Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 3
F Fimmtudagur 14. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 ■ > SUÐUR í Kópavogi býr 10 ára telpa með hvíta fallega húð. Hún hleypur um allt upprétt og gengur í skóla, eins og onnuir börn. Sumum kann að virðast að þetta séu ekki merkilegar fréttir, en það finnst henni svo sann.ar- lega sjálfri. Kolbrún Páhna- dóttir hafði frá fæðingu hjarta galla, þannig að veggurinn milli hægra og vinsfcra hjarta- hólfs sprakk í fæðingunni og hreina og óhreina blóðið igus- aðist því saman. Einnig voru lungnapípurnar of þröngar. Af þessum sökum átti Kol- brún litla bágt með að standá, en húkti jafnan á hækjum sín- um. Hún átti erfitt um andar- drátt og litarháttur hennar frá fæðingu var svarblár. Það eru því mikil viðbrigði fyrir hana að geta nú gert allt sem hana langar til og svo hrifin er hún af hvítu húðinni sinni, að hún neitaði að fara út í sumar, af ótta við að verða brún. Kolbrún fór í vor til Kaup- mannahafnar, þar sem hún gekkst í einu undir lungna- og hjartauppskurði á Rigs- hospitalet, en slíkur uppskurð- ur mun ekki hafa verið reynd- ur á Rigshospitalet fyrr. Móð- ir hennar, Brynhildur Siig- Kolbrún skirði brúðuna Konní í höfuðið á dönsku vinkonunni í næsta rúmi sem kom ekki aftur. Hefur hvíta húð og hleypur um afEt Kolbrún og foreldrar hennar, Pálml Steingrímsson og Bryn- hildur Sigtryggsdóttir skoða myndir af henni frá því áður en breytingin varð. V-þýzka þinginu afhent- ur hluti ríkisþinghúss Berlínar STAKSTEINAR Berlín, 11. nóv. (NTB). f DAG var Eugen Gerstenmaier, forseta þings Vestur-Þýzkalands, afhentur formlega suður hluti ríklsþinghússins í Berlín, en nazistar kveiktu í því í janúar 1933. Endurbygging suður-álm- unnar hófst fyrir nokkrum ár- um og nú fær vestur-þýzka þing- ið til umráða þar 7 nefndarher- bergi og 45 skrifstofur. Endurbyggingu ríkisþinghúss- ins lýkur ekki fyrr en eftir nokkur ár, en auk herbergjanna, sem þingið fær til umráða hef- ur verið fullgerður salur á ann- arri hæð, þar sem til sýnis verða myndir og ýmsir munir, sem kom ið hafa við sögu hússins. Moskvuútvarpið ræddi í dag afhendingu suðurálmu þinghúss- ins. Sagði útvarpið, að hún væri ögrun af hálfu Vesturveldanna og tilraun til að staðfesta órétt- mætar kröfur sem vestur-þýzka stjórnin gerði til Berlínar. tryggsdóttir og faðir heninar, Pákni Steingrímsson, starfs- maður hjá Ora, voru í Kaup- mannahöfn meðan á aðgerð- inni stóð. Við heimsóttum fjölskylduna á heimdli þeirra á Ásvegi 5 í Kópavogi og fengum hjá þeim nán.ari frá- sögn af þessum atburði, sem er þeim öllum svo mikils virði. — Þetta var í þriðja skiptið sem farið var með Kolbrúnu á Rigshospitalet. Árið 1957 gáfust læknarnir uipp án þess að reyna, 1958 fóru þeir inn í hjartað með lýsingartæki, en treystu sér ekki í uppskurð. Sem betur fer er móður- amma hennar búsett í Kaup- mannahöfn og hélt hún málinu alltaf vakandi við sjúkrahúsið, þar til læknarnir féllust á að reyna. Þeir bjuggust heldur ekki við að Kolbrún muindi geta haldið þetfca út mikið lengur og það ýtti á eftir. Próf. Terkelsen sagðist aldrei hafa séð svo illa farna mann- eskju, einkum af því bæði hjarta og lungu voru gölluð. — Og vissi Kolbrún sjálf hvað til stóð? — Já, hún skildi þetta, en hún var ákveðnust af öllum í að fá sig læknaða og var ákaflega dugleg. Læknarnir vissu reyndar ekki hvort þeir mundu geta gert við hvort tveggja í einu þegar þeir Hallveigarstaðir fokheldir SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiðenda afhenti nýlega framkvæmdastjórn Hallveigar- staða eitt hundrað þúsund krón- ur að gjöf. Ákvörðun um gjöfina var tekin á aðalfundi sambands- ins í sumar. Þessi höfðinglega gjöf — sem og aðrar gjafir, sem Hallveigar- stöðum hafa borizt undanfarið — kemur í góðar þarfir nú, þegar bygging kvennaheimilisins er byrjuðu. Kolbrún vair tekin á skuirðarborðið um mórgun og tækjum komið fyrir, sem bæði tóku að sér starfsemi hjartans og lungnanna. Þessi tæki hafði hún í fjóra sólar- hringa, því læknaimir þorðu ekki að láta hjartað og lun.g- un byrja að starfa nema smám saman. — Var hún með meðvitund meðan hún hafði þessi gervi- tæki? —. Já, hún var vakiin kl. 4 síðdegis daginn sem uppskurð urinn fór fram og við komurn til hennar kl. 7 um kvöldið, segir móðir Kolbirúnar. — Þá lyfti ég hendimni á henni og sýndi henni hana við hliðina á minni, og þegar hú.r\ sá að hennar hendi var hvítari en mín var hún alsæl. Síða.n hef- ur hún alltaf verið að gá hvort þetta sé nú satt og hún sé ekkert farin að dökkna. Morg- uninn eftir fékk hún spegil. Strax fyrsta kvöldið var hún orðin gerbreytt í útliti og hvað líðan snerti. Hún var ákafaga fljót að ná sér eftir uppskurðinin, var á spítalanum frá 27. maí til 10. júlí og kom heim með flugvél 20. júlí. Hún hefði helzt átt að fara á hressingarhæli eftir sjúkrahús dvölina, en hér eru engin slík hæli tiL Síðan á bara að koma með hana aftur eftir ár í skoðun. Og nú getur Kolbrún gengið í skóla og gert allt sem 10 ára böm geta gert, nema hvað hún má ekki ennþá vera í sundi og leikfimi. Þegar hún fór að fá vöðva á leggina af notkun, hélt hún að hún væri að bólgna. Hún hefur aldrei vitað hvað það er að igeta ver- ið með jafnöldrum sínium. Áð- ur gat hún aðeins verið með litlum börnum, sem vom í kiringum hana. Hún á tvö yngri systkyni. — Þeim þótti ég svo fín, þegar ég kom heim, segir Kolbrún. — Það er mikill munur á henni, segir móðir hennar. Hún var orðin svolítið þung- • lynd af þessum veikindum. Nú er hún svo miklu glaðari. Við fórum saman í búðir um dag- inn og keyptum dúkkuiísu. Og nú getum við farið og séð jólaútstiUingarnar í vetur. — Áður en við fómm frá Kaup- mannahöfn sá hún líka dýra- garðinn og Tivoli, og það var mikið ævintýri fyrir hana. Kolbrún hefur staðið sig sérstaklega vel, alltaf verið svo róleg og góð, segir móðir hennar. Og Koibrún sýnir okkur brúðuna sem hún fékk fyrir dugnaðinn. Hún heitir Konní, í höfuðið á lítilli danskri vinkonu hennar, sem lá í næsta rúmi. Hún hafði hjartagailla, var blá á höruhd, en gat hlaupið um allt. Hún kom ekki aftur af skurðar- borðinu. — E. Pá. loksins hafin, eftir margra ára erfiðleika og málaferli. Bygging- in er senn orðin fokheld, og er því farið að lækka í kassanum, enda hafa framlög og gjafir frá fyrri tímum rýrnað mjög að verð gildi að undanförnu. Þrátt fyrir alla erfiðleika hefur framkvæmdastjórnin fullan hug á því, að koma byggingunni upp sem allra fyrst, enda er þörfin fyrir húsnæði fyrir starfsemi kvennasamtakanna í landinu orð in brýn. Framkvæmdastjórnin er þakk- lát fyrir allar hinar rausnarlegu gjafir, sem undanfarið hafa bor- izt, og sérstaklega fyrir þessa stóru gjöf, sem hér er sagt frá. (Frá framkvæmdastjórn Hallveigarstaða). Skapvonrika Framsóknarforingjarnir ero skelfilega skapvondir þessa dag- ana og landsmenn allir vita ástæðuna. Hún er sú, að Fram- sóknarmenn héldu, að Viðreisnar stjórnin mundi ekki treysta sér til að snúast röggsamlega við þeim vanda, sem að steðjar í launamálum. Þeir voru farnir að halda að hún múndi gefast upp og þeir þannig getað þröngvað sér í ráðherrastóla. En nú hcfur stjórninni tekizt að fá þann frest sem ætla má að dugi til að leysa þessi vandasömu ir.il, og þar með eru vonir Framsóknarmanna roknar út í veður og vind. Þess vegna eru þeir fýldir og sárir. Þegar allir aðrir gleðjast yfir þvi, að samkomulag hefur tekizt um að reyna til hins itrasta að ná heilbrigðum og raungjörnum samningum eru þeir svo úrillir, að engum dylst gremja þeirra. Og menn munu lengi miunast þessara viðbragða. Allt falskenningar Menn mdnnast þess, að þegar viðreisnin hófst og raunar aUt fram á. þetta ár, voru Framsókn- armenn óþreytandi við að reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um það að viðreisnarstefnan væri það sem þeir kölluöu „samdráttar stefna”. Þeir sögðu að hér mundi verða miklar hörmungar, jafnvel móðuharðindi af manna völdum, atvinna mundi dragast saman, framkvæmdir minnka og fólk búa við fátækt. Þeir kröfðust þess sýknt og heilagt að peninga- magn í umferð yrði aukið, vextir lækkaðir og aðrar ráðstafanir gerðar til þess að ekki yrði samdráttur og kreppa. Nú eru þeir raunar teknir að tala um að hér sé „ofþensla”, en samt segja þeir að leiðin til úrbóta sé sú að hætta „frystingu sparif járins”, sem þeir svo nefna, og lækka vextina. Kveður við annan tón Það kynlega henti samt í út- varpsumræðunum í síðustu viku að tveir af ræðumönnum Fram- sóknarflokksins deildu á ríkis- stjórnina fyrir það, að hún hafði stofnað til þess vanda, sem nú er við að etja, með því að hamla ekki á móti of miklu peninga- magni í umferð. Þeir tóku sem sagt upp alveg gagnstæðan á- róður við það sem Timinn flytur lesendum sínum daglega. Boðorð hans er það að allan vandan megi leysa með því að auka peninga- magn í umferð og lækka vexti, en þessir ræðun’onn Framsóknar- flokksins sögðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á „ofþenslunni” vegna þess að hún takmarkaði ekki peningamagnið. Þannig stangast allt hvað á annars horn í málflutningi Framsóknarmanna Þess vegna eru þeir líka áhrifa- lausir og verða vonandi lengi enn. Afglapar Raunar má segja, að engu sé líkara en að Framsóknarforingj- arnir álíti fólk almennt vera hreina afglapa. Málflutningur þeirra er svo mótsagna- og fjar- stæðukenndur að hver maður á að geta séð, að þar er um. ráð- villta menn að ræða. En Tíminn mun sjálfsagt halda áfram svip- uðum skrifum og hingað til. Og má Morgunblaðinu svo sem standa á sama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.