Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 3
Fostudágur 25. okt. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 3 Krossmn á myndinni sýnir þar sem Júní strandaði út af Lambhúsaílögu. Oarðakirkja á Álftanesi er fremst á mynd- inni. — Ljósm.: Gísli Gestsson. Afþakkaði dráttarvírana — komst út af eigin rammleik sendi á rettvang Björgunar- sveit Ingólfs, sem var á staðn- um unz Júní náðist út, svo og björgunarbátinn Gísla Jóhn- sen. Hann sneri þó aftur Ul Reykjavíkur um nóttina, ear Framh. á bls. 22 Togarinn Júní stiandaði við Lambhúsa- flögu — 1V2 sjómílu frá Hafnarfirði TOGARINN Júní, GK-345, eign Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, strandaði á skeri við Lambhúsaflögu út af Garða- hverfi um kl. 12,10 í fyrrinótt, er hann var að leggja af stað í söluferð tilx Grimsby. Júní tókst að komast á flot aftur um kl. 7,30 í gærmorgun af eigin rammleiks Athugun leiddi í ljós, að skemmdir voru nær engar og sigldi Júni upp úr hádegi til Englands. Júní lagði frá bryggju í Hafnarfirði um kl. 12,00 í ó- veðrinu i fyrrinótt undir stjórn Hauks Hallvarðssonar, stýrimanns, en skipstjórinn Halldór Halldórsson, var í fríi. Nokkru eftir að komið Þökkuðu fyrir að hitta í hátinn í sjóinn strax og við vorum komnir út fyrir Akurey. — Það var mjög livasst og báran kröpp og var keyrt í hana. Strákunum fannst bát- urinn Iáta illa, þeir hentust upp og voru eitthvað að tala um, að þeir mættu þakka fyrir að hitta á bátinn þegar þeir kæmu niður aftur. Ann- ars fer Gísli Johnsen vel í sjó og strákarnir eru allir eitthvað vanir til sjós. — Sendirinn á talstöðinni var bilaður, svo við gátura ekki kallað út. Þegar við vor- um komnir út að Gróttu heyrði ég í talstöðinni á sam tal skipstjórans á Júní. Hafn- aði hann aðstoð skipa, sem voru hjá togaranum, kvað ekki hættu vera á ferðum og reynt yrði að ná Júní út af eigin vélarafli um morguninn. — Eftir að Ijóst var, að okkar yrði ekki þörf, var ákvörðun tekin um að snúa aftur til hafnar. Það var ó- þarfi að berjast gegn báru og vindi fyrst ekki voru not fyr ir okkur. Við vorum um þetta leyti út af Gróttu. Veðr ið var einna verst þá, lík- lega um 10 vindstig. — Við komum inn um kl. 4.30 um nóttina. Þá var veðr- ið heldur tekið að lægja. l .!W.M.,l,W! J>.|. .1. var út fyrir hafnarmynnið var sett á hálfa ferð. Þegar siglt hafði veri, í ca. 10 mínútur (1,5 sjómílu) tók Júní niðri. Reynt var að ná togaranum út með því að setja á fulla ferð aftur á bak, en allt kom fyrir ekki. Júní var strandaður á skeri undan Lambhúsaflögu út af Garða- hverfinu. Valhúsabauja var Ijóslaus og hefur verið svo nokkurn tíma. Hálffallið var út á þessum tíma. Haft var samband við út- gerð togarans og skipstjórann. Bæjarútgerðarbáturinn Örn Arnarson kom á staðinn til að veita aðstoð, svo og Stapa- fell, sem var í Hafnarfjarðar- höfn, en Júní er tryggður hjá Samvinnutryggingum. Einnig kom báturinn Leó á strand- staðinn og Þorsteinn þorska bítur og María Júlía var í grenmlitmi ef með hefði þurft. Slysavarnafélag í s 1 a n d s Baldur Jónsson. Bförgunarsveifin var reiðubúin í fjörunni Lárus Þorsteinsson BJÖRGUNARBÁTURINN Gísli Johnsen var kallaður út í fyrrinótt, ef svo skyldi fara að togarinn Júni þyrfti að- stoðar við. Skipstjóri á bátn- um er Lárus Þorsteinsson og sagði hann Morgunblaðinu svo frá í gær: — Ég var kallaður út nokkru fyrir kl. eití um nótt- ina og hafði ég þegar sam- band við strákana á bátn- um og tilkynnti þeim, að við myndum fara út. Henry Hálf- dánarson, framkvæmdarstjóri Slysavarnafélagsins, hafði reyndar haft samband við nokkra þeirra. — Nokkru fyrir klukkan 2 sigldum við út úr höfninni. Hið versta veður var og illt BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs I Reykjavík fór suður á Álfta- nes á strandstaðinn. Formað- ur hennar er Baldur Jónsson, vallarstjóri, og sagði hann um ferð þeirra félaga: — Boð var gert fyrir björg- unarsveitina um kl. 12.30 um nóttina. Hafði ég strax sam- band við strákana og vorum við tilbúnir að halda af stað um kl. eitt. Við tókum með okkur allan venjulegan björg- unarútbúnað, t.d. fluglínu- tæki. — Ferð okkar á strandstað- inn var fyrst og fremst örygg- isráðstöfun. Mikið rok var, en sjólitið virtist vera, þar sem Júní lá með fullum ljósum um 500—G00 metra frá landi. Það var óhugnanlegt að sjá skipið svona uppi í fjöru. t! ...— .. síii—" Togarinn Júni, GK 345. — Björgunarsveitin kom sér fyrir í fjörunni og hafði allt tilbúið ef með þyrfti. Við Iét- um loftskeytastöðina strax vita að við værum á staðnum og siðar um nóttina töluðum við við loftskeytamanninn á Júní. Hann sagði, að allt væri í bezta lagi um borð, en þó væri gott að vita af okkur í fjörunni. — Aðstæður til björgunar voru afbragðsgóðar, ef til hefði komið. Miðað við flesta björgunarleiðangra sveitarinn ar var þetta lúxusferð. — Um klukkan 3.30—4 nm nóttina fjaraði út og þá hall- aði togarinn nokkuð, en hann rétti sig við aftur þegar tók að falla að. Júní komst svo út um kl. 7.30 um morguninn af eig- iú vélarafli. Það var vel af sér vikið, ekki sízt þegar haft er í huga, að háflæði var ekki fyrr en um kl. 9.30 til 10 um morguninn. — í nánd úti á firðinum voru nokkur skip tilbúin að veita aðstoð ef þurft hefði. Það voru Hafnarfjarðarbátur- inn Örn Arnarson, Stapafell, Þorsteinn þorskabítur, Leó og María Júlía var þarna skammt undan. — En sem sagt, Júní komst á flot og sigldi inn til Hafnar- fjarðar og björgunarsveitin hélt aftur til Reykjavikur. - ----- - - STAKSTEIMR Ruddaleg rússnesk árás á íslendinga Alþýðublaðið birtir í gær frétt um það, að snemma á þessi ári hafi komið út í Moskvu bók um ísland og íslenzka utanrikisþjón- ustu. Kemst blaðið þar m.a. þannig að orði, að í bók þessari séu „harla einkennilegar lýsing- ar á þjóðinni og ruddalegar árás- ir á þá stefnu, sem mikill meiri- hluti íslendinga hefur stutt und- anfarin ár. Er sérstaklega ráðizt að núverandi ríkisstjórn og ein- stakir ráðherrar hennar svívirt- ir. Hinsvegar er talað vel um Sósialistaflokkinn (ekki Alþýðu- bandalagið), MÍR og aðrar slík- ar stofnanir, og samvinnuhreyf- ingunni hælt fyrir baráttu henn- ar gegn einkaauðmagni í land- inu! Bók þessi er 104 síður, gefin út af sovézka skólanum fyrir al- þjóðleg málefni, en þar ern þjálfaðir menn fyrir utanríkis- þjónustu Rússa“. Alþýðublaðið birtir síðan nokkra kafla upp úr bók þessari en í henni er mx komizt að orði á þessa leið: Torfbæir, braggar og atvinnuleysi „Ennþá býr fjöldi íslenzkra fjölskyldna í rökum kjöllurum, torfbæjum, í hermannabröggum og flugvélaskýlum." Sagt er að lífskjörin hafi versnað og haldi áfram að versna undir viðreisn- arstjórn. „Þannig hættu margir íslenzk- ir kennarar að starfa í skólun- um og verkfræðingar fluttust úr landi árið 1961, þar sem þeir gátu ekki aflað sér og sínum jafnvel hógværasta viðurværis í landi.“ Sagt er frá að atvinnuleysi hafi skotið upp kollinum, sem ekki hefði verið í allmörg ár! Þá segir að langsamlega van- hugsaðasta verk stjórnar Ólafs Thors hafi verið að semja við ráðamenn Bandaríkjanna um að leyfa þeim að endurbæta her- stöð sína í Keflavík, en hættu- Iegasta atriðið fyrir ísland í þess- um samningi er sagt vera ætlun Pentagons (bandarísku herstjórn arinnar) „að byggja upp herstöð í Hvalfirði fyrir kafbáta, útbúna kjarnorkuvopnum." Þjóðverjar teygja sig til íslands Alþýðublaðið heldur áfram frásögn sinni af þessari rúss- nesku árás á íslendinga og kemst þá að orði á þessa leið: „Þá er í bókinni furðusaga um það, hvernig Vestur-Þjóðverjar séu að seilast til valda á islandi." Sagt er að „árás Bonn“ sé í tvennu lagi, hernaðar og póli- tísk og efnahagsleg. Er fullyrt að hefndarsinnar í Bonn geri sér mjög góðar vonir um árangur þessarar sóknar á hendur islend- ingum! Fullyrt er í bókinni að Vest- ur-Þjóðverjar hafi um langt skeið sótzt eftir leyfi hjá íslenzku stjórninni til þess að byggja upp herstöðvar og æfingastöðvar á íslandi til að reyna þar eldflaug- ar fyrir her sinn. i niðurlagi bókarinnar er svo samkvæmt frásögn Alþýðu- blaðsins, sagt að hin „ævintýra- lega utanríkisstefna íslenzka íhaldsins, sem studd er af hægri sinnuðum jafnaðarmönnum, sem svikið hafa stefnumál sósíalism- ans, sé meir og meir að renna saman við markmið utanríkis- stefnu Bandarikjanna og NATO.“ Þetta er sá „fróðleikur“ sem rússneski kommúnistaflokkurinn vill koma á framfæri við almenn- ing í Rússlandi um islenzku þjóðina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.