Morgunblaðið - 01.11.1963, Side 1

Morgunblaðið - 01.11.1963, Side 1
lia2. siöur og Afmællsblað NGAR HÆKKANIR kaupgjalds eða verðlags til áramdta Ríkisstjórnin gerir ráðstafanir til að hindra nýja verðbólguþróun f G Æ R lagði ríkisstjórnin fram frumvarp, sem kemur í veg fyrir frekari hækkanir kaupgjalds og verðlags til ára- móta. Þann tíma mun ríkisstjórn og Alþingi nota til að undirbúa aðgerðir í efnahagsmálum, sem nauðsynlegar eru til að leysa vandamálin til frambúðar og jafnframt gefst aðilum að kjaradeilum ráðrúm til að ræðast við og átta sig á afleiðingum þeirrar kröfugerðar, sem nú er uppi. Nokkur meginatriði frumvarpsins eru þessi: ár Ekkert kaup má hækka frá því sem greitt er, þegar frumvarpið er lagt fram. Kauphækkanir, sem samið kynni að verða um, þar til lögin öðlast gildi, verða þá ógildar og atvinnurekendum óheimilt að greiða þær. ■á Vinnustöðvanir til þess að knýja fram breytingar á launum eða vinnutíma skulu ekki heimilar og verkföll, sem hafin kynnu að verða, þar til lögin öðlast gildi, verða ólögleg við gildistöku laganna og falla niður án kauphækkana. ■jf Óheimilt er að hækka álagn- ingu á vörum og þjónustu að hundraðshluta og yfirleitt allar verðhækkanir bannað- ar frá því verði, sem er, þeg- ar frumvarpið er lagt fram, nema með samþykkt viðkom andi yfirvalda, sem ekki mega leyfa meiri hækkun en svarar sannanlegri verð- hækkun efnivara og ann- arra kostnaðarliða. ■á Brot gegn lögum þessum fara að hætti opinberra mála, en félagsdómur sker úr ágrein- ingsatriðum, sem varða túlkun á fyrirmælum um kjaramál og vinnustöðvanir. I greinargerð frumvarpsins •egir, að ríkisstjórnin telji, að vinna megi bug á þeim vanda, sem nú er við að etja með samræmdum ráðstöfunum í launamálum, fjármálum og peningamálum og þessar ráð- stafanir muni m.a. fela í sér kjarabætur til handa þeim, sem verst eru settir. í gær báru þingmenn kommúnista fram ályktun um vantraust á núverandi ríkisstjórn, væntanlega vegna flutnings þessa frumvarps. Hér á eftir fer frumvarpið í heild og athugasemdir við það: 1. gr. Til 31. desember 1963 er óheim ilt að hækka kaup, laun, þóknun, uppmælingar- og ákvæðisvinnu- taxta eða nokkurt annað endur- gjald fyrir unnin störf frá því, sem um var samið eða greitt, þá er frumvarp til þessara laga var lagt fram á Alþingi. Tekur þetta til kaupgreiðsluákvæða kjara- samninga stéttarfélaga og til auglýstra taxta þeirra, til ákvæða í launareglugerðum og launa- samþykktum allra stofnana og fyrirtækja, og til ákvæða í ráðningarsamningum milli ein- stakra vinnuveitenda og ein- staklinga. Þessi fyrirmæli taka ennfremur til launaákvæða sam- Framh. á bls. 31 100 síður í dag MORGUNBLAÐIÐ verður 50 ára á morgun, laugardaginn 2. nóvember. í tilefni af því sendir blaðið frá sér sérstakt afmælisblað, sem f jallar í stór- um dráttum um starfsemi þess á þeim aldarhelmingi, sem liðinn er frá stofnun blaðsins. Jafnframt hafa hin- ir færustu menn skrifað undirstöðuigreinar um ýmis mikilvæg málefni, einkum með tilliti til þess sem þeir telja að framtíðin muni bera Prentvélin sem prentar 32 síöur í skauti sér. Verða greinar þessar birtar nú á næstunni, en þrjár hinar fyrstu þeirra koma fyrir almenningssjónir í þessu blaði, sem markar tíma- mót í sögu Morgunblaðsins af þeim sökum, að nú eru í fyrsta skipti prentaðar 32 samfelldar síður. Er Morg- unblaðið því í fyrsta skipti 100 síður á einum og sama degi. Hefur nýrri samstæðu verið bætt við prentvélina og gerir hún kleift að prenta blaðið í einu lagi í 32 síðum og þremur litum. Er hér um að ræða merkan og mikilvæg- an áfanga í sögu Morgunblaðs ins og raunar íslenzkrar hlaða útgáfu. Morgunblaðið mun ekki koma út á afmælisdag sinn, 2. nóvember, vegna verkfalls prentara. Afmælisblaðið, sem borið verður til kauoenda síðdee-is i dag, er 68 bls. að stærð, auk kápu. Kápumyndin er af Morgunblaðshúsinu i Iitum og hefur ólafur K. Magnúss., ljós myndari Mbl. tekið hana. Er kápan prentuð í prensmiðju Isafoldar, en blaðið að öðru leyti prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins. Á bls. 3 eru myndir af horfnum brautryðj- endum, þeim Vilhjálmi Fin- sen, fyrsta ritstjóra Morgun- hlaðsins, Ólafi Björnssyni, stofnanda blaðsins, Valtý Stefánssyni, ritstjóra og Jóni Kjartanssyni, ritstjóra. Þá kemur afmæliskveðja frá | Bjama Benediktssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, síðan greinin: „Morgunblað- ið og Sigfús Jónsson" eftir Harald Sveinsson, formann Ár vakurs. Sigurður Bjarnason ritstjóri skrifar sögu blaðsins, „Morgunblaðið í hálfa óld“, ' Frflmh á Hlg 3 ( 1)1 50 ÁR Á MORGUN, laugardaginn 2. nóvember, eru 50 ár liðin síðan fyrsta tölublað Morg- unblaðsins kom út. Á þeim merku tímamótum minnist blaðið stofnenda sinna og brautryðjenda, þeirra Olafs Björnssonar og Vilhjálms Finsens, sem hófu útgáfu þess af stórhug og framsýni í litlu og fátæku þjóðfélagi. Það minnist þeirra Jóns Kjartans- sonar og Valtýs Stefánssonar, sem lengst hafa annazt rit- stjórn þess og stýrðu því, þeg- ar stærstu sigrarnir voru unnir í baráttunni við þá margvíslegu erfiðleika, sem íslenzk blaðaútgáfa hefur átt við að stríða. Allir þessir merku menn og mikilhæfu ritstjórar eru nú horfnir. En minning þeirra mun lifa í sögu Morgunblaðs- ins og íslenzku þjóðarinnar. Þá minnist blaðið einnig með þakklæti þeirra mætu manna, sem átt hafa hlut að stofnun og stjórn útgáfufé- lags þess og annarra fram- herja, sem nú eru horfnir. ^ Morgunblaðið hefur ríka ástæðu til þess að þakka þjóð sinnr hálfrar aldar heillarík viðskipti. Vöxtur þess og við- gangur hefur haldizt í hend- ur við efnahagslegar fram- farir og uppbyggingu í land- inu. Utbreiðsla þess hefur stöðugt verið að aukast og er nú svo komið, að það, ásamt vikuútgáfu sinni, nær til lang samlega flestra heimila í landinu. 4þ Morgunblaðið er þannig í dag, og hefur um alllangt skeið verið blað allra íslend- inga. Framtíðartakmark þess er að flytja fróðleik og fréttir inn á hvert einasta íslenzkt heimili. Það mun framvegis sem hingað til leggja megin- áherzlu á heiðarlegan og vand aðan fréttaflutning um allt sem gerist innanlands og ut- n. Það mun halda áfram að ærjast fyrir frelsi og mann- ælgi, réttlátu og rúmgóðu ijóðfélagi á íslandi. Það hvet- r enn sem fyrr til samstarfs llra stétta á grundvelli gagn Lvæms skilnings á kjörum ólksins í sveit og við sjó. Það nun standa vörð um fornan nenningararf íslendinga, um eið og það freistar að veita lýjum menningarstraumum il landsins. Það mun kosta apps um að stuðla að hag- lýtingu tækni og vísinda. Á grundvelli þessarar tefnu og hugsjóna leggur dorgunblaðið út á næsta ald- rhelming. Það þakkar les- ndum sínum og öðrum við- kiptavinum traust og tryggð liðnum tíma, og árnar þeim g öllum íslendingum gæfu fcg gengis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.