Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 13. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 21 Benjamín Halldórsson, Laugarvatni Gunnar Sigurðsson, Seljatungu, Ásgeir Eiríksson, Stokkseyri Óskar Magnússon, Eyrarbakka Magnús Bjarnason, Þorlákshöfn Árnessýslu ____ _______________________ _ , Georg Michelsen, Hveragerði • Páll O. Pálsson, Sandgerði mm ••••••« m Helgi S. Jónsson, Keflavík Bogi Þorsteinsson, Keflavíkurflugvelli Guðmundur Eyþórsson, Hafnarfirði 1 i Hvaö segja þeir í fréttum Hafa dælt 300 þús. tonnum af sandi á land í Vatnagöröum FYRIR tæpu ári hóf Björgun h.f. tilraunir með að dæla á land byggingarsandi í Vatna- görðum í Reykjavík. Blaðið hefur átt tal við Kristin Guðbrandsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sem skýrði frá eftirfarandi um þennan þátt starfseminnar: — Sanddæluskip okkar, Kristinn Guðbrandsson Sandey, kom til landsins 10. júlí 1962. Fyrsta verkefnið var að dæla upp skeljasandi fyrir Sementsverksmiðju rík- isins, um 130 þúsund tonn- um, en ráðgert er að við dæl- um 150—200 þúsund tonnum á ári fyrir verksmiðjuna. — Seint í nóvember 1962 hófum við svo tilraunir með að dæla byggingarsandi á land hér í Vatnagörðum og um miðjan janúar vorum við farnir að dæla £if fullum krafti. — Sandurinn er tekinn vest anvert við Eyri í Kjós. Sand- ey er 4% til 5 tíma í ferð- inni, en það tekur ekki nema 20—30 mínútur af þeim tíma til að fylla skipið, sem tek- ur um 1000 tonn. Haldið er áfram allan sólarhringinn. — Fimm þúsund tonn af vatni eru notuð til að dæla þessum þúsund tonnum af sandi í land í Vatnagörðum. Um 80% af sandinum er bygg- ingasandur með kornastærð allt að 7 millimetrum í þver- mál. Hann er harpaður um leið og dælt er í land. — Frá því við byrjuðum eru komin á land í Vatnagörð um um 300 þúsund tonn, þar af eru 30—40 þúsund tonn sem koma til með að vera hér í tjörninni til frambúðar. — Við miðum við að dæla byggingarsandinum á land á vetrum fyrst og fremst. Á sumrin vinnur Sandey fyrir Sementsverksmiðjuna og ann- ast önnur tilfallandi verkefni, t.d. var s.l. sumar dælt um 20 þúsund tonnum af bygg- ingarsandi á land í Þorláks- höfn vegna hafnarfram- kvæmdanna þar. — Sandinn seljum við fjöl- mörgum aðilum, báðar steypu stöðvarnar kaupa steypu- sand af okkur, pípuverk- smiðjur og fleiri. Eftirspurn á steypumöl höfum við ekki getað annað, því aðeins 15— 20% af sandmagninu, sem við dælum á land, er möl, en þyrftum að hafa a.m.k. helm- ingi meira magn af henni. — Pússningasand höfðum við til sölu í fyrravetur, en hann eigum við ekki sem stendur. Ástæðan er sú, að athafnasvæði okkar í Vatna- görðum er svo lítið. Það er aðeins hægt að dæla á land einni tegund af efninu. — En nú um áramótin tök- um við í notkun hörpunar- tæki, sem flokka pússningar- sand úr því í fjórar korn- stærðir. Þá getum við boðið upp á púsningasand á nýjan leik. Bjarni Forberg Eftirspurn eftir símum fuilnægt í fyrsta sinn frá 1935 MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir hjá bæjarsíman- um að undanförnu og standa reyndar yfir enn. Blaðið hef- Ur átti tal við Bjarna Forberg bæjarsímastjóra og sagði hann eftirfarandi um það, sem gert hefur verið, og það sem er á döfinni: — í dag eru 25.500 númer hjá bæjarsímanum, þar af 800—900 laus, en til bæjar- símasvæðisins telst Reykj a- vík, Kópavogur og Hafnar- fjörður. í janúar verður opn- uð 200 númera stöð í Sel- ási, en þá stöð verður ekki hægt að opna fyrr vegna skorts á vinnuafli. Næsta surnar verða tekin í notkun 2000 númer til viðbótar, er Grensásstöðin verður stækkuð úr 6500 númerum í 8500. Alls verða númerin þá orðin 27.700 hjá bæjarsímanum. — Þessi númerafjöldi ætti að nægja til þess, að allir geti fengið síma, þar til næsta stækkun verður framkvæmd. Nauðsynleg fjölgun símanúm- era hefur reynzt 1200—1400 á ári. — í fyrsta skiptið í rúman aldarfjórðung, eða frá 1935, getur bæjarsíminn nú full- nægt eftirspurn eftir síma- númerum. Þegar ástandið var verst var biðtíminn 10 til 15 ár. — Aðfaranótt sunnudags- ins 3. nóvember tókum við í notkun 2000 númera stöð í Kópavogi. Aður höfðu Kópa- vogsbúar 1100—1200 númer í gegnum Miðbæjarstöðina og Grensásstöðina. Öll Kópa- vogsnúmer byrja nú á 4. í gegnum Kópavogsstöðina fá einnig íbúar við Fossvogsdal sín númer, þótt þeir séu inn- an borgartákmarka Reykja- víkur. í framtíðinni munu all- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.