Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 16
16 MORC U N B L 4010 ÞcíSjudagur 1. okt. I96V Verzlun til sölu Lítil verzlun í Miðbænum. — Mjög gott húsnæði. — Uppl. ekki veittar í síma, aðeins á skrifstofunni. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Laugavegi 27. — Sölum.: Ólafur Ásgeirsson. Heimasaumur Stúlkur vanar kjólasaum óskast strax. — Upplýsingar hjá verkstjóranum, Skipholti 27, II. hæð. Einbýlishús í fokheldu ástandi á fallegum stað í Kópavogi til sölu. Húsið er 2 hæðir, á neðri hæð eru tvær stofur (önnur mjög stór) eldhús og W.C. auk þvottahúss og geymslu. — Á efri hæð eru 4 herb. og bað. — Bílskúr fylgir. — Mjög skemmtileg innrétting. STEINN JÓNSSON Lögfræðistofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 14951 og 19090. THRIGE Rafmagnstalíur fyrirliggjandi fyrir 200—500 og 1000 kg. Einnig rafmagns-KEÐJUTALÍUR 2ja hraða. Sérstaklega hent- ugar fyrir renniverkstæði og léttan iðnað. LUDVIG STORR 1-1620 Tæknideild. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaSur. Máiflutningsskrifstofa óðinsgötu 4 — simi 11043 Stjórnpultið LAZ-40. Elac s í 1 d a r Skásjáin með hverfanlegum botnspeglum. Elac hefur sjálfvirka leit á öllum skölum. E 1 a c - skásjáin (asdic) hefur á áþreifanlegan hátt sannað yfirburði sína við sfld- arleit í sumar. E1 a c er að sögn sjómannanna sjálfra næmasta tækið, sem nú er í notkun. E 1 a c - tækin nýju virðast vera mjög gangörugg. E1 a c er riðstraumstæki og fæst riðspennan frá Leonardo-straumbreyti, sem er tengdur við skipsspennuna og Elac þess vegna ekki eins viðkvæmt fyrir breytingu er kann að verða á spennu skipsins. Með einum hnappi er hægt að stilla hve margar gráður leita skal í hvort borð, en leitarsviðið getur verið allt frá 20 til 240 gráður. Sjálfleitarann er hægt að nota á öllum skölum, þ.e. 0-200, 0-400, 0-800 og 0-2400 m Með einum hnappi er hægt að auka og mlnka hraða sjálfleitarinnar að vild. HLJÓÐIÐ er bæði með styrkstilli og tónstilli og auk þess rofa, sem má stilla eftir þörfum. Pappírshraðinn er stillanlegur. Pappírseyðsla því hverfandi lítil. Útfarinn gengur 1 meter niður og er því vel laus frá kili, sem og straumkasti frá skipinu. E 1 a c hefur botnspegla, sem hægt er, auk skáleitar, að hverfa niður 30 gráður, allt sjálfstýrt frá hnöppum á stjórnpultinu í brúnni. Á hringskölum og kvörðum er sézt hvert og hve djúpt spegillinn lýsi hverju sinni. Útgerðarmenn og skipstjórar: — Leitið nánari upplýsinga og til- boða hjá oss áður en þér festið kaup á öðrum síldarleitartækjum. Sturlaugur Jónsson & Co. Vesturgötu 16. Sími 14680. Berklavörn í Reykjavík gengst fyrir kaffisölu á berklavarnardaginn þann 6. október n.k. í húsi S.Í.B.S. að Bræðrabörgarstíg 9. — Þær konur, sem vildu gefa kökur tali við Guðrúnu Oddsdóttur, skrifstofu S.Í.B.S., sími 22150 eða Fríðu Helgadóttur, Ásvallagötu 63, sími 20343. Stjórn Berklavarnar. Selt|arnarneshreppur Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld í Seltjarnarnes- hreppi fyrir árið 1963 liggur frammi í skrifstofu Seltjarnarneshrepps frá 30. sept til 13. okt. 1963. — Kærur útaf útsvörum ber að senda til sveitarstjóra, en útaf aðstöðugjöldum til skattstjóra Reykjanes- umdæmis, eigi síðar en 13. okt. 1963. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. Skrifstofuhúsnæði ásamt góðum geymslum til leigu í Miðbænum. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Október — 3447“. lítboð Tilboð óskast í sölu á stýri- og mælitækjum fyrir dælustöðvar Hitaveitu Reykjavíkur. Utboðsgagna má vitja í skrifstofu vora, Vonar- stræti 8, gegn 300 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Atvinna Kópavogi Óskum eftir að ráða plötusmiði, vélvirkja, rafsuðu- menn og verkamenn við skipasmíðar. Öll vinna innan húss. Ennfremur viljum við taka nema í plötusmíði og vélvirkjun. Slálskipasmiðjan hf. v/Kársnesbraut, Kópavogi. Kór kvennadeildar Slysavarnarfélagsins óskar eftir nokkrum góðum söngröddum. — Uppl. í síma 15158. Stúlka óskast til símavörzlu og sendiferða á skrifstofu KRON. — Upplýsingar á skrifstofunni. Kron Laus staða Hjá landssímanum í Reykjavík er laus 9. fl. staða. Byrjunarlaun kr. 6610,00, lokalaun kr. 8040,00. — Góð vélritunarkunnátta ásamt kunnáttu í dönsku og ensku nauðsynleg. Frekari upplýsingar hjá ritsíma- stjóranum í Reykjavík. Umsóknir sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 15. október n.k. Póst- og símamálastjórnin. 23. september 1963.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.