Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. nóv. 1963 Afgreiðslustúlka Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í snyrtivöru- verzlun hálfan daginn. Tilboð sendist til afgr. Mbl. fyrir 17. þ.m., merkt: „Afgreiðslustúlka — 3523“. Hœð við Miklubraut 4ra herb. íbúðarhæð og 5 herb. í kjallara í villu- byggingu neðarlega við Miklubraut til sölu. — Bilskúr fylgir. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar. Aðalstræti 6. Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Tilboð óskast í Volvo Amazon 1962 í því ástandi sem bifreiðin er nú í eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis á Bifreiðaverkstæðinu Hemill s.f. Elliðaárvogi 103, Reykjavík. Tilboð, merkt: „Volvo 1962“ óskast send skrifstofu Sam- vinnutrygginga, herbergi 214, fyrir kl. 12 laugar- daginn 16. nóvember n.k. Motuð ólíukyndingartæki Óskum eftir að kaupa notaða Gilbarco brennara og katla 2—4 ferm. Uppl. í síma 36142 eftir kl. 8 á kvöldin. . Raðhús til sölu Til sölu er raðhús við Álftamýri, kjallari og 2 hæð- ir. í kjallara er bílskúr, 2 herb., þvottahús og geymslur. Á 1. hæð 2 stofur, eldhús, borðstófa, vinnuherb. og W. C. Á efri hæð 5 svefnherbergi og bað. — Húsið selst fokhelt eða tilbúið undir tré- verk. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. SKIPA- og FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson, hrl). Kirkjuhvoli. Símar 14916 og 13842. Viðtalstími minn veréur framvegis svo sem hér segir: í Þingholtsstræti 21, daglega kl. 10,30—12 nema á laugardögum kl. 1—2 e.h. (Sími 19765). í Holtsapóteki mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 5—6 e.h. (Sími 34246). Símaviðtalstími í síma 19714 kl. 9—10 f.h. dag- lega virka daga. Vitjanabeiðnir í síma 13574 dag- lega kl. 8—13, nema laugardaga kl. 8—11. BERGÞÓR SMÁRI, læknir. (Vinsamlega geymið auglýsinguna). Nýkomið Mislitar tékkneskar drengjaskyrtur. Aðalstræti 9. — Sími 18860. — Hvoð segja þeir i fréttum Frh. af bls. 23 1 síaðizt, því jarðhúsin við Ell- iðaár kom til að nægja fyrir uppskeruna í haust, þar sem hún varð ekki meiri en raun ber vitni. Þá hafa bændur, sem rækta kartöflur að ein- hverju ráði, t.d. í Þykkvabæ, hyggt sér rúmgóðar heima- geymslur, enda nauðsynlegt fyrir þá sem hafa mikla upp- skeru, Þeir geta þá dreift vinnu við flokkun og hreins- un fram eftir vetri og losnaS v:'j' a® kaupa vinnuafl til slíks á haustin. JRorönnliIíj'bid í næsta nágrenni.... f Hafnarfirði, að Am- 5 arhrauni 14, sími 50374. í Hoftúni við Vífisstaða veg sími 51247 er um- boðsmaður blaðsins fyr- ir Garðahrepp. I Kópa- vogi, að Hlíðavegi 63, sími 40748. Fyrir Ár- bæjarbletti, að Árbæj- arbletti 36. Selásblettir og Smálönd, að Selás- bletti 6, sími um Selás- stöðina. Umboðsmennirnir annast hver á sínum stað fyrir- greiðslu við kaupendur blaðs- ins: Til þeirra skulu þau heimili og einstaklingar snúa sér, er óska að gerast áskrif- endur að Morgunblaðinu. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANN\ 3 David Severn; Við hurfum inn í framtíðina „Það gæti komið okkur að notum“, sagði Harry. „Varla“, sagði ég hlæj- andi. „Umhverfið hefur tekið svo miklum breyt- ingum, að það er óþekkj- anlegt“. Ég sat og beit munn- bita af kjötbeini, sem ég hélt á og furðaði mig á þeirri breytingu, sem orð- in var á Dick. Hann var aftur sami káti félaginn og forðum og mig tók brátt að gruna ástæðuna. Hann og wanda sýndust nú þegar vera orðin óað- skiljanleg. Dick er kappsfullur að eðlisfari og hefur þörf fyrir að deila geði við aðra. Og þar sem Wanda hafði nú sýnt leikni sína við að sitja hest og skjóta af boga, brann hann í skinninu að sýna, hvað hann gæti gert. „Komdu!,“ sagði hann við Wöndu, „við skulum hlaupa í kring um her- búðirnar". Hlýðin lagði Wanda bogann og örvarnar frá sér og hljóp með honum. Hún var mjög frá á fæti, og þótt Dick legði sig ailan fram, gat hann ekki fylgt hennL „Kantu að klifra?“, spurði hún, þegar þau komu til baka og áður en hann gat svarað, var hún komin upp í efstu greinarnar á háu tré, lið- ug eins og api. Dick klifr aði stirðlega á eftir henni. Ég sá snöggvast framan í hann, gegn um laufþakið og hann var sveittur og gramur yfir að verða að láta í minni pokann. „Hættu að leika klíf- urapa“, kallaði ég. Harry fór nú með okk- ur í vopnabúrið og þar völdum við okkur hæfi- leg spjót jafn rólega og við værum að sækja tenn isspaða. Auk þess feng- um við stóra veiðihnífa, sem stungið var í sliður við beltið. „Ég vildi, að ég gæti komið með ykkur, en ég hefi ekki krafta til þess“, kallaði Harry og veifaði brosandi til okkar, en mér fannst, að á bak við brosið leyndist dálítill söknuður. Sammi veiðimaður vís- aði veginn í skóginn. — Hann var lágur en þrek- vaxinn og mjög þögull. Leðurúlpan hans var blettótt og upplituð af elli og hárið békk í flóka niður á kragann. En hann hafði haukfrána sjón. Ég átti eftir að komast að raun um, að ekkert fór fram hjá honum. Eljótlega fékk ég að sjá leikni Wöndu með bogann þegar við rák- umst á stóran fasan. — Fuglinn styggðist, en áður en hann gæti forð- að sér, söng í bogastrengn um og hann steyptist steindauður niður. Ég hefði varla treyst mér til að leika þetta eftir með nýtízku riffli. Dick leit á mig. Hann var eins hreykinn og hann hefði skotið örinni sjálfur. Sammi tróð fasananum í veiðipokann sinn og áfram héldum við. Leið- in lá eftir einstigum og yfir margar torfærur. —■ Ekki mæltum við orð af vörum. Hvert spor urð- um við að stíga af var- úð. Langt i fjarska heyrð- um við högg vopnasmið- anna, þar sem þeir hömr- uðu sverðin. Af hæð einni sáum við til Ond- in, langt í burtu. Við vor- um sveitt og þreytt og mjög þyrst í hitanum. Og þá rákumst við allt í einu okkur að óvörum á hjörð villisvina. — Örvarnar þutu og það söng í spjótunum —, en svínin voru of frá á fæti. Þau tvístruðust eins og kvikasilfur og hlupu svo aftur í hóp yfir hæðar- drag og inn í kjarrskóg. Við náðum aftur í vopn okkar og eltum þau. — Traðkið í þeim heyrðist ennþá, þótt við sæum ekki lengur til þeirra. — Við urðum afar fegin, — þegar Sammi sagði okk- ur að hvíla okkur og fleygðum okkur niður í grasið. Þrjár mínútur liðu og þá varð hávaðinn í tveimur fasönum, sem flugu yfir, til þess að ég opnaði augun. Síðan varð allt næstum óeðlilega hljótt. Sammi sat uppréttur, hnotubrúnt, hrukkótt andlit hans starði inn í skógarjaðarinn og hann hélt spjóti sinu í kast- stöðu. Ég leit í sömu átt og hann og sá þá hjört teygja sig fram undan tré, um tvö hundruð metra frá okkur handan við lítinn læk. Mér flaug i hug, hversu auðvelt hefði verið að skjóta hann með riffli, þar sem hann stóð þarna ■—, og gladdist jafnframt yfir því, að við vorum hingað komnir án slíkra vopna. Vindurinn stóð af honum, svo hann varð okkar ekki var. Samt var eins og eitthvað gerði honum órótt. Þá tók ég eftir, að Wanda var horf- in. Með bogann í hend- inni hafði hún laumazt inn í skógarþykknið, án þess að nokkuð heyrðist til hennar. Sammi benti okkur að vera kyrrum og fór á ef.tir henni með spjót sitt. Hjartað hamraði í brjósti mér af æsingi. Ég gaf hirtinum gætur og sá hann allt í einu snúa sér við eins og hann ætl- aði að flýja inn í skógar- þykknið. En svo snerist honum hugur og hann kom nær okur og gaf frá sér hræðsluhlandið hljóð. Hann hélt hægt áfram, þar til hann kom að lautardraginu, sem við vorum í. Einhver ósýni- leg hætta virtist reka hann áfram í skotmál fyrir Wöndu. Þá heyrðist bresta í trjágrein inni í skógarþj^kkninu. Hjört- urinn tók viðbragð og hljóp eins og örskot til baka ofan við lautardrag ið og inn í skóginn. Við vorum ekki búnir að jafna okkur eftir þessi seinni vonbrigði á veið- unum, þegar Dick greip utan um handlegginn á mér. Hann starði beint fram. Þegar ég leit þang að, sá ég gegn um gisið laufið í skógarjaðrinum, mann, sem horfði niður yfir dalinn. Krúnurakað- ur maður í svörtum kyrtli, með sverð við hlið. Fljótir eins og snákar skriðum við í felur á bak við þyrnirunna. Við sáum ennþá til mannsins gegn um laufið. Hann gekk upp á allháan hól og lík legt var, að hann sæi það an til herbúða okkar. Dick greip andann á lofti og ég var gripinn slíkum æsingi, að ég gat varla haft stjórn á mér. Út úr skóginum við laut- ina kom Sammi veiði- maður, skríðandi á mag- anum með hnífinn milli tannanna. Hann þumlung aðist áfram upp hólinn og það leyndi sér ekki, hvað hann ætlaði sér nú að veiða. Við þorðum varla að anda, hvað þá að hreyfa okkur. Sammi lagði sig í bráða hættu, því hann gat hvergi leitað skjóls, ef kuflungur skyldi heyra til hans eða snúa sér við. Maður með sverð myndi fljótt ráða niðurlögum manns, sem aðeins hafði veiðihníf að vopni. Úr felustað okkar fylgdumst við með öllu. Okkur fannst það taka Samma eilífðartíma að komast þennan stutta spöl. Þegar hann átti svo sem átta fet eftir til varð arins tók Sammi að búa sig undir stökkið. Hljóð- laust reis hann á fætur með hnífinn á lofti og hljóp fram. Sterkur hand leggur greip utan um hálsinn á verðinum, dró hann niður og kæfði undr unaróp hans. Hnífsodd- urinn var miðað á háls- inn á honum. Á sömu stundu hlupum við báðir upp á hólinn og Wanda kom úr hinni átt- inni. Hún var áhyggjufuli á svipinn. „Hann er einn hér,“ sagði hún, „senni- lega njósnari. En þeir eru fleiri. Þeir hafa sieg- ið hring um herbúðir okk ar, við erum einöngruð hér og eftir hádegið munu þeir gera árás. Spurðu þennan þorpara,“ sagði hún við Samma, „hann er áreiðanlega huglaus og leysir frá skjóðunni.“ Við litum á svartkufl- unginn, sem auðsjáan- lega var að deyja úr hræðslu og hafði aldrei augun af hnífsoddi veiði- mannsins. Hann svaraði undandráttarlaust öllum spurningum og af frá- sögn hans var ljóst, að Wanda hafði getið sér rétt til um vígstöðuna. Framhald næst. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.