Morgunblaðið - 01.10.1963, Side 22

Morgunblaðið - 01.10.1963, Side 22
29. MORGUNQLAÐIÐ T>riðjudagur 1. olct' 1963 KR vann ÍBK eftir 85 mín. harða baráttu Keflvíkingar Ijón gegn ísl. ISLANDSMEISTURUM TCR og bikarmeisturum frá síðasta ári tókst 28 mín. fyrir leikslok að jafna leikinn við ákafa og æsta Keflvíkinga og 6 mín. fyrir leikslok tókst íslandsmeisturun- um að tryggja sigurinn. Allan tímann var barizt ákafar og af meiri æsingu en þekkzt hefur utt langt skeið í forareðju Mal- arvallarins eins og hún getur verst orðið svo að leikfært sé. En það fór ekki á milli mála að það liðið sem leikið hafði betri knattspyrnu fór með sigur af hólmi. En það fór ekki framhjá neinum að Keflvíkingar ætluðu sér að vinna, eða selja sig dýrt, og það gerðu þeir svo sannar- lega með krafti og á stundum meiri ákefð en góðu hófi gegndi. Barátta liðsins í heild var dæmi um það hvernig lið getur magnast að kyngikrafti þegar sigurs er von. Það var ósvikin bikarstemn- ing meðal leikmanna og áhorf- enda í byrjun og hélzt raunar allt til loka því leikurinn var þrunginn spenningi. Sú stemn- ing var þó skemmd er á leið af einum manni í stúkunni KR byrjaði af fullum krafti og eftir 3 mín. lá knötturinn í neti ÍBK. Það var eftir að auka- spyrna var tekin á vallarmiðju, gefið var út á hægri kant til Gunnars Fel., sem sendi fyrir, tveim varnarmönnum ÍBK mis- tókst og Ellert stóð einn Og ó- valdaður með knöttinn og af- greiddi örugglega í netið. 3 mín. siðar skorar Ellert aft- ur, en markið er dæmt rang- börðust, sem meisturunum stöðumark sem ekki skal dregið í efa, því stúkugestir gátu engan veginn fylgzt með því. Á fyrsta kaflanum virtust KR- ingar hafa tögl og hagldir í leikn um þó Keflvíkingar berðust af miklu og skemmtilegu fjöri. Svona komu tvær aukaspyrn- ur sem nýttust 100% fyrir Kefla- vík. íslandsmeistararnir stóðu ráð- þrota gegn. Á 13. mín lagði h. innherji IBK knöttinn að marki KR úr 25 m. aukaspyrnu. Jón Jóhannsson varð Heimi mark- verði fyrri til og fékk ýtt í net- ið af örstuttu færi. ★ Tvær örlagaríkar auka- spyrnur. Þremur mínútum síðar er aft- ur aukaspyrna á KR af vítateigs línu um 3 m frá endamörkum (spyrna sem kannski hefði átt að dæmast víti) Sig. Albertsson framkvæmir spyrnuna, varnar- veggur er í marki KR en boltinn flýgur yfir alla og Heimir mark- vörður hreyfir ekki hendi við sendingunni og í markið flaug boltinn ósnertur. Keflavík hafði forystu 2—1. Þetta breytti leiknum úr knatt spyrnuleik í æsingaleik þar sem ekki var hugsað um neitt nema aukna forystu annars vegar, hvað sem það kostaði, og hins vegar í hefnd — að jafna og vinna. Bæði lið urðu sek um óhóflega grófan leik og gengu þó Keflvíkingar þar langtum framar, enda var meirihluti auka spyrna dæmdur á þá og átti þó dómarinn ekki sjö dagana sæla. Ellert skorar hér sigurmarkið hans og ferð knattarins. Vaxandi spenningur. í síðari hálfleik var spenning- urinn vaxandi. Mínúturnar liðu og Keflavík hafði forystu. Aldrei fór þó liðið allt í vörn heldur lék allan tímann sömu leikað- ferð, að vera fljótir á knöttinn, eyðileggja spil KR og láta ein- AKURNESINGAR gersigruðu Valsmenn í undanúrslitum Bik- arkeppninnar og „flugu“ inn í úrslitaleikinn, létt, leikandi og mjög verðskuldað. Næstum í hvaða leikstöðu sem var báru Akurnesingar af Valsmönnum. Þó var leikurinn aldrei nema í staklinga sína um að reyna að skora, án sameiginlegs átaks. Á 11. mín. sendi KR boltann í net IBK en það var dæmt ógilt vegna hendi. Á 17. mín jöfnðu KR-ingar löglega. Aukaspyrna var tekin á vitateig IBK, spilað í teig þeirra, nokkrum upphlaupum sem Skagamenn áttu, hraður. Þetta var „gönguknattspyrna“ en allt sem sýnt var af góðri knatt- spyrnu sýndu Akurnesingar og 6 sinnum renndu þeir knettinum í net Vals móti 1 svarmarki undir lokin. Ef úrslitin hefðu átt að vera önnur þá væri það fleiri mörk Akranesmegin á reikningnum. Fyrsti stundarfjórðungurinn var jafn en þá átti Ingvar skot í stöng Valsmarksins. Það var eins og fyrirboði. Á 20. mín lék Þórður Þórðar upp kantinn, gaf inn á til Skúla sem sendi vel fyrir mark og Irigvar var vel á verði og skallaði í netið. Þremur mín. síðar lék Ingvar upp kantinn, gaf inn á til Skúla sem að vísu var rangstæður, en með því fylgdist línuvörður ekki og Skúli renndi knettinum framhjá Björgvin markverði. Þessum tveimur mörkum svör uðu Valsmenn með heldur lin- Gunnar Fel sendi til Ellerts og Ellert skoraði örugglega með föstu skoti. Síðan komu æsandi augnablik við bæði mörkin. Bjarni Fel. bjargaði á síðustu stundu er h. útherji var kominn einn ínn- Framh. á bls. 23 um upphlaupum og áttu nokkur háskot og skalla að marki Akra ness sem Helgi tók stundum létt, stundum naumlega en allt af öryggi. Á 39. mín skoraði Þórður Þórðarson þriðja markið úr skáfæri og kom varnarmaður Vals síðast við knöttinn en fékk ekki bjargað. Fjórða markinu var bætt við fyrir hlé. Skúli Hákonar einlék upp allan kantinn hægra megin og sendi vel fyrir. Þórður var þar fyrir og afgreiddi knöttinn með laglegri sneiðing með höfði í markið. Reyndar var með 4—0 í fyrri hálfleik gert út um leikinn, en Skagamenn áttu af og til þessar snörpu sóknartilraunir sem sköpuðust ekki sízt með hreyf- anleik Þórðar miðherja ýmist út til vinstri eða hægri. Rauf það vörn Valsmanna algjörlega. Skagamenn bættu tveim mörk- um við á svipaðan hátt með kantspili og hreyfanleik. Þórður einlék upp kantinn á 19. mín- og skaut einu af sínum snöggu og óvæntu skotum sem sjást ekki í ísl. knattspyrnu í dag Framh. á bls. 2. Akurnesingar tóku spretti og unnu Val 6:1 Nýliðarnir í 1. deild: Eysteinn Guðmundsson, fyrirliði, Ómar Magnússon, Ólafur Brynjólfsson, Jón Björgvinsson, Eyjólfur Magnússon, Guttormur Ólafsson, Helgi Árnason, Axel Axelsson, Haukur Þorvaldsson, Jens Karlsson, Þorvariur Björnsson, Simoniy Gabor, þjálfari liðsins. Þróttur í 1. deild ÚRSLITALEIKURINN i II. deild milli Þróttar og Breiðabliks for fram á grasvellinum í Ytri-Njarð vik á laugardag og endaði með stórsigri Þróttar. Það má helzt likja þessum leik við leik katt- arins og músarinnar. Yfirburðir Þróttar voru slíkir að það verð- ur að teljast átakanlegt að svo •jaín leikur skuli ráða úrslitum um hver hreppir sæti í fyrstu deild árið 1964. Við manni blasir sú óhugnan- lega staðreynd að breiddina vantar algjörlega í íslenzka knattspyrnu. En við hverju er að búast þegar litið er á aðstæð- urnar sem þessir piltar verða að búa við. Hvorugt þessara félaga á eigin æfingavöll og úrslitaleik urinn í deildinni verður að flytja úr höfuðborginn og suður a Reykjanes. En snúum okkur að leiknum sjálfum. Þróttur hóf sókn þegar á fyrstu mínútu og á 3. mín. átti Haukur stangarskot af 25 metra færi. Fjórum mín. síðar einlék Axel upp að endamörk- um og gaf fyrir til Hauks, sem var vel staðsettur og afgreiddi knöttinn í netið. Á 9. mín. tók Þróttur auka- spyrnu af hægri kanti. 30 metra skot sem markvörður Breiða- bliks hálfvarði, en, missti knött- inn fyrir fætur Hauks, sem skor aði auðveldlega. Og þannig komu mörkin á færibandi, en voru þó of fá miðað við ótelj- andi tækifæri, sem Þróttur mis- notaði. Stangarskotin voru alls 5 í leiknum, en tvö markanna komu úr vítaspyrnu er dæmdar voru vegna hendi. Haukur skoraði 3 mörk, Axel 2, Ómar 2 og Þorvarður og Jena sitt markið hvor. Breiðablik komst tvisvar I leiknum í sæmileg marktæki- færi, en mistókst í bæði skiptin. Leikmenn Þróttar áttu flestir góðan dag, enda auðvelt að kom- ast í „stuð“ gegn jafn veikum andstæðingi. í liði Breiðablikj sýndi Reynir að hann væri lið- gengur í hvaða I. deildar lið sem er. — BÞ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.