Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaguí 10. sept. 1963 William Drummond: MARTRÖÐ 32 Hvað sem því leið, þá lauk komumaður úr glasinu og gekk beint til dyra. Hann var ekki farinn fyrir meiru en tveim mínútum, þegar Bryan kom inn. Dóra veifaði til hans að koma til sín og fór svo með hann inn í skrifstofuna til að segja honum, hvað gerzt hafði. — Þú hlýtur að hafa rekizt á hann í götunni, ef þú ert að koma frá byggingunni? sagði hún. — Nei, ég kom úr hinni átt- inni, svaraði hann. — En ef ég er heppinn, næ ég í hann við síma- skápinn. Hann klappaði Dóru á kinnina. — Vertu bless! sagði hann og var samstundis horfinn. Bryan var hér um bil tuttugu skref frá endanum á hesthúsa- götunni, þegar hann sá hurðina, í símaskápnum hreyfast og mann koma út. Það var ómögu- legt að sjá framan í hann. Bryan tók ekki eftir öðru en göngulag- inu og vaxtarlaginu, sem var karlmannlegt og yfirleitt leit maðurinn út eins og sá, sem hefur vald til að skipa öðrum fyrir, og ætlast til, að þeir hlýði tafarlaust. Þegar Bryan var kominn á enda götunnar, var maðurinn við hornið á Grosvernortorginu, dimmur í skugganum af nýbygg- ingunni en skuggamyndina af honum bar við ljósið á torginu fyrir handan. Hann beygði fyrir hornið og Bryan flýtti sér á eftir honum. Maðurinn var ennþá undir smíðapöllunum. Hann gekk alla leið að hættumerkinu en þá stanzaði hann og dró sig inn und- ir pallana, eins og til þess að forð ast birtuna, aftir því sem hann gæti! Hann var að horfa á eitt- hvað. í fyrstunni gat Bryan ekki séð á hvað hann var að horfa. En þá heyrði hann hávaðann í bíl, sem verið var að setja í gang, Ijósin komu upp og Packardbíl var ekið frá gangstéttarbrúninni. Þetta var bíll Newtons og það var New ton, sem ók honum, en engan far þega hafði hann með sér. Enn var hann að skilja konu sína eftir eina, bjáninn sá arna! Þegar Bryan leit aftur í áttina, var ókunni maðurinn horfinn! Bryan flýtti sér að útidyrunum á húsinu og leit inn í ganginn. Þar var ekkert að sjá. Maðurinn gæti ekki hafa komizt alla þessa leið í tæka tíð, að minnsta kosti. Bryan hljóp aftur að hættu- merkinu. Hann bölvaði. Nú hafði þessi bannsettur bjáni, hann Harry, enn einu sinni gleymt að læsa. Hurðin á skjólþilinu stóð í hálfa gátt. Bryan opnaði hana alveg en í fyrstunni gat hann ekkert séð. Ljósin á torginu köst uðu skugganum af þilinu yjir neðsta gólfið í byggingunni. — Þú þarna! æpti hann. — Út með þig. Hér er bannaður aðgangur! En ókunni maðurinn svaraði ekki, heldur hélt kyrru fyrir í felustað sínum. — Ég sé þig. Viltu að ég af- hendi þig lögreglunni? Því það geri ég, skaltu vita! Eitthvað, sem var dimmara en dimman sjálf hreyfði sig snögg- lega frá skjólþilinu, steig á járn- plötu, svo að glumdi í og hvarf síðan inn um norðurdyrnar á húsinu. Bryan hafði sjálfur lykil að skjólþilsdyrunum. Hann læsti þeim áður en hann hóf eltinga- leikinn. Auðvitað gat flóttamað- urinn sloppið með því að fara gegn um smíðapallana, en þó ekki nema út á götuna og þar átti hann alltaf á hættu að verða séður af fótgangendum eða ak- andi mönnum, að minnsta kosti næstu tvær klukkustundirnar. En Bryan gerði ráð fyrir, að sér tækist að ná í hann fyrir þann tima, og þegar hann gerði það, skyldi hann berja út úr honum játningu um, hvað hann hefði í hyggju. Meðan komumaðurinn var innan endimarka nýbygging- arinnar var hann réttlaust að- skotadýr og lögreglan mundi ekki taka aðrar skýringar gildar en þær, sem Bryan hefði fram að færa. Bryan brosti meinfýsnislega þegar hann fann vasaljós í vasa sínum. Hann notaði það samt ekki til að rata að norðurdyrun- um. Til þess hafði hann næga birtu. Það var betra að láta ekki manninn vita af því strax, að hann hefði ljós. Ean þegar Bryan kom að dyr- unum, rauk allt sjálfstraust hans út í veður og vind. Jafnvel þó hann hefði ljós og kynni bygginguna utanbókar, voru þarna svo margir krókar og kim- ar, að þar var enginn vandi að leika feluleik. Þarna voru til dæmis þrír stigar, hver þeirra í sambandi við marga ganga á hin- um ýmsu hæðum, og veggirnir voru fullgerðir á fyrstu þremur hæðunum, níutíu herbergi, sem sá ókunni gæti falið sig í, auk allra skápa og króka. Það var alveg vonlaust að leita hann uppi. En hann gat tek- ið næstbezta ráðið. Hann gat far- ið upp á fjórðu hæð og haft auga með því, að maðurinn færi ekki að klifra upp á svalirnar hjá frú Newton, eins og hann hafði sjálf- ur gert um daginn. Þarna skyldi hann bíða þangað til þessi ábyrgðarlausi eiginmaður henn- ar kæmi heim aftur og hann gæti afhent honum hana með aðvör- un um, að hættan, sem hún væri í stödd, væri fúlasta alvara. Og svo datt honum jafnframt í hug, að því meiri hávaða sem hann gerði, því betra. Enda þótt náunginn kynni að vera vitleys- ingur, mundi hann.skilja, að und- ankomuleið hans var lokuð og því hafa sig hægan. Hann kveikti því ljósið og gekk upp stigann með brauki og bramli, beindi ljósinu út í hvert horn, í þeirri veiku von að sjá náungann, sem þó ólíklegt var. Svo komst hann upp á fjórðu hæð, þaðan sem hann hafði út- sýni yfir íbúð Newtons en jafn- framt niður á götuna. Nú hefði verið gott að hafa eitt bjórglas, en hann iét sér nægja a, kveikja í pípunni sinni, held- ur en ekki neitt. Hann hafði næstum lokið úr henni, þegar hann heyrði ópið. 22. Kafli. Þegar Byrnes lögreglustjóri loksins hreyfði sig, hreyfði hann sig snöggt. „Flugsveitin" verður komin hingað eftir tíu mínútur, sagði Tony, um leið og hann kom inn með glösin. Byrnes vill, að ég fari út eftir níu mínútur. Við verðum að hafa gildruna opna nógu lengi fyrir hann að ganga í hana. — En ef hann nú kemst upp og hingað inn? — Þú hefur keðjuna á hurð- inni, sagði Tony brosandi. — Þú mátt ekki opna fyrir neinum nema mér. Byrnes bað mig um að biðja þig afsökunar . . . hann var hálf-skömmustulegur . . . og sagði, að hann tæki ofan fyrir hugrekkinu þínu. — Ég er fegin, að hann skyldi skammast sín, svaraði Kit. — Þegar ég sé hann, ætla ég að segja honum, að mér finnist brezka leynilögreglan ekki neitt sérlega aðdáunarverð. Hann klingdi glösum við hana. — Skál fyrir miðnæturflug vélinni! sagði hann. — Og skál Doge-hótelsins! — Og skál stúlkurnar, sem þjáist ekki af skynvillum, þó að hún eigi svona bágborinn mann! — Ég skála ekki upp á það, sagði hún. En ég skal skála við þig fyrir dásamlégum eigin- manni, sem hélt, að hann hefði eignazt kisu, en komst að því að hann var giftur fullorðinni kettu. — Já, með klær! sagði hann, — og beittar tennur. Hann strauk á henni hárið, drakk upp úr glas- inu og kyssti hana svo létt á ennið. — Nú hellir þú í glas handa mér. Og ég ætla að aka kring um torgið og vera kominn áður en hitnar í glasinu. Hún setti keðjuna á hurðina um leið og hann var farinn út, og fór að hugsa um það, hve dá- samlegt það væri að geta boðið hættunni byrgin með þeim, sem maður elskaði. Illska og hatur vær i ekki nema til að fyrirlíta, ef maður sjálfur bæri ást í brjósti. Hún fór út á svalirnar og horfði niður á gangstéttina og sá elsku Tony stíga upp í bílinn. Svo sá hún bílinn hreyfast af stað, fyrst austur með torginu og síðan til norðurs aftur. Það var sniðugt af honum að gera það, fremur en beygja til vesturs og eftir hest- húsagötunni, því að þá gæti kom izt upp um allt saman. En þá mundi hún eftir því, að Tony hafði alveg steingleymt að hringja til veslingsins hans Daníels Graham til að segja honum, að hann gæti þrátt fyrir allt ekki komið í fundinn. Hún hringdi því í skrifstofuna og gat heyrt, að símmn hrmgdi, en fékk bara ekkert svar. Lík- lega var síminn ekki stilltur inn í fundarsalinn og þeir gætu ekki heyrt í miðstöðvarborðinu. Nema henni hefði skjátlazt? Á þessum tíma kvölds gat vel verið, að þeir hefðu viljað halda fundinn á einhverjum þægilegri stað. Eða hún hefði fengið skakkt númer. Það var galli á þessum sjálfvirku símum, að það var aldrei hægt að vita, að maður hefði fengið skakkt númer, nema einhver svarað hinumegin og segði manni það. Hún lagði frá sér símann og gekk yfir að barnum til að smakka á glasinu. sínu, meðan síminn kæmist í lag. Eftir fjórar klukkustundir yrðu þau komin á loft uppi yfir London og gætu horft niður á alla ljósadýrðina og síðan á Ermarsund eins og silfur- band í tunglskininu. En um leið og hún gekk til að reyna aftur að ná í skrifstof- una, tók síminn að hringja. Það kynni ekki að vera hann, en ef svo væri, varð hún að svara. Gildran var spennt. Og hún sjálf var agnið. Það var hennar eigin hugmynd. Og samt hafði hún misst móðinn. Að Tony fjarver- andi var hún ekki neitt. Þá var hún bara kisan en ekki full- orðni kötturinn. Framdyrnar opnuðust og hurð in togaði í keðjuna. -— Kit! æpti Tony. — Það er ég. Ég get aldrei munað eftir þessari skollans keðju. Kir hljóp fram í ganginn, en síminn hélt áfram að hamast. Hún losaði keðjuna og hleypti honum inn. — Ó, elskan min, elskan mín! sagði hún. — Síminn, sagði Tony. Þú verður að svara í hann. Láttu hann halda, að þú sért ein, en sért að látast ekki vera það. Hún hljóp tnn í stofuna og opnaði fyrir útvarpið. Siminn hélt áfram að djöflast rétt ems og hnoðhamararnir i nýbygging- unni á daginn. — Komdu inn og talaðu við mig eins og við séum í samkvæmi, Tony kallaði hun til hans, en Tony heyrði ekki til hennar. Há rödd kom úr útvarp- inu, þegar það var orðið heitt. Hún dró niður í því, stillti það á aðra stöð, þar sem samtal var 1 gangi, og tók síðan upp heyrnar- tólið. — Frú Newton hér! SHtltvarpiö Þriðjudagur 10. septemher. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna': Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. — 19 30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Gérard Souzay syng^ ur lög eftir Schubert. Við hljóð^ færið: Dalton Baldwin 20:20 Frá Afríku; V. ertndi: Löndin á Guineuströndinni (Elín Pálm* dóttir blaðamaður). 20:50 Tónleikar: Sónata nr. 5 í moll eftir Bach (Yehudi Menu« hin leikur á fiðlu, George Mal« colm á sembal og Ambros« Gauntlett á viola dag gamba), 21:10 „María mey og nunnan", smá« saga eftir Gottfried Keller, | Þýðingu Málfríðar Einarsdóttur), (Elfa Björk Gunnarsdóttir). 21:30 Tvö sutt tónverk eftir Ravd (Hljómsveit Tónlistarháskólan* i París leikur; André Clutenj stjórnar). a) „Pavane pour une Infant# défunte/ b) „Albroada del gracioso'*. 21:45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson), 22:00 Fréttir og veðurfregnir,- 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins. (Bergur Guðnason). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. september. 12:00 Hádegisútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna'; Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Lög úr söngleikjum. — 18:50 Tilkynnmgar. 19:20 Veðurfregnir. — 19 30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Tékkneskir listamemi syngja og leika létt lög. 20:15 Visað til vegar: Gengið á fjör» ur (Rannveig Tómasdóttir). 20:45 íslenzk tónlist; Lög eftir Bjarn# Böðvarsson). 21:00 Framhaldsleikrit: „Ráðgátaji Vandyke" eftir Francis Dur» bridge; X. þáttur: Barn hveríurj KALLI KUREKI •*■ Teiknari; FRED HARMAN r \ J TTTfJ x —Þú segir að það fyigi kopar- skjöldur þessu leyfisbréfi? — Já, og fulltrúinn sagði að ég yrði að endurnýja það árlega. .— Láttu mig sjá leyfið. — Ég hef verið svo æstur, að ég hef ekki einu sinni lesið það. — Kalli, ég er að verða svolítið ragur við þetta allt. Það virðist vera svo bindandi að gifta sig. Er eitthvað að leyfinu? — Ha, neineL Auðvitað er það al- veg'í lagL Pýðandi: Elías Mar. — Leik* stjóri: Jónas Jónasson. L*eikend» ur: Ævar R. Kvaran, Guðbjörg t»orbjarnardóttir, FIosi Olaísson, Gestur Pálsson, Vaiaimar Larus^ son, Róbert Arníinnsson, Þóra Borg, Margrét Olaísdóttir, Jó» hanna Norðfjörð og Magnúg Olafsson. 21:35 Tónleikar: Útvarpshijómsveitin f Berlín leikur ballettmúsik úr óperunni „Faust“ eftir Gounod; Ferenc Frisay stjórnar. 22:00 Fréttir og veðurfregnir 22:10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelly Roos; XIII. (Halldór* Gunnarsdóttir). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónliStar* hátíðinni í Monte Carlo í sumar (Ernst Háflinger tenórsöngvari, kór Sankti Heiðveigar kirkjunn« ar í Berlín og hljómsveit Mont# Carlo óperunnar fiytja. Stjóm* andi: Igor Markevitch) a) Sálmasinfónían eftir Stravin* sky. b) Psalmus Hungaricus eftir Kodály. * c) „Daphnis e-t Chloé“, ballett* músik eftir RaveL 23:30 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.