Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 23
Föstudagtir 25. okt. 1963 MCRCU N BLAÐIÐ 23 íslenzk stúlka lýkur námi í byggingarlist Stutt rabb við Guðrúnu Jónsdóttur GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, 28 ára gömul íslenzk stúlka, lauk sl. þriðjudag prófi í byggingarlist við Kaupmanna hafnarháskóla og fékk mikið lof fyrir prófverkefni sitt. Guðrún er dóttir Jóns Pálma sonar á Þingeyrum og Huldu Stefánsdóttur, skólastjóra á Blönduósi. Hún varð stúdent árið 1955, innritaðist fyrst til jarðfræðináms, en skipti yfir í byggingarlist árið 1958. — Guðrún er gift dönskum manni, sem einnig er að ljúka námi í byggingarlist. — Við lukum prófinu eiginlega í vor, sagði hún í símtali við Mbl. í gær. En þar á eftir þarf að ljúka verkefni, sem veitir réttindi til að vera með limur í danska arkitektafélag- inu og ég fékk af hagnýtum ástæðum að taka mitt fyrst. — Hvert var prófverkefnið? — Hús fyrir einhvern mann, sem á mikið af mynd- um, og sem þarf því í raun- inni að vera safn og hús. Þetta er hugsað sem stórt hús, 1000 ferm., þar sem hægt er að hafa mikið af myndum og veita fólki aðgang að þeim vissan tíma vikunnar og loka þær þá frá. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni. — Og hvað ertu nú að starfa? — Eg er byrjuð að vinna hjá Viggo Möller Jensen, próf. við Akademíuna. Þar vinn ég við byggingar, sem á að reisa í Angmasalik á Grænlandi, lík lega næsta sumar. Þetta eru byggingar fyrir verkafólk, mötuneyti og fleira. Það er anzi skemmtilegt, þar eð þar er við ýms sömu vandamál að glíma og heima á íslandi. — Hugsarðu þér að vera á íslandi? — Já, mig langar mikið til þess. — Ertu með einhver islenzk verkefni í takinu? — Já, það er viðbygging og kennarabústaðir fyrir Kvenna skólarin á Biönduósi, sem sennilegá verður byrjað á Bv Northern Si>ray, þar sem hann strandaði á Norðurtangarifi við Isafjörð i desember 1950. — Norfhern Spray Framh. af bls. 24 þeirri átt er hann mjög fljótur að rjúka upp hér. Var því ákveð- ið að bíða birtu oig reyna þá við björgun skipsins. Kl. sjö í morgun byrjuðu varð- skipsmenn að flytja dælur um borð í togarann, en leki var kom- inn að honum í fiskilest, en að öðru var hann óskemmdur. Voru fjórar aflmiklar dælur fluttar um borð, og höfðu þær í fyrstu ekki undan að dæla, en þær höfðu við, er líða tók á daginn. Var síðan byrjað að flytja dráttarvírinn yfir, og reyndi varðskipið að ná togaranum á flot á flóðinu á hádegi, en drátt arvírinw slitnaði. Var þá enn gildari dráttarvír festur í skip- ið. Varðskipsmenn höfðu orð á því, að hálf-óhuggulegt hefði ver ið að vera um borð í togaranum, sjá brimið brjóta rétt við hlið hans og finna, hvernig hann vó salt á skerinu, sem er undir hon um. Togarinn var laus bæði að aftan og framan á flóði, en hæll inn sló niður á fjöru, þegar hann vó salL Varðskipsmenn gerðu aðra til- raun, til þess að ná togaranum á flot síðar í dag, en dráttarvír ínn vildi skerast í sundur í kluss inu, sem kailað er, enda er skip ið gamalt «og stálið lét undan, rifnaði og skar vírinn. Varðskip ið setti á fulla ferð, en togarinn haggaðist ekki, og telja varð- skipsmenn, að varla geti verið um annað að ræða en að klett ur standi upp úr skipinu miðju. Var skipið'farið að láta illa með kvöidinu, og töldu varðskips- menn vonlaust, að hægt yrði að ná því út. Óðinn heldur kyrru fyrir á strandstaðnum í nótt, og með birtingu verður farið að ná í dælurnar um borð í togarann Er búizt við því að því verki verði lokið um hádegi. Ekki er fullráðið, hvort Óðinn fer til ísa fjarðar með skipbrotsmennina eða beint til Reykjavíkur. Vegna slæmra hlustunarskil- yrða kom sá misskilningur fram, að James Barrie hefði bjargað ---------------!---------------- Ljósm. Ámi Matthíasson. nokkrum mönnum af Northem Spray, en eins og kemur fram af þessari frásögn björguðu varð skipsmenn allri skipshöfninni, 20 mönnum — H.T. næsta vor. Eg og maðurinn minn erum að vinna að þessu saman. — Og þið eruð með börn, er það ekki erfitt með námi? — Stelpurnar em nú sem stendur heima á íslandi. Sú eldri fæddist áður en ég byrj aði námið og sú yngri meðan ég var í því miðju. Það hefur verið svona . . . ja, það er að mörgu leyti ágætt að eiga bÖrn. Maður herðir sig þá bara meira. — Ertu nokkuð að koma heim? — Nei, ég hefi nóg að gera hérna núna, þarf að vinna þessi verkefni í allan vetur. Og ef það gengur vel, þá lang ar mig til að sjá mig um í heiminum, ^þ.e.ajs. ef ég gæti fengið einhvern styrk til þess. Hugurinn stefnir helzt til þéss að fara til Frakklands og Ameríku. Eg er að ýmsu leyti mjög ánægð með að vera búin með námið. Annars leið mér alltaf vel í skólanum og þótti gaman, sagði Guðrún Morgunblaðið ætlaði í gær að að hafa tal af skipstjóranum á Northem Spray, sem heitir Fenty. Hann kvaðst ekki vilja tala við blaðamenn að sinni, en bað Mbl. að taka fram, að allri áhöfninni liði vel. Enn fremur bað hann fyrir kveðjur til ættingja skipsmanna- Strandaði I Skutulsfirði 1950 Grimsby-togarinn Northern, Spray er gamalkunnur hér við land. Hann hefur veitt á ís- landsmiðum 1 fjöldamörg ár og lent í ýmsu T.d strandaði hann í Skutulsfirði 9. des. 1950. Hafði hann legið við festar í Presta- bugt, rétt utan við ísafjarðar- kaupstað, en slitnaði upp í af- takaveðri af norðaustri og rak upp á Norðurtangarif. Tókst honum að komast á flot af eig- in rammleik, en síðar um daginn rak hann aftur upp. Var hann þá staðsettur 150 metra undan hús- inu Fjarðarstræti 14 á ísafirði. Bjargaði slysavarnadeildin á Guðrún Jónsdóttir. Isafirði allri áhöfninni, 20 manns þá'í land á línu Landhelgisgæzl an náði togaranum út nokkru síðar. , Þekktastur varð togari þessi af endemum í júni 1961, þegar hann gerði ítrekaðar tilraunir til þess að sigla varðskipið Óðin niður, — sama skipið og bjargar nú áhöfn hans. Gæzlu- ílugvélin RÁN kom að botnvörp ungnum við fiskveiðitakmörkin suður af Hvalbaki. Virtist hann vera nokkuð innan við mörkin, en svo skammt, að varhugavert þótti að láta færa hann til hafn- ar. Skipverjar breiddu yfir nafn og númer. Var álkveðið að að- vara skipið og Óðinn sendur á vettvang. Þegar þangað kom, var togarinn að sigla til hafs. Yfir- breiðslurnar höfðu þá verið tekn ar burtu. Óðinn gaf togaranum stöðvunarmerki, en hann sinnti því engu í fyrstu og reyndi nokkr um sinnum að sigla á varðskipið. Viðureigninni lyktaði þó þannig, að skipstjóri neyddist til þess að viðurkenna móttöku aðvörunar- innar. 30 ára bylting í hús- nœð/ ToSlpóstsstofusmar TÍÐUM viðskiptamönnum Toli póststofunnar bregður sjálfsagt í brún er þeir sækja pakka sína í dag. Tollpóststofan hefur ger- samlega breytt um svip. í stað þröngra, leiðinlegrar og óvist- legrar innréttingar, sem þar hef- ur verið síðan stofan var opnuð 1934, ey nú kominn vistlegur af- greiðslusalur, harðviðarinnrétt- ing, opið, bjart og skemmtilegt húsnæði sem fuilnægir kröfum timans. í tilefni af breytingunum boð- uðu yfirmenn Tollpóststofunnar blaðamenn á sinn fund í gærdag, sýndu breytingarnar og húsnæð ið í heild. Hinn nýi afgreiðslusalur er sérlega vistlegur og harðviðar- innréttingin gefur honum sérlega skemmtilegan svip. Verkið við smíðina var boðið út og bauð Kaupfélag Árnesinga lægst 243 þús. kr. og fékk verkið og virð- ist það vel unnið. Fjöldi ann- ara iðnaðarmanna lagði hönd að vistlegum afgreiðslusaL Tollpóststofan er í eiguhúsnæði Reykj avíkurborgar í Hafnarhús- inu, en Hafnarsjóður sér um húsjð. Fyrir hálfu öðru ári fékk Tollpóststofan aukið húsrými og er heildarflötur húsnæðis henn- ar nú um 500 fermetrar. Tollpóststofan annast ein allra stofnana á landinu móttöku toll- pósts. Nálgast pakkafjöldinn sem um stofuna fer nú 60 þús. pakka á ári eða rúmlega 200 pakkar á dag. Stofan tekur á rrióti pökk- um til allra landshluta en af- greiðir þá síðan til heimahafn- ar. Tollpóststofan hefur frá stofn un 1934, er Sig. Briem póstmeist ari og Jón Hermannsson tolí- stjóri voru frumkvöðlar að stofn uninni, búið við sama húsnæði, sömu húsgögn og annað er til þurfti af ytra umbúnaðL Var allur aðbúnaður orðinn gamal- dags að vonum og úreltur. Um- skiptin eru og geysileg eins og viðskiptamenn munu kynnast Auk þess sem sézt í afgreiðslu sal eru nýjar hillur um allt geymslusvæðið til hægðarauka fyrir stárfsmenn. En þrátt fyrir þessa breytingu er Tollpóststof- an eilífur biðill um aukið hús- næði í Hafnarhúsinu, því böggl- um fjölgár ár frá ári og við- skiptin verða umfangsmeiri eins og sézt af upþhæðum þeim um tollveltu er áður segir frá. Yfirmenn Tollpóststofunnar eru nú Sigurður Ingason af hálfu Póststjórnarinnar og Sig- urmundur . Gíslaso# af hálfu tollsins. Fyrstu yfirmenn voru þeir Hélgi Björnsson af hálfu Póstsins sem starfaði í 21 ár og hefur nú verið í þjónustu Pósts- ins í hálfa öld og Jón Guðmunds son tollvörður af hálfu Toll- stjóraembættisins. Matthfas Guð mundsson póstmeistari var yfir- maður Tollpóststofunnar af hálfu póstsins um nokkura ára skeið unz Sig. Ingason tók við 1960 og Matthías varð Póstmeistari, en yfirmenn af hálfu Tollstjóra- embættisins hafa frá byrjun að eins verið þeir tveir sem áður er getið. Einn starfsmanna Óskar Gíslason gjaldkeri hefur unnið við stofnunina frá upphafL í Tollpóststofunni vinna nú 6 tollgæzlumenn og 10 póst- menn. í byrjun, 1934, var þar 1 tollgæzlumaður og 2 póstrnenn. 1 BEcað- burðar- börn | ——- í þessi blaðahverfi vantar Margunblaðið nú þegar 9 unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. f Sjafnargötu - og Seltjarnarhesi 1 (lægri tölur húsa vid Melabraul og Skólabraut) Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. . • ftr œ (v. .• a. óskast Sími 224 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.