Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ 1 ÞriðjudagUT 10. sfcpt. 1963 Færeysk skonnorta sökk við Grænland — áhöfnin, 28 manns, bjargaðist Þórshöfn, Færeyjum, 9. sept. — Einakskeyti til Mbl. — FÆREYSKA skonnortan „Tinga- nes“ rakst á sunnudagskvöld á blindsker í Túnafirði, á vestur- strönd Grænlands. Mikill leki kom þegar að skipinu, og sökk það von bráðar. 26 menn voru með „Tinganes“, og björguðust þeir allir. Það var færeyski línuveiðar- inn „Vesturvon“, sem fyrst kom á vettvang. Skömmu síðar komu á slysstaðinn tvö önnur skip, „Pollur“ og „Venus“, bæði fær- eysk. Áhöfn „Tinganes" er nú um borð í togaranum „Tindholm" og skonnortunni „Hvítabjörn". Er „Tinganes" sökk, voru í skipinu um 160 tonn af saltfiski, en ætlunin hafði verið að halda veiðunum áfram enn um sinn. Gunnar Guðmundsson, framkvæmda- stjori hmtomu- hljömsveit- arinnar GUNNAR Guðmundsson, for- stjóri, hefur nú tekið við fram- kvæmdastjórn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands af Fritz Weiss- happel, sem er veikur í sjúkra- húsi í Vín. Gunnar er söngmað ur góður og hefur lengi verið einn helzti máttarstólpi Karla- kórsins Fóstbræður í söng og fé- lagsstarfi. Hann er útvarpshlust endum kunnur fyrir þátt sinn „Hljómplötusafnið", sem nýtur mikilla vinsælda. „Tinganes" var smíðað í Dan- mörku 1921, var 326 tonn, og búið 200 hesta vél. Eigandi var Skipafél. Færeyjar. Tjón félags- ins er tilfinnanlegt, ekki sízt þar sem þetta er annað skipið, sem félagið missir á þessu ári. Hitt er „Blikur" ,sem fórst við Græn- land í júlímánuði sL MBL. átti í gær samtal við skipafélögin í bænum og innti fregna af skipum þeirra vegna yfirstandandi verkfalls á flotanum. Kom á daginn að í gær voru sjö skip bundin í Reykjavík vegna verkfállsins og 12 skip væntanleg fram að vikulokum, þannig að ef ekki semst um kaup og- kjör far- manna er fyrirsjáanlegt að alls verði 19 skip bundin í Reykjavík um næstu helgi. Allmörg skip eru væntanleg í lok mánaðarins og allt fram í október. Eru þau ýmist í löngum siglingum og koma víða við, eða í slipp til klöss- unar. Ferðir Akraborgar hafa ekki stöðvazt vegna verk- fallsins. Fór skipið til Akra- ness í gær, og fer til Akraness og Borgarness í dag. Hins vegar eru tvö strandferðaskip Skipaútgerðarinnar teppt í Reykjavík. Þá má einnig minna á að hætt er við að síldveiðiflot- inn og síldarverksmiðjurnar úti á landi verði fljótlega oliu laus, ef ferðir þeirra skipa, sem flytja olíu til hafna úti á landi, stöðvast þótt ekki verði nema I nokkra daga. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskipafélagi íslands ér Bakkafoss nú í London og ekki er ákveðið hvert skipið fer þaðan. Brúarfoss er í Reykjavík, Dettifoss á leið- inni frá Dublin til New York, og er hann væntanlegur þang- að 14. þ. m. Losar hann þar og lestar síðan til Reykja- víkur. Fjallfoss átti að fara í morgun frá Hull til Reykja- víkur, og er skipið væntan- legt hingað síðari hluta vik- unnar. Goðafoss fór í gær frá Hamborg áleiðis til Reykja- víkur, kemur á fimmtudag. Gullfoss var væntanlegur til Leith í dag, fer síðan til Kaupmannahafnar. Lagarfoss er á leið til Finnlands, og lestar síðan í Leningrad og Kotka. Skipið kemur til Reykjavíkur 25. þ. m. Mána- foss er á leið til Lysekil og Gautaborgar. Fer skipið trú- lega í slipp þar, þannig að 1 NA /5 hnútor | SnjHoma V Stúrir E Þrumur W/&S, KuUaM ZS* Hifatkit H Hml I *■ £jú Á HÁDEGI í gær var norð anáttin að mestu gengin nið- ur á Vesturlandi og léttskýj- að. Austan til á Norðurlandi yar ennþá norðan strekking- ur og kalsa rigning. í ná- grannalöndunum fyrir aust- an haf var hitinn um 15 stig, en undanfarið hefur hitinn í New York farið yfir 25 stig um miðjan daginn. ... ^ i’ökull E>rfoarfo5s Es'ia. L'iilafel! R^yicjafoSS ^ Éyjafirftj r Hya*safell jökuH«fl 2 Ra.iiferhöfw tilHuil Tjallfoss 3 leií fra Hull íkjalííbreiií á Eíkif. I ‘fceykjavík ^^rYaWfcullj VestmannaeyjUm^ 3 leii \ ►!Wdíb»IfÍWtn i l«í w f) \s- * Kriítiansíund// \ (r.,, n Deltifosi á leii L4l,ht yj.'hk/ ^Amarfdl HamSwatpQJ|e;S ,____ 5elfo« W 1 Holl. TröllJfoíS lan^jb’kull í Hambor^ frá Dublfn til NewYork^ Hamrafell á leii frá 6aku 4 &akkafo55 'i Undon / Sjð skip bund- in í Reykjavík 12 eru væntanleg í vikunni og stöðvast et ekki semst í farmannadeilunni ekki er ákveðið um heim- komu þess. Reykjafoss liggur í Reykjavík. Selfoss er í slipp í Hamborg, fer síðan til Dublin og New York og er ekki væntanlegur fyrr en um miðjan október. Tröllafoss er í Hamborg, fer á miðvikudag til Antwerpen, Hull og Reykja víkur; kemur hér 20. þ. m. Tungufoss fór frá Reyðarfirði í gær til Eskifjarðar, Norð- fjarðar cxg Norðurlandshafna. Skipadeild SÍS veitti þær upplýsingar að Hvassafell væri í Reykjavík. Stapafell kemur til Reykjavíkur frá AustfjarðEihöfnum á miðviku- dag; er nú statt á Fáskrúðs- firði. Jökulfell er á Raufar- höifn, kemur til Rvíkur síðari hluta vikunnar. Litlafell er á Eyjafjarðarhöfnum, kemur til Rvíkur á miðvikudag. Hamra- fell kemur um 14. þ. m. frá Rússlandi. Helgafell er á leið- inni til Delszijl í Hollandi, fer þaðan til Rússlands 17. þ. m. Dísarfell fór í gær frá Christianssund og kemur til Reyðarfjarðar 13. þ.m. Arnar- fell er í Riga fer þaðan 11. til Gdynia og íslands. Skipaútgerð ríkisins skýrði frá því að Herjólfur væri bundinn í Reykjavík og eru því engar áætlunarsiglingar til Vestmannaeyja. Þyrill var væntanlegur á miðnætti í nótt frá Manchester. Esja fór frá Akureyri á miðnætti, og kem- ur til Rvíkur á fimmtudag. Hekla fór frá Þórshöfn kl. 6 í gær og kemur á miðviku- dag. Skjaldbreið er bundin í Reykjavík. Herðubreið var við Langanes í gærmorgun og er væntanleg til Reykjavíkur á föstudag. Munu því allar um og eftir miðja vikuna, ef innanlandssiglingar stöðvast ekki semst um lausn verk- fallsins fyrir þann tíma. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla er í Harlingen í Hol- landi, fer þaðan til London á sunnudag. Þaðan fer skipið til Rotterdam og kemur til Rvíkur 25. eða 26. þ. m. Askja var væntanleg í morgun til Kaupmannahafnar frá Lenin- grad. Skipið kemur til Vest- mannaeyja á laugardag. Hafskip hf.: Rangá liggur bundin 1 Reykjavík. Laxá mun hafa lagt af stað frá Riga í morgun, en skipið á að fara út á land áður en það kemur til Rvíkur. Ekki er ljóst hvort skipið verður stöðvað úti á landi eða ekki fyrr en í Reykjavík, ef til kemur. Jöklar hf.: Drangajökull liggur í Reykjavík. Lang- jökull átti að leggja af stað frá Hamborg í gærkvöldi til Reykjavíkur. Vatnajökull er í Vestmannaeyjum, fer þaðan til Hornafjarðar og síðan kringum landið, og lestar á ýmsum höfnum. Mun hafa fengizt leyfi til þessa. Öldungadeildin ræðir bannið — Washington, 9. september — TIL umræðu kom í dag í öldungadeild Bandaríkja- þings, hvort deildin skuli Iýsa yfir samþykki sínu við samkomulag það um tak- markað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, er gert var í Moskvu í fyrra mánuði. • Kennedy, Bandaríkjaforseti, ræddi í dag við leiðtoga beggja flokka í deildinni, demokrat- ann Mike Mansfield, og repu- blikanann Everett Dirksen. Lagði forsetinn að þeim að hvetja flokksmena sina tii að samþykkja samkon.ulagið. Sá er fyrstur tók til máls við umræðurnar í dag, var formað- ur utanríkismálanefndar, Willi- am Fulbright, og mælti hann með samþykki. Hélt hann því m.a. fram, að samkomulag þetta myndi verða til þess að draga úr ótta og grunsemdum, og spennu kalda stríðsins. Fulbright hélt því fram, að það: mætti ekki líta fram hjá þeirri staðreynd, að engin þjóð myndi lifa af kjarnorkustyrjöld. Lagði hann áherzlu á, að öld- ungadeildin gæfi samþykki sitt. Fyrr í dag birti ein af undir- nefndum deildarinnar skýr-slu, þar sem segir, að samþykld muni hafa óheppileg áhrif á varnir Bandaríkjanna. Til þess að öldungadeildin veiti samþykki sitt þarf% hluta atkvæða. Atkvæðagreiðsla fer fram snemma í næstu viku. Mansfield og Dirksen sögj5u við fréttamenn síðla í dag, að þeir byggjust við því, að tilskilinn meirihluti öldungardeildar- manna væru hlynntir samkomu laginu. — Alsír Framh. af bls. 1 því yfir, að alger eining hefð ríkt um stjórnarskrána í hérai inu Batna. Þetta kvað Kria hlægilegt, því að allir vissu, aí mikillar andspyrnu hefði gæt þar. Spáði Krim því, að Alsír mynd verða „nýtt Kongó“,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.