Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. sept. 1963 MORGUNBLADID 13 HIN nýja Reykhólakirkja í Reykhólasveit í Barðastranda- sýslu var vígð s.l. sunnudag af Sigurbirni Einarssyni, biskupi Margt fólk var viðstatt athöfn- ina eða 300-400 manns. Fréttaritari • Morgunblaðsins Sveinn Guðmundsson, Miðhús- um, v£ir viðstaddur vígsluna og segir svo frá henni: Klukkan 2 hófst athöfnin með því að biskup, prestar og sókn- arnefnd fóru í skrúðgöngu frá gömlu kirkjunni og gengu til nýju kirkjunnar. t>á hófst sjálf vígslan, biskupinn yfir Islandi hr. Sigurbjörn Einarsson vígði kirkjuna. Kirkjukór Reykhólakirkju söng undir stjórn Jóns Isleifs- sonar, söngstjóra úr Reykjavík. Sóknarpresturinn séra Þórar- inn "í>ór predikaði, vígsluvottar voru þeir séra Árelíus Níels- son, séra Jón Árni Sigurðsson, sem báðir hafa verið þjónandi prestar á Reykhólum, séra Sig- urður Kristjánsson, ísafirði, en Prestar ganga úr gömlu kirkjunni með kirkjugripL Fjölmenni var við vígslu hinnar nýju Reykhólakirkju hann er Reykhólasveitungur að uppruna og nágrannaprestur, séra Tómas Guðmundsson Pat- reksfirðL Skírð voru þrjú böm í mess- unni og síðan var almenn altar- isganga. Að lokum söng kór og kirkjugestir þjóðsönginn og meðhjálpari las bæn, þess má geta að meðhjálparinn Ólafur Þorláksson hefur verið með- hjálpari í Reykhólakirkju yfir 30 ár og mun aðeins einu sinni ekki getað mætt við guðsþjón- ustu á Reykhólum öll þessi ár. Margt fólk var viðstatt vígslu athöfnina eða 300-400 manns og var athöfnin öll hin virðulegasta. Síðan var haldið að Bjarkar- lundi og setin veizla í boði Barð strendingafélagsins, þar voru margar ræður fluttar og var hófið hið ánægjulegasta. Arið 1958 var hafist handa um byggingu á nýrri kirkju á Reykhólum. Kirkjan tekur um 120 manns í sæti og er teiknuð af húsa- meistara rikisins Herði Bjarna- syni og innanhústeikriingar hef- ur annazt Sveinn Kjarval hús- gagnaarkitekt. Teikningar allar eru gerðar af mikilli smekkvísi og frumleik. Yfirsmiður við húsbygging- una var Magnús Skúlason, Vog- um, Vatnleysuströnd og með honum hefur unnið Gísli Ingi- mundarson, Reykjavík og má fullyrða, ef þessara tveggja manna hefði ekki . notið .við væri þetta glæsilega guðshús ekki tilbúið til notkunar. Þeir hafa unnið verk sín af trú- mennsku og lítillæti og verður þeim seint fullþakkað. Múrarar að kirkjunni voru Oddur Daníelsson frá Trölla- tungu, Kristján Guðmundssön og Rútur Guðmundsson. Raf- virkjameistari var Einar Stef- ánsson, Reykhólum. Málara- meistarar voru Sveinnn Eiríks- son og Teitur Guðmundsson Reykjavík. Kirkjan er hituð með hvera- vatni og leikur það um röra- kerfi í gólfi kirkjunnar, sem gefur notalegan varma. Tréverk allt, sem smíðað var á verkstæði var gert af Dverg h.f., HafnarfirðL svo sem predikunarstóll, altari, hurðir og gluggar. Pípulagningameist- arar voru: Magnús Kristjánsson og Heiðdal Jónsson, Reykjavík. Þrír framkvæmdastjórar hafa verið við kirkjubygginguna. Fyrstur var Sæmundur Björns- son kaupmaður á Reykhólum, en hann fluttist til Reykjavík- ur. Við starfi hans tók Sigurður Elíason formaður sóknarnefnd- ar, en hann fluttist til Reykja- víkur og við starfi hans tók Ingi Garðar Sigurðsson tilraun- arstjóri, Reykhólum. Kirkjan kostar 1 milljón og 562 þúsundir og af því hefur ríkissjóður greitt 775 þúsundir, sem álag á kirkjuna. Kirkjan gamla var eign Reykhóla, en ríkissjóður á jörðina og hafði I því ríkissj óður ~ endurbyggingar- skyldu á kirkjuna. Gamla kirkj an er orðin 105 ára gömul og var byggð af Ara Hallvarðssyni „snikkara“ frá BörmUm í Reyk- hólasveit og var hann fenginn heim frá Kaupmannahöfn til þess að byggja kirkjuna, en þar var hann búsettur. Gamla kirkjan er orðin mjög úr sér gengin þó að hún á sín- um tíma væri stílhrein og fall- egt guðshús. Safnaðarfólk hefur lagt fram bæði vinnu og peningagjafir, sem mun vera nokkrir tugir þús unda að verðmæti. Sóknarnefnd er skipuð þessu fólki: formaður, Sigurður Elías- son, én hann lætur nú af störf- um en hann hefur gengið þessu starfi þetta ár, vegna óska safn- aðarins. Gjaldkeri er Jón Þórðarson Árbæ og ritari er Ingibjörg Arnadóttir, Miðhúsum. Safnaðarfulltrúi er Eysteinn Gíslason kennari frá Skáleyjum, organisti er Ólína Jónsdóttir Miðhúsum og sóknarprestur er séra Þórarinn Þór prófastur Reykhólum. meðhjálpari Ólaf- ur Þorláksson, Börmu’m. Sam- kvæmt upplýsingum frá sóknar- presti í gær höfðu kirkjunni borist margar góðar gjafir. 1. Prédikunarstóll gefinn af Breiðfirðingafélaginu í Reykja- vík. 2. Skírnarfontur gefinn af Ragnheiði Hákonardóttur. 3. Skírnarskál, gefin af böm- um Hákonar Magnússonar og Arndísar Bjarnadóttur, sem bjuggu á Reykhólum og börn- um Jónasar Sveinssonar og Krist ínar Guðmundsdóttur, sem bjuggu á Borg í Reykhólasveit. 4. Kaleikur, gefinn af Guð- mundi Andréssyni, gullsmið í Reykjavík. 5. Guðbrandsbiblía, gefin af Sigríði Einarsdóttur Miðtúni 70 í Reykjavík. 6. Hátíðamessuskrúði, gefin af. börnum séra Jóns Þorvalds- sonar prests á Stað í Reykhóla- sveit. 7. Messuskrúði, gefin af séra Árelíusi Nielssyni Reykjavík. 8. Kertastjakar á altari, gefn- ir af Steinunni Júlíusdóttur og Játvarði J. Júlíussyni Miðjanesi ReykhólasveiL 9. Krusifix á altari, gefin af séra Arngrími Jónssyni í Odda og konu hans Guðrúnu Hafliða- dóttur. 10. Kertastjaki, gefinn af Ingibjörgu, Ragnheiði, Brand- Framihald á bls. 23 Danski ballettinn frumsýnir í kvöld í K V Ö L D er frumsýning í Þjóðleikhúsinu á gestaleik Konunglega danska ballets- ins. í gær hittu hlaðamenn þjóð leikhússtjóra og balletfólk að máli, þ. á m. Niels Bjþrn Larsen, hallettmeistara, Arne Hammelboe, hljómsveitar- stjóra, Hans Brenaa, leik- stjóra, og Jens Louis Peter- sen, framkvæmda- og farar- stjóra. Petersen skýrði frá því, að Konunglega danski ballettflokk- urinn færi ekki oft í fullkomnar leikferðir, eins og hér væri um að ræða. Eftir stríð hafa aðeins til fimm slíkar ferðir verið farn- ar, tii Lundúna, Edinborgar, Firenze og tvær til Bandarikj- anna. Slíkar ferðir eru bæði mjög erfiðar og dýrar. Larsen ballettmeistari sagði, að áhugi almennings á leikdansi hefði stóraukizt á síðari árum, ekki aðeins í Danmörku heldur og í öðrum löndum Evrópu, og ekki sízt í Bandaríkjunum. Hammelboe sagði aðspurður, að hann væri mjög ánægður með Sinfóníuhljómsveit íslands, en hún leikur með ballettinum, eins og kunnugt er. Þjóðleikhússtjóri sagði, að þetta væri í fyrsta skipti, sem ballett er hér „uppfærður“ með fullkominni hljómsveit og útbún- aði. Nú væri hægt að njóta Kon- unglega danska ballettsins eins vel á fjölum Þjóðleikhússins og í Kaupmannahöfn. ★ Dansararnir eru 52 talsins, en alls koma hingað um 70 manns vegna gestaleiksins. Þessir ball- ettar verða dansaðir: Skógardísin (Sylfiden), róm- antískur ballett í tveimur þáttum eftir August Bournonville, „föð- ur“ danska ballettsins. Ballett- inn er í sviðsetningarútgáfu Har alds Landers. Symfónía í C eftir Balanchine við tónlist eftir Bizet. Leikdans- inn er saminn árið 1947. Náttskugginn (The Night Sha- dow) eftir Rieti. Kóreógrafían er eftir G. Balanchine. Ballett- inn var frumsýndur í New York árið 1946. Tónlistin byggist á óperu Bellinis, „La Sonnam- bula“ (Svefngengillinn). Coppelía, gamanleikdans frá 1870. Tónlistin er eftir Delibes. Hér er of langt mál að telja upp dansarana, en þess má geta, að meðal þeirra eru margir hinna frægustu við danska ballettinn, sem getið hafa sér frægð víða um heim. Frá æfingu danska ballettsins í Þjóðleikhúsins í gærkvöldi. — Ljósm.: Myndiðn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.