Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. olct. 1963 MÓRCUu*i AfJIÐ 3 í septembersnjd frá Aust- fjörðum til Reykjavíkur FEÉTTAMAÐUR blaðsins átti ferð frá Austf jörðum til Reykjavíkur í síðustu viku, er hlaupið gerði fyrir norðan og austan. Sat hann veður- tepptur í Oddskarði um nætur skeið, en komst síðar í fylgd með fólksbílum yfir Jökui- dalsheiði og Möðrudalsfjall- garða og síðan í góðu færi allt til Akureyrar, utan hvað lítils háttar fyrirstaða var í Namaskarði ofan Mývatns. Undan bílalestinni fór vej- hefill frá Austurlandi oj ruddi veginn allt til Möðru- dals. Nokkur fyrirstaða var síðan í Vegaskarði milli Möðrudals og Víðidals en það- an greiðfært allt að Náma- skarði. Þar var flutningabíll að daga annan, en mátti gef- ast upp sökum hálku. Vestan í Vaðlaheiði var all- mikill snjór, en mestu skaflar höfðu verið ruddir, þó var keðjufæri fyrir fólksbíla allt frá Gilsá á Jökuldal í Norður- Múlasýslu til Akureyrar. Gott færi var um Eyjafjörð og allt vestur á Öxnadalsheiði, en þar var ófært keðjulausum bílum sökum hálku. Rutt hafði verið hindrunum á veg- inum í Blönduhlíð hjá Bólu og Silfrastöðum, en Vatns- skarð var vel fært. Langidalur hafði verið ruddur sama dag og fréttamaður Mbl. fór þar um, en þó var torfært keðju- lausum bílum, einkum næst Blönduósi. Þaðan var færð góð suður yfir Holtavörðu- heiði, utan hvað skafrenning- ur var á heiðinni. Færi var síðan gott til Reykjavíkur. Myndir þessar eru teknar á leiðinni frá Austurlandi, önn- ur í Heljardal milli Eystri- og Vestri-Möðrudalsfjallgarða en hin í Langadal, þar sem snjó- ruðningarnir voru einna hæst- ir. — * vlíylvXv-:1 tMM ■íi SMSTIIM Innra manni snúið út Forystugrein „islendings" sl. föstudag ber ofangreint nafn og hljóðar þannig: „Sagan segir frá því, að tveir þjóðkunnir menn voru ríðandi á ferð. Annar þeirra féll af hest- baki í moldarflagi, og urðu reið- föt hans illa ötuð við fallið. Þá varð félaga hans að orði: Nú snýr þá þinn innri maður út. Eitthvað líkt þessu mun les- endum Þjóðviljans hafa komið til hugar, er þeir lásu blaðið 19. september sl., þ. e. rammagrein þess á baksíðu, er ber fyrirsögn- ina ÞREFAÐ UM SÍLD. Þar seg- ir frá því að rússneskur síldar- viðtökumaður á Seyðisfirði hafi ekki viljað taka við saltsíld þar, — ekki þótt hún fullboðleg vara. Hafi hann „meðal annars kíkt á nokkrar síldar hjá Haföldunni, síldarplani Sveins Benediktsson- ar“, og á þrefið að hafa upphafizt þar. En blaðið hefur meira að segja: „Það þykir engin nýlunda, sam kvæmt reynslu undanfarinna sumra í síldarstöðum fyrir norð- an og austan, að rússneskir mats- menn þykja dómstrangir um gæði síldarinnar og þykja heldur óvinsælir hjá síldarsaltendum, sem þykja Rússarnir svifaseinir til þess að DANSA Á LÍNU VESTRÆNNA BRASKARA (Lbr. hér). Er þar átt við mútu- þægni og hvers konar óheiðar- leika i milliliðastarfsemi“. Það mun rétt vera hjá blað- inu, að rússneskir munu vera - nær einir um að gera ágreining út af verkun íslenzkrar síldar. A.m.k. gera Svíar hann ekki. Og langt er í frá, að rússneskir síld- arskoðunarmenn þurfi að dansa á nokkurri „línu vestrænna braskara", þótt þeir skoðuðu út- flutningsvöru okkar með svipuð- um augum og Svíar og aðrar við- skiptaþjóðir. En öll þessi klausa sýnir svo vel, að ekki verður um villzt, að austrænu línudansar- arnir hafa snúið sínum innra manni út, er þeir taka upp hanzk ann fyrir „rövl“-gjarnan Rússa gegn íslenzkum framleiðendum og framleiðslu“. Afurðalánin í forystugrein „Suðurlands" • 14. sept. sl., sem heitir „Stór- aukin lánastarfsemi búnaðarsjóð anna“, segir m.a.: „Um afurðalánin er oft rætt meðal bænda. Ýmsir halda því fram í hugsunarleysi að afurða- lánin séu lægri nú í landbún- aðinum en þau hafa áður verið. Einnig hafa ýmsir trúað því að landbúnaðurinn njóti ekki jafn góðra kjara og sjávarútvegur- inn í afurðalánum. Þetta er regin misskilningur, bæði land- búnaður og sjávarútvegur fá 55% lán í Seðlabankanum út á afurðirnar, með lægri vöxt- um en gerist hjá viðskiptabönk- unum. Bæði sjávarútvegur og landbúnaður fá svo viðbótarlán í viðskiptabönkunum eftir þvi sem um semst fyrir hvert fyr- irtæki. Bændur óska eftir að fá allt að 90% afurðalán. Má segja að æskilegt væri að það gæti tekizt. Bændur hafa aldrel fengið meira en 67% út á af- urðirnar, ekki heldifr þegar sjávarútvegurinn fékk allt að 90% og Framsóknarmenn vorn við völd. Það sem hér hefur verið á minnzt, sýnir það, að unnið hefur verið að úrbótum í lánamálum landbúnaðarins og mikið á unnizt, þótt ekki hafl enn frekar en áður tekizt aS uppfylla allar óskir bænda I m þessum málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.