Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 13
r Föstudagur 25. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 SÆNSKA akadomían hefur kosið gríska ljóðskáldið Gi- orgos Seferis sem Nóbelsverð launahafa árið 1963. Eins og stundum áður kejþur val hinna átján nokkuð á óvart Það hefur engu að síður verið á vitorði bókmenntamanna um allan heim, að í Grikk- landi væri gott Ijóðskáld með þessu nafni. Seferis hefur síð astliðln þrjú ár gegnt sendi- herraemibætti í London, en hefur nú horfið á ný til æ.tt- lands síns í þeim tilgangi að fá betra næði til að sinna skáldskap sínum. Árið 1961 kom út í Grikk- landi um 500 blaðsíðna bók, skráð af ýmsum áhrifamestu gagnrýnendum og skáldum Grikkja. Bókin var ætluð sem hylling í minningu þess. að fyrir þrjátíu árum kom út fjörutíu og tveggja blaðsíðna ljóðakver eftir Giorgos Se-‘ feris. Þessi litla bók hefur haft meiri þýðingu fyrir gríska nútímaljóðlist en flest- ar ef ekki allar ljóðabækur á þessari öld. Giorgos Seferis er 63 ára og fæddur í Smyrna, einni af þeim Sjö borgum. sem álíta sig fæðingarstað Hómers. í byrjun fyrri heimsstyrjaldar * varð hann að yfirgefa heim- ili sitt og flýja til Aþenu. Eins og fleira á Smyrnu varð heimilið eldi pg eyðingu stríðsins að bráð. í seinni heimsstyrjöldinni hélt Sefer- is til Egyptalands. Á leiðinni þangað varð hann áhorfandi að loftárásum á Krít, og í skelfingu sinni leitaði hann huggunar í Erotokritosi. Þetta kríteyska hetjuljóð frá saut- jándu öld fjallar uiji hernám Tyrkja. í því er megn andúð á ruddaskap og hroka og lof um þá mannkostamenn sem snúast öndverðir gegn hinu framandi helsi. Þetta ljóð varð dyggur fylginautur Seferis í útlegðinni. Á Smyrnu hafði hann heyrt þjónustufólkið syngja úr því langa kafla og götusalana bjóða það vegfar- endum. Að loknu stríði sem- ur hann langa ritgerð eða skilgreiningu á ljóðinu sem margir álíta það besta sem um það hefur verið ritað. í Suður-Afríku yrkir hann um niðurlægingu lands síns. Honum finnst hann vera fjötraður við klöppina sem þjáningin hefur gert hans, og hann sér trén anda svörtum friði hinna dauðu. í Jerú- salem lýsir hann flýjandi löndum sínum á þessa leið: Jerúsalem, þú flóttamannaborg. Stundum um miðjan daginn sjáum við malbikið, þakið svörtum blöðum tvístruðum í vindinum — það eru fuglar á flótta sem líða hjá undir sólu, en enginn lyftir höfði, Haustið 1944 snýr skáldið heim á leið með herflutninga- skipi. Fjórum árum seinna hefur hann utanríkisþjónustu sína. Giorgos Seferis hefur sótt innblástur í ljóð Forngrikkj- anna. Einkum Hómers og Aischylosar. Hann var eitt sinn spurður að því hvaða skáld eldri tíma hefði haft mesta þýðingu fyrir hann. Sefiris svaraði: Aischylos Vog sagði þá sögu að þegar hann var á flótta árið 1941 hefði hann aðeins tekið með sér ljóðabók þessa skálds. „En hvað um Hómer“, var þá Seferis spurður. Augun skutu gneistum í stóru andliti skáldsins þegar hann svaraði: „Jú, auðvitað, en hann þarf ég ekki að lesa framar, ég hef hann innanborðs“. Seferis hefur lýst tengslum sínum við fortíðina og goð- sögnina í ljóði. Hann segist hafa vaknað með marmara höfuð í höndunum, ekki vitað hvar hann ætti að leggja það. „Líf okkar sameinaðist og það verður mjög erfitt að skilja okkur sundur að nýju“. En stundum vekja minnismerki fortíðarinnar honum aðeins tómleika líkt og plágur sam- tíðarinnar. Hann er ekki blás- inn upp af málskrúði um horfna tíma og mikilleik, heldur verður hugsunin um það liðna aðeins þáttur af persónulegri sýn hans á um- hverfið, dregur sterkar fram það sem býr innra með hon- um sjálfum. Seferis segir: „Söngurinn hefur verið hlað- inn svo miklum hljómleik að hann sekkur, list okkar hefur verið skreytt uns gullið hef- ur nagað sundur andlit henn- ar.“ Sjálfur er hann fágaður Giorgos Seferis og varkár í ljóðum sínum. Þau streyma fram ems og lygn fljót, en með sama þunga og alvöru. Hann er Ódysseifur, sæfarinn sem berst frá strönd til strandar. Þótt Seferis sé fyrst og fremst grískt skáld og óhugs- andi að skilja hann full- komlega án þess að þekkja sögu, tungu og fortíð Grikk- lands, þá hefur hann orðið fyrir töluverðum áhrifum skálda annarra þjóða og það hefur hjálpað honum að finna sér leið í skáldskapnum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var hann við nám í París og kynnti sér þá Ijóð Valérys og efldist af því sem skáld. Hann hefur sagt þá sögu að einu sinni hafi hann í Lundúna- þokunni'gengið inn í pappírs- verslun við Oxford Street til þess að kaupa jólakort. Af- greiðslumaðurinn rétti hon- um af misgáningi ljóð T. S. Eliots Marina, og um leið og hann opnaði bókina hóf ljóð- ið að óma innra með honum: „Hvaða haf hvaða strendur hvaða gráu klappir eyjar.“ Þessi tilviljun varð til þess að Seferis sökkti sér nlður í verk Eliots og þýddi mörg þeirra á grísku. Ljóðasáfnið Goðsaga, frá árinu 1935 ber svip Eliots án þess að vera stæling. Seferis hefur sjálf- ur það mikið að segja og er gjarn á að draga upp svo ein- kennandi myndir fyrir Grikk- land og sína eigin reynslu, að ljóð hans verða aldrei bein endursögn á verkum annarra skálda. Það er ótalið að Seferis þykir með glæsilegustu greina höfundum sem skrifa um bók- menntir í Grikklandi. Nýlega hefur komið út eftir hann þar í landi 450 blaðsíðna ritgerða- verk og þessari bók hefur verið tekið sem djúpskyggn- asta framlagi til skilnings á heimi bókmenntanna sem hef- ur séð dagsins ljós á nýgrískri tungu. Ung grísk skáld sjá 1 Sefer- is hinn mikla og hugdjarfa lærimeistara sem hefur rutt nýrri gerð ljóðlistar braut í heimalandi sínu og sem um- fram allt er sannur og ein- lægur og ber svip upprunans. Ljóð hans eru jarðnesk. Vind- urinn, þokan og regnið, æðandi haf, litrík skip, trén og skugginn, steinarnir, svit- inn: Allt eru þetta gamalkunn fyrirbrigði, en yfir þeim skín voldugt og skært ljós. Sefer- is segir á einum stað um Grikki: „Við erum þjóð sem átt hefur mikla kirkjunnar menn, en sem saknar dulspek- inga. Við erum háð tilfinn- ingum og hugsjónum, en við krefjumst þess jafnvel af hrnum óhlutkenndustu hug- myndum að þær birtist okk- ur á refjalausan hátt.“ Og í einu ljóða sinna segir skáldið: „Lífið sem okkur var gefið til að lifa, því höf- um við lifað.“ (Heimild: Sturé Linnér: BLM.) flMtl i I PNNMRl : '|í'T- Í TgÉÉ J . mKm ; - *®IÉ mmm Núverandi stjórn Landssamb ands Iffnaðarmanna. Taliff frá vinstri: Tómas Vigfússon, gjald- ker*, Vigfús SigurffsSon, varaforseti, Guðmundur Halldórsson, forseti, Jón E. Ágústsson, ritari og Gunnar Björnsson, vararitarL 25. Iðnþingið sett í gær Forseti Landssambands iðnaðarmanna þakkar ríkisstjórn vaxandi skilning á þýðingu iðnaðar 25. IÐNÞING íslendinga var sett í Reykjavík í dag, að við- stöddum um 100 fulltrúum og. gestum. Meðal gesta voru Bjami Benediktsson, iðnaðar- málaráðherra, og Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, er voru sérstaklega boðnir vel- komnir, og kveðjur bárust frá sjávarútvegsmálaráðherra og viðskiptamálaráðherra. Guðmundur Halldórsson, forseti Landssambands iðnað- armanna, setti þingið og flutti yfirlitsræðu um þróun málefna iðnaðarins, frá síð- astá iðnþingi, sem haldið var á Sauðárkróki, fyrir hálfu öðru ári. Þá flutti iðnaðar- málaráðherra ávarp, og að lokinni þingsetningarathöfn bauð Landssamband iðnaðar- manna öllum viðstöddum til kaffidrykkju. f upphafi ræðu sinnar minntist forseti Landssambandsins fimm manna, sem látizt höfðu frá síð- astá iðnþingi, og sérstaklega komið við málefni iðnaðarins í sinni tíð, þeirra Eggerts Jónsson- ar, Björns Rögnvaldssonar, Arn- gríms Fr. Bjarnasonar, Snæbjarn ar G. Jónssonar og Bjarna Kjart- anssonar. Risu fundarmenn úr sætum í heiðursskyni við minn- ingu þeirra. Forseti Landssambandsins kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði, að um 30% þjóðarinnar myndu nú hafa framfæri sitt af iðnaði, og þessi atvinnuvegur ætti að geta tekið við væntanlegri fólks- fjölgun. Um iðnfræðslulöggjöfina sagði hann, að endUrskoðun henn ar væri óhjákvæmileg. Forsetinn taldi, að sjaldan eða aldrei hefði málefnum iðnaðar- ins verið meiri sómi sýndur, af opinberri hálfu, en á undanförn- um misserum. Þakkaði hann vax- andi skilning stjórnarvalda á þýð ingu þessa atvinnuvegar. Sérstak lega þakkaði hann Bjarna Bene- dikssyni, iðnaðarmálaráðherra, fyrir forgöngu hans í þeim efn- um, og tóku fundarmenn undir það með lófataki. Guðmundur Halldórsson minnt ist í þessu sambandi á þá eflingu iðnlánasjóðs, sem lög voru sam- þykkt um á síðasta Alþingi. — Kvað hann sjóðinn nú hafa 25 milljónir króna til útlána á þessu ári, eða miklu hærri upphæð en nokkru sinni áður. Heimilt væri nú að lána út á byggingar iðnað- arhúsnæðis, en ekki aðeins vélar, eins og verið hefði. Einnig minnt- ist Guðmundur á eflingu Iðnaðar bankans með lögum frá síðasta Alþingi, og fleiri hagsmunamál 'iðnaðarins, sem náð hefðu fram a^ganga að undanförnu.’ Bjarni Benediktsson, iðnaðar- málaráðherra, þakkaði forráða- mönnum og samtökum iðnaðar- manna ánægjulegt samstarf, og kvaðst mundu kappkosta að hafa sem beztá samvinnu við þessa að- ila áfram,' og verða þeim að því gagni, er hann mætti, í sínu emb- ætti. Ráðherrann rifjaði síðan upp þau mál, sem þokað hefði verið í framkvæmd til góðs og farsældar fyrir iðnað í landinu, eins og for- seti Landssambandsins hafði minnzt á, en kvaðst jafnframt Guffmundur Halldórsson, forsett Landssambands iðnaðarmanna vilja vera svo hreinskilinn, að láta í ljós það álit, að hægar kynni að ganga nú um skeið, með framkvæmd framfaramála iðnaðarins, þó aðeins væri til þess að komast hjá öðru verra. í þessu sambandi vék ráðherr- ann að misvindum í fjárhagsmál- um • þjóðarinnar. Sumir spáðu jafnveí óveðri á næstunni, og þá væri það gömul og góð regla að rifa seglih, til þess að verjast á- föllum og kollsiglingu. Hins veg- ar vonuðu margir, að minna yrði úr óveðrinu, en ýmsir spáðu, og lét ráðherrann svo ummælt í því sambandi, að enginn afturkippur þyrfti að verða,- og engin hætta framundan, ef rétt væri að farið, og allir leggðust á eitt, með því að forða þjóðarskútunni frá því að hrekja af réttri leið. Að lokinni þingsetningarathöfn var fundi framhaldið í húsi Iðn- aðarbankans við Lækjargötu. — Þar flutti framkvæmdastjóri Landssambandsins Otto Schopka skýrslu stjórnarinnar fyrir síð- asta starfsár. Aðalforseti Iðnþingsins var kos inn Grímur Bjarnason, pípulagn- ingameistari. í Revkiavít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.