Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 5
Mánudagur 11. nóv. 1963 MORGUNBLAÐID 5 Verður byggður skjól- | veggur I Narssassuaq? Þá verður hægt að staðsetja jbar Skymaster — Þorsteinn Jónsson segir trá flugskýlisbrunanum f SÍÐUSTU viku kom is- lenzka áhöfnin, sem flaug Sólfaxa í Grænlandi, ^loks heim, en þar hafði hún horft á farkost sinn hrenna til ösku ásamt þremur flugvéi- um öðrum í hinum mikla flugskýlisbruna í Narssassu- aq. Mbl. átti í vikunni tal við Þorstein Jónsson, flug- stjóra, og sagðist honum svo -frá um atburð þennan. „Þetta kvöld var veizla hald in í Narssassuaq sökum þess að yfirmaður danska flug- hersins var að láta af starfi og annar maður að taka við. Var ég boðinn í veizluna sem flugstjóri Sólfaxa, en aðrir af áhöfninni sváfu vært um 10 mín. gang frá flugskýlinu. Veizlunni vat* að ljúka og er ég kom út, varð ég var við bjarma mikinn, í þeirri átt, sem flugskýlið var. Snaraðist ég upp í bíl minn og ók á vettvang. Er ég kom að skýlinu stóð eldsúla út úr suðurenda þess og augnabliki síðar önnur út úr norðurendanúm. Á ótrú- lega skömmum tíma náðu eldsúlurnar saman og var þá allt skýlið í einu logahafi. Ég mun hafa verið með þeim fyrstu á vettvang og var slökkviliðið rétt að hefja að- gérðir er á staðinn kom. Átti það í talsverðum erfiðleikum. Frosið var á fyrsta vatnshan- anum, sem þeir reyndu að koma í samband, enda 18 st. frost þessa nótt og heiðskírt. Fljótlega komu þeir þó slöngu í samband, en slökkvi- starfið var frá upphafi algjör- lega vonlaust. Urðu slökkvi- liðsmenn að hverfa frá þegar benzíntankar flugvélanna tóku að springa með miklum gný og logahafi. Ekki verður annað sagt en að þetta hafi verið tignarleg sjón, fjöll öll í kring böðuð rauðum bjarmi. Á ca. einni klukkustund var þessu lokið, skýlið jafnað við jörðu en aðeins logaði í rústunum. Auk Sólfaxa og tveggja danskra Katalínaflugvéla var þarna inni Piper Comanche einkaflugvél. Átti hana Banda ríkjamaður, sem lent hafði í Narssassuaq um kvöldið og hugðist halda áfram vestur um morguninn. Flugmaður þessi hafði farið með vélina til Bretlands til þess að selja hana þar, en þegar salan tókst ekki, hélt hann heimleiðis aft- ur. Var hann niðurbrotinn maður vegna brunans, og taldi sig hafa glatað aleig- unni. Var hann ekki viss um að trygging vélarinnar bætti brunann, og hélt að hann hefði haft vélina í skýlinu á eigin ábyrgð. Þessar tvær myndir eru báðar teknar af sama stað, fyrir og eftir flugskýiisbrunann. Húsið fremst á myndinni er slökkvi- stöðin, og beindist starf slökkviliðsins aðallega að því að verja það. Svo mikill var hitinn af cldinum, að málning á framhlið slökkvistöðvarinnar sviðnaði. Bandaríkjamaðurinn ásamt dönskum rannsóknarlögreglu- manni, fyrir framan rústirnar af einkaflugvél sinni. Ein nótt í Narssassuaq. Yfirlögregluþjónninn ffá Julianehaab kom til Narssass- uaq daginn eftir og hóf rann,- sókn málsins. Tók hann skýrsl ur af öllum, sem frá einhverju höfðu að segja og voru m.a. teknar skýrslur af okkur öll- um varðandi ástand Sólfaxa og hvort við teldum hugsan- legt að kviknað hefði í út frá honum. En við gátum sem betur fer frætt hann á því, að vélin hefði verið í mjög góðu ástandi og útilokað væri að hún hefði valdið brunan- um. Niðurstaða er enn ekki komin varðandi eldsupptökin, en ýmsar kenningar hafa ver- ið á lofti, svo sem að skamm- hlaup hafi orðið í rafleiðsl- um, og ekki er heldur hægt að útiloka að olíukyndingin hafi valdið þessu, enda þótt hún sé í viðbyggðu steinhúsi. Flugskýlið var allt úr tré, byggt á stríðsárunum á með- an menn voru að spara málm- inn. Var því mjög vel við haldið af Dönum, og sást þar t.d. ekki olíudropi á gólfi, sem er fágætt um slíka staði. Var rekstur skýlisins allur til fyr- irmyndar. — En heldur var ömurlegt að sja það daginn eftir brunann. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að flug- vél gæti brunnið jafn ræki- lega. AUur linmálmur bók- staflega hvarf og stóð ekkert eftir nema nokkrir stálbútar og þústir sem mátti kenna sem fyrrvei-andi mótora. Brunirin var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Grænlands- flugið, einkum að því er tek- ur til kostnaðar. Danir munu hafa í hyggju að reisa þarna annað skýli, en þð verður dýrt. Að vísu er annað skýli í Þíarssassauq en það er ó- nothæft fyrir flugvélar á borð við Sólfaxa. Eins og stendur er nefnd frá- Grænlandsmála- ráðuneytinu danska á leið- inni til Grænlands til þess að athuga um möguleika á því að reisa þarna skjólvegg til bráðabirgða. Aðalhættan, sem steðjar að flugvéium í Narssassuaq eru hin miklu SA rok, sem þar koma oft á veturna. En þegar slíkur skjól veggur er komin upp tel ég ekki útilokað að staðsetja Skymaster í Narssassuaq," sagði Þorsteinn Jónsson að 'lokum. Þess má geta að Þorsteinn fór sem ráðgjafi með dönsku nefndinni til Grænlands, en ekki hefur Mbl. enn haft fregnir af því, hvort endan- legar ákvarðanir hafa verið teknar um byggingu skjól- veggsins. Bæjarstjórn lsafjarhrk&upsta!ar gefur hér með kost á samkeppni um til- lögur að merki — skjaldarmerki — fyrir kaupstaðinn. Uppdrættir skulu vera 12x18 cm eða svo, límdir á karton 14x21 cm að stærð. Uppdrættina skal senda bæjar- ráði ísafjarðar fyrir 1. febrúar n.k. Um- slag skal einkenna með orðinu Skjaldar- merki. — Nafn höfundar skal fylgja í sér- stöku umslagi, vandlega lokuðu. Tíu þúsund króna — kr. 10.000,- — verð- laun verða veitt fyrir merki, sem bæjar- stjórnin kann að velja til notkunar. Bæj- arstjórnin áskilur sér rétt til að skipta nefndum verðlaunum, ef henta þykir, og til að nota að vild þau merki, sem hún verðlaunar. ísafirði, 25. október 1963. Bæjarstjóri. uorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Kjöt & Fiskur Innilegt þakklæti til allra ættingja og vina, sem minntust mín á 70 ára afmælinu. Sérstaklega vil ég þakka húsráðendum og öðru heimilisfólki í Breiðavík. Guðmundur Jónasson. ,t, Útför elskulegs föður míns og föðurbróður ÞÓRKELS GUÐNASONAR frá Fagraneskoti, sem andaðist í Sjúkrahúsinu Sólvangur, Hafnarfirði, 6. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. nóvember kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Anna Þ. Þorkelsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, BJARNA GUÐMUNDSSONAR, klæðskerameistara, Grænuhlíð 11, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 12. nóvember og hefst kl. 10,3Ó f.h. Valgerður Þorvarðardóttir, Guðmlindur Bjarnason, Valgarður Bjarnason. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og útför JAKOBS N. JÓNASSONAR Sérstakt þakklæti til Árna Björnssonar og starfsfólks Landspitalans. Jonna Jónasson, Jónas Jakobsson og fjölskylda. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför JÓHÖNNU SIGMUNDSDÓTTUR frá Bæ. Sigríður Sigmundsdóttir og vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.