Morgunblaðið - 14.11.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.11.1963, Qupperneq 1
24 siður 50 árgangwr 243. tVl. — Fimmtudagur 14. nóvember 1963 Prentsmiðja Morgunblaíisins Uppreisnartilraun barin niður í Irak Fyrrverandi leiðtogi Baathista reynir að steypa ríkisstjórn flokksins Damaskus, Sýrlandi, 13. nóv. — (AP) — SNEMMA í morgun var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í írak. Hófst uppreisnin með því að loftárásir voru gerðar á höfuðborgina Bagdad og herbúðir skammt frá borginni. • Tókst stjórnarhernum á fáum klukkustundum að sigrast á nppreisnarmönnum og hrekja foringja þeirra á flótta úr landi. Aðalhvatamaður uppreisnarinnar var Ali Saleh el Saadi, fyrrverandi aðstoðar-forsætisráðherra í stjórn el Bakr, en honum hafði verið vikið úr stjórninni sl. mánudag. .... X-Nv.-v .\«-í -:w• •?•• .«<«•w V '-x\ ww«t«Wv.- \.vw* . \v,..a í \ qjíW ••50$»>"#.W'\V-V Fyretu fréttirnar um uppreisn- ina voru mjög óljósar. Áður hafði verið lesin í útvarpinu í Bagdad tilkynning um breytingar á ríkis- etjórn Baaath-flokksins, og að ný 15 manna stjórn hafi tekið við völdum sl. mánudag. Ahmad Hassan el Bakr var eftir sem áð- ur forsætisráðherra, en næstir honum á listanum komu Taher Yahya, forseti herráðsins, Haz- em Jawad, aðstoðar-innanríkis- ráðherra og Taleb Hussein Sheb- ib, utanríkisráðherra. SAADI VIKIÐ ÚR STJÓRNINNI Það vakti strax nokkra furðu að Ali Saleh el Saadi átti ekki sæti í nýju stjórninni, en hann var áður aðstoðar-forsætisráð- í FRÉÍT frá Valetta á eyjunni Möltu segir að herflugvél frá írak hafi lent þar síðdegis í dag á leið frá Madrid.-Í vél- inni voru 13 manns, þar af sjö einkennisbúnir. Sagt er að vél inni hafi verið neitað um við dvöl í Madrid. Vélin stóð við í tvær stundir í Valetta, en hélt síðan ferðinni áfram til Kýpur. herra og auk þess einn af mestu áhrifamönnum flokksins. Eftir að tilkynnt hafði verið um nýju stjórnina var haldið á- fram að útvarpa venjulegri dag- skrá þar til skyndilega um kl. fimm í morgun (ísl. tími) að út- varpsstöðin þagnaði. Óljósar fregnir bárust eftir það frá Lond- on og Washington að eitthvað mikið væri um að vera í írak. Engin staðfesting fékkst þó á þessu fyrr en Bagdad-útvarpið hóf sendingar á ný. Kom þá Saleh Mahdi Ammash, hermála- ráðherra, fram fyrir hlustendur í nafni el Bakr forsætisráðherra og sagði einingu Baath-ista í hættu, gera þyrfti ráðstafanir til að vernda líf borgaranna og ráða fram úr aðsteðjandi vandamál- málum. Síðan hætti útvarpið sendingum að nýju. HERFLUTNINGAR Fréttir tóku nú að berast eftir ýmsum leiðum um að uppreisn hafi verið gerð í landinu. Far- þegaflugvél, sem lenda átti í Bag dad, var snúið við til Teheran í fran, og sögðu farþegarnir að þeir hefðu séð miklar herflutn- ingalestir á leið til höfuðborgar- innar. Einnig höfðu þeir séð um 100 skriðdreka skammt frá borg- inni. Þá bárust fregnir frá ýms- um sendiráðum í Bagdad um að flugvélar hefðu gert loftárásir á forsetahöllina og á herbúðir við höfuðborgina. Um hádegið tók að heyrast í útvarpsstöð, sem nefndi sig fyrst „Útvarp arabisku þjóðarinnar" og seinna „Útvarp byltingarinn- ar í írak“. Flutti útvarpsstöð þessi ávörp og áskoranir frá stjórn el Bakr. Skýrði útvarps- stöð þessi frá því að lýst hafi ver- ið útgöngubanni í höfuðborginfti og úthverfum hennar, en skoraði jafnframt á borgarbúa að sýna stillingu. Komu þeir el Bakr for- sætisráðherra og varnarmálaráð- herrann fram í útvarpinu og hétu því að leyst yrði úr vandanum. Sagði forsætisráðherrann að Framhald á bls. 23. Bandaríkjastjórn mótmælir handtöku Barghoorns Seg|a hana geta haft alvarlegar afleiðingar Moskvu, 13. nóv. — (AP-NTB) BANDARÍKJASTJÓRN hefur af Jóhann Hafstein hent utanríkisráðuneytinu í Moskvu og sendiráði Sovétríkj- anna í Washington harðorð mót- mæli vegna handtöku Frederick C. Barghoorns prófessors, sem sakaður er um njósnfr í Sovét- ríkjunum. Þvertekur bandaríska stjórnin fyrir það að Barghoorn hafi stundað njósnir og krefst þess að hanrt verði tafarlaust lát- inn laus, og að starfsmenn banda- ríska sendiráðsins í Moskvu fái að hafa samband við hann. Kröf- um bandarísku stjórnarinnar hef- ur ekki verið sinnt. Barghoorn er kennari í rúss- neskum fræðum við Yale háskóla í Bandaríkjunum. Hann fór til Sovétríkjanna í mánaðar kynn- isferð 1. október sl., og ætlaði að halda heimleiðis 1. þ. m. Síðast fréttist til hans í Moskvu 31. okt. Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra Á FUNDI í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins, sem hófst kl. 5 síð- degis í gær var samþykkt með samhljóða atkvæðum að Jóhann Hafstein, alþingismaður, skyldi taka sæti dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni í stað Bjarna Benediktssonar, sem verður for- sætisráðherra. Jóhann Hafstein er fæddur á Akureyri 19. sept. 1915. Hann lauk stúdentsnrófi árið 1934 og lögfræðiprófi árið 1938. Hann var fyrst kosinn á þing í Reykjavík árið 1946 og hefur átt sæti á þingi síðan sem þingmaður Reyk vikinga. Hefur hann setið á 19 þingum. Hann var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1943 til 1949, formaður Heimdallar FUS í Reykjavík 1939 til 1942. Banka- stjóri Útvegsbankans hefur hann verið frá árinu 1952 til þessa dags að undanskildum síðari hluta árs ins 1961 er hann gegndi störfum dómsmálaráðherra í viðreisnar- stjórninni. Jóhann Hafstein hefur undan- farið setið fund NATO-þing- manna, sem haldinn var í París. Mun hann væntanlegur heim á morgun. Yfirvöldin í Alsír báru í gær til baka frétt frá Marrokkó um að útlendingaherdeild skipuð hermönnum frá Egyptalandi, Kúbu, Búlga- ríu og Kína hafi verið send til eflingar alsírska hersins. Segja yfirvöldin að sendi- nefndum frá þessum löndum hafi verið boðið til landsins í tilefni afmælis byltingarinn ar gegn Frökkum, og séu nú flestir farnir heim. Meðfylgjandi mynd var tekin s.l. mánudag í herbúð- um við Colont.b-Bechar, ná' lægt landamærum Marokkó Sýnir hún Aly Amer hers- höfðingja frá Arabiska sim bandslýðveldinu kanna egyp zkt herlið. en þá hafði hann samband við einn af starfsmönnum sendiráðs- ins. í gær var skýrt frá því að Barghoorn hafi verið handtekinn „fyrir nokkrum dögum“ sakaður um njósnir. ¥ Sendiherra Bandaríkjanna I Moskvu, Foy Kohler, gekk í dag á fund Valerian Zorins, aðstoðar utanríkisráðherra, og ræddust þeir við í stundarfjórðuijg. Krafð ist sendiherrann þess að Barg- hoorn yrði þegar í stað látinn laus og að sendiráðsmenn fengju að tala við hann. Einnig krafðist sendiherrann þess að fá að sjá ákæruna á hendur Barghoorn. —< Svaraði Zorin því til að engar upplýsingar yrðu gefnar að svo stöddu um Barghoorn, en kvört- un Bandaríkjastjórnar yrði kom- ið áfram til réttra aðila. í Washington var sendiherra Sovétríkjanna, Anatoly Dobryn- in, kvaddur á fund í utanríkis- ráðuneytinu og honum tilkynnt að handtaka Barghoorns gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.