Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 7
Mánudagur 11. nóv. 1963 MQRGU N BLAÐIÐ 7 ræður yfir í 46 klst. Frá 1. umræðu um launamálafrumvarpið MIKLAR umræSur áttu sér stað á Alþingi í sl. viku um launa- frumvarp ríkisstjórnarinnar. — Hófust umræður 1. nóv. og stóðu yfir til laugardagsins 9. nóv. Lauk þá 3. umræðu um frv. í Ed. en atkvæðagreiðsla um það var frestað til 10. des. nk. eins og skýrt er frá á öðrum stað í blað- inu. Meðan umræður stóðu yfir voru fluttar um 40 ræður og stóðu þær yfir í samtals 46 klukkustundir í báðum deildum Alþingis. Fluttu sumir þingmenn alllangar ræður og voru þing- menn kommúnista þar einna lang orðastir. f Neðri deild gerði Ólafur Thors forsætisráðherra grein fyrir frumvarpinu og ástandinu í efnahagsmálum en Gunnar Thoroddsen fjármálaráðh. fylgdi því úr hlaði í Efri deild. Þar sem ekki mun reynast unnt að skýra frá umræðunum í heild, þykir Mbl. rétt að skýra frá gangi mála við 1. umræðu frumvarpsins í Neðri deild til þess að gefa lesendum sínum nokkra mynd af umræðunum. i ólafur Thors forsætisráðherra fylgdi launafrumvarpinu úr hlaði með yfirgripsmikilli ræðu. Rakti forsætisráðherra þann glundroða, sem var í efnahagslífi þjóðarinn- ar fyrir viðreisn Og skýrði þær ráðstafanir, sem núverandi stjórn hefði gert til að .....| jafnvægi kæmist | á í efnaihagskerf- | inu. Sagði for- | sætisráðherra að | þegar á árinu 1962 hefði verið v skapaður traust- i'f ur grundvöllur fvrir auknum framk væmdum og bættum lífskjörum almenn- ingi til handa. Ríkisstjórninni ihefði hins vagar verið Ijóst, að fullur árangur hinnar nýju etefnu í efnahagsmálum gæti ekki náðst og varanlegt jafn- vægi skapazt nema fylgt væri þeirri stefnu í launamálum, að laun hækkuðu ekki meira en vöxtur þjóðarframleiðslu og hækkanir á verði útflutningsaf- urðanna leyfði. Hún hefði því frá upphafi hvatt samtök laun- þega og vinnuveitenda til að fylgja slíkri stefnu. Við mikla erfiðleika væri þó að etja, þar sem heildarsamningar milli laun- þega óg atvinnurekenda hafa aldrei verið gerðir hér á landi og um samræmda stefnu í launa- málum hefði eklú verið að ræða. Þróunin óhagstæð í ár Forsætisráðherra kvað þróun- Ina í ár hafa orðið miklu óhag- stæðari en búizt var við. Launa- hæklcanir hefðu farið langt fram úr hækkun á þjóðarframleiðslu og þessi öra aukniing tekna haft það í för með sér að greiðslu- jöfnuður væri nú óhagstæðari en igert var ráð fyrir í þjóðhags- éætlun ríkisstjórnarinnar. Þjóðin hefði farið í kapphlaup við sjáifa sig í eyðslu og kröfugerð en þeim leik sagði forsætisráð- herrarun að ljúka yrði sem allra fyrst. Mikil útlánaaukning sam- fara mikilli notkun stuttra er- lendra vörukaupalána hefði einnig átt þátt í að ýta undir ©fþenns’luna. Af þessum ástœð- um hefði því verið beint til bankanna í júlí sl. að þeir gættu varúðar í útlánum og í septem- ber hefðu verið gerðar enn frekari ráðstafanir í þeim efn- um. Forsætisráðherrann sagði þessar ráðstafanir hefðu haft no’kkur áhrif til bóta en það væri ekoðun ríkisstjómarinnar að gera þyrfti mun víðtækari ráðstafanir til að sporna við aukinni of- þenslu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherrann gerði síðan grein fyrir þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefði í huga og teldi nauðsynlegar að fram- kvæma. Þeir miðuðu að þvi að stöðva frekari hækkun á tilkostn aði framleiðslunnar í bili, í von um að bætt tækni og hækkandi verðlag afurðanna gæti lagfært misræmið, sem nú væri á milJi tilkostnaðar og afraksturs. Kjör hinna lægst launuðu bætt Einnig yrði að gera ráðstafanir til að bæta kjör hinna lægst- launuðu á annan hátt, en með beinum kauphækkunum, en þær hefðu ávallt leitt til enir meiri kauphækkana handa iþeim stétt- um sem betri afkomumöiguleika hefðu. Þá væri og nauðsynlegt að draga úr útlánum bankajnna í vissum greinum til að minnka hina gífurlegu fjárfestingu, sem valdið hefði óheilbrigðri sam- keppni um vinnuaflið. Einnig væri nauðsynlegt að beina meira fjármagni til útflutningsatvinnu- veganna og tryggja þyrfti heil- brigðan rekstur ríkis bæjar- og sveitafélaga. Vegna skyndilegra breytinga, sem hefðu orðið í launamálunum undanfarna daga, kaupkröfum um 40—70% og verk fallsboðanir, skýrði forsætisráð- herra frá því að ríkisstjórniin álíti það óhjákvæmilegt, að öll- um aðilum gæfist tími til að átta sig á aflfiðingum þessara miklu kröfugerða. Þess vegna væri þetta frumvarp flutt af hálfu ríkisstj órnar innar. Kröfúm verði stillt í hóf Forsætisráðherra rakti efni frumvarpsins í einstökum grein- um og mælti síðan á þessa leið: „Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, sýnir glögglega, hve alvar- legum augum ríkisstjómin lítur á áframhald þeirrar þróunar í átt til sífellt meiri kröfugerðar og víxlhækkana, kaupgjalds og verðiags, sem átt hefur sér stað að undanförnu. Á hinn bóginn er jáfnframt nauðsynlegt, að þjóðin mikli ekki fyrir sér þau vandamál, sem hún þarf að leysa og efli þannig vantrú og von- leysi einmitt, þegar hún býr við betri kjör og líður betur en nokkm sinni fyrr. Sé kröfum nú stillt í hóf ög kraftar þjóðarinn- ar sameinaðir til nýrra átaka, til upp byggingar og aukinnar fram- leiðslu, er ríkisstjórnin þeirra skoðunar, að unnt sé á tiltölu- lega skömmum tíma að vinna bug á því misræmi, sem um stund hefur myndazt á milli framleiðslugetu þjóðarinnar arfn- ars vegar og neyzlu hennar og fjárfestingar hins vegar. Ríkis- stjórnin stefnir að því að ná þessu marki, án þess að nokkur samdráttur þurfi að eiga sér stað í neyzlu, miðað við það, sem nú er og án þess að breyt- ingar verði í gengi íslenzku krónunnar“. Eysteinn Jónsson (F) kvað ríkis stjórnina hafa valið ófriðarleið- ina með þessu frumvarpi. Að dómi Framsóknarflokksins hefði ríkisstjórnin átt að halda þver- öfugt á málum. Taldi E. J. að leysa mætti vanda efnahags- málanna m e ð því að fallast á kaupkröfur verkalýðsfélag- anna, 1 æ k k a vexti, auka út- lán og að örva framkvæmdir. Áleit E.J. að rík- isstjórninni hefði verið full- komlega ljóst, hið sainna ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar fyrir kosningar, en hefði leynt því, til þess að geta setið á- fram við völd. E. J. minntist á þau áikvaúði frumvarpsins, er ógi’ltu alla þá samninga og verkfallsboðanir, sem gerðax yrðu á meðan frumvarpið væri til meðferðar á Alþingi. Taldi hann slík ákvæði ekki hafa við lög að styðjast og engin for- dæmi væri fyrir slíkxi lagasetn- ingu. Að lojsum skoraði E. J. á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýs- ingu um að lög þessi yrðu aðeins látin gilda til áramóta og ekki framlengd. Gylfi Þ. GísIason viðskipta- málaráðherra kvað vandann sem steðjaði að þjóðinni vera trví- þættan. Annarsvegar hefði það jafnvægi sem náðsi hafði í við- skiptum þjóðarinnar við önnur lönd á árunum 1961 — ’62 rask- azt á þessu ári og nokkur greíðsluhalli væri nú fyrirsjáan- legur. Hallinn stafaði af því að aukninig framkvæmda og neyzlu hefði verið mun meiri en aukn- ing þjóðarframleiðslunnar en þessa aukningu væri hinsvegar að rekja til hinina miklu launa- hækkana sém hefðu átt sér stað í fyrra og á þessu ári. Ef stöðva ætti þessa þróun yrði tvennt að koma til. í fyrsta lagi yrðu laun að hætta að aukast hraðar en þj óðarframleiðsl an. í öðru lagi yrðu rnenn að sannfærast u m að gengi krón- unnar yrði varð- veitt og verðlag héldist stöðugt. Þetta kvað við- skiptamálaráðherra vera m.egin rök fyrjr því að nú væri nauð- synlegt að festa kaupgjald og verðlag um sinn. Breytingar á tekjuhlutföllum Hinn þátturinm sem hann hefði minnzt á í upphafi, kvað viðskiptamálaráðh. vera breyt- ingu á tekjuhllitföllum í land- inu sem hefði átt sér stað á undanfömum árum. Það væri staðreynd að raunverulegar tekj- ur allra láunþega hefðu ekki vaxið jafn mikið. Hinar tekju- lægri stéttir hefðu ávallt orðið undir í baráttunni um hækkað kaup. Leiðin til að hækka laun hi-nna tekjulægstu væri því ekki fólgin í því að 'hækka kaup- taxta þeirra, heldur yrði það að gerast fyrir atbeina ríkisvalds-, ins, svo sem með skatta og út- svarsívilnunum, aukningu al mannatrygginga og með ýmsum öðrum félagslegum ráðstöfunum t. d. stuðningi við húsbygging- ar efnalítils fólks. Þessar ráð- stafanir' væru nú til athugunar hjá ríkLSstjórninni. Lúðvík Jósepsson (K) sagði að ríkisstjómin hefði stigið sitt fjandsamlegasta spor í samskipt- um síinum við verkalýðshrcyf- ingu 1 a n d s i n s með þessu frum- varpi. Hér væri verið að boða misrétti að hálfu ríkisvaldStns, þar seim ýmsir launahópar, svo s e m opinberir starfsmenn, blaðamenn o g bændur hefðu fengið kjör sín leiðrétt á sl. sumri en nú ætti að banna kauphækkun til ann arra launþega. Fullyrti L. J. að gengið yrði framhjá þessum lög- um og þau alls ekki virt. L. J. kvaðst álíta að ríkisstjórnin gæti gert ýmsar ráðstafanir til að draga úr dýrtíð og örðug- leikum útflutningsframleiðslunn- ar t. d. með því að fella niður söluskattinn og afnema tolla á þörfum hennar. Taldi ræðumað- ur að lokum, að með þessu frum varpi væri verið að knýja verka- lýð landsins til að leysa sín vandamál eftir „öðrum“ leiðum. Hannibal Valdimarsson (K) færði að mestu lSytiþau sömu rök gegn frumvarpinu og Lúð- vík Jósepsson. — Hér væri um of- beldi að ræða og alþýða landsins mundi a 1 d r e i þola slíkt. Ræddi H. V. um kjara- dóm og átaldi ríkisstjórninni óbeimt fyrir að hafa leyft svo mikla hækkun á iaunum opin- berra starfsmanna. Fór H. V. sérstaklega hörðum orðum um þá launahækkun, sem æðri em- bættismenn ríkisins hefðu feng- ið. Rakti H. V. síðan gang við- reisnarinnar og taldi að gengis- lækkunin 1960 hefði verið mesta gengislækkun í sögu þjóðarinn- ar og að vaxtahækkunin sama ár hefði einungis verið gerð fyrir „braskaralýð“ landsins. Bjarni Benediktsson, dómsmála ráðherra, sagði að Hannbal Valdimarsson sem var félaigs- málaráðherra 1956 hefði átt við svipaðan vanda að glíma og nú. En viðbrögð hanshefði þá verið allt önnur nú nú. Þá hefði Hanni- bal Valdimarsson þáv. félags- málaráðherra gefið út bráða- birgðalög u m festingu kaup- gjalds og verð- lags. Efni þeirra laga hefði þó gengið lengra en þ a ð frumvarp, sem nú væri til u m r æ ð u, þar s e m launþegar voru s v i p t i r kauphækkun, sem þeir voru þeg- ar búnir að fá. Einnig hefði fresturinn í bráðabirgðalögum frá 1956 staðið yfir í 4 mánuði, en nú væri farið fram á tveggja mánaða frest. Sagði dómsmála- ráðherra, að núverandi ríkis- stjórn, ef hún þyrfti fordæma við, þá þyrfti ekki annað en að leita í þetta dæmi. Ráðherrann sagði, að á árinu 1956 hefði verið við sama vandamál að etja og nú þ.e.a.s víxlverkanir milli kaupgjalds verkalýðsins og land búnaðarvörurverðsins. Hér væri því ekki um neitt nýtt vanda- mál að ræða og heldur ekki ný viðbrögð. Rakti ráðherranm síðan hvernig ríkisstjórnir á undan- förnum árum hefðu brugðizt við þessum vanda og sýndi fram á að viðbrögðin væru og hefðu ætíð hin sömu. Innbyrðis barátta verkalýðsfélaganna Dómsmálaráðherra minntist á kaupgjaldsbaráttu verkalýðsfé- laganna og sýndi fram á, að hún hefði ekki náð tilætluðum ár- angri, þar sem þeir tekjulægstu væru alltaf verr staddir eftir hverja kauphækkun. Það yrði að viðurkenna, að eftir núgild- andi skipan Alþýðusambands ís- lands, hefði það ekki úrslita ráð um meðferð þessara mála eða samningsákvarðanir h v e r j u sinni. Ríkisstjórnim hefði leitað fyrir nokkrum mánuðum til Al- þýðusambandsins um samstarf til þess að fá hækkað kaup ein- göngu fyrir lægstu launaflokk- ana. Alþýðusambandið hefði svar að því til, að það hefði ekki ráð yfir þessu, Og taldi, að slíkt væri á valdi hinna einstöku fé- laga. Og það væri vissulega skilj-- anlegt, sagði ráðherrann að ein- stök félög vildu ekki fela Al- þýðusamibandinu þetta vald, með an það væri eins uppbyggt og nú er. En afleiðingin af því, að enginin einn aðili kemur fram fyrir hönd verkalýðshreyfingar- innar væri sú að kaupgj aldsbar- áttan væri að verulegu leyti inn- byrðis barátta félaganna sjálfra. Ríkisstjómin réði ekki kjaradómi Vegna ummæla Hannibal Valdimarssonar um kjaradóm, þar sem hann hefði gefið í skyn, að ríkisstjórnin hefði ráðið nið- urstöðudómsins, lýsti dómsmála- ráðherra því yfir að hér væri ' farið með algjörlega rangt mál. Það hefðu verið frjálsir dómar- ar, óháðir öllum, sem að þessari niðurstöðu komust með réttu eða röngu og eitt fyrsta skilyrðið, sem þeir áttu að gæta var, að fhiða við kaupgjald annarra stétta, þannig að hækkanir til emfbættismanna áttu að vera leið- rétting, en ekki lyftistöng til nýrra almennra kaupþækkana. Þetta væri beinlínis boðið í lög- um um kjaradóm, sem» enginn þiingmaður hefði greitt atkvæði gegn, á sínum tíma. Hannibal Valdimarsson og sumir flokks- bræður hans hefðu að visu setið hjá en það var vegna þess að þeir töldu, að þessi ]þg gengju ekki nógu langt. Þingmenn Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokkurinn hefðu á sínum tíma krafizt mun hærri launa handa opinberum starfsmönnum, en nið urstöður dómsins urðu, Hiins vegar teldu þeir nú, að opinberir starfsmenn hefðu feng- ið ofmiklar kauphækkanir. Fundur V.R. síuddi ein- dregið stefnu stjórnar Á MEÐAN á verkfalli prentara stóð var gefið út fjölritað blað, sem néfndist „Verkftdl“. í því var m.a. mjög ranglega skýrt frá fundi, sem Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur efndi til að Hótel Sögu 6. nóvember sl. Fund ur þessi, sem var mjög fjölmenn- ur, fylgdi eindregið þeirri stefnu, sem stjórnir VR og LÍV höfðu tekið um að fresta verkfallsað- gerðum. 't Á fundinum komu fram þrjár tillögur, þar á meðal tvær, sem efnislega voru eins og fyrri mót mæli stjórnanna, en tillaga Fi-am sóknarmanna fól í sér vítur' á stjórn VR fyrir að fresta verk- falli jafnframt því sem heimtað var að vinnustöðvun yrði boð- uð á ný. Framsóknarmenn víttu sérstaklega í ræðum sínum á fundinum formann VR, Guð- mund H. Garðarsson og formann LÍV, Sverri Hermannsson. Til- laga Framsóknarmanna og mál- flutningur fékk engan hljóm- grunn meðal fundarmanna og sáu þeir þann kost vænstan að draga tillögu sína til baka. Þar sem hinar tvær tillögurnar voru efnislega samhljóða, varð það að samkomulagi meða tillöguflytj- anda að sameinast um aðra til- löguna, og var hún samþykkt einróma. Á fundi kvöldið áður, sem hald inn var í deild samvinnustarfs- manna í VR höfðu Framsóknar menn beitt sér fyrir því að sam- þykkt var að athugaðir yrðu möguleikar á stofnun nýs, stétt arfélags - fyrir samvinnustarfs- fólk í Reykjavík og Landssarh- bands samvinnustarfsmanna. — Með vísan til þessa samþykkti hinn fjölmenni fundur VR með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að beina þeirri áskorun til fé- laga sinna í deild samvinnu- starfsmanna að endurskoða af- stöðu sína. Malllutningsstofa Guðlaugur Þor.aks on Einar B. Guðmundsson Guðmundur Peturssot Aðalstræti 6. — 3. hæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.