Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1963, Blaðsíða 23
Föstudagur 1. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 Verður að lokum milli Gyðinga og Haraldur O. VilKelmsson talar við S. Gohar í Stokkhólmi ÞEGAH ég dvaldi í Stokkhólmi nú í sumar, vildi ég nota tæki- færið til að afla mér upplýsinga um lönd Norður-Afríku, sérlega þó Egyptaland. Að vísu þarf ekki annað en að snúa sér til einhverr- *r ferðaskrifstofu um fyrir- greiðslu. En fyrir mér vakti meira en slíkt ferðalag. Hefur mér lengi leikið hugur á að kynn- ast af eigin raun sögu og lífi þess ara þjóða, vandamálum, trúar- brögðum, hugarfari, sérkennum ®g viðhorfum þeirra, fara þar Víða um, dvelja, nema og tala við fólk. Þyrfti ég því að fá að vita nokkuð meira en það, sem bækl- ingar fræða ferðamenn um. Fór ég á fund blaðafulltrúans 1 sendiráði Arabíska sambands- lýðveldisins þar í borg, sagði hon um frá fyrirætlunum mínum og að ég mundi síðar vilja skrifa um ferðir mínar og dvöl. Bað full- trúinn, líflegur og ungur maður, mig að bíða nokkrar mínútur, hélt, að hann ætlaði að sækja myndir,. kort og rit um Egypta- land. En hann kom með skilaboð um, að ambassadorinn sjálfur vildi gjarnan svara spurningum mínum og leiddi mig í einkaskrif- etofu hans. Ég verð að játa, að ég var alls ekki búinn undir slíkt eamtal — en þar var ég kynntur fyrir ambassadornum, herra S. Gohar, og sendiráðunaut hans, herra Hassan Zaky, en blaðafull- trúinn dró sig síðan í hlé. Ambassadorinn sagðist gleðjast yfir því að taka á móti manni frá íslandi, þar eð hann hefði ánægjulegar endurminningar frá landi og þjóð. Gat hann þess, að hann hefði dvalið hér skamma hríð í fyrra með sendinefnd frá Arabíska sambandslýðveldinu til aðstoðar varautanríkisráðherran- um. Þótt lítið tækifæri hefði ver- ið fyrir nefndarmennina að sjá sig um, hefði ambassadorinn undrast, hversu nýtízkuleg borg Reykjavík væri, allt á framfara- braut, fólk vingjarnlegt og vel búið, menningarbragur á öllu. Viðræðurnar við ríkisstjórnina, sérstaklega þó við forsætis- og utanríkisráðherra, hefðu verið einkar fróðlegar og vinsamlegar. M.a. hefði komið í ljós, að ís- land og Arabíska sambandslýð- veldið hefðu samstöðu með þeim þjóðum, er vildu tryggja sér tólf mílna landhelgi. Lagði ambassa- dorinn endurtekið áherzlu á, að sendinefnd frá íslandi mundi vel fagnað í Kaíró. Vonaðist hann, að úr slíkri heimsókn gæti orðið. — Samtalið varð nokkuð langt og fjörlegt, enda komið víða við, svo ég verð að láta nægja, að segja frá helztu atriðunum. Áður en málin- voru rædd, benti ég á, að ísland væri með- limur í N-Atlantshafsbandalag- inu, þótt landið sjálft hefði eng- an her. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna væri ísland hlutlaust og styddi viðleitni til friðsam- legrar lausnar alþjóðavandamála eftir beztu getu. Sleitulaust er unnið að efna- styrjöld Araba? hagslegri uppbyggingu landsins, og er smíði Assúan-stíflunnar miklu vafalaust stærsta átak við iðnvæðingu og landbúnaðarfram- kvæmdir. Fólksfjölgunin er mjög ör og skapar hún örðugleika á öll um sviðum. Hinsvegar hefur sú vissa, að vera nú fljáls þjóð und- ir styrkri forustu Nassers forseta leyst mörg öfl úr læðingi. Lagði ambassadorinn áherzlu á, að meginundirstaða framfara væri álitin alhliða fræðsla almennings og þjálfun sérfræðinga, enda fjöl margir námsmenn í bóklegum og tæknilegum fræðum starfandi einnig víða .um heim. — Talið barst að einu af viðkvæmustu alþjóðadeilumálum vorra daga, og langaði mig að fræðast betur um afstöðu Araba til Gyðinga. Af fyrstu setningu ambassadors- ins varð mér ljóst, að hér var komið að mesta hitamáli Araba. Mun ég leitast við að skýra sem bezt viðhorf Araba, enda má gera ráð fyrir, að skoðanir ambassadorsins túlki sem nánast afstöðu stjórnar Arabíska sam- bandslýðveldisins til þessa máls. Víða sé þannig litið á, að Ar- abaríkin þverskallist að viður- kenna sögulegar staðreyndir og hyggi á styrjöld og útrýmingu Gyðinga í Palestínu. En hvað yrði um öryggi margra þjóða, og hvað mundi gerast í alþjóðamál- um, ef mönnum yrði almennt leyft, að ráðast inn í önnur lönd, taka hluta þeirra herskildi og stofna þar sjálfstæð ríki á þeim forsendum einum, að einhvern tíma fyrir mörgum öldum eða ár- þúsundum hafi forfeður þeirra verið búsettir á þeim svæðum — og ef síðar yrði farið fram á, að þær þjóðir, sem urðu að þola hernaðarinnrás, og allur heimur- inn viðurkenndi þannig tilkomn- ar „sögulegar staðreyndir“? Hvað mundu til dæmis íslendingar álíta og gera, ef hluti lands þeirra væri herteinn af afkomendum manna, sem haft hafa hér búsetu fyrir mörgum öldum, ef innrás- armennirnir stofnuðu þannig ríki á íslenzkri grund í skjóli her- valds, ræku meginhluta lands- manna til annarra heimsálfa og heimtuðu síðan af íslendingum og Sameinuðu þjóðunum, að slík- ar sögulégar heimildir væru við- urkenndar? En sama eðlis væri það, sem gerzt hefði við stofnun Ísraelsríkis í Palestínu árið 1948. Og ekki bætir það úr skákinni, að Englendingar hefðu lofað Gyðingum landflæmi, sem Eng- lendingar sjálfir hefðu ekkert átt í, því að Palestína hefði um alda raðir verið arabískt land, og eft- ir fyrri heimsstyrjöld ekkert ann að en hluti úr Tyrkjaveldinu gamla, sem af Þjóðabandalaginu sáluga hefði um tíma verið sett undir gæzluvernd Breta. Hlutur Sameinuðu þjóðanna sjálfra væri heldur ekki skárri. Því að ísraels ríki hefði verið sett á stofn með vopnavaldi þrem árum eftir að SÞ tóku til starfa. Væru því allar aðgerðir við stofnun Ísraelsríkis hróplegt brot á sáttmála og anda þeirra samtaka. — Sem kunnugt er hafa Gyðingar öldum saman búið sem minnihluti innan um ýmsar þjóðir og oft orðið að þola hræðilegar ofsóknir. Einnig í Palestínu hafa þúsundir Gyðinga búið lengi sem minnihluti með Aröbum, og þykir mér sann- gjarnt að minna á, að einmitt þar hafa Gyðingar einna minnst orð- ið að þola misrétti. Hvernig gat þá orðið af stofn- un fsraelsríkis þrátt fyrir and- stöðu Araba og þrátt fyrir það, að sáttmáli SÞ, sem tryggir öll- um þjóðum heims sjálfsákvörð- unarrétt og gerir þeim skylt, að jafna ágreiningsmál sín friðsam- lega? Það er fyrst og fremst stuðningur stórvelda Breta, Bandaríkjamanna og Frakka við málstað Gyðinga. Sem kunnugt er hefur ísrael hlotið viðurkenn- ingu margra landa og þess utan fengið upptöku í SÞ. Tilvera þessa nýja ríkis byggist samt nær eingöngu á vopnavaldi — og vopnahléi því, sem SÞ tókst að koma á með erfiðismunum, og vit um við öll, hversu örðugt það er fyrir eftirlitsnefndir og gæzlu- sveitir þeirra, að gæta ákvæða vopnahléssamningsins. Nú er langt frá því, að til- koma Gyðingaríkis þessa á arab- ískri grund sé ævarandi skap- raun Araba eingöngu, tengd reiði gagnvart þeim heimsveldum, sem ljóst og leynt styðja Gyðinga I Palestínu. Tilvera þessa ríkis snertir afkomu og innanríkismál Arabaríkja við botni Miðjarðar- hafs beint og á margvíslegan hátt. Ennþá er stríðsástand ríkj- andi milli ísraels og Araba Vopnahléð hangir í mjög svo mjó um þræði og upp úr kann að sjóða, þegar minnst varir. Á landabréfum Araba er ísrael ekki til, og enginn Arabi vill við- urkenna tilverurétt sjálfstæðs Gyðingaríkis þar. Skip fsraels- manna fá alls ekki að sigla um Súez-skurðinn, sem þó sam- kvæmt alþjóðasamningum á að vera opinn skipum allra þjóða heims. Sárastir eru Arabar yfir örlög- um flóttamanna frá Palestínu, yf ir auðmýkingu og vonleysi, sem þessum mönnum eru búin, þótt þeir megi heita standa undir verndarvæng SÞ. — Ambassa- dorinn sagði, að alls endis vill- andi sé, að ræða um þetta fólk frá Palestínu sem flóttamenn. Því að í mesta lagi 10% þjóðar, sem flýr land sitt, séu í réttu lagi kallaðir flóttamenn. Um íbúa Palestínu verði að hafa hugfast, að í stríðinu 1948 og þar eftir hafi um níu tíundi hluti allrar þjóðarinnar orðið að yfirgefa Framlh. á bls. 24. RITSAFN JÚNS TRAUSTA verður se/f í dag og á norgun í Bókabúð Ölívers Hafnarfirði — Sím/ 50045 ☆ í Bókabúð Keflavikur Keflavík — Sím/ 1102 ☆ Ritsafn Jóns Trausta er 8 bindi í svörtu skinnlíki, en kostar aðeins kr. 1000,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.