Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 14
14 / MOHGU NBLAÐIÐ Föstudagur 1. nóv. 1963 Séð yt'ir Reykjavíkurborg og Esjan í baksýn. vernda upprunalega náttúrufeg- urð eins og Reykjavík hefur til að bera. Reykjavík má aldrei verða snurfusuð steinsteypa, sem lögð er samkvæmt reglustiku og kulda leggur af. Reykjavík hlýt ur aftur á móti að bera svipmót af ólgandi lífi fólksins, sem borg ina byggir, og bera vitni um starf þess, sorg og gleði og ham- ingjuleit. Við vonumst til þess, að frið- ur ríki og orku mannsins og viti verði varið til að fegra og bæta mannlífið. Reykvíkingar halda þá áfram að byggja sína borg, og borgarstjórn verður að fylgjast með kröfum tímans og fólksina og vera viðbúin nýjum verkefn- úm, eigi síður á sviði lista, mennta-, heilbrigðis- og félags- mála en efnalegra framkvæmda. Ég á þá ósk Morgunblaðinu til handa á fimmtugsafmæli þess^ að blaðið megi áfram veita stjórnendum Reykjavíkur stuða ing og styrk til að koma fram- faramálum í framkvæmd, frjáls- um borgurum til handa. í trausti þess að svo verði mun Morgunblaðið vonandi eiga þvi láni að fagna hér eftir sem hing- að til að geta flutt lesendum sín- um þau íiðindi, að borgarstjórn- arkosningum loknum, að sigur hafi unnizt af þeim, er blaðið studdi. Geir Hallgrimsson. i rafmagn, vatn og hita jafnóð- um og þörfin kallar, en hún mun ifara hraðvaxandi og krefjast geysilegrar fjárfestingar og vel yfirvegaðrar vísinda- og verk- fræðivinnu. En eins og engin vatnsveita var til, fyrr en fyrir rúmum 50 árum, engin rafmagnsveita, fyrr * en fyrir rúmum 40 árum, engin almenn hitaveita, fyrr en fyrir 20 árum, þá kunna næstu áratug ir að greina frá nýjum fram- kvæmdum og stofnunum, sem munu marka jafnmikil og stór- stíg tímamót í lífi borgarbúa og þessi þrjú þjónustufyrirtæki ^ hafa gert á liðnum áratugum. Eftir næsta áratug þykja full- gerðar götur sjálfsagðar, og ó- ræktuð svæði í borginni og við hana hverfa óðfluga undir gras- svörð, runna og jafnvel skóga. Eitt mesta vandamálið, sem vaxandi borg á við að glíma, er að tengja mannvirkin landslag- inu, hið nýja því gamla og SERVAS SKÓSALAIM Laugavegi 1. ÞYZKIR KVENSKÓR NÝKOMNIR MIMOSA AUGLÝSIR: Höfum mikið úrval allskonar blóma. Pottablóm afskorinblóm, plastblóm og fræ. Önnumst allar tegundir skreytinga svo sem: BRÚÐARVENDIR, KÖRFUR, GJAFASKREYTINGAR, KRANSA, KISTUSKREYTINGAR O.FL Til sölu 5 og 6 herb. íbúðir í smíðum í 3ja hæða húsi við Ásbraut í Kópavogi- Seljast uppsteyptar með frá- genginni hitalögn, og með sér hitastillum, vatns- og skolplagnir, lagðar að tækjum. Tvöfalt verk- smiðjugler í gluggum. Sameign utanhúss og inn- an fullfrágengin. Húsið stendur á fallegum stað með góðu útsýni. íbúðinrar seljast með góðum kjörum. ÓLAFUR þopgpímsson hœstaréttarlögmaður Fasfeigna og verdbréfaviöskipti HARALDUR MAGNÚSSON Austurstrœti 12 - 3 hœð Sími 15332 - Heimosími 20025

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.