Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 3
Mánudagur 11. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 3 Erient Duong Van Minta, hershöfðingí. Diem, forseti. fréttayfirlit HÉR verða raktar í stuttu máli helztu fréttir, þann tíma, sem verkfall prent- ara stóð. í næstu blöðum birtast nánari frásagnir af stærstu viðburðunum, þ. á. m. byltingunni í S-Viet- nam o. fL Myndir þær, sem birtast með frásögnum þessum, hafa borizt frá AP-frétta- stofunni. — Stuðzt er við frásagnir AP- og NTB- fréttastofanna. Bylting í S-Vietnam Saigon, Washington, 1. nóv. Skömmu eftir hádegi í dag brauzt út bylting í Saigon, höfuðborð S-Vietnam. Stóðu bardagar allan daginn, og næstu nótt, fram til kl. 4 að morgni 2. nóvember. Þá hafði Gia Long-höllin, aðsetursstað- ur Ngo Dinh Diem, forseta, verið umkringd. Það var her landsins, undir forystu Duong Van Minh, hershöfðingja, sem uppreisn- ina gerði. Var Minh í fyrra skipaður hermálaráðunautur forsetans, en sú staða er al- mennt talin valdalítil. Van Mingh hringdi til for- setans, áður en bústaður hans féll í hendur uppreisnarmönn- um, og bauð honum og bróður hans, Ngo Dinh Nhu, að þeir skyldu halda lífi, ef þeir gæfu sig fram. Þeir höfnuðu boð- inu. Bræðurnir komust undan, en náðust 3 klukkustundum síðar, og urðu hermenn þeim að bana. Þeir voru þá hempu- klæddlr, og höfðust við í kirkju í Cholon, skammt frá Saigon. Byltingarstjórnin segir þá hafa framið sjálfsmorð, en fæstir leggja trúnað á það. Diem lét lífið fyrir byssu- kúlu, en greinilegt var, að Nhu hafði verið illa leikinn, og síðar rekinn í gegn. Byltingarmenn hafa lofað frjálsum kosningum innan 6 mánaða. Stjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu, Jap- an og S-Kóreu hafa tekið upp stjórnmálasamband við ráða- mennina nýju, en forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinn- ar er Nguyen Ngoc Tho, fyrr- um varaforseti Diems. Nýtt, sovézkt geimfar Moskvu, 1. nóvember. Sovétríkin skutu í dag á loft nýju, ómönnuðu geimfari, sem sagt er búið sérstökum tækj- um til að tengja saman geim- för, eftir að þeim hefur verið Hermaður stendur yfir ónýtum húsgögnum í höll Diems, forseta, í Saigon, að Iokinni byltingu. Þannig var umhorfs, eftir sprenginguna miklu í Indianapolis. Erhard, kanzlari V-Þýzkaiands, kallar um hljóðnema til náma- mannanna 11, meðan þeir voru enn innilokaðir við Lengede. komið á braut umhverfis jörðu. Nokkrum klukkustund- um eftir að frá þessu hafi ver- ið skýrt, lýsti Krúsjeff, for- sætisráðherra, því yfir, að hann væri hlynntur samstarfi við Bandaríkin, er miðaði að því að koma manni til tungls- ins. 62 farast í sprengingu ÍUSA Indianapolis, 1. nóvember. Skautasýning, sem haldin var í gærkvöld, fimmtudags- kvöld, í Indianapölis í Banda- ríkjunum, endaði í hryllilegu blóðbaði, er sprenging varð á sýningarsvæðinu. 62 létu lífið og 365 særðust. Það var sýning á „Holiday on Ice“, sem yfir stóð, og var komið að lokaatriðinu. Þá varð allt í einu óskapleg sprenging, og um 130 sæti þeyttust í loft upp. Sjónarvott ar segja, að fólkið hafi flogið um svæðið eins og fallbyssu- kúlur. Stór stykki losnuðu af sviðinu og sentust í áhorfend- ur. f fyrstu var ekki vitað um orsök, en talið er nú víst, að gasleki hafi valdið sprenging- unnL Mesti jarðskjálfti sögunnar? Einn mesti jarðskjálfti, sem um getur, varð í dag í norð- vesturhluta Ástralíu. Ekki er vitað um nein dauðsföll, en mörg hús hrundu til grunna, og háar byggingar léku á reiði skjálfi. Starfsmenn háskólans í Canberra halda því fram, að aldrei hafi mælzt svo miklar jarðhræringar fyrr. Vopnahlé í Alsír Rabat og Kairó, 4. nóv. Tilkynnt var í morgun, að vopnahléð milli Marokkó og Alsír hefði gengið í gildi ár- degis í dag, mánudag. Utan- ríkisráðherra Marokkó, Ah- med Balafrej, beindi í dag þeim tilmælum til Bandalags- ins til einingar í Afríku (OAU), að efnt yrði til fund- ar utanríkisráðherra til að ræða deilur Alsír og Marokkó. Raddir hafa verið uppi um það í Marokkó, að rétt sé, að Sameinuðu þjóðirnar fái mál- ið til meðferðar. Hailie Selassie, Eþíópíukeis- ari, sem reyndi að miðla mál- um í deilunni fyrir skemmstu, lýsti því yfir í Kairó í dag, að hann vonaðist til, að um var- anlegan frið yrði að ræða milli ríkjanna. Atök við Berlín Berlín, 4. og 5. nóvember. Til alvarlegra tíðinda dró við Berlín, er sovézkir gæzlu- menn hindruðu bandaríska bílalest í að komast til V- Berlínar. í lestinni voru marg ar bifreiðir með hermönnum, sem voru á leið til heræfinga. Er langt síðan til slíkra at- burða hefur komið, og hefur málið verið litið alvarlegum augum af ráðamönnum Vest- urveldanna. Alls var lestinni haldið rúm ar 42 stundir, en þá fékk hún að halda leiðar sinnar. Fyrir- skipun um, að hún fengi að halda áfram, var gefin, er frétt ist um, að Kennedy, Banda- ríkjaforseti, hefði efnt til fundar með ráðgjöfum sínum um málið. Atburður þessi, sem átti sér stað við Marienborn, hef- ur vakið ugg margra ráða- manna í V-Evrópu um, að Sovétríkin ætli e. t. v. að herða kalda stríðið um Berlín. Sovézku yfirvöldin halda því fram, að ekki hafi verið farið að settum reglum, en banda- rísk heryfirvöld telja, að hér hafi verið á ferðinni yfirgang- ur, sem miði að því að koma í veg fyrir frjálsar samgöngur við V-Berlín. Nóbelsverðlaun veitt Stokkhólmur, 5. nóvember. í dag, þriðjudag, var út- hlutað Nóbelsverðlaunum í eðlis- og efnafræði. Verðlaun- in í eðlisfræði skiptust milli Eugen Wigners, prófessors við Princeton-háskóla í USA, Maríu Göppert Mayer, prófess ors við Kaliforníu-háskóla, og Hans D. Jensen, prófessors við Heidelberg-háskóla í V- Þýzkalandi. Efnafræðiverðlaunin skipt- ust milli Karl Zieglers, pró- fessors við Max Planck-stofn- unina í Ruhr í V-Þýzkalandi, og Giulpo Natta, prófessors við háskólann í Mílanó, Ítalíu. Wennerström minnislaus Stig Wennerström, ofursti, sem situr nú í haldi, sakaður um víðtækar njósnir í þágu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.