Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1963, Blaðsíða 23
1 Föstudagur 23. ágúst 1963 MORGUNBLADID 23 • Xollrewsty wm - - - ( - OauJÚx, kwkwr /\kur«/fi 6fV ðytujjírfc.í' ÓlajsjjJrW) Síldin á sömu slódum eystra f 1 FYRRINÓTT var sæmileg •íldveiði. í gærmorgun var veið- in eftir sólanhringinn 15 þús. mál á 30 skip. í gær var saltað mikið á Austfjarðarhöfnunum. í gærkvöldi voru bátarnir farnir að kasta. Hafði frétzt af því að Snæfell hefði fengið 1000 tunn- ux 23 mílur suðaustur af Norð- fjarðahorni og þar voru fleiri bátar, þar á meðal Guðrún Þor- kelsdóttir. Einnig var Framnes ÍS í veiði 50 mílur undan. Yfir- leitt í Norðfjarðadýpi og Tanga- flakL Þurrkari bilaði Fréttaritarinn á Norðfirði sím aði að eftirtaldir bátar hefðu komið þar í gær með síld; Glófaxi NK 150 tunnur, Sæ- faxi 300, Manni 1250, Sunnutind ur 200, Dalaröst 150, Skipaskagi 150, Freyja 200, Pétur Ingjalds- son 550, Guðrún Jónsdóttir 700, Mímir 80, Arnfirðingur lí 350, Halidór Jónsson 200, Gullfaxi 260, Sigrún 100, Gunnhildur 60. Einn þurrkari í síldarverk- smiðjunni hér bilaði í fyrradag og eru afköst verksmiðjunnar 3300 mál á sólarhring í stað 4200 -4500, sem áður var, en þurrk- arinn kemst væntanlega í laig fyr ir næstu helgi. Tveir Norðmenn jcta innbrct í pósthús Ósló, 21. águst — (iN±ri) — LÖGREGLUNNI í Noregi hefur nú tekizt að hafa hendur í hári mannanna, sem brutust inn í pósthús í Horten sl. mánudag og stálu 300 þús. norskra kr. (1,8 millj. ísl. kr.) Mennirnir tveir, Olaf Olafsen, 25 ára og Roy Freddy Hoff, 23 ára, hafa báðir játað. Þeir hafa einnig játað innbrot í pósthús í Abelsö, en það var framið að- faranótt miðvikudagsins í sl. viku. Lögreglan hefur fengið í hend- ur 230 þús. n. kr. af þýfinu í Horten, en allt, sem stolið var í Abelsö, 7 þús. n. kr. Piltarnir, sem játað hafa þjófnaðina, hafa báðir komizt í kast við lögregl- una áður. Lögreglan heldur á- fram leitinni að 70 þús. n. kr., sem vantar af þýfinu í Horten. Piltarnir segjast hafa eytt þvi, en talið er óhugsandi, að hægt sé að eyða svo miklu fé á tveim- ur dögum án þess að kaupa fast- eignir, en það segjast þeir ekki hafa gert. Stofnun Maíaysíu fresfað Góður heyskapur við Djúp Þúfum, 22. ágúst:. — Síðustu viku hefir brugðið til hinnar beztu veðráttu við Djúp, ágætur heyskapur dag eftL da'í. Má telja að nær allstaðar sé fyrri sláttur kominn í hlöðu vel hirtur með ágætri nýtingu og heyskaparhorfur því stórbatnað. Geti svo farið ef svipuð tíð héldist að heyskapur yrði í með allagi. — P.P. — Lestarránið Framh. af bls. 24 notað 835 sterlingspund af ráns- fengnum. Það var ungfrú Man- son, sem hafði keypt svörtu Aust in Healy bifreiðina, sem fannst rétt hjá flugvellinum í London. Hafði hún greitt bifreiðina með fimm punda seðlum. Ungfrúin fer fyrir rétt næstkomandi laug- ardag. Þá var upplýst af hálfu brezku lögreglunnar í dag, að fundizt hafi ferðataska, er í voru 210 6terlingspund í fimm-punda seðl- um. Fannst taskan í farangurs- geymslu á Marylebone-járnbraut arstöðinni. Talið er, að hún hafi tilheyrt manni, er fannst látinn á járnbrautarteinunum rétt ut- an við Stratford-on-Avon í gær. f dag var hringt til lögregl- nnnar í London og sagt að ráð- izt yrði á póstlestina frá Vest- ur-Englandi. Með lestinni voru sendir 15 lögreglumenn, en ekk- ert bar til tíðinda í ferðinni. k -------------------- — Öryggisráðið Framh. af bls. 1 19 (GMT) á morgun, föstu dag, til þess að ræða átökin á landamærum ísraels og Sýrlands. Þá var frá því skýrt í Tel Aviv í dag, að forsætisráð- herra Israel Levi Eskhol muni gefa yfirlýsingu um átökin á landamærunum á þingfundi í Tel Aviv næst- komandi mánuday Jesselton, Kuala Lumpur, 19. ágúst (AP—NTB). ABDUL Rahman, forsætisráð- herra Malaya, skýrði frá því í dag, að innan skamms yrði ákveðinn endanlega stofndagur ríkjasambandsins Malaysíu og frá honum ekkl hvikað hvað sem fyrir kynni að koma. Stofna átti ríkjasambandið 31. ágúst n.k., en fresta varð stofn- uninni vegna þess, að rannsókn- ir fara nú fram, á vegum Sam- einuðu þjóðanna, á því hver sé raunveruleg afstaða íbúa ný- lenda Breta á Borneó til aðildar að Malaysíu. Sem kunnugt er, er ráðgert, að Malaya, Singapore, nýlendur Breta, Sarawak og N.- Borneó og verndargæzlusvæði þeirra, Brunei, myndi ríkjasam- bandið. Það var Sukarno Indónesíufor seti, sem krafðist þess fyrir skömmu, að rannsókn færi fram á því, hver væri raunveruleg af- staða íbúa brezku nýlendanna til aðildar að Malaysíu. Kosning ar fóru fram fyrir skömmu um þetta efni í nýlendunum og var niðurstaða þeirra jákvæð fyrir stofnun ríkjasambandsins. Suk- arno efast hins vegar um lög- mæti kosninganna, og á nefnd S.þ. að rannsaka hvort þær hafa gefið rétta mynd af vilja íbú- anna. í dag skýrði utanríkisráðherra Indónesíu Subandrío frá því, að stjórn landsins teldi niðurstöður rannsókna SÞ í N.-Borneó og Sarawak ekki bindandi. Ástæð- una til þess kvað hann vera, að Indónesíustjórn fengi ekki að senda eins marga fulltrúa til — Stórlaxar Framh. af bls. 3 ugga vissu um þyngd hans. Þetta var gamaldags reizla, mjög nákvæm, og er því ekki að efast um úrskurð hennar. ★ ★ ★ Enginn þeirra laxa, sem veiðzt hafa á flugu komast í hálfkvisti við þessa risafiska, en nokkrir hafa þó verið yfir 30 pund. Þeir stærstu virðast svo líkir að þyngd til að erfitt er að ákveða, hver hefur vinn inginn. Verður það því látið liggja milli hluta hér. þess að fylgjast með störfum rannsóknarnefndarinnar og hún hefði krafizt. Sakaði Subandrio Breta um að beita áhrifum sín- um til þess að takmarka fjölda fulltrúanna. í dag kom rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna til Jessel- ton í brezku nýlendunni N.- Borneó. Þegar nefndin kom til borgarinnar höfðu þúsundir — Hægri stjórn Framh. af bls. 1 Allur sá fjöldi, sem tekið hef- ur til máls undanfarið hefur endursagt öll þau meginatriði, sem komu fram í umræðunum þegar fyrsta daginn, — en þau eru þessi: Stjórnarandstæðingarr eru ekki að lýsa vantrausti á stjórn ina vegna slysanna, sem orðið hafa á Svalbarða, heldur vegna þess, að stjórnin hefur vanrækt að gera þær öryggisráðstafanir, sem slysanefnd og þingið hafði falið henni árið 1956, er það veitti stórfé til þess að hefja kolagröft í Kings-Bay námunum. Og stjómin hefur haldið leyndum fyrir þinginu upplýsingum um það, hve bág- borið var öryggisástandið í nám unum. Ef þinginu hefði verið kunnugt um hið raunverulega ástand þar, hefði verið lýst van trausti á stjórnina enda þótt síðasta slysið hefði ekki orðið, segja stjórnarandstæðingarnir. Ræðumenn stjórnarflokksins leggja hins vegar aðaláherzluna á, að slysin á Svalbarða séu not uð sem átylla til þess að fella stjórnina og telja þeir það ljótt athæfi. Einar Gerhardsen flutti all- hvassa varnarræðu á þriðjudag og kom víða við. Taldi hann stjórnina saklausa og hélt því fram að engin ríkisstjórn gæti til hlitar fylgzt með ástandinu í öilum þeim fyrirtækjum, er rekin væru af ríkinu. Flestir ráðherranna hafa flutt löng erindi og það er einkum Tryggve Lie, sem reynt hefur að verja gerðir stjómarinnar á Svalbarða. Sumir ræðumenn hafa vikið svo langt frá efni manna safnazt saman á flugvell- inum. Fögnuðu þeir nefndinni og hrópuðu: „Við viljum verða aðilar að Malaysíu". Til Jesselton kom nefndin frá Sarawak, en þar hefur hún lok- ið rannsóknum. í Sarawak var nýlendunnar kröfugöngur til nefndinni illa tekið og fóru íbúar þess að mótmæla störfum henn- ar og stofnun Malaysísu. Eftir yfirlýsingu Finns Gustaf sens um að sósíalistaflokkurinn mundi greiða atkvæði með van- traustinu, en vildi nýja stjórn frá verkamannaflokknum og yfirlýsingu forsætisráðherrans um, að hann muni segja af sér, ef vantraustið verði samþykkt, breyttu umræðurnar brátt um svip, urðu óskiljanlegri en áður og fóru víðar um. Finn Gustavsen fær margt orð að heyra úr herbúðum stjórn- arflokksins og þykir ekki sjálf um sér samkvæmur, er hann vill fella núverandi stjórn án þess að vilja veita stjórn borg- araflokkanna stuðning. Það er augljóst, að Finn Gustavsen og samherjar hans geta gert þingið óstarfhæft í mörgum greinum. Margir ræðumenn hafa vikið að því í dag, að nauðsynlegt sé að samþykkja lagaákvæði um þing rof og nýjar kosningar, til þess að komast hjá öngþveitinu er núverandi flokkaskipan þings- ins geti valdið í stjórn landsins. John Lyng, hinn væntanlegi forsætisráðherra borgaraflokk- anna, tók til máls í tvær mín- útur í fyrradag og síðar hafa ýmsir andstæðingar hans í þing inu verið að skora á hann að gera grein fyrir stefnuskrá sinni. Lyng tók svo aftur til máls á fimmtudag og kvaðst ekki sjá ástæðu til þess að birta stefnuskrá fyrr en séð væri hvort sér yrði falin stjórnar- myndun. Umræðunum lýkur ekki fyrr en annað kvöld og verður at- kvæðagreiðslan væntanlega seint um kvöldið. Gerhardsen mun sennilega ekki leggja fram lausnarbeiðni au xorseu neiur orðið að þráminna þá um að í ríkisstjórn getur ekki komizt halda sér við efnið. laggirnar fyrr en eftir helgii — 7. landsþing Framh. af bls. 12 árum. Mætti búast við því, að ríkissjóður, sveitarfélögin og jöfnunarsjóður sveitarfélaga legðu fram fé í þvi skyni. Að lokum kvaðst fjármála- ráðherra hafa skipað nefnd, er tæki lánamál sveitarfélaga til rækilegrar athugunar og legði fram tillögur þar að lútandi. í nefndina hafa verið skipaðir þessir sex menn: Jón Maríasson, formaður stjórnar Seðlabanka ís- lands, Sigtryggur Klemenzson og Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneyt- isstjórar, Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, Ásgrímur Hart- mannsson, bæjatstjóri á Ólafs- firði, og Jónas Guðmundsson, formaður Samibands íslenzkra sveitarfélaga, sem er jafnframt formaður nefndarinnar. Að lokinni ræðu Gunnars Thoroddsens þakkaði Jónas Guð mundsson ráðherranum stuðning hans við málefni sveitarfélag- anna fyrr og síðar með nokkrum orðum. Að loknu hádegisverðarhléi hófst annar þingfundur. Flutti þá Sigurbjörn Þorbjörnsson, rík- isskattsstjóri, erindi um fram- kvæmd tekjustofnslaganna. - Ásbjörn Ólafsson Framh. af bls. 14 lyndi. Ég veit, að Ásbjorn kann mér enga þökk fyrir að ljósta því upp, en ég. veit líka, að það fé, sem hann hefur látið af hendi á þennan hátt, skiptir milljónum nú tvo síðustu áratugina. Oft er þetta af hreinum manngæðum, en ekki nærri alltaf. Stundum held ég að hann geri sér þetta aðeins til gamans til þess að koma ofurlitlu kviki á sviplausa tilveru. Og oft er báðum hvötum blandað saman í leik hans við að láta krónurnar fjúka. Ásbjörn Ólafsson veit að höfð- ingja skal halda með nokkrum kostnaði og horfit ekki í. Fagrir munir, bækur, ríkmannleg húsa- kynni, góðir hestar, fagur borð- búnaður, góð vín, litríkar sam- vistir manna, allt eru þetta sjálf- sagðir hlutir í augum Ásbjarnar Ólafssonar, þegar hann víkur sér undan hinu harða lögmáli sinnar daglegu vinnu. Ásbjörn Ólafsson á það til að halda stórmannlegar veizlur, en fjöldi fasteigna og fljótandi brúttólesta skipta ekki metorðum í sam- kvæmum hans. Þar skipta meiru vitibornar umræður, skyn á skáldskap og fögrum hlutum, mennileg orðsnilld, eða einhver persónuleg íþrótt, sem manni er vegsauki að. Lífsreynsla og mannvit eru þar einnig gildir aðgöngumiðar, jafnvel þó að reynslan sé sótt niður fyrir fág- uðustu þrep borgaralegs tildurs og mannvitið í það mótlæti lifs- ins sem á rætur sínar í eigin hrösun og breyzkleika. Ásbjörn Ólafsson hefur orðið svo skyggn af veraldargengi sínu, að hann megnar að sjá slíka menn og hafa samúð með þeim. Og svo er bezt að láta þessu afmælisspjalli lokið. Mér þykir æði gaman að því að hafa verið samferðamaður og góður kunningi Ásbjarnar Ól- afssonar í rösk fjörutíu ár. Hann var alltaf einn af þeim, sem bregða stórum svip yfir næsta hverfi, hversu smáfellt og útúrdautt, sem það er. Viðskiptagæfa hans hygg ég að byggist á því að hafa alltaf stór mið fyrir augum, en hyggja grandvarlega að öllu smáu í leiðinni. Yfirsvipur per- sónuleikans er markaður af hygg indum, sem kunna fótum sínum forráða og þeirri dirfsku að áræða að sníða líf sitt nákvæm- lega að eigin vild, án þess að biðja nokkurn mann afsökunar á sjálfum sér, né troða nokkurn niður í leiðinni. Til hamingju Ásbjörn! Sig. Einarsson. Sig. Einarsson í Holti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.