Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUN*»» 4GID Þriðjudagur 1. okt. 1963 BRJALADA HÚSID ELIZABETH FERRARS --- — Hræðilegir! sagði rödd að baki þeim. — Já, þeir voru svei xnér hræðilegir. Litli maðurinn í stuttbuxun- um og flegnu skyrtunni skellti sér niður í grasið við hliðina á Toby. — Viltu sjá, Lisbeth, sagði hann, — lappirnar á mér eru að verða dekkri og dekkri, en samt eru þær ennþá ljósari en buxurn ar mínar. Ég held ekki að þeir nái þeim nokkurntíma. Ég vildi að þær gerðu það. Mið langar svo til, að hvorttveggja sé eins á litinn. Mér hefur verið að detta í hug að bleikja buxurnar. Held urðu, að það dygði að þvo þær úr sjóðheitu vatni? Hún svaraði þurrlega: — Því býst ég ekki við. Toby greip fram í: — Hvað var athugavert við drykkina? — Já, drykkina, svaraði Regin eld Sand. — Það var ekkert að þeim. Ég á við ekkert, sem gæti vakið áhuga yðar. Þeir gerðu engum neitt. Þeir voru bara svo andstyggilegir á bragðið. — Það átti að vera Cinzano og sóda í þeim, sagði Lisbeth, — en bragðið var eins og af . . . sótt- hreinsunarmeðali eða einhverju þessháttar. — Sannast að segja, sagði Sand, — þá fór ég inn í húsið af forvitni, og smakkaði á þvi, sem látið var í þá, og það var alit í lagi, svo að ég held, að eitthvað hafi verið athugavert við ísinn. Þú sérð, Lisbeth . . ég heid ég verði að ráðgast við hann Colin Gillett um þessar buxur. Hann hlýtur að geta fund ið eitthvert efni til að bleikja þær. — Það minnir mig á annað, viðvíkjandi Lou, sagði Toby. Hvar var hún um eftirmiðdag- inn, fram að hálffimm? —Hún var hérna úti í garðin- lim hjá okkur hinum. — Allan tímann? — Já. Nema rétt meðan hún var að sækja drykkina. — Og tók annaðhvort ykkar eftir því, að hún skildi nokk- urntíma veskið sitt við sig á þessum tíma? Þau þögðu bæði og hugsuðu sig um. — Nei, sagði Lisbeth. — Sann- ast að segja tók ég alveg sérstak- lega eftir því, að hún héít um það, rétt eins og það hefði inni að halda alla aleigu hennar. — Þetta er alveg rétt, sagði litli maðurinn. — Eg tók líka eft- ir þessu sama. Eg hélt að . . . Nei, Lisbeth! Þarna er þá Colin. Þau litu öll við. Colin Gillett kom í áttina til þeirra og var enn í sömu rifnu skyrtunni og blett- óttu flúnelsbuxunum, sem daginn áður. Hann stanzaði fyrir framan þau. Þegar Lisbeth spurði hann, hvert hann h'efði horfið, starði hann á hana, eins og hann skildi ekki neitt. Nú var andlitið ekki lengur fjörlegt, heldur eins og tært. Það var rétt eins og það væri að beiðast hjálpar. Og aug- un voru þreytuleg. Auk þess var hann órakaður. — Þú ert meiri bjáninn, sagði Lisbeth. — Hvar hefurðu venð allan þennan tíma? — í rannsóknarstofunni, svar- aði hann ólundarlega. — Hvað? Alla nóttina? — Já, alla nóttina. — Og til hvers, ef ég má spyrja? -— Eg var að vinna. — Alla nóttina? endurtók hún háðslega. — Já, alla nóttina. Hann næst- um hrækti út úr sér orðunum. — Eg var að minnsta kosti búinn að svíkjast um lengur en ég mátti. En þegar þessi lögreglustjóra- bjáni fór að gefa í skyn, að hann ætlaði að halda okkur hérna alla nóttina, stakk ég af. — Þú vinnur ekki venjulega á nóttunni, er það? sagði Lisbeth — Eg held, að þú hafir farið af- skaplega heimskulega að, Colin. Þessi lögreglumenn voru alls staðar að leita að þér. — Þá eru þeir bjánar að geta ekki fundið mig. Ekki var ég í felum. — Neei, en það lítur út eins og þú hafir verið það, sagði Toby. Ungi maðurinn leit til hans reiðum, þreyttum augum. — Rannsóknastofan er sá eðlilegi staður fyrir mig að vera á. — Jú, ætli ekki það, sagði litli maðurinn í stuttbuxunum, hugg- andi. Þú þarft alltaf að vera að athuga þessar tilraunir, er ekki svo? En mér finnst það nú samt óklókt af þér að láta ekki til- raunirnar eiga sig í þetta sinn. Hefurðu komið í kofann aftur? — Nei, sagði Colin Gillett. — Eg kom beint hingað. Eg þarf að tala við hana Evu. Hvar er hún? — Hjálpi mér vel! sagði Lis- beth. — Þá hefurðu engan morg- unmat fengið? Hann hristi höfuðið kæruleys- islega. Hún flýtti sér að standa upp — Þá skal mig ekki furða þó að þú sérst ekki alveg klár í höfð- inu. Komdu með mér, ég skal reyna að útvega þér kaffi, og þær í eldhúsinu gætu jafnvel bætt við svolitlu af eggjum og fleski, ef maður fer rétt að þeim. En hann endurtók ólundar- lega: — Hvar er hún Eva? — Einhversstaðar inni i hús- inu. Komdu! — Gillett . . . sagði Toby. Ungi maðurinn ætlaði að fara að snúa sér við en hætti við það. Allt í einu kom áhugasvipur á andlit- ið. — Þú varst hér í gærkvöldi. Hver í fjandanum ert þú? Lisbeth svaraði fyrir hann. — Hann er einskonar þremenning- ur við lögregluna, en lögreglu- stjórinn er ekkert hrifinn af frændseminni og vill losna við hann. Komdu nú og hresstu þig svolítið á einhverju. — Gillett, sagði Toby, — ef ég væri í þínum sporum, skyldi ég gefa mig fram við lögregluna, strax og ég væri búinn að fá eitt- hvað í svanginn. Þú skalt segja, að þér þyki fyrir þvi, að þú skyldir stinga svona af, en þú hefðir bara ekki haft grun um, að þeir vildu tala neitt við þig. Segðu þeim svo af tilrauninni, eða hvað það nú var, sem þú varst að gera í rannsóknarstof- unni alla nóttina, segðu þeim nógu mikið og helzt sem mest af því, sem þeir skilja ekki, og segðu svo, að þú sért reiðubúinn að svara þeim spurningum, sem þeir vilji leggja fyrir þig. Colin Gillett gekk burt, án þess að svara. Toby hætti að hugsa um öll vandræði mannkynsins og beindi athygli sinni að heiðum himnin- um. Hann hallaði sér aftur, þang að til hann lá endilangur í gras- inu. Skammt frá honum var litli maðurinn að troða í pípu sína. Toby horfði á það, sem kring- um hann var, en gat samt ekkí fest athyglina við neitt sérstakt. Allt í einu sagði hann: — Hvaða álit er á þessum unga manni, svona almennt tekið? — Hana nú . . . ég vissi al- veg, að ég hafði gleymt ein- hverju. Eg ætlaði einmitt að spyrja hann um stuttbuxurnar mínar. Almennt tekið? segirðu. — Jú, hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum mánuðum og Eva tók hann strax að sér og sagði, að hann væri dásamlegur, en nú segir hún bara, að hann sé van- þroskaður. Max Potter segi^, að hann sé ekta nútíma-vísindamað- ur. — En segir þá Gillett nokk- uð um Potter? — Seisei já, hann segir alveg það sama um hann. Toby skríkti ofurlítið. En áður en hann kæmi upp nokkru orði hélt litli maðurinn áfram; hálf- hvíslandi: — Æ, guð minn góður, ég vildi að ég væri kominn eitt- hvað annað. — Hvað er svo sem að hérna? spurði Toby. — Það er hann Max. Ó guð minn góður, ég fæ þær undarleg- ustu tilfinningar þegar sá mað- ur er einhversstaðar nærri. Þá finn ég, að allt mitt líf hefurius. Og til hvers á ungur maður ekki verið annað en marklaus draumur. Hana nú! Nú geturðu talað við hann! Svo stökk hann á fætur og þaut inn í húsið. Toby reisti sig við og stóð upp, og áð- ur en hann heilsaði, athugaði hann vandlega manninn, sem kom í áttina til hans. Max Potter var um hálffimm- tugt. Meðalhár og frekar þrek- inn, sterklegur en þó dálítið fa_r inn að fitna. Fötin voru úr grófu efni og fóru illa, skyrtan úr bláu flúneli og bindið dökkrautt. And litið stórt og fölt og einkennilega líkt og á krakka. Það var einhver hálfkarraður svipur á öllu and- litinu, eitthvað barnalegt í augna ráðinu, og eitthvað við varirnar, sem hefði vel átt heima í barna- vagni. En augun voru mjög gáfu- leg og munnsvipurinn sterkleg- ur. Maðurinn var fjörlegur, rétt eins og hann hefði aldrei þekkt til þreytu, og órólegur, eins og hann hefði aldrei haft af hvíxd að segja. Mikið rautt hár hékk niður á ennið að framan og nið- ur á kragann að aftan. Á sterk- legum höndunum, sem þó voru vel lagaðar, voru neglur, sem voru nagaðar en með svörtum röndum undir. Max Potter skoðaði Toby jafn ófeimnislega og Toby hann. — Þér eru lögregluspæjari? sagði hann. — Eg er bara kunningi Lou Cappel, sagði Toby. — Er það svo? Hversvegna tók litli maðurinn til fótanna, þegar hann sá til mín? Yar hann að tala um mig? — Nei, við vorum að tala um hann Gillett. — Já, einmitt. Eg botna held ur aldrei í þeim manni. Botna yfirleitt ekkert í þessum ungu mönnum. Allir fara þeir i vís- indi, hver sem ástæðan nú kann að vera. En hann er hroðvirkur, með ótamdar gáfur og tilfinn- ingar eins og hjá óþroskuðurn unglingi. En hann leikur merki- lega vel á píanó, einkum ef hann finnur ofurlítið á sér. En viil helzt ekki leika annað en Sibel- að vera að leika Sibelius? Max Potter horfði á Toby með bláum, barnslegum augum eins og hann væri að leggja fyrir hann ein- hverja mikilvæga spurnmgu. Toby hristi hægt höfuðið, eins og til að gefa til kynna, að spurn ingin væri honum ofvaxin. — Eg skil heldur ekkert í þess- um litla kalli, hélt Max Potter áfram. Það sem hann gerir, er aðdáunarvert, en þetta er engin sál. Eg skil ekkert í þessum lista mannakauðum. Einhverja sál hljóta þeir að hafa, að minnsta kosti geta þeir komið henm á pappírinn. En ef talað er við þá, finnst þeim það alltaf vera per- hónuleg móðgun. Hvernig ber annars Eva sig? Stendur hún sig vel? — Eg veit eiginlega ekki, hvernig maður stendur sig vel, þegar morð er annars vegar, sagði Toby, — en líklega gerir hún það nú samt. — Það er gott, það er gott. Eg skil nú heldur ekkert í henni, skiljið þér. Eintómar taugar. Og svo er hún að lesa sálarfræði, líklega til þess að komast að því, hvað að henni gangi. Því er fólk líka að gleypa í sig þessa sál- fræðiþvælu? Til hvers? Aftur urðu bláu augun að einu spurn ingarmerki, en röddin hélt áfram jafnt og þétt: — Þekkið þér Sandor í Grikkjastræti? Þar fékk ég prýðisgóða glás í gær- kvöldi. Góð glás er ekki á hverju strái — ekki eins og hún getur verið bezt. En þessi var góð. Eg ætla að fara þangað aftur. En segið þér ekki litla kallinum af henni. Mér er meinilla við að rekast á fólk, sem ég þekki, nema samkvæmt umtali. Nú, jæja, hvar ætli Eva sé? Það þætti mér gaman að vita. Eg kom til að hitta hana. Annars veit ég svo sem ekki, hvað ég get gert til gagns, ég get aldrei skilið tilganginn með því að draga alla kunningja sína á vettvang, ef eitthvað er að. Nú, maður kem- ur nú samt. Það getur að minnsta kosti ekki gert illt verra. Já maður kemur nú samt. Eg ætlaði að ná tali af manni í gærkvöldi KALLI KÚREKI ’—X— —iK— —^— Teiknari; FRED HARMAN CMON* WE (JöTTA meet th'ol’-timee J AT BART BEOMLEV'S EAMCH AN' pay s BART HIS SHAEE' THEb WE’LL CEPORT^ TH’ HOLP-UP TO TH SHEglFF/J~ Kalli og Litli Bjór sleppa úr um- sátrinu þegar Kalli kastar hnakk- töskunum sínum til þess að leiða athygli ræningjans frá þeim. Hann er daufur og dapur í bragði vegna þess að töskurnar eru tómar. — Hann er að fara, hann kemur mér kunnuglega fyrir sjónir, en hann er of langt í burtu til þess að ég þekki hann. Það sem mestu máli skintir er að peningarnir eiu a oruggurn stað. Hver sem hefur njósnað um skrif- stofu Joe Miggs, þá sá hann mig ekki láta þann gamla fá hnakktöskurnar. Komdu, við verðum að hitta þann gamla hjá Bart Bromley og borga Bart sinn hluta. Svo skulum við til- kynna lögreglustjóranum umsátrið. 31tttvarpiö Þríðjudag:ur 1. október. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:20 Erindi: Jökulganga eftir Símon Grabowski (Andrés Björnsson þýðir og flytur). 20:45 Tónleikar: „Palestina", þrír for* leikir eftir Hans Pfitzner (Fil« harmoníusveit Berlínar leikur; Ferndinand Leitner stj.). 21:10 „í apríl“f smásaga eftir Toiv® Pekkanen, í þýðingu Stefáns Jónssonar rithöfundar (Jón Að« ils leikari). 21:30 Tónleikar: Monique Haas leilc« ur á prelúdíur eftir Debussy. 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). — 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.