Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 13. nóv. 1963 Nýtt njósrtamál: Bandarískur prófessor handtekinn í Rússlandi Moskivu, 12. nóv. (AP-NTB) BANDARÍSKUR prófessor, Fred C. Barghoorn, hefur ver ið handtekinn í Sovétríkjun- um, sakaður unr. njósnir. Ekki er vitað hvar hann var hand- tekinn, og hefur bandaríska sendiráðið í Moskvu ekkert samband fengið að hafa við hann. Barghoorn er 52 ára. Á árunum 1942-47 starfaði hann sem blaðafulltrúi við bandariska sendiráðið í Mosk- vu, en hefur að undanförnu stundað kennslu í rússnesk- um fræðum við Yale háskóla í Bandaríkjunum. Banghoorn kcwn til Sovét- ríkjanna 1. október s.l. og hafði þé mánaðar dvalarleyfi þar frá rússneskum yfirvöld- um. Var það setlun hans að kynraa sér breytt ástand í Savétirákjunum, en hann hefur margsinnis komið þang að í stuttar kynnisferðir á undanfornuim árum. Ferðaðist hann víða urn land, og það síðasta sem fréttist frá hon- um er í bréfi til móður hans. Það er skrifað 22. október um borg í flugvél á leið frá Tashkent til Alma Ata. En þaðan var ætlunin að fara til Moskvu. Þegar prófesor Bargihoorn kom ekki til Moskvu á til- settum tíma sneri bandaríska sendiráðið sér til sovézka utanríkisráðuneytisins. í dag staðfesti ráðxineytið að pró- fessorinn hafi verið handitek- inn. Neitaði ráðuneytið að gefa nokkrar frekari upplýs- ingar um málið að svo stöddu Var sendiráðinu jafnframt tilkynnt að ekiki yrði unnt að hafa samband við Barghoorn. Talsmenn bandaríska sendi ráðsins í Moskvu sefcja hand- tökuna í samband við njósna- mál, sem upp kornst í Banda- ríkjunum fyrir skömmu. Þá. var bifreiðastjóri rússneska verzlunarfélagsins Amtorgs handtekinn og tveimur full- i trúum Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum vísað úr landi. Móðir prófessorsins, firú Elizabeth B. Barghoorn, býr í borginni New Haven í Connecticut. Vissi hún ekkert um 'handtökuna fyrr en frétta menn ræddu við hana í dag. Taldi hún sennilegt að sonur hennar hafi verið handtek- inn í hefndarskyni vegna töku rússnesku njósnaranna, en sagði að hann hefði orðið fyrir valinu vegna bóka þeirra, sem hann hefur ritað um Sovétríkin. í bókum þess- um kemur fram mikil gagn- rýni á Sovétríkin. — Þeir vissu að hann var að koma, sagði frú Barghoorn. Allt var undirbúið. Þeir hafa verið á móti honum vegna bókanna. Meðal bóka prófessorsins eru: „Soviet cultural offen- sive“, „The Soviet image of the Uniited States“ og „Soviet russian nationalism". Brezka þingið sett i gær Fjójmála og varnamálastefna stjórnarinnar veldur deilum London, 12. nóv. (AP-NTB). BREZA þingið var sett í dag, og er það síðasta þingið fyrir næstu kosningar, sem fram eiga að fara innan 12 mánaða. Að þingsetningu lokinni fóru fram umræður, og flutti sir Alec Douglas-Home fyrstu þingræðu sína eftir að hafa afsalað sér aðalstign og tek- ið við embætti forsætisráð- herra. Þegar sir Alec gekk í þingsalinn var honum ákaft fagnað af flokkshræðrum sín um, en leiðtoga Verkamanna- flokksins, Harold Wilson, láðist að bjóða hann velkom- Hjalti krefst höfundar- eintaka FYRTR nokkni kom einn SÍA- manna, Hjalti Kri&tgeirsson, á skrifstofu Heimdallar FUS og taldi sig eiga rétt á 15 eintökum af Rauðu Bókinni, sem höfunda- eintökum. í gær kom svo Hjalti Krist- geirsson aftur á skrifstofu félags ins skv. boði stjórnar Heimdallar og fylgdi honum annar SÍA- manna, Eysteinn Þorvaldsson, sem þó hefur engar kröfur gert á hendur félaginu. Stynmir Gunn arsson, formaður Heimdallar, skýrði Hjalta þá sivo frá að stjórn félagsins féllist ekki á kröfu hans um 15 höfundarein- tök. Hins vegar hefði verið á- kveðið að færa Hjalta Kristgeirs syni að gjöf nokkur eintök bók- arinnar sem þakklætisvott af félagsins hálfu fyrir þetta frarn- lag 'hans til baráttu Heimdallar gegn kommúnistaflokknum á ís- landi. Með tilliti til þess,, að Hjalti og tveir aðrir SÍA-menn hefðu nú gert kröfu á hendur félagsins um greiðslu eitt hundrað og fimmtíu þúsund króna í höfunð 1 arlaun sæi stjórn félagsins ekki inn, eins og siður er. Þingfundur hófst mjög friðsamlega og gerðu þing- menn að gamni sínu. Frá bekkjum stjórnarandstöðunn ar heyrðist hrópað „Við vilj- um Butler“, en Richard A. Butler var einn helzti keppi- nautur sir Alecs um forsætis- ráðherraembættið. Svöruðu íhaldsmenn með því að hrópa „Við viljum Brown“. George Brown, núverandi varaformaður Verkamanna- flokksins, var skæðasti keppi- nautur Harold Wilson um formannssætið. SÍA-leiðtoginn Hjalti Kristgeirs son með Rauðu Bókina á skrif- stofu Heimdallar í gær. lengur ástæðu til þess að sýna 1 þetta örlæti. Fóru þeir Hjalti og Eysteinn því tómhentir á brott. Síðar dró þó úr spauginu þegar tekið var að ræða stefnu stjórnarinnar í varn- armálum. Þingsetning hófst að vanda með lestri hásætisræðu drottn- ingar. Þar sem drottning á nú von á barni, féll það í hlut Dil- horne lávarðar að lesa ræðuna. Þar lýsir stjórnin því yfir að hún muni áfram vinna að ör- yggismálum Evrópu, áframhald- andi frelsi Vestur-Berlínar og að lausn vandamála varðandi ein- ingu Þýzkalands. Bretar munu stefna að því að draga úr höft- um í alþjóðaverzlun, stuðla að samvinnu Fríverzlunarsvæðisins og Efnahagsbandalagsins og vinna að frekari einingu Evrópu landanna. Dilhorn lávarður sagði í há- sætisræðunni að Moskvusamn- ingurinn um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorku- sprengingar hafi vakið vonir um frekari spor í friðarátt. Telur brezka stjórnin að með þolin- mæði og þrautseigju verði unnt að auka gagnkvæmt traust milli Austurs og Vesturs. Varðandi innanríkismál kveðst ríkisstjórnin vinna að því að skapa jafnvægi milli eigin land- búnaðarafurða og innfluttra. Hún mun vinna að aukinni fraim- leiðslu og atvinnu í öllum hlut- um landsins. Hún mun stuðla að fjárhagsþróun án verðbólgu og auknum útflutningi. Háskólum og öðrum menntastofnunum verð ur fjölgað, og sérstaklega verð- ur stuðlað að bættum skilyrðum til tækni- og vísindanáms. Lögð verður áherzla á smíði íbúðar- húsa, og mun ríkisstjórnin gera ráðstafanir til öflunar fjár í þeim tilgangi. Harold Wilson tók til máls að loknum lestri hásætisræðunn ar. Hann hélt því fram, að mið- að við sigra Verkamannaflokks- ins í aukakosningunum í síðustu viku, hlyti flokkurinn 40 þing- sæta meirihluta, ef þingkosn- ingar færu fram nú. Kvað hann það undarlegt, úr því sir Alec hefði lýst því yfir að hann hlakk aði til næstu kosninga að hann Framh. á bls. 31 Halldór Kiljan Laxness og frú Auður hjá forseta ísrael, Zai- man Shazar. Laxness \ Israel HALLDÓR Kiljan Laxness og kona hans hafa undanfarna daga verið í ísrael í boði ríkis- stjórnar ísraels. Átti Laxness þar viðræður við ýmsa leiðtoga þjóðarinnar þ.á.m. forseta lands- ins, Zalman Shazar, varaforsætis ráðherrann, Abba Eban og menntamálaráðherrann, Zalman Aranne. Einnig heimsótti Lax- ness Háskólann í Jerúsalem, en þar tók á móti þeim hjónum Rektor Háskólans, próféssor G. Racah. Þann 5. nóvember s.l. var Laxness heiðursgestur Rithöf- undafélags ísraels, en þar flutti Laxness fyrirlestur, er hann nefndi „Uppruni humanismans“. Viðstaddir voru m.a. dr. Chaim Yahil, ráðuneytisstjóri Utan- ríkisráðuneytisins, áður sendi- herra ísraels á íslandi, aðalræðis maður íslands í ísraels Fritz Naschitz o.fl. Halldór Laxness og kona hans hafa ferðazt mikið um landið, skoðað merka sögu- staði og ennfremur nokkur sam- yrkjubú (Kibbutzim). Hafa blöð í ísrael ritað mikið um heim- sókn þeirra hjóna til ísraels. Stolið úr mann- lausum íbúðum Ungur dökkklæddur maður á ferli MIKIL brögð eru að því um þessar mundir að stolið sé úr ólæstum íbúðum, og það jafn- vel þó fólk sé heima í næstu herbergjum. í fyrrakvöld var farið inn í íbúð í Mjóuhlíð og hirt seðlaveski með 800 kr. og fyrir helgina var stolið peninga- kassa úr mannlausri íbúð við Hverfisgötu. Virðast þjófar ekki þurfa að brjótast inn til að stela heldur geta gengið beint inn í íbúðirnar. Telur rannsóknarlög- reglan sérstaklega ástæðu til að minna fólk á að gæta húsa sinna og eigna, og reyna að átta sig á ef það rekst á fólk í vafa- sömum erindum í húsunum og gera rannsóknarlögreglunni að- vart um það. 800 kr. stolið úr svefnherbergi. í Mjóuhlíðinni var farið upp á aðra hæð í húsinu. Þar hagar svo til að tvennar dyr eru á íbúðinni, liggja aðra inn í for- stofu, en hinar í svefnherbergi hjónanna. Hjónaherbergið var í fyrradag mannlaust og ólæst í ca 20 mínútur um hálf sjö leytið. Voru hjónin bæði heima, maður- inn að tala í síma, en konan 1 eldhúsinu. Á þessum tíma hefur verið farið inn í svefnherbergið, og stolið úr náttborðsskúffu hús- freyjunnar gráu seðlaveski með 800 kr. og ýmsum persónuskil- Garða- og Bessa- staðahreppur SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða- og Bessastaðahrepps halda spila kvöld í samkomuhúsinu á Garða holti annað kvöld ki- 8,30. Góð 1 kvöldverðiaun. ríkjum og rótað heilmikið til og leitað í herberginu. Rétt um þetta leyti kom einn af íbúum hússins heim og mætti í útidyrum ungum dökkklædd- um manni, sem hann þekkti ekki, en veitti enga athygli, þar sem enginn asi var á honum og ekkert benti til að hann ætti ekki löglegt erindi í húsið. Fjór- ar íbúðir eru þarna og var fólk heima í þeim öllum, én enginn hafði orðið var við þennan gest. í gær kom svo veskið í leit- irnar, fannst á miðstöðvarofni í forstofu á íbúðarblokk í Eski- hlíð. Var búið að taka úr því peningana, en skilríkin gáfu vís bendingu um eigandann. Stolið peningakassa á Hverfis- götu. Þá var farið inn í íbúð neðar- lega á Hverfisgötu. Þar var stolið peningakassa úr skáp. í kassanum voru 300 kr. í pening- um, bankabækur o.fl. Hefur ekkert af því komið í leitirnar og enginn varð var við manna- ferðir þarna. — Ólafur Thors Framh. af bls. 1 Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors er núverandi ríkisstjórn, sem er eins og kunnugt er, samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Hefir hún farið með völd síðan haustið 1959 og til þessa dags. Ólafur Thors hefir því verið forsætisráðherra í fimm ráðu- neytum og því oftar en nokkur annar íslendingur. Hann hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1934 til ársins 1961 er Bjarni Benediktsson tók við formennsku hans. Það mun almenn skoðun fs- lendinga hvar í flokki sem þeir standa, að Ólafur Thors sé : svip- mesti og stórbrotnasti stjórn- málamaður sem þjóðin hefir átt á hinum langa og viðburðaríka stjórnmálaferli hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.