Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 21
Föstudagur I. nóv. 1963 ^ MV) RCU N BLAÐIÐ 21 AldaD'ofmæli: Þorvarður Þorvarðsson NÚ er öld síðan séra Þorvarð- Xir Þorvarðsson var borinn í þennan heim. Hann andaðist fyrir fimmtán árum. Hann mun vera mjög minnistæður öllum þeim, sem kyuntust honum, og allir hugsa þeir til hans með hlýju. Öllum, sem þekktu hann, þótti váent um hann. Sá er þetta ritar, þekkti séra Þorvarð prófastur í Vík eyri 1900-1901 svo sem nánar má lesa um í Stokkseyrarsögu próf. Guðna Jónssonar. Þá er og sagt, að hann hafi þ ýtt leikrit, og er nefnt til „Neiið“ eftir Hei- * berg. En svo leið að því, að úr rættist fyrir Þorvarði; hann fékk inntöku í skólann aftur, og með rúma fjóra áratugi, og.var vin- átta okkar jafnlöng. Hann var göfugmenni, merkur maður í stuðningi góðra manna Mt hann samtið smm, merkur maður 1 stétt sinni. Það mun því ekki leika á tveim tungum, að vel hæfi að rifja upp ævi hans og starf. Þorvarður Þorvarðsson var fæddur á Prestsbakka á Síðu 1. nóvember 1863. Að honum stóðu prestaættir langt aftur i tím- ann á báðar hliðar. Faðir hans var Þorvarður Jónsson, síðast prestur á Prestsbakka (f. 1798, d. 1869), en hans faðir Jón Þor- varðsson, síðast prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi, og ber svo kynlega við, að hann fæddist og dó nákvæmlega einni öld fyrr en séra Þorvarður, sonarsonur hans (f. 1763, d. 1848). Séra Þorvarður Jónsson komst í þá raun, þá á unga aldri, aðstoðarprestur föður síns, að búa Agnesi Magnús- dóttur eftir morð Natans Ket- ilssonar undir aftöku hennar óg fylgja henni og styðja hana á höggstokkinn. Séra Þorvarður Jónsson var þríkvæntur; síðasta kona hans var Valgerður (f. 1829, d. 1895), systir Hákonar Bjarnasonar kaupmanns á Bíldu- dal, en faðir þeirra var Bjarni prestur á Söndum, Gíslasonar prests Oddsonar prests á Mikla- bæ, þess er hvarf og þjóðsag- an gengur um, Gíslasonar bisk- ups Magnússonar. Miklu lengra mætti rekja þetta í allar áttir. Er óefað að ættarfylgja hafi ver- ið hneigð til andlegra starfa og hugariðju. Við dauða séra Þor- varðar á Prestsbakka var Þor- varður sonur hans á sjötta ári, og var honum mikill missir að föður sínum. í æsku sinni dreymdi Þorvarð, að faðir hans bæði hann að messa fyrir sig í Prestsbakkakirkju, en erfið- lega gekk það í draumnum. Þráði Þorvarður að komast til náms og verða prestur sem fað- ir hans, en þar var þungt fyrir; í fjárþröng eyddist móður hans fé, sem faðir hans hafði ætlað honum til náms, og varð það ekki bætt. Nú giftist móðir hans aftur, Eiríki Þórhallasyni að Fossi á Síðu. Þau fluttust síðar út á Eyrarbakka. Þorvarður reyndi nú að fá tilsögn; er það helzt að nefna, að séra Páll Páls- son í Þingmúla bauðst til að kenna honum, og var hann þar tvo vetur (1881-83), en sökum ennríkis Páls og umsvifa varð . kennslan slitrótt, og lærði Þor- varður helzt latínu. Nú fór Þor- varður til móður sinnar, og urðu þá góðir menn til að veita hon- um fulltingi, svo að hann gat komizt í skóla, og var hann þar um hríð. En um tíma slitnaði upp úr skólavist hans, og þótti honum horfa til þess, að ekki yrði meira úr námi. Lagðist nú þetta þungt á hann, sem var viðkvæmur og mátti heita ein- stæðingur. Frá þessum kafla lífs síns og þeirri hugraun, sem þetta olii honum, segir hann gjörla f ævi þeirri, er hann rit- aði við vígslu sína, og finnst mér það vera fagurt documentum humanum. Á þessum árum kenndi 'hann á ýmsum stöðum, t.a.m. á Eyrarbakka 1890. Um þetta leyti mun hafa verið for- kólfur 1 leiklistarstarfsemi þar, og líklegt má þykja, að hann hafi þá ritað leikritið Sumar- Cjöfina, sem leikið var á Stokks þar nú í friði og tók stúdents próf 1894. Var þá ekki hik á honum lengur, hann gekk í Prestaskólann og útskrifaðist þaðan 1897. Þar næst var hann tvo vetur við kennslu, á Þing- eyri og í Reykjavík. Þá (29. desember 1898) gekk hann að eiga Andreu Elísabet Þorvarðsdóttur hreppstjóra í Litlu-Sandvík f Flóa og konu hans Svanhildar Þórðardóttur. Elísabet var rúmlega tíu árum yngri en hann (fædd nóttina milli 6. og 7. marz 1874). Það var mikið gæfuspor, þegar hann kvæntist henni. Hún var ein- staklega góð kona, hýrleg og glaðlynd, stillt og jafnlynd, gáf- uð og minnug; fríð sýnum, hár- ið glóbjart á unga aldri, en dökknaði síðan, meðalhá, en frekar þrekin; söngvin, hann- yrðakona, hagsýn, starfsöm, táp- mikil og góð búkona. Hún var alúðleg við hvern sem var, en seintekin til fullrar vináttu, og þá trygg og traust eins og bjarg. Hjónaband þeirra var alla tið mjög ástúðlegt, og mátti hvor- ugt þeirra hjóna án annars vera. Brátt varð þeim barn auð- ið, svo sem síðar mun sagt verða. Næsta sumar var Þorvarð- ur vígður til Fjallaþinga í Norður-Þingeyjarsýslu og bjó að Víðihóli. Hálent er þar, víðlent og strjálbyggt, langar leiðir að fara og erfitt á vetrardag í stór- hríðum. En séra Þorvarður var þá ungur og hraustur og lét það ekki á sig fá, og um skeið þjónaði hann einnig bæði Skinna staða- og Presthólaprestakalli. Alla tíð var hann skyldurækin og samvizkusamur. Auðsætt er traust á honum, þegar hann var gerður prófastur í Norður-Þing- eyjarsýsluprófastsdæmi þegar árið 1901. þau fóru eignalaus norður þangað, en þar er sauðland gott, og á nokkrum árum höfðu þau eignast álitlegan fjárstofn, en mest af honum fórst í aprílbylj- unum miklu vorið 1906, og var það tilfinnanlegt tjón, sem ekki varð bætt. Árið eftir flutti séra Þorvarð- ur búferlum og varð prestur í Mýrdalsþingum. Má vera, að hann hafi fýst að komast nær heimahögum sínum. Víst er, að hann festi rætur í Mýrdalnum og dvaldist þar það sem eftir var ævinnar. Fyrstu árin (1907- 11) í Norður-Hvammi, en þar sátu sumir prestar Mýrdælinga. Hann rækti preststörf sín með mikill alúð, vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá, lét sér annt um sjúka og þá, sem bágt áttu. Hann var ræðumaður góð- ur, svo sem verið hafði faðir hans; sérstaklega voru tækifær- isræður hans margar oft með ágætum, t.d. líkræður, allra helzt um þá, sem orðið höfðu úti í harðviðrum lífsins. Svo seg- ir Jón Steingrímsson, að Mýr- dælingar hafi löngum verið kartnir við presta sína, en af séra Þorvarði er það að ségja, að ekki leið á löngu, áður en hann var orðinn ástsæll maður, og fór sú ástsæld heldur vax- andi en þverrandi, ef nokkuð var, því lengur sem hann dvald- ist þar. En þess ber að gæta hvílíkur góðviljamaður hann var. sáttfús. ef eitthvað hafði á milli borið, og rauf aldr.ei tryggðir né vináttu. Eins og von er til, tók séra Þorvarður þátt í félagsmálum og framfaramálum héraðsins, þó að ekki léti hann dragast inn í dægurþras. ‘Þar var þá mikil hreyfing í mönnum á fjölmörg- um sviðum. Mest lét séra Þor- varður til sín taka allt það, sem til mennta heyrði. Ef hann beitti sér við eittlhvert mál, mun aði um liðveizlu hans. Því sggði '<i' <?<?: Þorvarður Þorvarðsson. einhver um hann: „Hver stöðv- ar. hann séra Þorvarð? Hann mundi fara beint gegnum stein- vegg.“ Þó að honum hefði búnazt vel á Víðihóli, þangað til hann varð fyrir hinum mikla fjárskaða, var hann ekki hneigður fyrir bú- skap í verunni, en frú Elísabet var stólpi bús hans. Hugur hans snerist um andleg störf og bók- legar menntir. Þegar hér var komið sögu var stofnaður unglingaskóli í Vík, og var séra Þorvarður feng- inn til að veita honum forstöðu (veturinn 1910—11). Síðan flutt- ist hann til Víkur, og mun hafa valdið nokkru um það hve hon- um var ljúf kennsla, sem sjá má áður í þessari grein, en kom annars glöggt fram í mörgu, svo sem því, hve kært honum var að taka menn í einka- kennslu, hve góður og skemmti- legur fræðari hann var ferm- ingarbörnum og í húsvitjunum. Kenndi hann nokkuð við ungl- ingaskólann allar götur til árs- ins 1934 og var kennari af lífi og sál, en ekki voru þetta ann- að en aukastörf. Hagur hans var á þessum árum erfiður, laun mjög rýr og hýbýli þeirra lítil; mátti kalla, að sama herbergið væri skrifstofa, vinnuherbergi og baðstofa. Á öllu var þó prýðis- bragur og vel um gengið,, her- bergið varð stórt og geðfellt af húsbændunum. Þar var oss gott að vera. — Það var ekki fyrr en á síðustu starfsárum séra Þor- varðar, að úr rættist um hús- næði fyrir þau. Nú skal nefna börn þeirra. Á Víðihóli eru fæddir: Þorvarður, nú aðalféhirðir Seðlabankans, Hjörtur, verzlunarmaður í Vík, Kristján, læknir í Reykjavík og Jón, prestur í Háteigssókn í Reykjavík. f Norður-Hvammi eru fædd: Valgerður, húsfreyja í Reykjavík, og Þórður, sem dó um tvítugt; í Vík: Svanhildur, húsfreyja í Reykjavík, og Sigur- geir, sem andaðist tíu ára gamall. Séra Þorvarður varð prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu árið 1931. Nú lifir séra Þorvarður þar við krönn kiör. en stöðuoa iðiu og miklar vinsældir. Bar að höndum honum sorgir, svo sem vant er um líf mennskra manna. Sigurgeir lézt 1924, en Elísabet, kona séra Þorvarðar, 1929, eftir 31 árs sambúð þeirra, en árið eftir Þórður. Er hann mér í minni, gæddur æskufegurð og svo sem allur heimurinn stæði honum opinn; en „á snöggu auga- bragði afskorið verður flj ótt“. Séra Þorvarði var þetta sár harmur, svo sem geta má nærri, en hann bar sig karlmannlega; sagðist hann hafa reynt að hug- hreysta aðra og tala kjark í þá, og væri sér skylt að sýna, að hann reyndi að bera drengilega það sem hann vænti af öðrum. Rétt eftir dauða konu sinnar rit- aði hann nokkrar endurminning- ar um hana, sér til hugarhægðar og svo sem honum kom í hug þá og þá (og því ekki allt tímaröð); eru þessi blöð eink- ar geðþekk, skrifuð á látlausri og fagurri íslenzku, með hlýj um blæ og karlmannlegum trega. Nú fór aldur að færast yfir séra Þorvarð. Síðustu starfsár- in var séra. Jón að nokkru leyti aðstoðarprestur föður síns, en séra Þorvarður lét af embætti 1934, á 71. ári, og var hann eftir það hjá þeim séra Jóni, sem tók við af honum, og frú Laufeyju, konu hans, og naut ágætrar um- önnunar þeirra og Hjartar son- ar síns. Lifði hann enn nærri því fjórtán ár, andaðist 9. apríl 1948. Séra Þorvarður var i hærra lagi á vöxt, en grannur og spengi- legur, knálegur, dökkjarpur á hár, bláeygur. Ljósmyndir, sem birtar hafa verið af honum, gefa góða hugmynd um andlitsfall hans og svip. Hann mátti heita hraustur, fékk þó hjartasjúk- dóm eitt siim, er hann fór yfir Reynisfjall í ofsaveðri á vetrar- degi, en batnaði síðan. Hann las mikið, bæði fræðirit og skáld- rit, eignaðist hann slíkt eftir því sem kostur var, en fékk annað að láni. Hann var vel að sér í dönsku og las mest á því máli, . en einnig öðrum, helzt þýzku. Latínumaður var hann góður. Norðurlandahöfunda las hann mikið, átti t.a.m. rit Selmu Lagerlöf og Hamsuns, eitthvað ■átti hann líka af ritum Brandesar og Höffdings. Hann var mennta- maður í húð og hár, áhugasam- ur um margvísleg mannleg mál- efni og fróður um önnur efni, hafði hann frá mörgu og skemmtilegu að segja. Dæma- laust var hann geðþekkur gest- ur, margfróður ag gamansamur, og öll ræða hans stefndi til góðs. Hann hafði mikinn hug á lyndis- einkunnum manna, hafði gaman af að ígrunda hæfileika manna, gáfur og skaplyndi, og kom það m.a. skýrt fram í líkræðum hans, sem fyrr var á drepið. Hann var mikill tilfinningamaðúr, svo sem verið hafði faðir hans. Hrif- næmur hefur hann verið fyrir því, sem honum þótti ágætt og mikilsvert, en það hefur fylgt. að á hann gat fengið, þegar á móti blés. En jafnan sýndi hann mestan styrkinn, þegar mest á reyndi, var þó óbilandi hetja, enda var hann eldheitur trúmaður, og sótti hann þangað traust og þrótt til að standast harma lífsins. Við aðra var hann umburðarlyndur og víðsýnn í trúmálum. Viðkvæmur gat hann verið, af honum var misboðið, og lét þá ekki á sig ganga. Sögu man ég um það. að hann var eitt sinn á rjómabúsfundi. Hélt hann þá fram skoðunum sínum, sem brutu í bága við það, sem einn oddvitj í máium rjóm"bús- ins hafði haldið fram. Þeim þótti sem séra Þorvarður ætti að geta látið bað afskintpleust, með bví að hann legði lítið smiör ti! búsins. Þessu síðasta neitaði séra Þorvarður ekki, — „en smjör er annað en mannréttindi. eða veiztu það ekki, Jón?“ — Hins vegar var séra Þorvarður alúðlegur við hvern sem var, tók mpnn talí rvcr looAi alls, enda var hann góðviljaður og göfuglyndur. Hann var mikill gleðimaður, þegar það átti við, samkvæmismaður og þá hrókur alls fagnaðar, og gat þá verið flugmælskur. Hann var gæddur mikilli kímnigáfu, fyndinn án illkvittni, og kunni mikið af gamansögum. (Hann var upp- spretta af skólasögum.) Mér eru minni gamanyrði hans eitt sinn á efri árum. Var hann þá tekinn að gerast gleyminn, eins og oft ber við um aldraða menn; setti hann það fyrir sig og forð- aðist mannamót. Nú var ég þar á ferð og heimsótti þá feðga, séra Þorvarð og Jón. Þá sagði séra Þorvarður mér, að hann væri að lesa bók, sem hann hafði lesið fyrir löngu: „ég er orðinn svo gleyminn, að ég man ekki eftir, hvað r bókinni stend- ur, en það hefur sína kosti, það er eins og maður sé nú að lesa hana í fyrsta skipti", — og hló við. Með kímninni hóf hann sig upp úr þessari raun, sem hann gerði sér annars fulla grein fyr- ir. Séra Þorvarður var gæddur list- rænni æð, sem einmitt átti upp- tök í þessu auðuga tilfinninga- lífi. Áður var getið leikstarf- semi hans á Eyrarbakka. Árið 1919 var stofnað í Vík Kvenfélag Hvammshrepps. Var frú Elísa- bet í stjórn þess, stundum for- maður. Eflaust hefur það verið að hvöt séra Þorvarðar, að Kven- félagið tók upp leiksýningar, var hann þar leiðbeinandi og þýddi oft leikrit. Vera má, að hann hafi á þessum árum samið annað leikrit en það, sem fyrr var nefnt, en um efni þess er mér ekki kunnugt* Mikið yndi hafði hann af upplestri, las hann iðu- lega upp á mannfundum og skemmtunum, ekki sízt kvæði, hef ég heyrt nefnt til Álfa- kónginn eftir Goethe og Rizpu eftir Tennyson og margt annað. Hann varð alveg gagntekinn af lestrinum. Mjög unnl hann ís- lenzkri tungu, skrifaði hreint og fallegt mál, og þegar vel lá á honum, sýndi hann ágæta stíl- gáfu. Móðir hans hafði verið talandi skáld og hafði kastað fram stökum við margvísleg tækifæri; hann erfði hagmælsku frá henni eins og fleiri í þeirri ætt.. Hánn mun ekki hafa hald- ið því saman, og mun fátt eitt varðveitt og aðeins I manna- minnum, að því er veit bezt. Séra Þorvarður var dýravinur og hafði einkar miklar mætur á hestum; sérstaka vináttu festi hann við einn reiðhest sinn, er Svipur hét. Þetta er upphaf að erfiljóðum um hest, sem vinur hans einn hafði átt: Fallinn kveð ég fák að velli, fljótur var hann, eins og þjóti fellibylur, fram úr öllum frægstum jóum ávallt dró hann. Oftar kvað hann undir hryn- hendu. — Lítið er varðveitt eftir hann í óbundnú máli. Nokkrar líkræður gaf hann aðstandend- um, en annars brenndi hann ræður sínar á efri árum; má vera, að þar hafi komið til, að hann minntist þess, að ræður föður hans komust á flæking og dreifðust og týndust; hitt er þó líklegra, að valdið hafi ofrýni sú, sem oft getur komið yfir vandláta menn einkum þegar á líður ævina; þykir þeim þá mikill munur milli ritsmíðar þessar, sem þeir sáu í huga sér, og hinar, sem komust á pappír- inn. Skyldu ekki leikritin hafa farið sömu leið og ræður hans? Grein skrifaði séra Þorvarður um Arnarstakksheiði að ósk þess, er þetta ritar (pr. í Árbók Fornleifafélagsins 1932); eru auðkenni hennar athyglisgáfa og skýrleikur. Varðveittar eru end- urminningar þær, sem hann rit- aði um konu sína dána. Ennfrem- ur er vitanlega varðveitt ævi sú, er hann ritaði við vígslu sína, mun hún ólík flestum öðr- um og má fullt eins vel kallast í’ramh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.