Svíþjóð: Gunnar Lange, Tore G. Brodd, Tore Jonsson. Ætlarðu að veiða SILUNG? ... eðo LAX Það er sama hvort er yið höfum allt, sem þarf í veiðiferðina Laugavegi 13. — Sími 13508 PÓSTSENDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.