Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUHBLAÐIÐ Mánudagur 11. nóv. 1963 Kristjón Sólmundsson lótinn SÍÐASTLIÐINN laugardag and- aðist Kristján Sólmundsson, starfsmaður Morgunblaðsins. Banamein hans var hjartaslag. Kristján hafði verið á rjúpna- veiðum í Gjábakkahrauni á Þingvöllum með félaga sínum. Skildu þeir á veiðunum. Um hálfri stundu síðar fór félagi Kristjáns að huga að honum, en þeir höfðu þá ætlað að hittast. Fann hann Kristján þá örend- an. Kristján hefir um langt ára- bil keniít hjartaveilu. Kristján var fæddur í Reykja vík hinn 17. desember 1903 og hefði því orðið sextugur í næsta mánuði. Hann var sonur Guðrún ar Teitsdóttur og Sólmundar Kristjánssc-nar trésmiðs. Hann var loftskeytamaður að mennt- un, en fékkst við margt um æv- ina. Sl. 7 ár vann hann við Morg unblaðið og hafði m.a. umsjón með spjaldskrám blaðsins yfir geymslumuni þess, myndir, myndamót o. fl. Kristján var mikill ferðamað- ur og var t.d. leiðsögumaður er- lendra ferðamanna. Hann unni veiðiíþróttum og var þekktur laxveiðimaður og skytta. Kristján Sólmundsson var eink ar dagfarsprúður maður, gam- ansamur, hnyttinn og Skemmti- legur, en hógvær og lítt,gefinn fyrir að láta á sér bera. Hann hóf starf sitt við Mbl. með þvi að- skrifa veiðiþætti en réðst fastur starfsmaður blaðsins fyrir 7 árum. Kristján var nákvæmur og góður starfsmaður og gott til hans að leita. Hann var traust ur félagi og góður drengur. Mbl. þakkar farsælt starf hans og samhryggi^t ekkju hans frú Svövu Jónsdóttur og 7 ára syni þeirra, Sólmundi. Verkalýðs- félögin samþykkjo í GÆR fór fram atkvæða- greiðsla í flestöllum verka- lýðsfélögum landsins um sátta tillögurnar í launadeilu fé- aganna, þar sem lagt er til, að verkföllum verði frestað til 10. desember n.k. Blaðið átti í gærkvöldi tal við Hannibal Valdemarsson og spurði hann fregna af fund um félaganna og úrslitum. Sagði hann, að ekki væri lokið fi’/.dum í öllum félög um, en tillögurnar hefðu ver ið samþykktar, þar sem at- kvæðagreiðsla hefði farið fram. Tillögurnar hefðu verið sam þykktar í stærstu verkalýðs- félögum landsins, svo sem Dagsbrún, Einingu á Akur- eyri og fleirum. í Dagsbrún voru tillögurnar samþykktar með öllum greiddum atkvæð um gegn þremur. Varð sér enn MEÐAN á prentaraverk- fallinu stóð gáfu kommúnist- ar út blaðsnepil sem þeir nefndu Verkfall. >ar lýsti Hannibal Valdimarsson, „for seti“ ASÍ, því yfir að beita ætti verkalýðssamtökunum til lögbrota eins og meðfylgj- til skammor andi mynd af forsíðu þessa blaðs ber með sér. Hannibal Valdimarsson hafði jþað þannig af, að-verða sér enn einu sinni rækilega til skammar, en hinsvegar tókst honum ekki að koma fram fyrirætlun sinni. Á slysstaðnum á Hafnarfjarðarveginum. (Ljósm. Sv. Þorm.; Stórslys á Hafnarfjarðarvegi: Maður bíður bana, meðvitundarlaus í BANASLYS varð á Hafnar- fjarðarveginum laust fyrir kl. 1 á sunnudaginn 3. nóvember. Ungur piltur úr Ilafnarfirði, Jó- hannes Hafberg Jónsson, sjó- maður, Strandgötu 69 lézt skömmu eftir að komið var með hann á spítala. Annar ungur piltur slasaðist lífshættulega, og þrennt meiddist minna. Austin Gipsy bifreið frá bíla- leigu í Keflavík var á leið inn eftir og í honum hafnfirsk hjón og börn, alls 7 manns. Á Hraun- Danir hefja flug til Færeyja Færeyjum, 3. nóv — Danskt flugfélag, Scanfly h.f. hveðst ætla að 'hefja flug til Færeyja 1. marz nk. Hefur félagið keypt nýja De Haviland Heron flug- vél í Bretlandi til Færeyjaflugs. Er ætlunin að byrja með leigu- flug, en taka sáðar upp áætlunar- ferðir og sækja um leyfi til þess. Flugvélin tekur 14 farþega. Norska flugfélagið Björum Fly ætlar að halda áfram flugi til Færeyja í vor. Einnig mun sænska Eimskipafélagið hafa í hyggju að hefja áætlunarflug hingað og kaupa til þess flugvél. Arge Jóhannes Hafberg Jónsson fórst í slysinu. holtshæðinni skammt frá Vífils- staðaafleggjaranum ók bílstjór- inn fram úr bifreið. En í því Kominn á þing London, 7. nóvemiber Sir Alec Douglas Home náði í dag kostningu í Kinross og Vest- ur-Pertlhshire. Fékk hann fleiri atkvæði en andstæðingar hans fengu samanlagt. Eru úrslitin talin mikill sigur fyrir forsætis- ráðherrann og íhaldsflokkinn, og vega upp á móti ósigri flokksins í kjördæminu Luton, en þar sigr- aði Verkamannaflokkurinn í aukakostningum. — Hðme tekur nú sæti í neðri málstofunni. annar viku kom á móti henni Volkswagen bifreið á suðurleið. Rákust bíl- arnir saman. Kastaðist Volkswag enbíllinn út af veginum, fór veltu og lenti á hliðinni úti við girðingu. Svo illa var bifreiðin leikin að illa gekk að ná þem þremur mönnum, sem í henni voru út. Farþegarnir tveir úr Volkswag enbílnum meiddust líMiættu- lega. Annar þeirra, Jóhannes Hafberg Jónsson lézt skömmu seinna. Hinn Guðmundur Guð- mundsson, Hringbraut lö ligg- ur á Landakotsspítala og hefur ekki enn komið til meðvitundar. Bílstjórinn, svo og kona og barn úr hinum bílnum, meiddust minna. — Flugfélagið Framh. aí bls. 12 lenzku flugfélaganna til og frá Evrópu skyldu vera þau sömu og ákveðin eru innan IATA. Nú hef- ur hinsvegar verið vikið frá þess- arri stefnu og telur því Flugfé- lag íslands að það geti ekki gert hvort tveggja í senn að standa við skuldbindingar sínar gagn- vart IATA og jafnframt halda samkeppnisaðstöðu sinni á heima markaði. Framkvæmdastjórinn sagði ennfremur að ákvörðun þessi hefði verið tekin fyrir 10 dögum, en hún hinsvegar enn ekki komið til framkvæmda vegna óska flug- málaráðherra, þar sem hann vildi kynna sér þetta mál nánar. AÐALFUIMDUK Landsmálafélagsins VARÐAR verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 20.30. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Pétur Sigurðsson alþm. flytur ræðu. Viðhorfin í launamálunum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og sýna skírteini við innganginn. Stjórnln

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.