Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 1
Aukabiað 12 siður 50 árgangu* 240. tbl. — Mánudagur 11. nóvember 1963 Prentsmiðja Morsrunblaðsiiis ¦ ¦ Ollum ve Tilgangi ríkisstjórnar- innar náð án þess að lögfesta þyrfti frumvarp- ið um launamál o.ffI. ÞAU ánægjulegu tíðindi hafa gerzt, að verkalýðsfélög- ín hafa aflýst boðuðum vinnu stöðvunum og lýst því yfir, að ekki verði stofnað til nýrra verkfalla, a.m.k. til 10. desember n.k. Yegna þessara þróunar mála hefur ríkis- stjórnin ákveðið að fresta cndanlegri afgreiðslu frum- varps um launamál o.fl., enda hefur stjórnin náð þeim til- gangi sínum að stöðva kapp- hlaupið um kauphækkanir, án þess að þurfa að beita löggjöf. Frumvarp ríkisstjórnar- innar gerði ráð fyrir stöðvun kaupgjalds- og verðlagshækk ana til áramóta. Yfirlýsing verkalýðsfélaganna þýðir í rauninni hið sama, því naum- ast verður efnt til verkfalla um jólaleytið. Frestun verk- fallanna verður notuð til að reyna að koma á heildarsamn íngum og tryggja kjör hinna Iægst launuðu í samræmi við tilgang ríkisstjórnarinnar með frumvarpi sínu. Umræðum um frumvarp um launamál o.fl. var lokið í efri deild Alþingis s.l. laug- ardag, en atkvæðagreiðslu frestað, þannig að hægt er að lögfesta frumvarpið hvenær sem er, ef ekki yrði staðið við fyrirheitin um að koma í veg fyrir allar vinnudeilur. Kl. 3,30 s.l. laugardag gaf 61- »fur Thors, forsætisráðherra, eftirfarandi yfirlýsingu í efri deild Alþingis: „í gærkvöldi og í dag hafa far 18 fram viðræður milli ýmissa forystumanna launþegasamtaka og ríkisstjórnarinnar. Hafa þeir tjáð ríkisstjórninni að þeir muni beita sér fyrir því, að verkföll- um þeim sein nú standa yfir og þeim, • sem boðuð hafa. verið, verði frestað og að ekki verði stofnað til nýrra verkfalla a.m. k. fram til 10. desember n.k., enda verði frumvarp um launa- mál o.fl. ekki afgreitt meðan •vo stendur. Þar sem það var megintilgang- ur þessa frumvarps að fá ráð- rúm til undirbúnings efnahags- aðgerða og til viðræðna um kjara mál, telur ríkisstjórnin að svo vöxnu máli ekki rétt að lj.úka nú endanlega afgreiðslu frum- varpsins og leggur til að at- kvæðagreiðslu við þessa síðustu umræðu málsins á Alþingi verði frestað." Að lokinni þessari yfirlýsingu forsætisráðhérra kvaddi sér hljóðs Bjön Jónsson, þingmaður kommúnista, og sagði: „Ég tel ekki efni til né heppi- legt að frekari umræður fari nú fram um þetta mál. Ástæður til þess eru þær, að viðræður hafa farið fram milli fulltrúa ríkis- stjornarinnar annars vegar og forystumanna úr verkalýðssam- tökunum Hins vegar ,og hafa þær borið þann árangur: 1) Að miðstjórn Alþýðusam- bands íslands og Landsnefnd verkalýðsfélaganna hafa sam- þykkt að mæla með því við þau verkalýðsiélög, sem boðuð hafa eða hafið vinnustöðvanir, að þau fresti þeim til 10. desember n.k. 2) Að afgreiðslu þessa frum- varps verði frestað jafnlangan tíma. 3) Að samningaviðræður um kjaramálin verði teknar upp nú þegar. Þar sem það hefur alltaf verið meginstefna verkalýðsihreyfing- arinnar að samningaleiðin yrði farin og svo er komið, eins og ég áður sagði, telur þingflokk- ur Alþýðubandalagsins farsæl- ast, að frekari deilur um frum- varpið hér á háttvirtu Alþingi verði látnar niður falla, meðan framangreindur gagnkvæmur frestur varir." Loks mælti Ólafur Jóhannes- son, þingmaður Framsóknar-' flokksins, á þessa leið: „Eins og fram hefur komið í þessum umræðum hafa Fram- sóknarmenn beitt sér éindregið gegn frumvarpi um launamál o.fl. Við höfum viljað fara samn ingaleiðina og lagt áherzlu á að sú leið yrði valin. Við Fram- sóknarmenn viljum því lýsa á- nægju okkar yfir þv, að nú virð- ist horfa svo að samningaleiðin verði farin. Með tilliti til þessa getum við fallist á að þessari umræðu sé lokið." Cm þetta mál er rætt í rit- stjórnargreinum blaðsins í dag. öllum Lord Staniiope á strandstaðnum. Myndin var tekin úr flugvel a fimmtudag. — Ljósm. G. Zoéga, Brezkur togari strandaði við Ingólfshöfða Ahöfnifini bjargað — Radarinn bilaður, týndi af fylgdarskipinu LAUST fyrir kl. hálf þrjú að- Reyndi Lord Stanhope faranótt sl. fimmtudags strand- aði brezki togarinn Lord Stan- hope H 199 frá Fleetwood á söndunum 5 km vestan við Ing- ólfshöfða. Slæmt veður var er stratndið varð, stormur og él, <>s var radar skipsins bilaður. Yfir 600 manns fórust í Japan — í stórslysunum tveim Tókíó, 10. nóy. AP-NTB. •^ Nú er nokkurn veginn víst, að á sjöunda hundrað manna beið bana í slysunum miklu í Japan á laugardag. Hundruð manna hafa særzt og enn er allmargra saknað. í slysinu í Mikawa-nám- unni á Kyushu-eyju fórust a.m.k. 452 menn og fundist hafa 164 lík þeirra, er fórust í járnbrautarslysinu í bæn- um Tsurum. Talsmaður stjórnar kolanám- unnar hefur upplýst að þá, er sprengingin varð í námunni, hafi 171 námuverkamaður látizt samstundis, af þeim 1400, sem þar voru við vinnu. 379 sluppu ómeiddir með öllu og tókst að komast upp á yfirborð jarðar af sjálfsdáðum. Þegar síðast var vitað voru 420—30 menn lokaðir niðri í námunni og lítil von til að bjargað yrði nema helmingi þeirra. it Öryggisútbúnaður með með bezta móti Talið er, að sprengingin hafi orðið um það bil 300 metra und- ir yfirborði jarðar. Eiturgasið, sem myndaðist við hana, smaug fljótlega um mestöll námagóng- in og varð fjölda manna að bana. Ekki er enn vitað, hvað sprengingunni olli -en gizkað er Framh. á bls. 11 að hafa sainfylgd við annan togara, Kingston Diamond, en missti af honum í veðrinu. Björgunarsveit úr öræfum kom á vettvang um morguninn, og tókst að bjarga allri áhöfn togarans, 18 mönn- um. Ekki er talið að borgi sig að bjarga togaranum, en ýmis verð- mæti hafa bó verið fjarlægð úr honum. Bændum í Öræfum hafa fengið leyfi til þess að hirða úr honum fiskinn, um 25 tonn. Það var brezki tögarinn Kin,g- ston Diamond, sem gerði aðvart um' strandið til Vestmannaeyja- radíós. Gerði Slysavarnafélagið þegar ráðstafanir, og fór björg- unarsveitin úr Öræfum á vett- vang. Kom hún á strandstaðinn um kl. 8 um morguninn, og hófst þegar handa um björgun- ina. Var iínu skotið út í togar- ann, og áhöfnin síðan dregin í land á tveimur gúmmíbátum skipsins. Tókst björgunin giftu- samlega.- Varðskip kom einnig á vett- vang og beið átekta í því skyni að athuga möguleika á því að ná Lord Stanhope á flot. Togarinn er gamalt skip, smíðað 1935. Hef ur hann .verið gerður út frá Hull, en fluttist til Fleetwood í vor. Geir Zoega, umboðsmaður brezkra togaraeigenda, gerði þeg ar ráðstafanir til að sækja áhöfn- ina, og laust eftir hádegi á fimmtudag fór Douglasflugvél frá Flugfélagi íslands austur að Fagurhólsmýri og flutti sklp- brotsmenn til Reykjavíkur. Fréttamaður Mbl. tók á móti skipbrotsniönnum á flugvellin- uim, Skipstjórinn heitir George Harrison, 49 ára frá Fleetwood. Var hann hinn hressasti í bragði er hann steig út, úr flugvélinni og heilsaði fréttamanni Mbl. svo- hljóðandi: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kem hér. Ég hefi tvisvar verið tekinn í land- helgi, 1958 og 1960. En í guð- anna bænum segðu ekki lögregl- unni frá því". Þess má geta hér strax, að Harrison var skipstjóri á síðasta brezka togaranuim, sem tekinn var áður en 12 mílna landhelgin gekk í gildi og þorska stríðið fræga hófst. Var hann tek inn aðeins tveimur dögum áðux Framh. á bls. S Aðalfundur Varðar Aðalfundur Landsmálafé- lagsins Varðar verður hald- inn í kvöld kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu. Auk venju- legra aðal- fundarstarfa mun Pétur Sig urðsson alþ.m. flytja ræðu: „Viðhorfin í launamálun- Félagar fjölmenna við innganginn. um . eru hvattir til að og sýna skírteini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.