Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 3
Þriðiudagur 10: sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 3 A SUNNUDAG fór fram frá Hjallakirkju í Ólfusi greftrun beina, sem í fyrrahaust komu upp, er verið var að ryðja með jarðýtu fyrir hafnar- framkvæmdum í Þorláks- höfn. Séra Helgi Sveinsson í Hveragerði jarðsetti beinin, og ræddi þá sögu kirkju- garðsins í Þorlákshöfn. Talið er víst, að um hafi verið að ræða bein tólf manna, sem líklega hafa flest- ir verið sjómenn. Ekki er unnt að geta um nöfn þeirra, sem áttu þær líkamsleifar, sem jarðsettar voru, því bæði skortir kirkjubækur frá þeim tíma er þeir létust og kirkju- garðurinn var sjaldan notað- ur nema þegar um var að Sé»-a Helgi Sveinsson talar yfir beinunum í svartri kistunni fyrir kórdyrum. — kirkjukór Þorlákshafnar. — Ljósm. Sv. Þ.j. vinstri Bein 12 manna úr Þor- lákshafnarkirkjugarði jarðsett að Hjalla í Ölfusi ræða sjórekin lík, sem ekki þekktust. Þó munu vafalaust hafa ver ið þar á meðal bein konu þeirrar, er síðast var greftr- uð .í kirkjugarðinum í Þor- lákshöfn, Sigríðar Gísladótt- ur, er dó 93 ára gömul árið 1819. Sigríður var einsetu- kona í verstöðinni, spuna- og prjónakona, en var líka kunn fyrir askasmíði og lófalestur. Stundaði hún þá prjónaskap- inn og askasmíðina á veturna, en með vorinu fór hún á má ráða, að kirkja hafi fyrst risið í Þorlákshöfn, sem var um Suðurlandsundir- og seldi aska sína og flakk lendið las framtíð heimilismanna lófum þeirra. Er Sigríður var jarðsett hafði kirkja ekki um árabil verið uppistandandi í Þorláks höfn, en hún dó í marzmánuði þegar fannfergi var svo mikið að ekki þótti tiltök að flytja hana langan veg að Hjalla til greftrunar. Ekki er fullvíst hvernig grafreiturinn í Þorlákshöfn hefur orðið til, en af ýmsu eign Skálholtskirkju, um 1300, og var þá helguð heilögum Þorláki. Er kirkjunnar fyrst getið í Vilkinsmáldaga, sem kenndur er við Vilkin Skál- holtsbiskup, sem dó árið 1405. Síðar má sjá dæmi þess, að biskup hafi gefið leyfi sitt til þess að lík, sem ekki var vit- að hvar teldust til sóknar, yrðu jarðsett þar. Ekki er vitað með vissu hvenær kirkjan í Þorláks- höfn var lögð niður, en til er bænarskjal sjómanna í ver- stöðinni til Skálholtsbiskups um að hún verði eigi lögð niður og síðan fyrirmæli bisk- ups til Arnarbælisprests ár- Kistan látin síga í gröfina. ið 1803, um að gripir kirkj- unnar, klukka, kaleikur og messuklæði, skuli afhentir ' öðrum kirkjum í prestakall- inu, þar eð kirkjan í Þor- lákshöfn væri nú ekki lengur uppistandandi. Hins vegar stóð fram yfir síðustU aldamót verbúð í Þorlákshöfn, sem nefnd var Kirkjubúð og sneri dyrum í vestur öfugt við aðrar búðir í verstöðinni. Er ekki ótrú- legt, að sú verbúð hafi verið hlaðin á tóft kirkjunnar. Sögu flestra beinanna mætti þannig trúlega rekja til sjó- slysa, enda hafa þau á liðnum öldum orðið mörg á þessum slóðum og algengt að lík manna sem fórust í lendingu hjá Stokkseyri og Eyrarbakka ræki í Þorlákshafnarvík. Er ekki úr vegi að geta einn ig mestu björgunar sem gerð hefur verið hér við land. Á árunum 1700—1721 geisaði í norðanverðri Evrópu Norður- landastyrjöldin mikla, er Dan. ir, Rússar og Pólverjar áttu 1 höggi við Karl 12. Svíakon- ung. Voru siglingar þá tald- ar ótryggar um norðurhöfin og fylgdu herskip konungs kaupskipunum, sem fluttu varning hingað til lands. í nóvembermánuði 1718 lagði danskt herskip, Gothen- borg, út frá Hafnarfirði með áhöfn á 19. tug manna, en hreppti hið versta veður og rak að lokum upp undir land við Þorlákshöfn. Þá bjó á Hrauni í ölfusi Brynjólfur Jónsson, lögréttumaður, og hélt hann með hóp vinnu- manna sinna að Þorlákshöfn en gat ekkert aðhafzt til björgunar fyrstu dagana vegna veðurs. Að lokum tókst þó að bjarga 170 mönnum af skip- inu, þeirra á meðal skipstjór- anum og prestinum. En það tókst ekki oft svo vel til um björgun, og síðar fara margar sögur af sjóslys- um og mannsköðum á þessum slóðum. Margir sem fórust í þessum slysum voru jarðsett- ir í kirkjugarðinum í Þorláks- höfn. 14-18 tíma sigling í land og 3-4 daga ICindunarbið SÍLDVEIÐI er ágæt 110—140 jnílur A af Daiatanga, var sólar- hringsveiðin í gærmorgun 34.^30 œál, sem skiptist á 36 skip. Upp úr hádegi í gær fóru skip- in að fa síld þarna og voru að veiðum í gærkvöldi. En síðdegis tilkynnti Fanney um þéttar torfur 40 mílur S. af A. frá 150 mílna svæðinu austur af Dala- tanga og voru skip á leiðinni þangað. En mikil löndunarstöðvun er nú á Austíjarðarhöfnum og bíða skipin eftir löndun i 3—4 sólar- hringa eftir 14—18 tíma siglingu í land. Um helgina var illfært norður fyrir Langanes. Þrjú flutningaskip eru í för- um norður fyrir með síld, en þau taka aðeins 10 þús. mál. Stokkvík var fullhlaðin á Seyðisfirði í gær og Baldur í hleðslu. Langanesskipin til Raufar- liafnar. Þau síldarskip sam voru að veiðum 120—140 mílur út af Langanesi komust til Raufarhafn ar, en þar er engin iöndunarbið, í gær enn til ca. 2 þús. mála Framh. á bls. 23 SMSI[INAIt V er zlunarþ j ónusta Alltaf öðru hvoru skjóta upp kollinum umræður um verðlags- höftin. Eins og kunnugt er hef- ur Viðreisnarstjórnin afnumið verðlagshöft á mörgum sviðum og það hefur orðið til þess að vöruframboð hefur stóraukizt og þjónusta við neytendur um leið. Þannig hefur verzlunarrelsi á þessum sviðum orðið til þess að bæta mjög hag neytenda, en þó eru eftir óraunhæf verðlagshöft á nokkrum sviðum, sem afnema þyrfti. Pyrir nokkrum dögum gat Morgunblaðið um sjónarmið „Frjálsrar^ verzlunar". í tímariti samvinnumanna, „Samvinnunni“, er einnig rætt um þessi mál, þar ritar ritstjórinn Guðm. Sveins- son grein, þar sem fram koma svipuð sjónarmið og í grein „Frjálsrar verzlunar.“ Aukin fjölbreytni í grein Samvinnunnar segir meðal annars: .Verzlun á að vera fólgin í þjónustu við þá, sem viðskipti eiga við verzlunaraðilann, það er sá grundvöllur sem byggja verð- ur á — viðskiptamenn verða að geta átt kost þeirrar þjónustu sem þeir æskja. Sé verzlunin ekki rekin með þetta fyrir aug- um, er þar með raskað einni meg inundirstöðu heilbrigðrar verzl- unarþróunar. Augljóst er í nágrannalöndum okkar, hvert sú þróun hefur stefnt. Krafan um aukna þjón- ustu hefur þar verið skýlaus og verzlunaraðilar reynt að bregð- ast við henni á þann hátt, sem þeim hefur reynzt mögulegur. Hafa þeir ekkert til sparað að þjónusta þeirra mætti vera innt svo af hendi. að óskir viðskipta- fólksins að þessu leyti yrðu upp- fylltar. — Það gefur að sjálfsögðu auga leið, að slik aukin þjónusta hefur í för með sér aukin rekstr- arútgjöld verzlananna og hafa þeir sem aukinnar þjónustu nutu því orðið að greiða fyrir hana og ekkert haft við það að at- huga. — Þess hefur þó líka jafn- an verið gætt, að viðskiptamenn ættu völ á milli lægra verðlags eða meiri og betri þjónustu. Sum- ir hafa þá kosið lægra verðlagið og sætt sig við minni þjónustu, en aðrir öfugt. En fáum hefur í nágrannalöndunum dottið í hug að reyna að koma í veg fyrir að almenningur ætti kost hvors tveggja og gæti valið á milli. Hefur þetta orðið til að auka fjöl- breyttni verzlunarinnar og stuðla að heilbrigðari verzlunar- háttum." Aukin sala munaðarvara Síðan er vikið að því, hve ó- heilbrigt það er að takmarka mjög álagningu á nauðsynjavör- um, svo að lítið sé gert til að auka sölu hennar en greiða hins vegar fyrir síaukinni samkeppni um sölu annars varnings. í grein- inni segir: „Víða um heim heyrast nú raddir um það að alltof mikið sé af því gert að skapa mönnum síauknar þarfir, gera þá að neyzluþrælum alls konar þarf- lausra vara. Sé sú þróun harla varhugaverð. Það virðist koma þvert á slíkar hugmyndir, að ís- lenzk stjórnarvöld reyna nú með aðgerðum sínum og áhrifum á verzlunina að beina áhuga verzl- unaraðilanna í landinu að sölu munaðarvara en telja landsmönn- um stafa mesta hættu af því að búið sé á þann hátt að sölu neyzluvara, að kapp skapist um að gera þá þjónustu sem bezta."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.